„Alveg nýtt lag í tjáningunni“

Flautuleikarar Bjarkar.
Flautuleikarar Bjarkar. Einar Falur Ingólfsson

Þær kalla sig viibra, konurnar í flautuseptettinum sem mun leika með Björk Guðmundsdóttur á tónleikum í Háskólabíói á mánudagskvöldið kemur og aftur á fimmtudag. Eins og Björk orðaði það í samtali okkar á dögunum, þá verður það „eins konar generalprufa fyrir væntanlega tónleikaferð“ um heiminn, ferð sem er farin til að fylgja eftir útgáfu nýrrar plötu Bjarkar, Utopia, og mun standa með hléum næstu tvö til þrjú árin. Auk flautuleikaranna sjö koma fram með Björk ásláttarleikarinn Manu Delago og Bergur Þórisson sem leikur á básúnu og sér um rafhljóð.

Viibra skipa flautuleikararnir Melkorka Ólafsdóttir, Áshildur Haraldsdóttir, Berglind María Tómasdóttir, Steinunn Vala Pálsdóttir, Björg Brjánsdóttir, Þuríður Jónsdóttir og Emilía Rós Sigfúsdóttir. Þær hafa æft fyrir tónleikana undanfarna mánuði og af þunga síðustu vikur, þar sem þær hafa auk þess að læra útsetningar Bjarkar utanbókar æft sviðshreyfingar með Margréti Bjarnadóttur danshöfundi, dansara og myndlistarkonu.

Þær segja ekki nýtt fyrir þær að spila sjö flautuleikarar saman. „En að vera sjö flautuleikarar saman að spila svona tónlist og hreyfa sig með, það er ný reynsla,“ segja þær brosandi.

Og þær eru á sviðinu mestalla tónleikana. „Þar sem við erum á hreyfingu þá er þetta öðruvísi en við erum vanar, að sitja yfirleitt og horfa á nótur. Við erum búnar að læra alla partana til að geta verið hreyfanlegt afl sem fer um sviðið og gerir allskyns spor. Það höfum við ekki gert í svona samhengi áður. Þetta er frekar sérstök blanda, og mjög spennandi…“

Margrét Bjarnadóttir, danshöfundur og myndlistarkona
Margrét Bjarnadóttir, danshöfundur og myndlistarkona Einar Falur Ingólfsson

Melkorka segir að þetta sé óneitanlega áskorun fyrir þær, sem koma allar úr hinu klassíska, hefðbundna tónlistarumhverfi. „Við erum óvanar að vera í svona sjói,“ segir hún.

„Í nútúmatónlist er vissulega búið að prófa allskyns hluti,“ segir Berglind María, „eins og meðvitaðar hreyfingar á sviði – en það er samt talsvert annað en það sem við höfum verið að æfa með Björk, fyrir utan að þetta en önnur tónlist.“

Aðrar í hópnum bæta við að þegar engar nótur séu og þær ekki fastar á sviðinu, þá „bætist við alveg nýtt lag í tjáningunni. Við nálgumst flutninginn á fjölbreytilegri máta en við og áhorfendur eiga að venjast.“

Auk þess að leika á flautur af ýmsum gerðum, frá skærum pikkalóflautum niður í bassaflautur, þá leika þær á blístrur sem framkalla fuglahljóð og og framkalla, eins og Björk orðaði það, „ákveðna sándeffekta, alls konar yfirtóna og vindhljóm.“

„Það eru flókin mynstur á skiptingum milli laga, hvar og hvenær við eigum að skipta um flautur, það er allt undir,“ segja þær og hlægja.

Mjög lífræn tónlist

Margrét Bjarnadóttir samdi í fyrra, með Ragnari Kjartanssyni og Bryce Dessner, fyrir Íslenska dansflokkinn hið rómaða dansverk No Tomorrow. Þar þurftu dansarar að læra á gítara og leika á þá meðan þær dönsuðu. Margrét segist á vissan hátt nálgast þetta verkefni eins.

„Þessi verkefni eiga margt sameiginlegt, í báðum tilvikum vinn ég með rosalega miklum fagmanneskjum á sínu sviði, en nú nálgast ég það í hina áttina. Báðir hópar eru að gera eitthvað sem þeir kunna ekki og það er mjög auðmýkjandi, í jákvæðri merkingu. Ég er svag fyrir því.“

Og flautuleikararnir taka undir þau orð. „Við erum ekki þjálfaðir dansarar en við kunnum á flauturnar!

Margrét horfði á okkur leika lögin í gegn, til að sjá náttúrulegar hreyfingar, og vann út frá því,“ segja þær um sporin og bæta við að þær hafi til að mynda unnið með „flautuhreyfingu sem við köllum áttuna og er nú orðin að dansspori.“

Þær viðurkenna að suma flautupartana hafi verið erfitt að læra.

„Stundum leika sumar sömu nótuna í allt að þrjátíu takta, þá kemur smá breyting, meðal hærri flauturnar leika laglínuna - en oft sitt á hvað.

Línurnar eru oft ófyrirsjáanlegar, og því hefur verið erfitt að læra sumar, en þær flétast svo mjög fallega saman. Svo eru taktarnir oft óreglulegir og með mjög spennandi frávikum. Þetta er mjög lífræn tónlist og það hefur verið mjög gaman að vinna með Margréti út frá lífrænum og náttúrulegum hreyfingum flautuleikarans.“

Með fullkomnunaráráttu

„Ramminn um þetta verkefni er mjög skýr - sjö flautuleikarar og tónlistin,“ segir Margrét. Þær spila í nánast öllum lögum og hreyfa sig í mörgum. Tónleikarnir hér í næstu viku eru æfingatónleikar og það kann að vera að við þróum þetta áfram …“

Margrét kemur sjálf úr heimi dansins en þegar spurt er hvort hún hafi gert of miklar kröfur til flautuleikaranna, telur hún svo ekki vera. „Ég held ég geri aldrei meiri kröfur til þeirra en þær gera til sín. Ég hef komist að því að dansarar og flautuleikarar eiga það sameiginlegt að vera með mikla fullkomnunaráráttu.

Ég reyni að vinna með hreyfingar sem eru flautuleikaranum eðlislægar og frekjar ýkja þær, og draga um leið eitthvað nýtt fram, en fer alls ekkert á móti tónlistinni.“

Innlent »

Það var nánast ekkert eftir

11:00 „Við höfðum miklar áhyggjur af eldinum. Sem betur fer þá stóð vindurinn í rétta átt, út á sjó,“ segir Helga Guðmundsdóttir eigandi Crossfit Hafnarfjarðar sem er í næsta húsi við Hvaleyrarbraut 39 sem brann í nótt. Meira »

Farþegar bíða þess að komast úr vélum

10:37 Tafir hafa orðið á flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli nú í morgun vegna veðurs. Farþegar í þremur flugvélum frá British Airwaves, EasyJet og Delta sem lentu á Keflavíkurflugvelli á níunda tímanum bíða þess enn að komast úr vélunum. Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Meira »

Elsta íslenska álkan 31 árs

10:15 Álka sem fannst við Bjargtanga á Látrabjargi í júní 2016 reyndist vera elsta álka sem fundist hefur hér við land eða að minnsta kosti 31 árs. Hún var hin sprækasta þegar henni var sleppt og gæti því verið orðin 33 ára. Meira »

Gætu slökkt eldinn um hádegisbil

10:00 „Við fengum upplýsingar í morgun um að hugsanlega myndi slökkvistarfi ljúka um hádegisbil,“ segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Hafnarfirði um bruna sem kom upp hús­næði við Hval­eyr­ar­braut 39 í Hafnar­f­irði í gærkvöldi. Meira »

„Á von á því versta“

09:51 „Ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir að enginn var í húsinu,“ segir Örn Gunnlaugsson, sem sá um rekstur fyrirtækisins Bindvírs sem er í húsinu sem brann á Hvaleyrarbraut 39 í nótt. Nú í morgun var búið að rýma burt efri hæðinni þar sem eldurinn kviknaði, en eldur logaði enn á neðri hæðinni. Meira »

Innanlandsflug liggur niðri

08:56 Allt innanlandsflug liggur nú niðri vegna slæms veðurs og ókyrrðar í lofti. Töluverð röskun er einnig á millilandaflugi að því er fram kemur á vef Isavia. Meira »

Heimsóttu Ísland 60 árum eftir fæðingu

08:18 Árið 1958 voru Ellen B. Wilson og eiginmaður hennar Gordon Wilson um borð í flugvél frá París til New York þegar Ellen, sem var komin um átta mánuði á leið, missti vatnið. Meira »

Vara við hviðum upp í 35 metra

08:07 Tekið er að bæta í vind á ný suðvestan- og vestanlands og má reikna með hviðum allt að 35 m/s fram á miðjan dag til að mynda utantil á Kjalarnesi, í Hvalfirði, undir Hafnarfjalli og við Borgarnes, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Meira »

Gætu stoppað flóðið við Víkurklett

07:37 Kötlugarður, gamli varnargarðurinn austan við Vík í Mýrdal, myndi rofna í Kötluhlaupi svipuðu og varð í gosinu árið 1918, og jökulhlaupið myndi ná til Víkur. Athuganir benda til þess að nýr varnargarður sem byggður yrði í 7 metra hæð yfir sjávarmáli við Víkurklett myndi stöðva jökulflóðið og einnig minna flóð sem hugsanlega kæmi í kjölfarið og því verja byggðina í þorpinu. Meira »

Logar enn á Hvaleyrarbraut

07:18 Enn logar í húsnæði við Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði þar sem mikill eldur kom upp í gærkvöldi. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu logar eldur enn í rými á neðri hæð hússins, en menn telja sig þó vera hægt og rólega að ná niðurlögum hans. Meira »

Fleiri sóttu um vernd

05:30 Um tvöfalt fleiri sóttu um alþjóðlega vernd hér í síðasta mánuði en í janúar. Umsækjendur frá Albaníu voru fjórfalt fleiri í október en í janúar og talsverð fjölgun hefur verið í hópi umsækjenda frá Úkraínu. Meira »

Vildu tóna niður lesbíska ástarsögu

05:30 „Þegar maður er kominn í þetta alþjóðlega umhverfi þá rekst maður á menningarmun. Þessi ástarsaga stendur svolítið í Bretunum,“ segir Lilja Sigurðardóttir rithöfundur. Meira »

Verði sjálfkrafa sviptir ökurétti

05:30 Lögreglan vill að þeir ökumenn sem stöðvaðir eru og mælast með áfengismagn í blóði yfir 0,2 prómill verði sjálfkrafa sviptir ökurétti. Þetta kemur fram í athugasemdum umferðardeildar LRH við frumvarp til nýrra umferðarlaga. Meira »

Karlar fá athvarf í skúr í Breiðholti

05:30 „Við munum kynna verkefnið og þeir sem hafa áhuga geta skráð sig til leiks. Við höldum svo áfram að hittast á fimmtudögum og ræða hvað menn vilja gera,“ segir Hörður Sturluson, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. Meira »

Skýrist með opnun um mánaðamótin

05:30 Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að veitt verði allt að eins milljarðs króna endurlán til Vaðlaheiðarganga ehf. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri, sagði að ekki væri um nýtt lán að ræða. Meira »

Rákust nærri saman á flugi

05:30 Litlu munaði að farþegaþyrla með sex manns um borð og kennsluflugvél með tvo um borð rækjust saman yfir Reykjavíkurflugvelli klukkan 14.26 þann 15. nóvember 2014. Meira »

Verktakar vildu ekki litlu íbúðirnar

05:30 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir verktaka og ríkið hafa brugðist í húsnæðismálum. Verktakar hafi verið tregir til að byggja smærri íbúðir og ríkið dregið að samþykkja stofnframlög til félagslegra íbúða. Meira »

Aðgerðir standa yfir í alla nótt

00:48 Fjölmennt lið slökkviliðsmanna hefur í kvöld og nótt barist við mikinn eld sem logar í húsnæði við Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði. Aðstæður til slökkvistarfs hafa verið erfiðar enda bálhvasst á svæðinu. Þá er þak hússins fallið auk þess sem sprengingar hafa verið inni í því. Meira »

Gríðarlegar sprengingar í húsinu

Í gær, 23:32 „Þegar við komum á staðinn þá var efri hæð hússins alelda. Við fórum í að sækja okkur mikið vatn og verja næstu hús,” sagði Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og stjórnandi aðgerða á vettvangi stórbrunans í Hafnarfirði. Meira »
flott innskotsborð með innlögðum rósum
er með falleg innskotsborð á 20,000 kr sími 869-2798...
BÓKHALD
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
veggklukka antik veggklukka
er með flotta veggklukku með mjúkum og þægilegum slætti á12,000 kr sími 869-279...