Ferjusigling á milli leikstaða blásin af

Þeir sem höfðu ætlað sér að fara á ferjunni verða …
Þeir sem höfðu ætlað sér að fara á ferjunni verða að finna annan ferðamáta á milli leikstaða í sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekkert verður af því að Íslendingar muni geta farið með ferjunni M/S Furmanov á milli leikstaða Íslands á HM í knattspyrnu í Rússlandi í sumar. Einn skipuleggjenda ferjusiglingarinnar greinir frá því á Facebook að undirtektir hafi ekki verið nógu góðar.

Ásgeir Halldórsson segir að málið sé sorglegt og að hann trúi því varla að undirtektir hafi ekki verið betri, 50% bókun sé ekki nóg með þessum fyrirvara.

Um 270 manns áttu að komast með ferjunni M/S Furmanov …
Um 270 manns áttu að komast með ferjunni M/S Furmanov á milli leikstaða Íslands á HM.

„Eins og við lofuðum þá ætluðum við ekki að stofna fjármunum neins í hættu. Ekki 1 króna hefur verið millifærð til Rússlands og mun Haukur hjá Bjarmalandi umsvifalaust endurgreiða því góða og áhugasama fólki sem var búið að greiða heildar og fyrirframgreiðslur inná siglinguna,“ skrifar Ásgeir en Haukur Hauksson hjá ferðaskrifstofunni Bjarmalandi sá um sölu á siglingunni.

„Til þess að koma ekki neinum í klípu þá er hreinlegast að allýsa siglingunni strax til að fólk geti skipulagt sig uppá nýtt,“ skrifar Ásgeir sem óskar öllum góðs gengis við að skipuleggja nýja ferð á HM í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert