Isavia lítur málið alvarlegum augum

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir mál Jan Erik Messman, full­trúa á þjóðþingi Dan­merk­ur og í Norður­landaráði, sem seg­ir far­ir sín­ar ekki slétt­ar af sam­skipt­um við starfs­mann Kefla­vík­ur­flug­vall­ar, litið alvarlegum augum og verði tekið til skoðunar.

Messman, þingmaður danska Þjóðarflokksins, sem situr í utanríkismálanefnd danska þingsins og í Norðurlandaráði, seg­ir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag „óþægi­lega af­skipta­sam­an“ eft­ir­lits­mann við ör­ygg­is­leit hafa reiðst við sig og fram­kvæmt óþægi­lega leit eft­ir að öryggisshlið nam gervi­hné Jans Eriks, sem er úr málmi.

„Þar sem leit­in var óþægi­leg sagði ég aft­ur að það væri hnéð sem væri vanda­málið. Ég hef aldrei upp­lifað jafn óþægi­lega mann­eskju. Hann fór um buxn­a­streng­inn og leitaði í bux­un­um inn­an­verðum. Allt var skoðað,“ seg­ir í grein Jans Eriks, sem kveðst miður sín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert