Fíllinn fer úr postulínsbúðinni

Brexit mun hafa víðtæk áhrif, meðal annars fyrir okkur Íslendinga.
Brexit mun hafa víðtæk áhrif, meðal annars fyrir okkur Íslendinga. AFP

Brexit er áskorun fyrir hin smærri ríki Evrópu; innan Evrópusambandsins sem utan. Endurskipulagning sambandsins eftir útgöngu Breta er líkleg til að færa Þjóðverjum og Frökkum ennþá meiri völd í hendur og tryggja ítök þeirra í álfunni, undir forystu Þjóðverja. Það gæti átt eftir að draga úr áhrifum hinna smærri ríkja. Enda þótt menn hafi gjarnan hent gaman að Bretum fyrir að vera „fíllinn í postulínsbúðinni“, höfðu mörg smærri ríkjanna hag af því að einhver annar en þau mölvuðu postulínið, þegar ESB-ríkin greindi á um stefnumótun og endurbætur á kerfinu. Þannig sló Bretland oftar en ekki skjaldborg um smærri ríkin gagnvart yfirráðum Þjóðverja og Frakka sem var heppilegt þegar rýnt var til gagns í þróun og breytingar á lýðræðislegu samstarfi.

Þetta er niðurstaða Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, og Anders Wivel, prófessors í stjórnmálafræði við Kaupmannahafnarháskóla, í grein um áhrif Brexit á smáríki, innan sem utan ESB, sem birtast mun í bókinni The Routledge Handbook of the Politics of Brexit.

Ganga Bretar í EFTA?

Í greininni kemur fram að tækifæri, ekki bara áskoranir, séu fólgin í Brexit fyrir EFTA-ríkin og ríkin sem eiga aðild að Evrópska efnahagssvæðinu. Þannig geti Ísland og Noregur orðið minna háð Evrópusambandinu takist þeim að nýta Brexit í sína þágu og koma á nánara samstarfi við Breta á sviði öryggismála, viðskipta og menningar. Þetta á ekki síst við gangi Bretar í EFTA, eins og sumir stjórnmála- og fræðimenn hafa þegar gert skóna. Því hefur raunar verið haldið fram að EFTA henti hagsmunum Breta jafnvel betur en ESB, lagalega, pólitískt og fjárhagslega. Helsta ljónið í veginum er líklega frjálst flæði vinnuafls á EFTA-svæðinu og fyrir vikið gætu Bretar valið að vinna frekar náið með aðildarríkjunum í stað þess að slást formlega í hópinn, svokallað UKEFTA. Í öllu falli er talið að staða Breta yrði sterkari með EFTA á bak við sig, bæði í Evrópu og á heimsvísu. Baldur og Wivel eru þeirrar skoðunar að þetta gæti stuðlað að nýjum tækifærum fyrir núverandi EFTA-ríki í Bretlandi og einnig þegar kemur að nýjum viðskiptasamningum utan Evrópu.

Hvatning frá Íslandi

Í þessu sambandi ber að hafa í huga að Bretar hafa ekki sjálfir gefið til kynna að þeir hyggist sækja um aðild eða óska eftir samstarfi við EFTA og fyrir liggur að bæði Norðmenn og Svisslendingar hafa efasemdir um slík áform. Bæði er þau ríki sögð hafa áhyggjur af því Bretar myndu taka yfir forystuhlutverkið í samtökunum, auk þess sem spennan á milli Breta og ESB gæti skaðað farsælt samstarf EFTA og ESB.

Mestur áhugi á aðild Breta að EFTA er á Íslandi, að því er fram kemur í greininni, en tveir síðustu utanríkisráðherrar, Guðlaugur Þór Þórðarson og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hafa beinlínis hvatt Breta til að sækja um aðild að samtökunum. „Utanríkisráðherrann hefur lagt áherslu á þann möguleika að Ísland og önnur EFTA-ríki fylgi fordæmi Breta og geri fríverslunarsamninga við ríki vítt og breitt um heiminn. Mögulega gæti þetta leitt til betri viðskiptasamninga við Breta en þau [EFTA-ríkin] búa að núna,“ segja Baldur og Wivel.

Í greininni kemur fram að Bretar hafi í sögulegu samhengi verið hliðhollir smærri ríkjum innan ESB; greitt götu þeirra inn í sambandið, ekki síst við lok kalda stríðsins, og staðið með þeim í ýmsum málum, einkum gagnvart stóru ríkjunum tveimur, Frökkum og Þjóðverjum. „Smærri Evrópuríkin sáu Breta sem helsta talsmann frjálsra viðskipta, sem tryggði þeim nauðsynlegan aðgang að mörkuðum, þannig að þeirra litlu hagkerfi gætu vaxið, auk þess sem Bretar voru mikilvægur hlekkur í öryggis- og varnarkerfi sambandsins,“ segja Baldur og Wivel.

Nánar er fjallað um málið í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kom í veg fyrir slys með snarræði

11:51 Aðgerðir standa enn yfir á Hellisheiði þar sem olíuflutningabifreið fór út af veginum um kl. 9 í morgun. Vegagerðin ákvað að loka Hellisheiði til austurs á meðan slökkvilið og aðrir vibragðsaðilar athafna sig á vettvangi. Ökumaður flutningabílsins kom í veg fyrir slys með því að bregðast hratt við. Meira »

Tillögur greiði fyrir kjarasamningum

11:24 „Við höfum áfram haft í óformlegum samræðum við verkalýðshreyfinguna og atvinnurekendur og viljum, og það auðvitað birtist í fjármálaáætluninni, skýrar fyrirætlanir okkar um aðgerðir sem við hugsum til þess að greiða fyrir kjarasamningum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í morgun. Meira »

Olíuflutningarbíll út af á Hellisheiði

09:53 Olíuflutningarbíll á vegum Skeljungs fór út af á Hellisheiði í rétt fyrir klukkan 9 í morgun. Engin slys urðu á fólki né leki frá bílnum en um borð eru 40.000 lítrar af olíu sem ætlað var til dreifingar á Suðurlandi. Meira »

Eldvarnir teknar fastari tökum

09:44 „Stórbrunar sem við lentum í við Miðhraun í Garðabæ og Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í fyrra ýttu rækilega við okkur varðandi eldvarnir. Þessir eldsvoðar voru af þeirri stærðargráðu að við réðum hreinlega ekki við þá. Ég var orðinn hræddur um öryggi minna manna og það er ískyggilegt,“ sagði slökkviliðsstjóri SHS. Meira »

Íbúðir á Kirkjusandi í sölu í vor

08:55 Fyrstu íbúðirnar í nýju hverfi á Kirkjusandi fara í sölu í vor. Stefnt er að afhendingu fyrstu íbúða um næstu áramót.   Meira »

Allskörp hlýnun í vændum

08:15 Það verður vestlæg átt á landinu í dag og allvíða dálítil él en bjartviðri suðaustanlands. Hiti verður nálægt frostmarki að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Katrín gestur Þingvalla

08:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verður gestur í þjóðmálaþættinum Þingvöllum en þátturinn er í beinni útsendingu kl. 10 á K100 og hér á mbl.is. Meira »

Nokkrir í haldi lögreglu

07:28 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast á næturvaktinni. Nokkrir hafa verið handteknir og vistaðir í fangageymslum lögreglu. Þar á meðal maður sem er grunaður um að hafa beitt opinberan starfsmann ofbeldi á heilbrigðisstofnun í gærkvöldi. Meira »

Sigurjón Bragi Kokkur ársins

06:30 Sigurjón Bragi Geirsson, matreiðslumaður hjá Garra heildverslun og þjálfari íslenska Kokkalandsliðsins, sigraði í keppninni Kokkur ársins 2019, sem fór fram í Hörpu í gærkvöldi. Meira »

Ókeypis og án aukaverkana

Í gær, 20:35 Laufey Steindórsdóttir var í krefjandi starfi sem gjörgæsluhjúkrunarfræðingur þegar hún örmagnaðist á líkama og sál. Lífið gjörbreyttist eftir að hún kynntist jóga og hugleiðslu. Nú vinnur hún hörðum höndum að því að breiða út boðskapinn. Meira »

Kokkur ársins í beinni útsendingu

Í gær, 19:56 Nýr kokkur ársins verður krýndur í kvöld í Hörpu þar sem keppnin Kokkur ársins fer nú fram. Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér á mbl.is. Meira »

Tveir með annan vinning í Lottó

Í gær, 19:37 Tveir spilarar voru með annan vinning í lottóútdrætti kvöldsins og hlýtur hvor um sig 159 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Prinsinum í Hraunbæ og á Lotto.is. Meira »

Þórdís vill taka á kennitöluflakki

Í gær, 18:36 Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram lagafrumvarp sem ætlað er að stemma stigu við misnotkun á hlutafélagaforminu og er þar kennitöluflakk í atvinnurekstri fyrst og fremst undir. Í því er að finna tillögur um að hægt verði að úrskurða einstaklinga í atvinnurekstrarbann í allt að þrjú ár með dómi. Meira »

Ráðherra settist við saumavélina

Í gær, 17:55 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, var liðtækur á Umhverfisdegi Kvenfélagasambands Íslands í dag þar sem áhersla var lögð á fatasóun. Meira »

Leita að betra hráefni í fiskafóður

Í gær, 17:25 Lirfur sem éta afganga frá matvælaframleiðslu og sveppir sem nærast á hliðarafurðum úr skógrækt gætu verið framtíðin í fóðrun eldisfisks. Meira »

„Ríkisstjórnin í spennitreyju“

Í gær, 17:20 „Við erum bara að lesa þetta núna en okkur sýnist fátt vera nýtt nema kannski það að það er að koma í ljós það sem fjármálaráð varaði við, að ríkisstjórnin er komin í spennitreyju og hún þarf að grípa til niðurskurðarhnífsins,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Meira »

Metþátttaka í stærðfræðikeppni

Í gær, 17:15 Úrslitakeppni Pangea stærðfræðikeppninnar fór fram í dag, en þar öttu kappi 86 nemendur sem komist höfðu í gegn um fyrstu tvær umferðir keppninnar. Meira »

Fæðingarorlof lengt í 12 mánuði

Í gær, 16:48 Félags- og barnamálaráðherra hyggst setja af stað vinnu við heildarendurskoðun laga um fæðingar- og foreldraorlof í samráði við hagsmunaaðila. Þetta kynnti hann á ríkisstjórnarfundi fyrir helgi og sagði vel við hæfi enda verða liðin 20 ár frá gildistöku laganna árið 2020. Samhliða þessu er stefnt að því að fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði. Meira »

Kokkar keppa í Hörpu

Í gær, 16:38 Keppnin Kokkur ársins 2019 fer nú fram í Hörpu og stendur hún fram á kvöld, eða þegar nýr kokkur ársins verður krýndur þar um kl 23 í kvöld. Meira »