Spjaldtölvurnar komnar til að vera

Á undanförnum árum hefur umfangsmikil spjaldtölvuvæðing farið fram í skólakerfinu í Kópavogi. Guðmundur Ásmundsson, skólastjóri í Kópavogsskóla, segir að ekki verði aftur snúið eftir að að tæknin hafi verið innleidd og að mikil ánægja sé á meðal kennara með möguleikana sem hún býður upp á.

Nú er þriðja skólaárinu að ljúka þar sem spjaldtölvur eru nýttar í kennslunni en í Kópavogsskóla eru nemendur í 5. bekk og upp úr með spjaldtölvur til eigin umráða.

mbl.is hefur að undanförnu fjallað aðeins um spjaldtölvuvæðinguna en Björn Hjálmarsson, barna- og unglingageðlæknir hjá BUGL, er ekki sannfærður um ágæti þróunarinnar í ljósi þeirra áhrifa sem mikill skjátími hefur á yngstu kynslóðina.

Frétt mbl.is: Gagnrýnir spjaldtölvuvæðingu skóla

Í myndskeiðinu er rætt við Guðmund og Björn Gunnlaugsson sem er verkefnastjóri spjaldtölvuvæðingar í grunnskólum Kópavogs. Þeir eru sammála um að í ferlinu hafi verið mikill lærdómur en að kostirnir séu ótvíræðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert