Finna lausn án þátttöku Íslands

Ljósmynd/Johannes Jansson - Norden.org

„Segi Ísland nei verður það ekki nóg til þess að stöðva þátttöku Norðmanna í ACER. Þá tel ég að Noregur og og Evrópusambandið muni finna praktíska lausn án þátttöku Íslands.“

Þetta er haft eftir norska lögmanninum Per Andreas Bjørgan á fréttavef norska dagblaðsins Nationen varðandi þriðja orkumálapakka Evrópusambandsins sem til stendur að taka upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) en hann felur meðal annars í sér stofnun Orkustofnunar ESB sem fær ákveðið ákvörðunarvald í orkumálum innan svæðisins.

Bjørgan, sem er fyrrverandi yfirmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sem sér um að framfylgja EES-samningnum gagnvart þeim þremur aðildarríkjum hans sem standa utan Evrópusambandsins, Íslandi, Noregi og Liechtenstein, segir að það yrði merkilegt ef Ísland hafnaði löggjöfinni í ljósi þess að landið hefði enga tengingu við orkumarkað sambandsins.

Hins vegar hefur verið bent á, meðal annars af Óla Birni Kárasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, að óháð því hvort til þess kæmi í framtíðinni að Ísland tengdist orkumarkaði Evrópusambandsins um sæstreng væri með samþykkt löggjafarinnar búið að leggja blessun yfir evrópskt ákvörðunarvald yfir íslenskum orkumálum.

Miklar deilur hafa verið um málið í Noregi en svo fór þó að lokum að norska þingið samþykkti þriðja orkumálapakkann. Til þess að hann verði hins vegar formlega hluti af EES-samningnum þurfa öll þjóðþing þeirra aðildarríkja hans sem standa utan Evrópusambandsins að samþykkja löggjöfina en ljóst er að efasemdir um málið hafa farið vaxandi hér á landi.

Þannig hafa bæði landsfundur Sjálfstæðisflokksins og flokksþing Framsóknarflokksins hafnað því að umrædd löggjöf Evrópusambandsins verði samþykkt á þeim forsendum að ekki sé ásættanlegt að vald yfir íslenskum orkumálum verði fært til evrópskra stofnana. Formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur lýst áhyggjum af málinu.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur farið hörðum orðum um málið á Alþingi og gagnrýnt Evrópusambandið fyrir að krefjast þess í vaxandi mæli að EES-ríkin sem standa utan sambandsins samþykktu beint boðvald frá stofnunum þess. Bjarni hefur einnig sagt að orkumál Íslendinga kæmu Evrópusambandinu í raun alls ekkert við.

Samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í ríkisstjórn, Vinstrihreyfingin grænt framboð, lagðist gegn fyrri orkumálalöggjöf frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Flokkurinn hefur hins vegar ekki tekið opinberlega afstöðu til nýju löggjafarinnar þó talsverðar efasemdir hafi heyrst um hana úr röðum flokksmanna hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Skýrt ákall um breytingar“

11:50 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, segir Sjálfstæðisflokkinn vera með lang sterkustu stöðuna þegar litið er á heildarniðurstöðu sveitarstjórnarkosninganna í gær. Meira »

Hafði verið með hótanir

11:36 Einn er í haldi lögreglu í tengslum við eld í fjölbýli við Eyjabakka í Breiðholti í nótt. Hann er grunaður um að hafa kveikt í en hann hafði haft í hótunum við einn íbúa hússins áður. Meira »

Lést í eldsvoða í Kópavogi

11:29 Maður um sjötugt lést í eldsvoða í fjölbýlishúsi við Gullsmára í gærkvöldi. Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að eldsupptök séu enn í rannsókn. Meira »

„Ég vil styðja þá báða“

11:14 Flokkur fólksins kemur nýr inn í borgarstjórn Reykjavíkur með einn fulltrúa. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er himinlifandi með niðurstöðuna. „Þarna er Flokkur fólksins að stíga sín fyrstu skref og fóta sig í sveitarstjórnarmálunum,“ sagði Inga í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Meira »

Hreyfivika UMFÍ

11:11 Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) heldur Hreyfiviku í sjöunda sinn dagana 28. maí – 3. júní.  Meira »

Útilokar Sjálfstæðisflokkinn

10:36 „Þetta er stórsigur hjá okkur sósíalistum vegna þess við erum glænýr flokkur með lítið sem ekkert fjármagn á bak við sig. Það er glæsilegt að sjá almenning standa saman, rísa upp gegn óréttlætinu og ná þessum árangri,“ segir Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík. Meira »

Fjörug kosninganótt á Twitter

10:26 Sveitarstjórnarkosningarnar voru áberandi á samfélagsmiðlum í gær og lífleg umræða myndaðist á Twitter eftir því sem leið á kosninganóttina eins og við var að búast. Meira »

Kominn í draumastarfið

09:49 „Það er ótrúlegt að upplifa það að sjá sal fullan af fólki að vinna við það að þú fáir draumastarfið,“ segir Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar, í samtali við mbl.is. Viðreisn bauð fram í fyrsta skipti í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um í ár og fékk flokk­ur­inn 8,2% at­kvæða. Meira »

„Þetta er mikill kosningasigur“

09:41 „Þetta er mikill kosningasigur og ég er ekki síst ánægð með gott gengi Viðreisnar um allt land þar sem við erum að bjóða fram í fyrsta skiptið á sveitarstjórnarstigi,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í samtali við mbl.is. Meira »

Viðreisn í lykilstöðu

09:23 Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir Viðreisn vera í lykilstöðu varðandi myndun næsta meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Meira »

Sanna slær met Davíðs

08:59 Sanna Magdalena Mörtudóttir er yngsti fulltrúinn sem kjörinn hefur verið í borgarstjórn, slær met Davíðs Oddssonar frá 1974. Sanna er fædd í byrjun maí árið 1992 og því 26 ára að aldri. Meira »

Allir sjá til sólar á morgun

07:52 Á morgun fer dálítill hæðarhryggur yfir landið. Það þýðir að þá lægir vindinn, segir á vef Veðurstofu Íslands. Einnig styttir upp og rofar til, þannig að á einhverjum tímapunkti munu allir landsmenn sjá til sólar á morgun. Meira »

Kastaði sér í höfnina

07:10 Mikill erill var hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og nótt en meðal annars kviknaði í á tveimur stöðum og maður kastaði sér í sjóinn við Miðbakka í nótt. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

07:00 Sjálfstæðisflokkurinn fékk átta menn kjörna inn í borgarstjórn en Samfylkingin fékk sjö borgarfulltrúa. Alls munu átta flokka eiga fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur næstu fjögur árin. Fleiri konur en karlar munu sitja í borgarstjórn Reykjavíkur næsta kjörtímabil. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn missir mann

05:14 Búið er að telja 53.124 atkvæði í Reykjavík, en nýjar tölur voru birtar kl. 5. Samkvæmt þeim er Sjálfstæðisflokkur áfram stærstur í borginni, með 30,4%, en flokkurinn missir hins vegar einn mann frá því síðustu tölur voru lesnar upp. Píratar bæta aftur á móti við manni. Meira »

Meirihlutaflokkarnir tala saman

03:52 Oddvitar flokkanna þriggja sem mynduðu meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar síðustu fjögur ár segjast munu byrja á því að tala saman og kanna hvort þeir nái að semja um áframhaldandi samstarf næstu fjögur ár. Listi fólksins, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin héldu öll tveimur mönnum í bæjarstjórn. Meira »

Meirihlutinn heldur í Kópavogi

03:32 Sjálfstæðismenn fengu fimm bæjarfulltrúa kjörna og 36,1% atkvæða í kosningum í Kópavogi í dag. Meirihlutasamstarfið helst í bænum, en með Sjálfstæðisflokknum var Björt framtíð, sem nú fer fram ásamt Viðreisn. Meira »

Talningu lokið á Akureyri

03:27 Öll atkvæði hafa nú verið talin á Akureyri. D-listi Sjálfstæðisflokksins fékk flest atkvæði, eða 1.998 og þrjá bæjarfulltrúa. L-listinn, sem er bæjarlisti Akureyrar fékk næstflest atkvæði, 1.828 og tvo fulltrúa. Meira »

Umboðsmaður flokks sem er ekki í framboði

03:23 Hún er einmanaleg stúkan í Laugardalshöll þar sem almenningi gefst kostur á að fylgjast með talningu atkvæða í borgarstjórnarkosningunum. Raunar er aðeins einn maður í stúkunni, sem kallar sig KÞ en vill ekki koma fram undir nafni. KÞ hefur fylgst með kosningum síðustu 12-15 árin. Meira »
Reiðhjólaviðgerðir
Hjólaspítalinn Auðbrekku 4. Viðgerðir á öllum gerðum hjóla, stuttur biðtími, flj...
VAÐNES - sumarbústaðalóð
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, nú ...
Leikskóli seltjarnarnes
Leikskólakennsla
Leikskóli Seltjarnarness Leikskólabör...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. ...
Smiður / verkstjóri óskast
Iðnaðarmenn
Smiður/verkstjóri ó...