Fíllinn fer úr postulínsbúðinni

Brexit mun hafa víðtæk áhrif, meðal annars fyrir okkur Íslendinga.
Brexit mun hafa víðtæk áhrif, meðal annars fyrir okkur Íslendinga. AFP

Brexit er áskorun fyrir hin smærri ríki Evrópu; innan Evrópusambandsins sem utan. Endurskipulagning sambandsins eftir útgöngu Breta er líkleg til að færa Þjóðverjum og Frökkum ennþá meiri völd í hendur og tryggja ítök þeirra í álfunni, undir forystu Þjóðverja. Það gæti átt eftir að draga úr áhrifum hinna smærri ríkja. Enda þótt menn hafi gjarnan hent gaman að Bretum fyrir að vera „fíllinn í postulínsbúðinni“, höfðu mörg smærri ríkjanna hag af því að einhver annar en þau mölvuðu postulínið, þegar ESB-ríkin greindi á um stefnumótun og endurbætur á kerfinu. Þannig sló Bretland oftar en ekki skjaldborg um smærri ríkin gagnvart yfirráðum Þjóðverja og Frakka sem var heppilegt þegar rýnt var til gagns í þróun og breytingar á lýðræðislegu samstarfi.

Þetta er niðurstaða Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, og Anders Wivel, prófessors í stjórnmálafræði við Kaupmannahafnarháskóla, í grein um áhrif Brexit á smáríki, innan sem utan ESB, sem birtast mun í bókinni The Routledge Handbook of the Politics of Brexit.

Ganga Bretar í EFTA?

Í greininni kemur fram að tækifæri, ekki bara áskoranir, séu fólgin í Brexit fyrir EFTA-ríkin og ríkin sem eiga aðild að Evrópska efnahagssvæðinu. Þannig geti Ísland og Noregur orðið minna háð Evrópusambandinu takist þeim að nýta Brexit í sína þágu og koma á nánara samstarfi við Breta á sviði öryggismála, viðskipta og menningar. Þetta á ekki síst við gangi Bretar í EFTA, eins og sumir stjórnmála- og fræðimenn hafa þegar gert skóna. Því hefur raunar verið haldið fram að EFTA henti hagsmunum Breta jafnvel betur en ESB, lagalega, pólitískt og fjárhagslega. Helsta ljónið í veginum er líklega frjálst flæði vinnuafls á EFTA-svæðinu og fyrir vikið gætu Bretar valið að vinna frekar náið með aðildarríkjunum í stað þess að slást formlega í hópinn, svokallað UKEFTA. Í öllu falli er talið að staða Breta yrði sterkari með EFTA á bak við sig, bæði í Evrópu og á heimsvísu. Baldur og Wivel eru þeirrar skoðunar að þetta gæti stuðlað að nýjum tækifærum fyrir núverandi EFTA-ríki í Bretlandi og einnig þegar kemur að nýjum viðskiptasamningum utan Evrópu.

Hvatning frá Íslandi

Í þessu sambandi ber að hafa í huga að Bretar hafa ekki sjálfir gefið til kynna að þeir hyggist sækja um aðild eða óska eftir samstarfi við EFTA og fyrir liggur að bæði Norðmenn og Svisslendingar hafa efasemdir um slík áform. Bæði er þau ríki sögð hafa áhyggjur af því Bretar myndu taka yfir forystuhlutverkið í samtökunum, auk þess sem spennan á milli Breta og ESB gæti skaðað farsælt samstarf EFTA og ESB.

Mestur áhugi á aðild Breta að EFTA er á Íslandi, að því er fram kemur í greininni, en tveir síðustu utanríkisráðherrar, Guðlaugur Þór Þórðarson og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hafa beinlínis hvatt Breta til að sækja um aðild að samtökunum. „Utanríkisráðherrann hefur lagt áherslu á þann möguleika að Ísland og önnur EFTA-ríki fylgi fordæmi Breta og geri fríverslunarsamninga við ríki vítt og breitt um heiminn. Mögulega gæti þetta leitt til betri viðskiptasamninga við Breta en þau [EFTA-ríkin] búa að núna,“ segja Baldur og Wivel.

Í greininni kemur fram að Bretar hafi í sögulegu samhengi verið hliðhollir smærri ríkjum innan ESB; greitt götu þeirra inn í sambandið, ekki síst við lok kalda stríðsins, og staðið með þeim í ýmsum málum, einkum gagnvart stóru ríkjunum tveimur, Frökkum og Þjóðverjum. „Smærri Evrópuríkin sáu Breta sem helsta talsmann frjálsra viðskipta, sem tryggði þeim nauðsynlegan aðgang að mörkuðum, þannig að þeirra litlu hagkerfi gætu vaxið, auk þess sem Bretar voru mikilvægur hlekkur í öryggis- og varnarkerfi sambandsins,“ segja Baldur og Wivel.

Nánar er fjallað um málið í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ræddu eflingu norræna velferðarkerfisins

17:23 Leiðtogar íhaldsflokka á Norðurlöndunum komu saman til fundar í Stokkhólmi í dag. Efling norræna velferðarkerfisins, endurbætur á norrænu samstarfi og efling þess, víðtækara og aukið samstarf við Eystrasaltsríkin, áhrif Brexit á samskipti Norðurlanda og Bretlands, auk helstu ógna sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir, var meðal þess sem rætt var á leiðtogafundinum. Meira »

Þjálfari ákærður fyrir kynferðisbrot

17:08 Karlmaður á Akureyri hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot í starfi sínu sem boccia-þjálfari, en málið hefur verið þrjá ár í rannsókn. Maðurinn var kærður til lögreglunnar fyrir að hafa brotið gegn þroskaskertri konu sem hann þjálfaði, en það var konan og móðir hennar sem kærðu manninn Meira »

Meta hæfi umsækjenda um stöðu aðstoðarseðlabankastjóra

17:04 Forsætisráðherra skipaði í dag þriggja manna hæfnisnefnd til að meta hæfni umsækjenda um embætti aðstoðarseðlabankastjóra. Meira »

Tóku ekki mið af íslenskum aðstæðum

16:20 „Ég hef fengið tölvupóst og símhringingar frá atvinnubílstjórum sem hafa verið á námskeiðum sem hafa verið haldin fimm helgar í röð. Hvert námskeið kostar um 20 þúsund krónur. Þetta var gert að lögum fyrir einhverjum árum, innleitt frá EES.“ Meira »

Leysa átti Sindra Þór úr haldi

15:54 „Viðkomandi maður mun ekki hafa verið álitinn hættulegur og því erfitt að sjá að þessi framgangur í málinu þjóni almannahagsmunum,“ sagði Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, á Alþingi í dag þar sem hann gagnrýndi vinnubrögð lögregluyfirvalda í tengslum við mál Sindra Þórs Stefánssonar. Meira »

Sömu inntökuskilyrði á Norðurlöndum

15:51 Menntamálaráðherrar Norðurlandanna undirrituðu í Stokkhólmi í dag framlengingu samnings um jafnan aðgang að háskólum um þrjú ár. Norðurlöndin skuldbinda sig til þess að veita umsækjendum sem búsettir eru á Norðurlöndunum inngöngu að opinberum menntastofnunum á háskólastigi með sömu skilyrðum. Meira »

Eva Björk oddviti sjálfstæðismanna

15:47 Eva Björk Harðardóttir verður oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestur-Skaftafellssýslu í sveitastjórnarkosningunum í vor. Samþykkti fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Vestur-Skaftafellssýslu framboðslistann einróma á fundi sínum. Meira »

Vilja gera sérstakan samning við kennara

15:50 Viðreisn ætlar að bregðast við flótta úr kennarastéttinni með því að gera sérstakan kjarasamning við kennara Reykjavíkurborgar. Þetta var meðal þess sem kom fram þegar stefna Viðreisnar í Reykjavík fyrir sveitastjórnarkosningar var kynnt í dag. Meira »

„Ég er að hugsa um börnin okkar“

15:45 „Ég kalla eftir því að við gerum eitthvað róttækt í máli unga fólksins, í máli fíklanna okkar, áður en við leggjumst á sólarströnd í sumarfrí,“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, á Alþingi í dag í umræðum um störf þingsins þar sem hún gerði að umtalsefni sínu málefni ungs fólks sem ættu við fíkniefnavanda að stríða. Meira »

Innbrotum í heimahús fækkar um 48%

15:23 Beiðnir um leit að týndum börnum hafa verið um 53% fleiri það sem af er þessu ári þegar miðað er við meðaltal á sama tímabili árin þrjú þar á undan. Tilkynningum um innbrot í heimahús fækkaði hins vegar um 48% milli mánaða. Meira »

Elding fékk Kuðunginn

15:12 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, veitti Eldingu hvalaskoðun verðlaunagripinn Kuðunginn í dag. Í tilkynningu frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu kemur fram að fyrirtækið hafi hlotið viðurkenninguna fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári. Meira »

Fengu styrk vegna vísindaverkefna

15:08 Brynja Ingadóttir hjúkrunarfræðingur og Einar Stefánsson læknir fengu eina og hálfa milljón króna hvort í styrk úr Minningargjafasjóði Landspítala Íslands fyrir vísindaverkefni sín. Styrkirnir voru afhentir á Vísindum á vordögum. Meira »

Mikið verk fyrir höndum í Perlunni

14:36 Slökkviliðsmenn vinna nú að frágangi í Perlunni eftir að eldur kom upp í húsinu síðdegis í gær. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði er mikið verk eftir óunnið. Meira »

„Komið að skuldadögum“

14:11 „Það hefur legið fyrir um árabil að höfuðborgin stendur veikast og nú er komið að skuldadögunum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kveðst vona að borgin fái sem mest af rýmunum 240 sem byggja á. Meira »

Aukin framlög vegna ástandsins í Sýrlandi

12:27 Ákveðið hefur verið að bæta 75 milljónum á næstu tveimur árum við framlög Íslands við þær 800 milljónir sem áður hafði verið heitið vegna ástandsins í Sýrlandi.Á fyrstu ráðstefnunni um málefni Sýrlands í fyrravor tilkynnti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra að árlegt framlag Íslands yrði 200 milljónir króna á ári fram til ársins 2020. Meira »

Streymi frá fundi Viðreisnar

14:25 Viðreisn í Reykja­vík kynn­ir stefnu­mál­in sín fyr­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar í Reykja­vík í höfuðstöðvum Viðreisnar, Ármúla 42, í dag. Meira »

Nafn mannsins sem lést í gær

12:58 Maðurinn sem lést á göngu í Heimakletti í Vestmannaeyjum í gær hét Sigurlás Þorleifsson. Hann var skólastjóri Grunnskóla Vestmannaeyja undanfarin fimm ár, en hafði starfað við skólann í fjöldamörg ár, bæði sem kennari og aðstoðarskólastjóri í Hamarsskóla. Meira »

Gerði athugasemd við handtöku Sindra

12:26 Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar í Hollandi, Michiel M. Kuyp, segir í samtali við mbl.is að Sindri vilji snúa aftur til Íslands og að hann gruni að íslenska lögreglan hafi ólöglega ellt hann uppi í Amsterdam. Meira »
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Viðeyjarbiblía 1841 til sölu
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, upplýsingar í síma 772-2990 eða á netfangið rz...
 
Til leigu nýtt 295 fm atvinnuhúsnæði
Til leigu
Til leigu NÝTT 295 fm atvinnuhúsnæði ...
Símaþjónusta
Önnur störf
Símaþjónusta sumarafleysing Óskað ...
Ráðstefna
Fundir - mannfagnaðir
Félag löggiltra endurskoðenda ENDURSK...
L helgafell 6018042519 iv/v lf.
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...