Sótti silfur með sjö spor

Ása hlaut annað sæti í 168 cm flokki á Íslandsmeistaramótinu …
Ása hlaut annað sæti í 168 cm flokki á Íslandsmeistaramótinu í módelfitness í síðustu viku. Hún mun keppa aftur á laugardaginn í Ósló.

Ása Hulda Oddsdóttir, viðskiptafræðingur á lánadeild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og keppandi í fitness, lenti í kröppum dansi daginn sem hún vann til silfurverðlauna á Íslandsmótinu í módelfitness í +168 cm flokki í síðustu viku.

„Ég vaknaði þarna klukkan hálffimm um morguninn og brunaði beint í förðun – það er svona stíft prógramm að gera sig tilbúna á keppnisdegi. Ég sat í förðun afar róleg, en svo þegar ég beygi mig fram þá hryn ég bara niður úr förðunarstólnum og beint á andlitið og fékk í kjölfarið gat á höfuðið. Þetta var klukkan 6 um morguninn og við vorum búin með svona helming af förðuninni,“ segir Ása.

Sauma þurfti sjö spor á enni hennar fáeinum klukkustundum fyrir keppni. Unnusti hennar, Hörður Þór Jóhannsson, var henni innan handar og fóru þau í kjölfarið saman á slysadeild Landspítalans.

Sjá viðtal við Ásu Huldu í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert