„Mér finnst ég svo örugg“

Abrahim, Hanyie og Guðmundur Karl brostu út að eyrum í …
Abrahim, Hanyie og Guðmundur Karl brostu út að eyrum í dag. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Staða afgönsku feðginanna Abrahim og Hanyie Maleki sem flóttamenn var staðfest með fundi hjá Útlendingastofnun fyrr í dag. „Mér finnst ég svo örugg,“ var það fyrsta sem hin 12 ára gamla Hanyie sagði við Guðmund Karl Karlsson, vin þeirra, eftir niðurstöðu fundarins.

„Þau eru alveg ofboðslega glöð. Þau vilja koma á framfæri þakklæti við Íslendinga alla og ætla að reyna að gera það einhvern veginn,“ segir Guðmundur í samtali við mbl.is sem játar því að ferli feðginanna hafi verið býsna svakalegt.

Til þess að eiga rétt á alþjóðlegri vernd, því að telj­ast flótta­fólk og eiga rétt á hæli að lög­um og sam­kvæmt alþjóðasátt­mál­um, þarf fólk að vera í ein­hvers kon­ar hættu og eiga ekki mögu­leika á viðun­andi vernd og úrræðum í heimalandi sínu. Þetta leiðir bæði af flótta­manna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna og ís­lensk­um lög­um sem sett eru á grund­velli hans.

Efna­hags­leg­ar aðstæður fela ekki í sér aðsteðjandi hættu, um það eru alþjóðasátt­mál­ar og lög skýr. Því geta slík­ar aðstæður ekki verið grund­völl­ur vernd­ar. Réttar­fram­kvæmd um heim all­an end­ur­spegl­ar þetta. Hér er, eins og áður seg­ir, um að ræða neyðar­kerfi fyr­ir fólk í hættu en ekki úrræði til bú­ferla­flutn­inga vegna bágra kjara.

Abrahim og Hanyie Maleki í afmælisveislunni á Klambratúni síðasta sumar.
Abrahim og Hanyie Maleki í afmælisveislunni á Klambratúni síðasta sumar. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

„Síðast þegar ég fór með þeim í Útlendingastofnun í september var þeim tilkynnt að það ætti að flytja þau úr landi örfáum dögum síðar,“ segir Guðmundur. 11. september í fyrra voru feðginunum færð þau tíðindi. Hanyie var þá hvött til kveðja vini sína og þeim var sagt að þau yrðu síðar flutt til Þýskalands þremur dögum síðar.

Degi síðar var greint frá því að brottvísun þeirra yrði frestað og um miðjan október kom fram að mál þeirra yrði tekið til efnismeðferðar. 

Feðginin vöktu fyrst þjóðarathygli í byrjun ágúst í fyrra þegar haldið var upp á 12 ára afmæli Hanyie á Klambratúni. Haniye á reyndar afmæli í október en draumur hennar var að halda upp á afmælið á Íslandi og á þeim tíma leit út fyrir að feðginunum yrði vísað úr landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert