Tregða að byggja á tveimur stoðum

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tvennt ógnar samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) fyrst og fremst að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Annars vegar það að Evrópusambandið skuli ekki leggja áherslu á tveggja stoða kerfi samningsins og hins vegar viðleitni stuðningsmanna inngöngu í sambandið á Íslandi og Noregi til að tala niður samninginn.

Þetta sagði Guðlaugur Þór í umræðum á Alþingi seint í gærkvöldi um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar þar sem rætt var um framlög til utanríkisþjónustunnar. Tveggja stoða kerfið er kjarni EES-samningsins og felur í sér að aðildarríki samningsins sem standa utan Evrópusambandsins skuli heyra undir stofnanir á vegum Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) en ekki sambandsins. Auk Íslands eru Noregur og Liechtenstein í EES í gegnum EFTA.

„Varðandi öflugari framkvæmd EES-samningsins að þá held ég að mestu ógnirnar sem standi að EES-samningnum sé annars vegar það að ESB hefur verið, ég veit ekki hvaða orðalag á að nota en þeir hafa allavega ekki verið mjög... ég veit ekki hvort að grafa undan með því að leggja ekki áherslu á tveggja stoða kerfið sem er byggt upp í EES-samningnum.“

Erfitt hefði að minnsta kosti verið að eiga við Evrópusambandið í þeim efnum sagði utanríkisráðherra og vísaði í ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í þeim efnum í umræðum á Alþingi í febrúar þar sem Bjarni gagnrýndi Evrópusambandið harðlega fyrir að grafa undan tveggja stoða kerfi EES-samningsins með því að krefjast í sífellt fleiri málum að EFTA/EES-ríkin samþykktu að gangast undir beina yfirstjórn stofnana þess.

Tekið upp 13,4% af regluverki ESB

„Það er bara ekki í samræmi við EES-samninginn,“ sagði Guðlaugur Þór. „Síðan er hin ógnin, það eru ESB-sinnar bæði á Íslandi og í Noregi sem hafa verið að tala niður samninginn. Og það er bara mjög vont,“ sagði Guðlaugur og bætti við að til að mynda væri það alrangt að í gegnum samninginn tæki Ísland upp 90% af regluverki Evrópusambandsins. Hlutfallið væri 13,4%.

„Þetta er lagt fram með þessum hætti til þess að reyna að búa það til að þetta sé svo kolómögulegur samningur að við verðum að ganga í Evrópusambandið til þess að hafa einhver áhrif á þessu svæði. Þetta eru helstu ógnirnar sem eru varðandi EES-samninginn. Það er þetta, bæði tregða Evrópusambandsins til þess að byggja á tveggja stoða kerfinu sem lagt er upp með og þegar ESB-sinnar á Íslandi og í Noregi eru að grafa undan EES-samningnum eins og við þekkjum á undanförnum árum og áratugum.“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, brást við ummælum Guðlaugs Þórs og sagði að hann ætti að tala við eigin flokksmenn þegar kæmi að gagnrýni á EES-samninginn. Þannig hefði verið fundur í vikunni í atvinnuveganefnd Sjálfstæðisflokksins þar sem talað hefði verið gegn þátttöku í þriðja orkumálapakka Evrópusambandsins í gegnum samninginn.

Guðlaugur Þór svaraði því að þarna hefði hann greinilega komið við viðkvæman blett hjá Þorgerði Katrínu. 

mbl.is

Innlent »

Leit við Ölfusá hætt í bili

Í gær, 21:21 Leit að manni sem talið er að hafi stokkið í Ölfusá aðfaranótt sunnudags hefur ekki borið árangur. Um 30 björgunarsveitarmenn leituðu meðfram ánni og í grennd við hana í dag. Meira »

Alltaf á hjólum í vinnunni

Í gær, 21:16 Gegnt Heilbrigðisstofnuninni við Merkigerði á Akranesi má sjá mörgum reiðhjólum, nýjum og notuðum, raðað upp framan við einbýlishús á góðviðrisdögum. Meira »

„Tvö skref áfram og eitt aftur á bak“

Í gær, 20:58 Samninganefndir ríkisins og ljósmæðra komu saman á óformlegum vinnufundi í dag. Fundurinn stóð í tæpa fjóra klukkutíma og lauk með þeirri niðurstöðu að formlegum fundi hjá ríkissáttasemjara sem átti að fara fram á föstudag hefur verið frestað fram á þriðjudag. Meira »

Kaffitíminn er heilagur hjá körlunum

Í gær, 20:55 „Við fengum þetta húsnæði fyrir um tveim vikum síðan og þeir hafa verið duglegir við að setja upp veggi og undirbúa allt,“ segir Hörður Sturluson, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í Hafnarfirði. Meira »

Talinn hafa ekið öfugum megin

Í gær, 20:52 Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir erlendum ferðamanni sem var ökumaður bifreiðar sem lenti í árekstri við bifreið sem kom úr gagnstæðri átt skammt vestan gatnamóta við Landeyjahafnarveg í Rangárþingi eystra með þeim afleiðingum að ökumaður hinnar bifreiðarinnar lét lífið. Meira »

Flogið um allt samfélagið á töfrateppi

Í gær, 20:34 „Ég hafði ekki búið hér sem fullorðin manneskja og ég hafði ekki fengið móðurmálskennslu í íslensku í uppvextinum í Danmörku,“ segir Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar hjá Borgarbókasafninu. Meira »

Lögheimili bæjarfulltrúa ólöglegt

Í gær, 20:19 Einar Birkir Einarsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sat ekki fund bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í dag þar sem Þjóðskrá hefur úrskurðað lögheimili hans í Hafnarfirði ólöglegt. Meira »

Falið vald yfir íslenskum málum

Í gær, 20:15 Persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins, sem taka á gildi í lok vikunnar, gerir ráð fyrir því að Evrópudómstólnum, æðsta dómstóli sambandsins, verði falin völd til þess að úrskurða með beinum hætti gagnvart Noregi í gegnum aðild landsins að EES-samningnum. Sama á við um Ísland. Meira »

Málið tekið fyrir í september

Í gær, 19:52 „Maður hefur verið að bíða eftir þessari dagsetningu. Það hefur verið gert ráð fyrir því í nokkurn tíma að koma málinu á dagskrá Hæstaréttar í september og það virðist hafa tekist,“ segir Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun

Í gær, 18:56 Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga þáverandi unnustu sinni á hrottafenginn hátt á heimili þeirra í desember 2016. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í lok mars en þinghaldið var lokað. Dómur var kveðinn upp í málinu á föstudag. Meira »

Sagði Landsréttarmálið dæmi um spillingu

Í gær, 18:44 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, nefndi Landsréttarmálið og umræðuna um ferðakostnað þingmanna sem dæmi um hve hægt gengi að vinna gegn spillingu á Íslandi á opinni málstofu í Hörpu í dag undir yfirskriftinni Reynsla Íslands af baráttu gegn spillingu á meðal þingmanna. Meira »

Tveir fá 14 milljónir króna

Í gær, 18:44 Fyrsti vinningurinn í Víkingalottóinu gekk ekki út í kvöld, en hann hljóðaði upp á tæplega 1,4 milljarða króna.  Meira »

Eldur í potti í mannlausu húsi

Í gær, 18:34 Tilkynning barst slökkviliðinu á Akureyri skömmu fyrir klukkan fimm um að reykur kæmi út úr íbúðarhúsi við Höfðahlíð. Kom í ljós að eldur var í potti á eldavél en húsið var mannlaust. Meira »

Sýna frá HM á risaskjá á Akureyri

Í gær, 17:44 Sýnt verður frá leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á risaskjá neðst í Gilinu á Akureyri í sumar. Það er Vikudagur sem greinir frá þessu, en þar segir að settur verður upp 15 fermetra risaskjár neðst í gilinu, rétt eins og þegar Akureyrarvaka er. Þar geta Akureyringar safnast saman og horft á leiki Íslands. Meira »

Rifu niður asbest án hlífðarbúnaðar

Í gær, 17:24 Byggingarvinnustaðnum við Grensásveg 12 var lokað 9. maí síðastliðinn og öll vinna bönnuð á verkstað eftir að í ljós kom að asbest hafði verið fjarlægt úr húsinu, án þess að sótt hefði verið um tilskilin leyfi og viðeigandi búnaður væri til staðar. Meira »

Staða skólameistara VA enn ekki auglýst

Í gær, 17:15 „Ef allt væri eðlilegt þá ætti að vera búið að ráða nýjan skólameistara um þessar mundir svo hann gæti eytt júní og fram að starfslokum skrifstofunnar í það að koma sér inn í nýtt starf og vera klár þegar skólastarfið byrjar aftur,“ segir Ágúst Ingi Ágústsson sem fyrir hönd Kennarafélags Verkmenntaskóla Austurlands hefur sent mennta- og menningarmálaráðuneytinu bréf. Meira »

St. Jósefsspítali breytist í Lífsgæðasetur

Í gær, 17:10 „Þarna ætlum við að auka lífsgæði fólks,“ segir Eva Michelsen, nýráðinn verkefnastjóri Lífsgæðaseturs í hinum fornfræga St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. St. Jósefsspítali er eitt af þekktari kennileitum bæjarins en hefur staðið auður síðan 2011. Meira »

Atvinnuleysisbætur hækkuðu um 19%

Í gær, 16:59 Atvinnuleysisbætur hækkuðu 1. maí síðastliðinn um tæp 19%. Hækkunin er í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í þágu félagslegs stöðugleika frá 27. febrúar síðastliðinn sem gerð var í tengslum við mat á kjarasamningnum á almennum vinnumarkaði. Meira »

Stálu og veltu bifreið

Í gær, 16:33 Tvær ungar konur voru handteknar í Vestmannaeyjum að morgni dags í gær, þriðjudaginn 22. maí, vegna gruns um ölvun við akstur og nytjastuld á bíl. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar í Vestmannaeyjum á Facebook. Meira »
Tattoo
...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
 
Sérfræðingar forsætisráðuneytið
Sérfræðistörf
Sérfræðingar Forsætisráðuneytið auglý...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Tónlistarkennari
Önnur störf
Það vantar tónlistarkennara norður Tó...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel m...