Nýr hjólastígur svar við áralöngum kvörtunum

Nýi hjólastígurinn í Elliðaárdal liggur fyrir ofan gamla göngustíginn.
Nýi hjólastígurinn í Elliðaárdal liggur fyrir ofan gamla göngustíginn. mbl.is/Valgarður Gíslason

Nýr hjólastígur hefur verið tekinn í notkun í efri hluta Elliðaárdals. Stígurinn er liður í aðgerðum hjólreiðaáætlunar Reykjavíkurborgar til að aðskilja hjólandi og gangandi vegfarendur á meginstofnleiðum eins og þessum.

„Með þessari aðgerð er verið að bregðast við áralöngum kvörtunum um árekstra milli gangandi og hjólandi á þessum stað þar sem eldri stígur er mjór og annar ekki þeirri umferð gangandi og hjólandi sem um hann hefur farið,“ segir Kristinn Jón Eysteinsson, tækni- og skipulagsfræðingur hjá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar, í samtali við mbl.is.

Stígurinn er að langmestu leyti lagður í gamlan reiðveg sem þarna var áður svo verið er að nýta stíglegu sem áður var og gera hjólastíg í staðin. Gamli stígurinn verður enn þá í notkun en verður þá eingöngu göngustígur.

Töluverðar endurnýjanir hafa verið á svæðinu. Í fyrra var til að mynda endurnýjun á yfirborði efstahluta Rafstöðvarvegar sem einnig þjónar tilgangi göngu- og hjólastígs norðanmegin Elliðaár.

Stígurinn er að langmestu leyti lagður í gamlan reiðveg sem …
Stígurinn er að langmestu leyti lagður í gamlan reiðveg sem þarna var áður. mbl.is/Valgarður Gíslason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert