„Alveg nýtt lag í tjáningunni“

Flautuleikarar Bjarkar.
Flautuleikarar Bjarkar. Einar Falur Ingólfsson

Þær kalla sig viibra, konurnar í flautuseptettinum sem mun leika með Björk Guðmundsdóttur á tónleikum í Háskólabíói á mánudagskvöldið kemur og aftur á fimmtudag. Eins og Björk orðaði það í samtali okkar á dögunum, þá verður það „eins konar generalprufa fyrir væntanlega tónleikaferð“ um heiminn, ferð sem er farin til að fylgja eftir útgáfu nýrrar plötu Bjarkar, Utopia, og mun standa með hléum næstu tvö til þrjú árin. Auk flautuleikaranna sjö koma fram með Björk ásláttarleikarinn Manu Delago og Bergur Þórisson sem leikur á básúnu og sér um rafhljóð.

Viibra skipa flautuleikararnir Melkorka Ólafsdóttir, Áshildur Haraldsdóttir, Berglind María Tómasdóttir, Steinunn Vala Pálsdóttir, Björg Brjánsdóttir, Þuríður Jónsdóttir og Emilía Rós Sigfúsdóttir. Þær hafa æft fyrir tónleikana undanfarna mánuði og af þunga síðustu vikur, þar sem þær hafa auk þess að læra útsetningar Bjarkar utanbókar æft sviðshreyfingar með Margréti Bjarnadóttur danshöfundi, dansara og myndlistarkonu.

Þær segja ekki nýtt fyrir þær að spila sjö flautuleikarar saman. „En að vera sjö flautuleikarar saman að spila svona tónlist og hreyfa sig með, það er ný reynsla,“ segja þær brosandi.

Og þær eru á sviðinu mestalla tónleikana. „Þar sem við erum á hreyfingu þá er þetta öðruvísi en við erum vanar, að sitja yfirleitt og horfa á nótur. Við erum búnar að læra alla partana til að geta verið hreyfanlegt afl sem fer um sviðið og gerir allskyns spor. Það höfum við ekki gert í svona samhengi áður. Þetta er frekar sérstök blanda, og mjög spennandi…“

Margrét Bjarnadóttir, danshöfundur og myndlistarkona
Margrét Bjarnadóttir, danshöfundur og myndlistarkona Einar Falur Ingólfsson

Melkorka segir að þetta sé óneitanlega áskorun fyrir þær, sem koma allar úr hinu klassíska, hefðbundna tónlistarumhverfi. „Við erum óvanar að vera í svona sjói,“ segir hún.

„Í nútúmatónlist er vissulega búið að prófa allskyns hluti,“ segir Berglind María, „eins og meðvitaðar hreyfingar á sviði – en það er samt talsvert annað en það sem við höfum verið að æfa með Björk, fyrir utan að þetta en önnur tónlist.“

Aðrar í hópnum bæta við að þegar engar nótur séu og þær ekki fastar á sviðinu, þá „bætist við alveg nýtt lag í tjáningunni. Við nálgumst flutninginn á fjölbreytilegri máta en við og áhorfendur eiga að venjast.“

Auk þess að leika á flautur af ýmsum gerðum, frá skærum pikkalóflautum niður í bassaflautur, þá leika þær á blístrur sem framkalla fuglahljóð og og framkalla, eins og Björk orðaði það, „ákveðna sándeffekta, alls konar yfirtóna og vindhljóm.“

„Það eru flókin mynstur á skiptingum milli laga, hvar og hvenær við eigum að skipta um flautur, það er allt undir,“ segja þær og hlægja.

Mjög lífræn tónlist

Margrét Bjarnadóttir samdi í fyrra, með Ragnari Kjartanssyni og Bryce Dessner, fyrir Íslenska dansflokkinn hið rómaða dansverk No Tomorrow. Þar þurftu dansarar að læra á gítara og leika á þá meðan þær dönsuðu. Margrét segist á vissan hátt nálgast þetta verkefni eins.

„Þessi verkefni eiga margt sameiginlegt, í báðum tilvikum vinn ég með rosalega miklum fagmanneskjum á sínu sviði, en nú nálgast ég það í hina áttina. Báðir hópar eru að gera eitthvað sem þeir kunna ekki og það er mjög auðmýkjandi, í jákvæðri merkingu. Ég er svag fyrir því.“

Og flautuleikararnir taka undir þau orð. „Við erum ekki þjálfaðir dansarar en við kunnum á flauturnar!

Margrét horfði á okkur leika lögin í gegn, til að sjá náttúrulegar hreyfingar, og vann út frá því,“ segja þær um sporin og bæta við að þær hafi til að mynda unnið með „flautuhreyfingu sem við köllum áttuna og er nú orðin að dansspori.“

Þær viðurkenna að suma flautupartana hafi verið erfitt að læra.

„Stundum leika sumar sömu nótuna í allt að þrjátíu takta, þá kemur smá breyting, meðal hærri flauturnar leika laglínuna - en oft sitt á hvað.

Línurnar eru oft ófyrirsjáanlegar, og því hefur verið erfitt að læra sumar, en þær flétast svo mjög fallega saman. Svo eru taktarnir oft óreglulegir og með mjög spennandi frávikum. Þetta er mjög lífræn tónlist og það hefur verið mjög gaman að vinna með Margréti út frá lífrænum og náttúrulegum hreyfingum flautuleikarans.“

Með fullkomnunaráráttu

„Ramminn um þetta verkefni er mjög skýr - sjö flautuleikarar og tónlistin,“ segir Margrét. Þær spila í nánast öllum lögum og hreyfa sig í mörgum. Tónleikarnir hér í næstu viku eru æfingatónleikar og það kann að vera að við þróum þetta áfram …“

Margrét kemur sjálf úr heimi dansins en þegar spurt er hvort hún hafi gert of miklar kröfur til flautuleikaranna, telur hún svo ekki vera. „Ég held ég geri aldrei meiri kröfur til þeirra en þær gera til sín. Ég hef komist að því að dansarar og flautuleikarar eiga það sameiginlegt að vera með mikla fullkomnunaráráttu.

Ég reyni að vinna með hreyfingar sem eru flautuleikaranum eðlislægar og frekjar ýkja þær, og draga um leið eitthvað nýtt fram, en fer alls ekkert á móti tónlistinni.“

Innlent »

Fór mun betur en á horfðist

19:27 Björgunarsveitir á Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út á öðrum tímanum vegna tilkynningar um snjóflóð í Tindafjöllum. Þar var staddur um 20 manna hópur úr björgunarsveitinni Ársæli sem var í fjallamennskunámskeiði og lentu tveir björgunarsveitarmenn í flóðinu en hvorugur slasaðist. Meira »

Vegum lokað — ekkert ferðaveður

19:21 Búið er að loka veginum um Kjalarnes vegna veðurs og eins er lokað yfir Hellisheiði og Þrengsli og ekkert ferðaveður. Búist er við því að veður skáni upp úr kl. 21.00. Meira »

Rútuslys á Kjalarnesi

19:04 Viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir til vegna rútuslyss sem varð á Kjalarnesi nú fyrir skömmu. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru 27 farþegar í rútunni. Meira »

Vísað frá borði að beiðni yfirvalda

18:15 Lögregluyfirvöld á Keflavíkurflugvelli þurftu að vísa farþega frá borði úr flugvél WOW air sem átti að fljúga til Los Angeles í Bandaríkjunum klukkan 16:00 í dag. Var það vegna beiðni flugfélagsins eftir að bandarísk yfirvöld höfðu samband og létu vita af því að farþeginn hefði ekki heimild til að koma til Bandaríkjanna. Meira »

Tölva Hauks á leið til landsins

17:24 Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa látið lífið í Afrin-héraði í Sýrlandi í fyrra, greinir frá því á vefsíðu sinni að tölva Hauks sé komin til Evrópu fyrir tilstilli Ögmundar Jónassonar. Hún reiknar með því að tölvan komi til Íslands fljótlega. Meira »

Ekið aftan á lögreglubíl á vettvangi

16:57 Ekið var á lögreglubíl á vettvangi slyss á Strandarheiði á Reykjanesbraut í morgun en mikil hálka var á svæðinu. Lögregla biðlar til ökumanna að sýna tillitssemi á slysstöðum og draga úr hraðanum til að koma í veg fyrir frekari slys. Meira »

Kannabisolíu blandað saman við veip-vökva

16:20 Lögreglan á Suðurnesjum fann meint fíkniefni, lyf og stera í húsleit í umdæminu sem gerð var nýverið að fenginni heimild. Grunur lék á að þar færi fram fíkniefnaframleiðsla og -sala með þeim hætti að kannabisolíu væri blandað saman við veip-vökva og hann seldur í ágóðaskyni. Meira »

Unglingar á hálum ís

15:57 Lögreglan á Vestfjörðum hafði í dag afskipti af unglingum við leik á ísilögðum Pollinum í Skutulsfirði. Henni þykir rétt að minna á hættuna sem getur skapast við leik á hafís. Meira »

Klósettferðin á BSÍ kostar 200 krónur

14:25 Gjaldtaka hófst í vikunni fyrir notkun salernisaðstöðu á BSÍ. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að ákvörðunin hafi verið tekin í haust og að tilgangurinn sé fyrst og fremst að tryggja hreinlæti. 200 krónur kostar að fara á salernið en frítt er fyrir börn. Meira »

Borðum okkur ekki í gröfina!

13:56 „Það fjalla mjög margir þættir í sjónvarpi um lífsstíl og við liggur að hugtakið sé komið með óorð á sig. Þess vegna langaði mig að koma úr annarri átt og niðurstaðan varð sú að leggja áherslu á að þetta væri vísindaleg nálgun án þess þó að hljóma eins og Sigurður H. Richter.“ Meira »

„Auðvitað kvikna viðvörunarljós“

11:59 „Rauð ljós kvikna út um allt, eðlilega,“ segir Gunn­ar Hrafn Birg­is­son, doktor í klín­ískri sál­fræði, um bréfaskrif Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar til Guðrún­ar Harðardótt­ur, systurdóttur Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns Baldvins. Meira »

Slagsmál í BT opnuðu augun

11:55 Þegar Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson áttaði sig á að hann hafði eytt bróðurparti lífs síns í tölvuleiki og óhóflega tölvunotkun ákvað hann að snúa blaðinu við og aðstoðar í dag aðra við að ná tökum á skjánotkun sinni. Meira »

Hægt að skella sér á skíði

11:53 Skíðasvæðin á Dalvík, Oddskarði og Siglufirði eru opin í dag en lokað í Hlíðarfjalli og Tindastól. Í Bláfjöllum er búið að leggja gönguskíðabraut og eins verður hægt að fara á gönguskíði á troðinni braut í Heiðmörk eftir hádegi. Á Ísafirði er lokað í Tungudal en opið í Seljalandsdal. Meira »

„Stefndu mér!“

11:10 Aldís Schram segir föður sinn vera siðblindan kynferðisbrotamann en hún hefur sett inn færslu á Facebook í tilefni af beiðni mbl.is um viðtal í gær vegna yfirlýsingar Jóns Baldvins Hannibalssonar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í gærmorgun. Meira »

Spá hríð og skafrenningi

11:03 Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að útlit sé fyrir hríð, skafrenning og slæmt skyggni á Hellisheiði og öðrum fjallvegum suðvestanlands milli klukkan 18 og 21 í kvöld. Meira »

Ræða bréfaskrif Jóns Baldvins

09:20 Gunnar Hrafn Birgisson, doktor í klínískri sálfræði er gestur Bjartar Ólafsdóttur í þættinum Þingvellir á K100 klukkan tíu. Þau munu meðal annars ræða bréfaskrif Jóns Baldvins Hannibalssonar til Guðrúnar Harðardóttur í þættinum. Meira »

Svipað magn og við krufningar

09:17 Ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum vímuefna hefur fjölgað gríðarlega undanfarin misseri og rannsókn á blóðsýnum þeirra sýnir svo að ekki verður um villst að margir þeirra sem eru úti í umferðinni eru undir áhrifum vímuefna og eða lyfja. Kvíðalyf eru þar áberandi. Meira »

Unnið að hreinsun gatna

08:09 Hálka og hálkublettir eru á öllum stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu en starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa frá því nótt verið að hreinsa götur og stíga en heldur bætti í snjóinn í nótt. Meira »

Frábær árangur hjá íslensku konunum

07:58 Fimm af þeim átta íslensku ofurhlaupurum sem tóku þátt í Hong Kong ultra-hlaup­inu sem hófst aðfararnótt laugardags luku keppni. Íslensku konurnar stóðu sig frábærlega í hlaupinu en þær luku allar keppni. Tveir af fimm körlum náðu að ljúka hlaupinu. Meira »
NP þjónusta
NP Þjónusta Óska eftir að annast bókhaldsvinnu og fleira þess háttar. Upplýsinga...
Gullsmári Kópavogi
Til leigu er mjög góð 2 herb.reyklaus þjónustuíbúð fyrir 60 ára og eldri á 7. hæ...
Viltu vita hvað er framundan ?
Segi þer það sem þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Bollar og tar...
Útsala!!! Kommóða ofl..
Kommóða til sölu.3ja skúffu ljós viðarlit.. Mjög vel útlítandi..Verð kr 2000. ...