Elsta reiðleið Elliðaárdals malbikuð

Búið er að malbika elstu og mest notuðu reiðleið í …
Búið er að malbika elstu og mest notuðu reiðleið í Elliðaárdal. mbl.is/Valgarður Gíslason

Hestamenn eru ósáttir við að Reykjavíkurborg hafi látið malbika reiðleið í Elliðaárdal til þess að gera hjólreiðastíg, og hefur aðgerðin lokað fyrir aðgengi að reiðleiðum fyrir hesta úr Neðri-Fáki.

„Þetta er ein elsta og mest notaða reiðleið í Elliðaárdal og það eru hestar í Neðri-Fák[i]. Við höfum komið á framfæri tillögum um reiðleiðir sem liggja hjá Reykjavíkurborg og þeim hefur ekkert verið svarað,“ segir Hjörtur Bergstað, formaður Fáks, í samtali við mbl.is.

Hann segir að hestamenn hafi komið á framfæri kvörtun áður en framkvæmdir hófust. „Okkur var sagt þá að þetta yrði skoðað og við höfum lagt til leiðir til þess að leysa málið,“ bætir Hjörtur við.

„Við höfum talað fyrir því að allir eiga að vera saman um svæðið. Þetta er sameign borgarbúa og á að vera aðgengilegt fyrir gangandi, hjólreiðafólk, skíðamenn og aðra, en við erum ósátt við að verið sé að vísa okkur frá í ljósi þess að við höfum verið að nýta þessa reiðleið frá því hún var lögð,“ segir formaðurinn.

Komast ekki úr húsi

Samkvæmt Hirti er margt fólk með hesta í Neðra-Fáki sem kemst ekki út úr hesthúsi með hestana sína og segir hann að margir hafa komið á framfæri við sig óánægju vegna málsins. „Tölvupósthólfið er bara að verða fullt hjá mér.“

Hjörtur segist hafa komið sjónarmiðum hestamanna til starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar um framtíð neðri Elliðaárdals og að hann hafi talið að almenn sátt væri um að allir gætu nýtt svæðið í skýrslu hópsins. Honum þykir þó miður tillit til þessa hafi ekki verið tekið af hálfu Reykjavíkurborgar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert