Feðgar unnu í lottó

Maður sem vann 15,5 milljónir í lottó um liðna helgi heimsótti skrifstofur Íslenskrar getspár í vikunni. 

Fram kemur í tilkynningu, að vinningshafinn, sem er karlmaður á miðjum aldri, hafi farið á heimasíðuna lotto.is á sunnudagskvöldið og sá þá að hann var með allar tölur réttar í næst neðstu línunni. 

„Sonur hans var staddur hjá honum í heimsókn og staðfesti tölurnar og það skemmtilega vildi til að sonur hans fékk líka vinning en hann var með fjórar réttar tölur á sínum miða sem hann er með í áskrift og vann rúmlega 28 þúsund krónur, skemmtileg tilviljun þar.  Vinningshafinn ætlar sér að greiða niður skuldir og skreppa til útlanda í eina viku núna í vor,“ segir í tilkynningu.

mbl.is