Óttuðust afleiðingar þess að stíga fram

Foreldrar barna sem glíma við alvarlegan vanda þurfa ekki bara ...
Foreldrar barna sem glíma við alvarlegan vanda þurfa ekki bara að berjast fyrir því að halda börnunum sínum á lífi heldur einnig að berjast við kerfið. mbl.is/Hari

Undanfarin ár hefur líf þeirra að miklu leyti snúist um að halda barninu sínu á lífi. Barnið glímir við fíkn og er fjölskyldan ein þeirra fjölmörgu sem hafa gengið á veggi í kerfinu. Ástandið hefur verið sérstaklega erfitt undanfarin þrjú ár.

Þau sendu þingmönnum bréf í morgun þar sem þau fara yfir stöðuna í málefnum barna sem eru í barnaverndarkerfinu en þau þekkja það af eigin reynslu líkt og svo margir foreldrar sem starfa með samtökunum Olnbogabörn, samtök aðstandenda barna með áhættuhegðun, að þar er margt verulega ábótavant.

Í lífshættu vegna neyslu á meðferðarheimili

Barninu þeirra hefur verið naumlega bjargað nokkrum sinnum á síðasta ári. Í mörgum þeirra var ástandið mjög alvarlegt og það sem hefur bjargað lífi barnsins er að hafa komist fljótt undir læknishendur. Í sumum tilvikum hefur þurft að klippa utan af barninu fötin í sjúkrabílnum til að koma lífi í það.  

Faðirinn segir ástæðuna fyrir því að þau ákváðu að stíga fram á þessum tímapunkti þá að þau eru nánast að gefast upp á því að fram komi verulegar úrbætur á barnaverndarkerfinu. Úrbætur sem eru löngu tímabærar.

Þau taka fram að þau fagni því úrræði sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra kynnti á föstudag. Um er að ræða sérhæft búsetuúrræði í framhaldi af vistun á meðferðarheimili þar sem áhersla verður lögð á eftirmeðferð og stuðning við aðlögun að samfélaginu. Gert er ráð fyrir að einstaklingar geti dvalið í þessu úrræði til að minnsta kosti 18 ára aldurs og jafnvel lengur. Um úrræði er að ræða sem getur aðeins tekið á móti mjög fáum ungmennum.

„Þetta er einfaldlega ekki nóg og því miður er allt of langt í fleiri úrræði og úrbætur í þessum málaflokki. Þetta varð okkur hins vegar hvatning til að stíga fram opinberlega en hingað til höfum við reynt að berjast fyrir barnið okkar án þess að stíga formlega fram. Við höfum einfaldlega ekki þorað það af ótta við að það gæti haft áhrif á þá aðstoð sem barnið okkar fær í kerfinu,“ segir hann.

mbl.is/Hari

„Við höfum átt góða fundi með Ásmundi Einari og Halldóru Mogensen formanni velferðarnefndar Alþingis sem og öðrum þingkonum og þingmönnum. Út frá því þá sjáum við að við eigum mikið af góðu fólki inni í stjórnkerfinu og í ráðuneytunum sem við höfum hitt. Úrræðið sem var tilkynnt um á föstudaginn er góð byrjun en við þurfum að gera betur og gott væri vinna saman að lausnum í kerfunum og standa við bakið á hvort öðru. En við þurfum að vera samstillt og vinna saman í því að gera kerfin okkar miklu betri, því að við getum það með því að standa saman,“ segir í bréfi þeirra hjóna til Alþingis.

463 börn í fóstri um áramót

Um síðustu áramót voru 463 börn í fóstri og þau hafa engan óháðan aðila til að leita til ef eitthvað er að. Í bréfinu kemur fram að þau hafi séð ýmislegt í barnaverndarkerfinu og viti um margt sem er verulega ábótavant, bæði varðandi rekstur meðferðarheimila og meðferð sem börn eru að fá.

„Markmið okkar er ekki að ráðast á starfsmenn í kerfinu en því miður er ekki hægt að undanskilja þá. Margur starfsmaðurinn hefur reynst foreldrum frábærlega og er að biðja foreldra um að berjast fyrir úrbótum á kerfinu.“

Þau segja að það komi þeim ekki á óvart sú gagnrýni sem hefur komið fram að undanförnu á  Barnaverndarstofu og ákveðna starfsmenn þar. Því þau hafi gagnrýnt sömu einstaklinga hjá Barnaverndarstofu.

Starfshættir yfirmanna Barnaverndarstofu séu langt frá því eðlilegir og að starfsmenn bæði hjá barnavernd sveitarfélaganna og Barnaverndarstofu þori ekki að tjá sig því þá fá þeir að kenna á því og reynt er að gera þá ótrúverðuga. Þeir eru klipptir út úr samskiptum og svona mætti lengi telja.

Leggja starfsmenn í einelti

„Yfirmenn Barnaverndarstofu hafa lagt starfmenn í kerfinu í einelti og reynt koma því þannig fyrir að þeir annað hvort hrökklist úr starfi eða gefist upp og reyni að vera bara „stilltir“ í von um að geta hjálpað börnunum sem er nánast vonlaust þegar markmið kerfisins er að vernda kerfið með öllum tiltækum ráðum.

Auðvitað þora foreldrar og starfsmenn í kerfinu ekki að standa upp og mótmæla þessari vitleysu sem er í gangi. Ástæðan er einföld, það er búið að brjóta svo oft á þeim og vaða yfir þau. Foreldrar með börn í vanda leggja ekki í þennan slag þar sem þau eru með barn í kerfinu og vilja reyna að vernda það,“ segir í bréfi foreldranna.

Að þeirra sögn er nauðsynlegt að taka til í barnaverndarkerfinu en það sé ekki gert með því að færa yfirmenn frá Barnaverndarstofu inn í velferðarráðuneytið til þess að endurskoða sína eigin verkferla.

Barnaverndarstofa rekur Stuðla.
Barnaverndarstofa rekur Stuðla. mbl.is/Hari

Þau segja að í meðferðarúrræðum verði að aldursskipta og kynskipta. Eins verði að gæta þess að börn sem eru í aðlögun út í þjóðfélagið, svo sem með heimferðarleyfum ofl., séu ekki í beinum tengslum við önnur börn á sama meðferðarheimili. Með öðrum hætti er ekki hægt að koma í veg fyrir að fíkniefni flæði inn á meðferðarheimilin með ungmennum sem eru að koma úr leyfi líkt og þau þekkja af biturri reynslu.

Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur jafnvel þurft að vista börn í fangaklefa vegna þess að neyðarvistunin á Stuðlum er yfirfull. Er svo komið að neyðarvistunin á Stuðlum er meira og minna yfirfull alltaf þrátt fyrir að laus rými sé að finna á einu meðferðarheimili.

12 ára barn á enga samleið með eldri sjúklingum

Þau segja að laust pláss segi bara hálfa söguna. Því á meðferðarheimilum eru börn frá ellefu ára aldri upp í átján ára og af báðum kynjum. Börn í vanda eru mjög oft send á bangsadeildina á Vogi og það gefi auga leið að tólf ára gamalt barn á enga samleið með eldri sjúklingum. Brotið var gegn barni nýverið á Vogi og það mál er á borði lögreglunnar í dag.

„Þessi blöndun er ekki að gera börnunum gott og þetta vita starfsmenn barnaverndarnefnda sveitarfélaganna og þeir sækja því ekki um vistun fyrir sína skjólstæðinga á meðferðarheimili á meðan staðan er þessi,“ segir móðirin.

Börn í vanda sem reyna að svipta sig lífi fá litla sem enga aðstoð frá heilbrigðiskerfinu og barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL), segja þau í bréfi sínu til Alþingis.

Að sögn þeirra er börnum í fíknivanda ekki sinnt af BUGL heldur er þeim vísað frá en stundum sé reynt að koma þeim inn á fíknigeðdeild / gjörgæslu geðdeild með fullorðnum á meðan þau eru í sem mestri hættu á að skaða sig.

Þetta hefur komið fram í viðtölum mbl.is við fjölmarga foreldra sem eru í sömu sporum.

Greinarflokkar mbl.is um börn og ungmenni í vanda

„Börn sem eru í fíknivanda þurfa líka að fá geðhjálp, ekki bara afeitrun. Það er grundvallaratriði að þau fái þessa aðstoð og það er löngu tímabært að komið verði á sérstöku úrræði inni á BUGL fyrir börn sem glíma við tvíþættan vanda. Þannig að hægt sé að vinna í grunninum líka.

BUGL getur ekki leyft sér að segja að ekki sé hægt að aðstoða þessa krakka. Það er ekki eðlilegt í heilbrigðiskerfinu að geta valið sér ákveðna sjúklingahópa og hunsa aðra. Opinbert heilbrigðiskerfi á að sinna öllum,“ segir móðirin.

Líkt og fjölmargar rannsóknir sýna þá glíma mörg þeirra barna sem ekki passa inn í kerfið við fleiri en einn vanda. „Ef það væri gripið fyrr inn væri hægt að koma í veg fyrir að vandinn verði jafn stór og hann verður ef ekkert er að gert. Stundum þarf ekki meira en að þau fengju sálfræðistuðning strax í grunnskóla. En í dag er staðan sú að orka skólasálfræðinga fer öll í greiningarvinnu. Börn í vanda eru ekki að fá viðeigandi hjálp í skólakerfinu og skólastjórnendur segja við foreldra að þeir geti ekki aðstoðað börnin þar sem fagþjónusta er ekki til staðar,“ segja þau.

Svo virðist sem illa gangi að láta kerfin tala saman og þau benda á að vandinn sé ekki  bara innan félagsmálakerfisins heldur líka heilbrigðis- og menntakerfisins.

„Kerfin eru mörg og það er mjög gott að geta bent á þetta kerfið eða hitt kerfið að það eigi að sjá um þetta. En því miður eru kerfin okkar ekki að vinna saman og mjög mikill rígur á milli þeirra og notendur þeirra eru að líða fyrir það og kostnaður þjóðfélagsins verður miklu meiri fyrir vikið,“ segir í bréfinu til Alþingis.

„Kostnaður er ekki bara sá sem ríkið og sveitarfélög þurfa að leggja út heldur er mjög algengt að fólk í okkar stöðu missi heilsu út af álagi og öðrum þáttum sem við ætlum ekki að lista upp hérna, en þá missir ríkið skattgreiðendur og keðjuverkunin hefst.

Börn í vanda eiga foreldra, systkini og fjölskyldur sem þetta hefur gríðarleg áhrif á og vindur oft upp á sig. Systkini barna í vanda eiga ekki mjög auðvelt líf og þurfa þau að upplifa hluti sem ekkert barn á að þurfa að horfa upp á og hvað þá að hafa þær áhyggjur sem þau hafa af systkinum sínum og foreldrum,“ segir ennfremur í bréfi foreldranna.

Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Hari

Að sögn foreldranna er einn maður sem hefur aftur á móti alltaf verið til staðar fyrir þau sem og aðra foreldra í sömu sporum.

„Við höfum kynnst einstaklingi sem er alltaf til staðar fyrir börnin í landinu og kemur úr fríum þegar börnin okkar eru í vanda. Hann hefur bjargað mjög mörgum börnum frá því hann hóf að leita að börnum í vanda og hefur í raun bjargað barninu okkar ansi oft og komið því í öruggt skjól, þegar það er laust pláss eða reynt að finna lausn með okkur foreldrum þegar neyðarvistun getur ekki tekið við þeim.  Þessi starfsmaður er ekki starfsmaður barnaverndar, heldur er þetta Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri sem sér um leit að týndum börnum,“ segja þau.

mbl.is

Innlent »

Sóttu veikan farþega

06:52 Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti veika konu um borð í skemmtiferðarskip fyrir austan land í gærkvöldi og var hún flutt á Egilsstaði. Meira »

Þjónustan ókeypis fyrir börn

06:42 Barnasálfræðingar eru starfandi á öllum heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins og nú í september eru komnir sál­fræðing­ar á sex af 15 heilsu­gæslu­stöðvum á svæðinu og sjö­unda stöðin bæt­ist við í des­em­ber, segir Agnes Agn­ars­dótt­ir, yf­ir­sál­fræðing­ur Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins. Meira »

Snjókomu spáð á Hellisheiði

06:24 Spáð er slyddu eða snjókomu til fjalla á Norður- og Norðausturlandi með morgninum og versnandi akstursskilyrðum. Einnig má búast við snjókomu um tíma á Hellisheiði. Lögreglan á Akureyri leitaði eftir aðstoð verktaka við að festa þakplötur í nótt eftir að þar hvessti skyndilega eftir miðnætti. Meira »

Ökumaður í vímu með hótanir

06:06 Lögreglan handtók ökumann í austurhluta Reykjavíkur eftir miðnætti í nótt og gistir hann fangaklefa fyrir að aka bifreið undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Jafnframt fyrir að hóta lögreglu og fara ekki að fyrirmælum hennar. Meira »

Borga „heilt raðhús“ fyrir leyfin

05:30 Reglugerð um rafrettur sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra setti í byrjun mánaðarins leggst ekki vel í kaupmenn. Sér í lagi sá hluti hennar er snýr að tilkynningarskyldu og gjaldi sem inna þarf af hendi. Meira »

Vilja upplýsingar um hvalveiðar

05:30 Hvalveiðum sumarsins lauk í fyrrinótt og liggja hvalbátarnir nú við Ægisgarð.   Meira »

Hvorki fagleg né formleg

05:30 Jón Gunnarsson, þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, setti í mars 2017 á stofn starfshóp sem átti að greina verkefni Samgöngustofu. Starfshópurinn skilaði af sér áfangaskýrslu í október á síðasta ári en ekki hefur farið mikið fyrir vinnu með tillögur skýrslunnar í ráðuneytinu. Meira »

Norðurljósin heilla enn ferðafólk

05:30 Enn er ekkert lát á áhuga erlendra ferðamanna á því að kynna sér norðurljós á Íslandi. Þetta segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line. Meira »

Ógildingu íbúakosningar hafnað

05:30 Tveir annmarkar voru á undirbúningi íbúakosningar um skipulagsmál í sveitarfélaginu Árborg í sumar, en hvorugur þeirra hefði getað haft áhrif á niðurstöður atkvæðagreiðslunnar. Meira »

Fyrirtækin yrðu ógjaldfær

05:30 Lánaheimildir Símasamstæðunnar eru langtum lægri en þær heimildir sem Gagnaveita Reykjavíkur virðist hafa, en Síminn keppir við Gagnaveituna í gegnum dótturfélag sitt Mílu í lagningu ljósleiðara. Meira »

Varað við versnandi akstursskilyrðum

Í gær, 23:40 Spáð er allhvassri eða hvassri suðvestanátt norðan til á landinu fram á nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands, en slyddu eða snjókomu til fjalla á morgun með versnandi akstursskilyrðum í þeim landshluta. Meira »

Manni bjargað úr sjónum

Í gær, 21:43 Tilkynning barst lögreglunni á Húsavík rétt fyrir klukkan átta í kvöld um að karlmaður væri í sjónum í Eyvík út af Höfðagerðissandi sem er um fimm kílómetra frá bænum. Ekki var vitað á þeirri stundu hvernig maðurinn lenti í sjónum. Meira »

Síldveiðin fer vel af stað fyrir austan

Í gær, 21:28 „Við fengum aflann í fjórum holum við og utan við Glettinganestotuna. Þarna var svolítið líf og við toguðum aldrei lengi eða frá tveimur og hálfum og upp í fimm tíma,“ segir Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri á Berki NK, sem kom með 1.200 tonn af síld að landi til vinnslu í Neskaupstað í gær. Meira »

Svindlið á sturluðum mælikvarða

Í gær, 21:00 „Þetta er í stuttu máli óásættanleg niðurstaða,“ segir Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands, í svari við fyrirspurn mbl.is um þá ákvörðun Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar að viðurkenna á ný rússneska lyfjaeftirlitið. Meira »

Ákærðir fyrir árás á dyravörð

Í gær, 20:50 Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir af embætti héraðssaksóknara fyrir líkamsárás á dyravörð fyrir utan skemmtistaðinn Kíkí í desember 2016. Þá eru þeir einnig ákærðir fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa reynt að koma í veg fyrir handtöku og ráðist á lögreglumenn. Meira »

18 þúsund standa að baki Landsbjörg

Í gær, 20:45 „Við erum afar þakklát fyrir að vera komin með um 18.000 manna hóp sem er tilbúinn að standa við bakið á starfi slysavarnadeilda og björgunarsveita um allt land,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Meira »

Fjör á öllum vígstöðvum í Laugardalnum

Í gær, 20:10 „Það er svo ótrúlega mikið annað í boði en þessar hefðbundnu greinar sem eru vinsælar. Það þarf lítið til að kynna sér skemmtilega og öðruvísi hreyfingu og finna sér þannig einhverja skemmtilega grein.“ Meira »

Friðað hús rifið fyrir helgi

Í gær, 20:06 Friðað hús, sem áður var staðsett að Laugavegi 74 í Reykjavík, var rifið fyrir helgi en húsið hafði þá verið í geymslu á Granda í rúman áratug. Meira »

„Ég gæti mín“

Í gær, 19:53 Bergþór Grétar Böðvarsson starfsmaður á geðsviði Landspítalans og knattspyrnuþjálfari greindist með geðröskun fyrir 29 árum. Hann segir mikið hafa breyst á þeim tíma, úrræðin voru fá fyr­ir fólk með geðrask­an­ir og lítið hugsað um eftirfylgni að lokinni spítalavist. Meira »
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn
Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í sí...
Fasteignir
Ertu að leita að fasteignasala ? Frítt söluverðmat, vertu í sambandi sími ...
Spennandi ljósmyndanámskeið í október
Í boði eru fjölmörg námskeið fyrir áhugaljósmyndara á www.ljosmyndari.is http...
3 manna Infrarauður Saunaklefi www.egat.is/infraredsauna.html
Verð: 289.000 Tilboð 259.000 ef greitt er inn á 30.000 í sept ( kemur eftir cirk...