Alzheimersamtökin vilja fleiri pláss

Áætla má að um fjögur þúsund manns séu með minnissjúkdóma ...
Áætla má að um fjögur þúsund manns séu með minnissjúkdóma á Íslandi. AFP

Alzheimersamtökin hafa óskað eftir því við heilbrigðisráðherra að þau fái heimild fyrir tuttugu plássum í viðbót í dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilun.

Ef heimildin fæst samþykkt stefnir stjórn samtakanna á opnun nýrrar rekstrareiningar í Garðabæ, „þar sem veruleg þörf er fyrir hendi“, að því er kemur fram í bréfi  Alzheimersamtakanna til fjölskylduráðs Hafnarfjarðar.

Í dag eru níu einstaklingar frá Garðabæ í átta plássum í Drafnarhúsi í Hafnarfirði og 23 til viðbótar þaðan eru á biðlista.

Alls eru 54 manneskjur á biðlista í Drafnarhúsi.

Stjórnarfundur Alzheimersamtakanna fór fram í síðustu viku þar sem tekin voru fyrir húsnæðismál dagdvalar samtakanna í Drafnarhúsi. Stjórnarmenn voru sammála um að besti kosturinn væri að halda rekstrinum áfram í sömu húsakynnum og verið hefur fram að þessu. Húsnæðið hefur verið til afnota fyrir starfsemina endurgjaldslaust.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert

Biðlistinn gæti farið í 200 manns

„Stjórnin metur það svo að ekki fáist staðfesting frá ráðuneyti fyrr en í fyrsta lagi á haustmánuðum, eða þegar einhver mynd verður komin á fjárlagagerð fyrir árið 2019. Í umsókn samtakanna var jafnframt tekið fram að ef ekki næðust samningar við Garðabæ um opnun dagdvalar þá væri biðlistinn á höfuðborgarsvæðinu tæplega 200 manns þannig að samtökin myndu þá snúa sér til annarra sveitarfélaga á svæðinu,“ segir í bréfinu.

Fjölskylduráð Hafnarfjarðarbæjar hefur falið sviðsstjóra að taka til skoðunar þörf á dagdvalarrýmum vegna þjónustu við fólk með heilabilun.

Fram kemur í fundargerð að biðtími eftir þjónustu sé allt að eitt ár og biðlistinn langur. Fjölskylduráð leggur áherslu á að biðtíminn verði ekki lengri en þrír mánuðir að jafnaði.

Alzheimersamtakanna reka þrjú hús með dagdvalarrýmum fyrir heilabilaða. Auk Drafnarhúss er um að ræða Fríðuhús og Maríuhús í Reykjavík. Önnur sveitarfélög og ríkið reka fimm hús af þessu tagi til viðbótar.

Vilborg Gunnarsdóttir.
Vilborg Gunnarsdóttir. Ljósmynd/Alzheimersamtökin

Yfirvöld þurfi að marka stefnu

Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna, segir í samtali við mbl.is að biðlistinn í þeirra húsum sé 8 til 12 mánuðir að jafnaði og hann fari stækkandi. 

Hún segir aðstandendur bíða með það að sækja um plássin þar til í lengstu lög. Sumir þeirra hafi þurft að hætta störfum sínum úti á vinnumarkaði til að sinna veikum einstaklingi og þá séu þessi heimili fyrstu úrræðin áður en sótt er um hjúkrunarrými. „Þannig að þessi bið verður óskaplega löng og erfið,“ greinir Vilborg frá.

Hún bendir á mannfjöldaspár þar sem kemur fram að fjölga mun hratt í þessum aldurshópi í náinni framtíð. Þar af leiðandi mun þeim fjölga hlutfallslega sem þurfa á þessum úrræðum að halda. „Við erum að þrýsta mjög á yfirvöld um að marka stefnu í málefnum þessa fólks, af því að sú stefna er ekki til,“ segir hún.

Alzheimersamtökin vilja opna nýja rekstrareiningu í Garðabæ.
Alzheimersamtökin vilja opna nýja rekstrareiningu í Garðabæ. mbl.is/Ómar Óskarsson

Virkni fellur niður á hjúkrunarheimilum

Vilborg bendir á að engin tölfræði sé til um hversu margir séu greindir minnissjúkdóma á Íslandi. Áætla megi að einstaklingarnir séu um fjögur þúsund talsins.

Hún segir mikla og góða starfsemi fara fram í dagdvalarrýmum fyrir heilabilaða og nefnir að aðstandendur hafi sagt að þegar skyldmenni þeirra fari þaðan yfir á hjúkrunarheimili detti virkni þeirra oft niður.

Um afstöðu stjórnvalda segir Vilborg að velviljinn þar og áhuginn sé mikill. „Þessi málaflokkur nýtur sem betur fer aukins skilnings hjá yfirvöldum. Við bindum miklar vonir við að á næstu árum verði bætt í,“ segir hún og er ánægð með viðbrögð Hafnarfjarðarbæjar við erindi samtakanna. Bætir hún því við að viðræður bæði við Garðabæ og ríkið séu í gangi um fleiri pláss.

mbl.is

Innlent »

Fárviðri við Straumnesvita

Í gær, 23:25 „Þetta er að ná hámarki upp úr miðnætti og svo fer að draga smám saman úr í nótt og gengur niður með morgninum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur á vakt á Veðurstofu Íslands. Meira »

Leikskólakrakkar keppa á EM í skák

Í gær, 22:57 Níu börn af leikskólanum Laufásborg keppa á Evrópumeistaramótinu í skólaskák sem fer fram í Rúmeníu í lok maí á þessu ári. Þetta verður í annað sinn sem hópur fer frá skólanum á alþjóðlegt taflmót. Meira »

Laun seðlabankastjóra hafa setið eftir

Í gær, 22:41 Laun seðlabankastjóra hafa ekki hafa verið lægri í samanburði við laun ráðherra og æðstu embættismanna í áratugi. Þetta kemur fram í umsögn seðlabankastjóra við frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð, sem lagt var niður síðasta sumar. Meira »

Baráttan um 5G-farsímakerfið harðnar

Í gær, 22:40 Símafyrirtæki á heimsvísu þurfa að uppfæra kerfi sín með 5G-búnaði frá fyrirtækjum á borð við Huawei í Kína, Nokia í Finnlandi og Ericsson í Svíþjóð. Þessi tæknibylting mun hefjast fyrir alvöru á þessu ári en áhyggjum hefur verið lýst af kínverska tæknifyrirtækinu Huawei. Meira »

Fundu gró og sveppahluti í Vörðuskóla

Í gær, 21:55 „Það var farið í skoðun á húsnæðinu í janúar/febrúar til þess að kanna raka og mögulega myglu, þetta er gamalt hús. Fyrstu niðurstöður gáfu fullt tilefni til þess skoða húsnæðið nánar og ákveðin rými betur,“ segir Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, í samtali við mbl.is. Meira »

Kom Blikum fyrir

Í gær, 21:30 Blikinn Guðmundur Þórðarson, sem setið hefur sem varamaður eða aðalmaður í knattspyrnudómstóli KSÍ í 45 ár, tengist íslenskri knattspyrnu á margan hátt og hefur víða látið að sér kveða í íþróttinni. Meira »

Ekkert til að kippa sér upp við 2019

Í gær, 21:09 „Það er svolítið sérstakt að fólk sé að kippa sér upp við þetta árið 2019, sérstaklega þar sem kvennafótboltinn var orðinn sterkur langt á undan karlafótboltanum,“ segir Guðrún Bergsteinsdóttir lögmaður, eini kvenkyns umboðsmaðurinn sem skráður er hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Meira »

Smíða nýja göngubrú eftir hrun

Í gær, 20:00 Vegagerðin stefnir á að ljúka við smíði nýrrar göngubrúar yfir Jökulsá í Lóni við Kollumúla í júní. Gert er ráð fyrir því að verkið kosti nokkuð yfir tuttugu milljónir króna. Meira »

Konum í iðngreinum þarf að fjölga

Í gær, 19:45 „Við þurfum fleira fólk í iðngreinarnar, þar sem duglegu og hæfileikaríku fólki bjóðast mörg frábær tækifæri til náms og starfa. Vissulega er iðnnemum að fjölga en slíkt mun ekki gerast að neinu marki fyrr en konur koma þarna inn til jafns við karlana,“ segir Þóra Björk Samúelsdóttir, formaður Félags fagkvenna. Meira »

Grásleppuvertíðin hafin

Í gær, 19:30 Hugur er í smábátasjómönnum við upphaf grásleppuvertíðar, sem byrjaði klukkan sjö í morgun. Það verð sem gefið hefur verið út er hærra en það sem sást á sama tíma í fyrra að sögn Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Meira »

Sýrlenskri flóttakonu vísað úr landi

Í gær, 19:20 Leikskólinn Vinagarður varð í síðustu viku einum starfsmanni fátækari. Sá var sýrlensk kona á flótta sem hefur nú verið vísað frá Íslandi og til Grikklands. Á flóttanum og í Grikklandi hafði hún lent í miklum hremmingum og verið hótað lífláti. Meira »

Von á orkupakkanum innan 10 daga

Í gær, 18:50 „Það er auðvitað markmiðið að fara með þau mál og þeim tengd fyrir þann frest,“ svarar Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, þegar mbl.is spyr hvort ríkisstjórnin hyggist leggja fram frumvarp um þriðja orkupakka Evrópusambandsins áður en frestur til slíks rennur út 30. mars. Meira »

„Fimm verkefni upp á milljarð“

Í gær, 18:30 „Eigum við eitthvað að ræða skýrslu innri endurskoðanda sem var birt í borgarráði síðastliðinn fimmtudag þar sem fjögur verkefni voru framúr sem nemur heilum bragga. Fimm verkefni upp á milljarð,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, í borgarstjórn í gærkvöldi. Meira »

Vekja athygli á nýrri gerð netglæpa

Í gær, 18:08 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vekur á Facebook-síðu sinni athygli á því að henni hafi undanfarið borist tilkynningar um nýja gerð netglæpa. Að þessu sinni er í póstinum látið líta út fyrir að viðtakandi póstsins tengist rannsókn CIA á barnaklámi „og er pósturinn að því leiti frekar ógeðfelldur,“ segir í færslunni. Meira »

Sund eða svefn?

Í gær, 17:50 Ungt íslenskt sundfólk, á aldrinum 10 til 24 ára, sefur að meðaltali í sex og hálfa klukkustund á sólarhring, nokkuð minna en minna en jafnaldrar þeirra. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á svefnvenjum ungra íslenskra sundmanna. Meira »

Segja málflutning Ásmundar villandi

Í gær, 17:30 Málflutningur Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag var bæði rangur og villandi, segir í yfirlýsingu Öryrkjabandalags Íslands sem segir sorglegt að hlýða á fullyrðingar um að ÖBÍ leggist gegn afnámi krónu-á-móti krónu skerðingarinnar. Meira »

Hvatti þingmenn til að líta í eigin barm

Í gær, 16:58 „Ég hef velt því fyrir mér þar sem ég hef fylgst með umræðunni hvort sumum þeirra sem hafa haft hvað hæst um þann meinta sóðaskap og fleira í þá veru og talað um virðingu í því samhengi sé meira annt um virðingu líflausrar styttu en lifandi fólks.“ Meira »

Stjórnvöld leysi úr réttaróvissu

Í gær, 16:56 Stjórn Lögmannafélags Íslands vill að stjórnvöld leysi úr þeirri réttaróvissu sem er uppi vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu varðandi skipan dómara í Landsrétt. Meira »

Skaðabótaábyrgð ráðherra ekki útilokuð

Í gær, 16:35 Ekki er lögfræðilega útilokað að Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, beri einhverja fjárhagslega skaðabótaábyrgð á skipunum sínum í embætti dómara við Landsrétt. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Óskum eftir ömmu/afa sem getur mætt að
Óskum eftir ömmu/afa sem getur mætt að passa, nokkur skipti í mánuði kl. 5 á mor...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...