Söngvari útskrifast sem skipstjóri

KK við trilluhornið Æðruleysi í Snarfarahöfn við Elliðavog í Reykjavík …
KK við trilluhornið Æðruleysi í Snarfarahöfn við Elliðavog í Reykjavík í gær. Hafið bláa hafið hugann dregur gæti skipstjórinn sungið. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki einasta syngur tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson, KK, sjómannalög heldur er hann rétt að ljúka námi við Tækniskólann og fær í vor skipstjórapróf gangi allt upp.

Til slíks þarf svonefnd BS-réttindi en þau gefa heimild til að stýra allt að 45 metra löngum skipum, svo sem farþegabátum, flestum fiskiskipum og minni togurum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Ég tók pungaprófið svonefnda fyrir mörgum árum og hef lengi átt lítið færeyskt trilluhorn, Æðruleysið, sem ég hef stundum gert út á strandveiðarnar á sumrin. Mér hefur fundist þetta skemmtilegt enda held ég að sjómannsblóð sé í æðum allra Íslendinga,“ segir KK sem byrjaði haustið 2016 í skipstjórnarnáminu og stefndi þá á réttindi á 24 metra löng skip. Þegar í ljós kom að ekki þurfti að bæta við nema fáeinum fögum og námseiningum til að fá réttindi á 45 metra skip var sjálfsagt að stíga skrefið til fulls.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »