Fíllinn fer úr postulínsbúðinni

Brexit mun hafa víðtæk áhrif, meðal annars fyrir okkur Íslendinga.
Brexit mun hafa víðtæk áhrif, meðal annars fyrir okkur Íslendinga. AFP

Brexit er áskorun fyrir hin smærri ríki Evrópu; innan Evrópusambandsins sem utan. Endurskipulagning sambandsins eftir útgöngu Breta er líkleg til að færa Þjóðverjum og Frökkum ennþá meiri völd í hendur og tryggja ítök þeirra í álfunni, undir forystu Þjóðverja. Það gæti átt eftir að draga úr áhrifum hinna smærri ríkja. Enda þótt menn hafi gjarnan hent gaman að Bretum fyrir að vera „fíllinn í postulínsbúðinni“, höfðu mörg smærri ríkjanna hag af því að einhver annar en þau mölvuðu postulínið, þegar ESB-ríkin greindi á um stefnumótun og endurbætur á kerfinu. Þannig sló Bretland oftar en ekki skjaldborg um smærri ríkin gagnvart yfirráðum Þjóðverja og Frakka sem var heppilegt þegar rýnt var til gagns í þróun og breytingar á lýðræðislegu samstarfi.

Þetta er niðurstaða Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, og Anders Wivel, prófessors í stjórnmálafræði við Kaupmannahafnarháskóla, í grein um áhrif Brexit á smáríki, innan sem utan ESB, sem birtast mun í bókinni The Routledge Handbook of the Politics of Brexit.

Ganga Bretar í EFTA?

Í greininni kemur fram að tækifæri, ekki bara áskoranir, séu fólgin í Brexit fyrir EFTA-ríkin og ríkin sem eiga aðild að Evrópska efnahagssvæðinu. Þannig geti Ísland og Noregur orðið minna háð Evrópusambandinu takist þeim að nýta Brexit í sína þágu og koma á nánara samstarfi við Breta á sviði öryggismála, viðskipta og menningar. Þetta á ekki síst við gangi Bretar í EFTA, eins og sumir stjórnmála- og fræðimenn hafa þegar gert skóna. Því hefur raunar verið haldið fram að EFTA henti hagsmunum Breta jafnvel betur en ESB, lagalega, pólitískt og fjárhagslega. Helsta ljónið í veginum er líklega frjálst flæði vinnuafls á EFTA-svæðinu og fyrir vikið gætu Bretar valið að vinna frekar náið með aðildarríkjunum í stað þess að slást formlega í hópinn, svokallað UKEFTA. Í öllu falli er talið að staða Breta yrði sterkari með EFTA á bak við sig, bæði í Evrópu og á heimsvísu. Baldur og Wivel eru þeirrar skoðunar að þetta gæti stuðlað að nýjum tækifærum fyrir núverandi EFTA-ríki í Bretlandi og einnig þegar kemur að nýjum viðskiptasamningum utan Evrópu.

Hvatning frá Íslandi

Í þessu sambandi ber að hafa í huga að Bretar hafa ekki sjálfir gefið til kynna að þeir hyggist sækja um aðild eða óska eftir samstarfi við EFTA og fyrir liggur að bæði Norðmenn og Svisslendingar hafa efasemdir um slík áform. Bæði er þau ríki sögð hafa áhyggjur af því Bretar myndu taka yfir forystuhlutverkið í samtökunum, auk þess sem spennan á milli Breta og ESB gæti skaðað farsælt samstarf EFTA og ESB.

Mestur áhugi á aðild Breta að EFTA er á Íslandi, að því er fram kemur í greininni, en tveir síðustu utanríkisráðherrar, Guðlaugur Þór Þórðarson og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hafa beinlínis hvatt Breta til að sækja um aðild að samtökunum. „Utanríkisráðherrann hefur lagt áherslu á þann möguleika að Ísland og önnur EFTA-ríki fylgi fordæmi Breta og geri fríverslunarsamninga við ríki vítt og breitt um heiminn. Mögulega gæti þetta leitt til betri viðskiptasamninga við Breta en þau [EFTA-ríkin] búa að núna,“ segja Baldur og Wivel.

Í greininni kemur fram að Bretar hafi í sögulegu samhengi verið hliðhollir smærri ríkjum innan ESB; greitt götu þeirra inn í sambandið, ekki síst við lok kalda stríðsins, og staðið með þeim í ýmsum málum, einkum gagnvart stóru ríkjunum tveimur, Frökkum og Þjóðverjum. „Smærri Evrópuríkin sáu Breta sem helsta talsmann frjálsra viðskipta, sem tryggði þeim nauðsynlegan aðgang að mörkuðum, þannig að þeirra litlu hagkerfi gætu vaxið, auk þess sem Bretar voru mikilvægur hlekkur í öryggis- og varnarkerfi sambandsins,“ segja Baldur og Wivel.

Nánar er fjallað um málið í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Verið að misnota UNESCO skráninguna“

12:40 Samtök útivistarfélaga saka svæðisráð Vestursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði um misnotkun á skráningu þjóðgarðsins á heimsminjaskrá UNESCO. Deilur hafa staðið yfir í um sex ár um enduropnun Vonarskarðs fyrir bíla- og hjólaumferð en vegslóðanum var lokað í kjölfar nýrra náttúruverndarlaga árið 2013. Meira »

Ríkisendurskoðun ekki í Vinstri grænum

11:52 „Við þurfum sterkar heilbrigðisstofnanir og getum ekki svelt opinbera kerfið af því að aðrir þurfi á fé að halda,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Sprengisandi og játaði þeirri spurningu þáttastjórnandans að sjálfstætt starfandi sérfræðingar þurfi að koma þar á eftir. Meira »

Stefnir í skort á geðlæknum

10:05 Helgi Garðar Garðarsson geðlæknir óttast að það stefni í alvarlegan skort á geðlæknum innan tíu ára. Ágúst Kristján Steinarrsson greindist með geðhvörf 19 ára en hefur verið án einkenna í fimm ár. „Frá því ég veiktist síðast hefur minn lífsstíll verið mín meðferð,“ segir hann í samtali við mbl.is. Meira »

Rannsókn á bílnum lokið

09:51 Tækni­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu hefur lokið við rannsókn bílsins sem keyrt var inn í kynlífshjálp­ar­tækja­versl­un­ina Adam og Evu aðfaranótt föstu­dags. Lögregla verst þó allra fregna af því hverju sú rannsókn hefur skilað í tengslum við framgang málsins. Meira »

Vinnur með „Epal“ Bandaríkjanna

09:00 Í ólgandi stórborginni New York hefur Íslendingurinn Hlynur V. Atlason komið ár sinni vel fyrir borð. Hann rekur þar iðnhönnunarfyrirtækið Atlason sem hannar húsgögn jafnt sem umbúðir og allt þar á milli. Meira »

Varð fyrir sprengingu við matseldina

08:38 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um eld við bílskúr í austurhluta borgarinnar. Þar hafði maður verið að steikja mat og notað til þess eldfiman vökva með þeim afleiðingum að sprenging varð og læsti eldurinn sig í föt og hár mannsins. Meira »

Umhleypingar í kortunum

08:12 Veðrið verður með rólegasta móti í dag með suðvestlægri átt. Léttskýjað verður eystra, en þykknar upp með smá vætu sunnan- og vestantil með morgninum. Veður næstu vikuna verður þó umhleypingasamt. Meira »

Fannst meðvitundarlaus á götu í miðborginni

07:23 Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Þannig var m.a. tilkynnt um tvær líkamsárásir í miðborginni og fannst sá sem fyrir seinni árásinn varð meðvitundarlaus í götu í miðborginni. Meira »

Eignaskipting mjög ójöfn á Íslandi

Í gær, 23:04 Stéttaskipting fyrirfinnst á Íslandi rétt eins og í öðrum vestrænum markaðssamfélögum. Mælikvarðar eins og eignaskipting setja okkur í flokk með Bandaríkjunum og Sviss. Þetta segir Guðmundur Ævar Oddsson, félagsfræðingur og dósent við Háskólann á Akureyri. Meira »

Auðvitað! Þess vegna er himinninn blár

Í gær, 22:44 Af hverju er himinninn blár? er ein þeirra spurninga sem Ari Ólafsson, dósent í eðlisfræði við Háskóla Íslands, svarar í kennslunni auk þess sem hann hefur útskýrt málið á vísindavefnum. Sömu spurningar var einnig spurt í Aravísum Stefáns Jónssonar og þá varð fátt um svör. Meira »

Samningaviðræður áfram í hættu

Í gær, 19:47 Formaður Læknafélags Reykjavíkur fagnar að dómi í máli Ölmu Gunnarsdóttur verði ekki áfrýjað en telur engu að síður hættu á því að viðræður verði í hnút um áramótin. Traust til heilbrigðisyfirvalda hefur beðið hnekki og sérfræðilæknar munu ekki vinna áfram eftir samningnum mánuð í senn. Meira »

Þyrla kölluð út vegna fjórhjólaslyss

Í gær, 19:31 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í dag til að sækja mann sem slasaðist á fjórhjóli á Skógaheiði. Maðurinn er ekki talinn alvarlega slasaður en vegna staðsetningar mannsins og gruns um hryggáverka þótti öruggast að kalla út þyrluna samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Stefnir í tvöfaldan pott í Lottó næst

Í gær, 19:24 Engin var með 1. vinning í Lottó í kvöld og stefnir því í tvöfaldan pott í næstu viku. Bónusvinningurinn gekk heldur ekki út en einn miðahafi hlaut 2. vinning í Jóker og hlýtur 100 þúsund krónur í vinning. Sá heppni keypti miðann í Happahúsinu, Kringlunni. Meira »

Langir biðlistar eftir þjónustu

Í gær, 17:51 Stefnt er að því að fjölga starfsmönnum í geðheilsuteymi austur en langir biðlistar hafa myndast eftir þjónustu þess. Staðan nú er óviðunandi segja stjórnendur þess. Bergþór Grétar Böðvarsson, Reykvíkingur ársins, er gott dæmi um mann sem hefur ekki látið geðraskanir stöðva sig í lífinu. Meira »

Skoðaði ekki sjúkraskrá af forvitni

Í gær, 17:34 Persónuvernd hefur úrskurðað að framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafi mátt skoða sjúkraskrá konu sem hafði kvartað til landlæknis yfir veitingu þjónustu á heilbrigðisstofnuninni. Meira »

Læknanemar lækna bangsa

Í gær, 16:58 Bangsaspítali verður starfræktur á sunnudaginn í tilefni af alþjóðlega bangsadeginum. Öllum börnum, ásamt foreldrum og forráðamönnum, er boðið að koma í heimsókn með „veika eða slasaða bangsa“. Meira »

Bregðast þarf við breyttum aðstæðum

Í gær, 15:08 Veiðar og vinnsla gengu vel hjá Síldarvinnslunni á nýliðnu fiskveiðiári. Veiðigjöld taka til sín 13% af aflaverðmæti fiskiskipanna og þensla á vinnumarkaði veldur því að áskorun verður að manna sum skip flotans ef fram heldur sem horfir. Meira »

Betra að klára áður en það er fagnað

Í gær, 14:10 „Það er jákvætt skref að það komi fjármagn inn í uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er yfirlýsing um að viðræður eru að hefjast. Það er það eina sem er skýrt af viljayfirlýsingunni,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Meira »

Guðmundur Ingi á Global People’s Summit

Í gær, 13:55 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur í dag þátt í alþjóðlegri netráðstefnuna The Global People’s Summit, sem haldin er í tengslum við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann ræðir um loftslagsbreytingar. Meira »