Óttast að þakið hrynji

Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að það sé góðs viti að reykurinn sem leggur frá brennandi húsi í Garðabæ sé nú orðinn ljós. Þó að hann sé bjartsýnn á slökkvistarfið sem hafi gengið vel hingað til segir hann að allt geti breyst á svipstundu. 

Bruninn veldur því að eitraðan reyk leggur yfir íbúðarbyggð í Hafnarfirði og á Álftanesi og verið er að rýma hús í nágrenninu. Fólk er beðið að halda sig innandyra, loka gluggum og hækka hitastigið ef það verður vart við reyk. Bæði slökkvilið og lögregla eru á staðnum, auk annarra viðbragðsaðila, og er fólk vinsamlegast beðið að halda sig fjarri brunavettvangi, bæði vegna hugsanlegrar eitrunar og einnig til að gera viðbragðsaðilum kleift að vinna sína vinnu.

Eldurinn varð strax mikill og í fyrstu var reykurinn mjög …
Eldurinn varð strax mikill og í fyrstu var reykurinn mjög dökkur. mbl.is/Eggert

Ekki vitað hvað er inni í geymslum

Mikinn og svartan reyk lagði frá húsinu í morgun en í byggingunni er að finna verslun Icewear og geymslur auk þess sem Marel hefur afnot af hluta húsnæðisins.

Jón Viðar sagði við blaðamenn á vettvangi að í hluta hússins væru geymslur sem fólk hefði tekið á leigu og því ekki vitað nákvæmlega hvað þar væri að finna. 

Nú er reynt að koma í veg fyrir að eldurinn …
Nú er reynt að koma í veg fyrir að eldurinn breiðist út um allt húsið. mbl.is/Eggert

Slökkviliðsmenn eru komnir inn í báða enda hússins en ekki er óhætt að senda þá inn í miðju þess þar sem eldurinn logar hvað mest. Þá segir Jón Viðar að þak hússins sé farið að síga og óttast að það hrynji. 

Jón Viðar segist hafa heyrt að einn maður hafi verið sendur á slysadeild vegna brunasára. Það hafi hann þó ekki að fullu fengið staðfest. 

Nú sé unnið að því að reyna að halda eldinum í skefjum svo hann breiðist ekki út um allt húsið.

Slökkviliðsmenn berjast við eldinn í Miðhrauni í Garðabæ.
Slökkviliðsmenn berjast við eldinn í Miðhrauni í Garðabæ. mbl.is/Eggert
mbl.is/map.is
Slökkviliðsmenn á vettvangi eldsvoðans í Garðabæ.
Slökkviliðsmenn á vettvangi eldsvoðans í Garðabæ. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert