Gæsluvarðhald rennur út í dag

Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út í dag.
Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út í dag. mbl.is/Hjörtur

Ákvörðun verður tekin eftir hádegi um hvort farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum sem er grunaður um að hafa banað bróður sínum í Biskupstungum í lok mars.

Gæsluvarðhald yfir honum á að renna út í dag.  

Elís Kjartansson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að yfirheyrslur hafi verið í gangi undanfarna daga vegna málsins.

Hann vildi annars ekkert tjá sig um rannsóknina að svo stöddu.

Bráðabirgðaniðurstöður krufningar leiddu í ljós að maðurinn lét lífið af völdum áverka sem honum voru veittir.

Maðurinn sem er í haldi lögreglu var handtekinn ásamt bróður sínum eftir að tilkynnt hafði verið um andlát bróður þeirra. Merki voru um átök þegar lögreglu bar að garði og voru bræðurnir handteknir í kjölfarið. Öðrum þeirra var síðar sleppt.

Héraðsdómur Suðurland.
Héraðsdómur Suðurland. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert