Panta kannabisbætiefni á netinu

Kannabisplanta. Kannabídól, eða CBD, er eitt af virku efnunum í …
Kannabisplanta. Kannabídól, eða CBD, er eitt af virku efnunum í kannabis. Mynd úr safni. AFP

Talsverð aukning hefur verið í innflutningi einstaklinga á ólöglegum fæðubótarefnum sem innihalda kannabídól, CBD, eitt af virku efnunum í kannabis. Efnið er yfirleitt í olíuformi eða í hylkjum og er pantað á netinu aðallega frá Bandaríkjunum og Bretlandi, en einnig frá öðrum Evrópulöndum.

Hér á landi er CBD skilgreint sem innihaldsefni í lyfi, þar sem það er innihaldsefni í lyfi með markaðsleyfi, það fellur undir lyfjalög og því er óheimilt að flytja efnið inn sem fæðubótarefni til einkanota.

Zulema Sullca Porta, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun, segir að ekki séu handbærar tölur um fjölda þeirra tilvika, þar sem þessi efni hafa verið gerð upptæk af tollinum, en Matvælastofnun er jafnan tilkynnt um þegar það gerist. En ljóst sé að á síðasta ári og það sem af er þessu ári hafi verið mikil aukning í þessum innflutningi. „Það kemur töluvert inn á borð til okkar. Það er verið að stöðva þessar sendingar í tollinum og senda erindi vegna þeirra til okkar,“ segir Zulema.

Hún segir að varasamt geti verið að taka inn CBD án leiðbeininga frá lækni.

Fréttin í heild sinni birtist í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »