Sendiráðið í Brussel verður styrkt

Evrópuþingið í Brussel.
Evrópuþingið í Brussel. mbl.is/Hjörtur J. Guðmundsson

Íslensk stjórnvöld áforma að styrkja starfsemi sendiráðs Íslands í Brussel. Segir í nýrri skýrslu utanríkisráðuneytisins um bætta framkvæmd EES-samningsins, að þörf sé á að fagráðuneytin eigi fulltrúa við sendiráðið á ný.

Í inngangi skýrslunnar segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, m.a. að margt hafi verið gert á undanförnum árum til að ráða bót á framkvæmd EES-samningsins hér á landi en gera megi betur. Því hafi hann látið taka saman frekari hugmyndir í því skyni að hægt verði að byggja á og liðka fyrir yfirstandandi starfi að umbótum á framkvæmd EES-samningsins. Þessar hugmyndir hafi þegar verið bornar upp til samþykktar í ríkisstjórn í samvinnu við forsætisráðuneytið.

Fram kemur í skýrslunni, að eftir að EES-samningurinn tók gildi á Íslandi 1. janúar 1994 höfðu flest ráðuneytin fulltrúa í sendiráðinu. Í sumum tilvikum starfaði einn fulltrúi á vegum tveggja ráðuneyta, en í öðrum tveir fulltrúar á vegum eins ráðuneytis. Haustið 2009, árið sem Ísland sótti um aðild að ESB, tók fulltrúum þessum að fækka og  nú séu einungis þrír fulltrúar fagráðuneyta við störf í sendiráðinu, frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og menntamálaráðuneyti. Þörf sé á að önnur ráðuneyti eigi fulltrúa við sendiráðið á ný. Einnig sé æskilegt að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti hafi tvo fulltrúa í sendiráðinu í stað eins, þar sem málefnasvið ráðuneytisins sé orðið umfangsmeira en svo að einn fulltrúi fái við það ráðið í Brussel. Loks væri vert að kanna hvort Alþingi gæti annast tengsl við Evrópuþingið og fylgst nánar með gerðum sem eru í mótun á vettvangi ESB, t.d. með því að hafa fulltrúa í sendiráðinu.

Segir í skýrslunni, að utanríkisráðuneytið, í samráði við forsætisráðuneytið, mun annast úthlutun fjár til að kosta stöður fagráðuneyta í Brussel. Ætlast sé til að mat verði lagt á störf fulltrúanna í Brussel ár hvert og komi það í hlut stýrihóps um framkvæmd EES-samningsins, undir forystu forsætisráðuneytisins, að hafa umsjón með því mati.

Ef reiknað sé með að fulltrúi dvelji í Brussel ásamt maka og tveimur börnum á skólaaldri, megi ætla að kostnaður við hvern og einn verði að óbreyttu um 27 milljónir króna á ári. Verði fulltrúum fjölgað um sex sé áætlaður heildarkostnaður um 162 milljónir  á ári. Þetta yrði hreinn viðbótarkostnaður ríkissjóðs, en við bætist síðan kostnaður, 81 milljón á ári, við stöður þeirra þriggja ráðuneyta sem fyrir eru og verði sá kostnaður fluttur af öðrum lið fjárlaga. 

Skýrsla utanríkisráðuneytisins um EES-samninginn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Bergþór fékk fyrsta laxinn

07:33 Bergþór Grétar Böðvarsson er Reykvíkingur ársins og það var hann sem landaði fyrsta laxinum í Elliðaánum í morgun.   Meira »

Bjartur dagur fram undan

06:54 Í dag er bjartur og fallegur dagur í vændum, þótt ekki verði mjög hlýtt þar sem vindur stendur af hafi og vegna þess hve kaldur sjórinn er hefur sjávarhitinn mikil áhrif á lofthitann. Spáð er allt að 16 stiga hita í dag en hlýjast verður á Suðurlandi. Meira »

Slasaðist á leið úr bíói

05:48 Kona var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans um klukkan 20 í gærkvöldi eftir að hafa dottið í tröppum þegar hún var að koma út úr Smárabíói. Meira »

HM eykur áhuga

05:30 Áhugi á Íslandi og íslenska landsliðinu í knattspyrnu hefur margfaldast eftir að heimsmeistaramótið í knattspyrnu fór af stað. Meira »

Efla flýr myglu á Höfðabakkanum

05:30 Á næstu mánuðum verður starfsemi verkfræðistofunnar Eflu flutt af Höfðabakka í Reykjavík, en í byggingunni þar hafa greinst rakaskemmdir og mygla, sem kallar á umfangsmiklar viðgerðir. Meira »

Eyjamenn geta fagnað rallinu í ár

05:30 Aukning í holuábúð lunda mælist í Vestmannaeyjum og víðar í kringum Suðurland. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýafstaðins lundaralls en því lauk í Eyjum sl. mánudag. Fækkun mælist á Vesturlandi en ekki er ljóst hvað veldur. Meira »

Þjóðverjar vilja íslenskt grænmeti

05:30 Varanleg áhrif af opnun verslunar Costco hér á landi á sölu á íslensku grænmeti eru takmörkuð. Þetta segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. Meira »

Leita upplýsinga og sjónarmiða RÚV

05:30 „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem keppinautar á auglýsingamarkaði kvarta yfir þátttöku RÚV á markaðnum. Það er búið að fjalla um það af hálfu stjórnvalda áður,“ segir Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Meira »

Staða kynjanna að jafnast

05:30 Kynjahlutfall í nefndum á vegum ráðuneytanna hefur aldrei verið jafnara, bæði hvað varðar hlutfall í nefndum skipuðum á starfsárinu 2017 og í öðrum starfandi nefndum árið 2017. Meira »

Málið á milli ríkisins og ganganna

05:30 „Í þessu tilviki er um að ræða málefni Vaðlaheiðarganga og íslenska ríkisins og það tengist okkur ekki.“ Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, spurður út í meinta skuld fyrirtækisins við Vaðlaheiðargöng hf. Meira »

Andlát: Poul Mohr, fv. ræðismaður í Færeyjum

05:30 Poul Mohr lést 16. júní síðastliðinn, 88 ára að aldri. Mohr var kjörræðismaður Íslands í Færeyjum í 22 ár, frá árinu 1985 allt til ársins 2007 þegar Ísland opnaði sendiskrifstofu í Þórshöfn. Meira »

Gekk örna sinna rétt hjá salerni

05:30 Enn virðist vera algengt að ferðamenn gangi örna sinna á almannafæri. Dóra Sigurðardóttir, bóndi á Vatnsdalshólum í Vatnsdal, Austur-Húnavatnssýslu, kom að ferðamanni, konu, að ganga örna sinna á túni skammt frá bæ Dóru á dögunum. Meira »

Eldur í ruslagámum í bílskýli við Laugaveg

00:17 Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í ruslagámum í bílskýli við Laugaveg 176 laust fyrir klukkan hálftólf í kvöld. Meira »

Telja endurskipun í stöðu framkvæmdastjóra LÍN ófaglega

00:04 Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) lýsa yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð mennta- og menningarmálaráðuneytis við endurskipun í embætti framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Meira »

Sólríkt í höfuðborginni á morgun

Í gær, 22:33 Heiðskírt verður á höfuðborgarsvæðinu mestan hluta morgundagsins og von er á fjölmörgum sólskinsstundum. „Ef þetta gengur allt eftir eins og við erum að vona þá léttir til seinni part nætur og verður orðið heiðskírt þegar fólk fer til vinnu [á morgun]. Það verður ágætlega bjart yfir á morgun, en svo er ballið búið,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Meira »

Heitar umræður í borgarstjórn

Í gær, 21:50 Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar var settur í dag klukkan tvö. Fyrir fundinum lágu 54 mál, mörg hver formsatriði. Dagur B. Eggertsson var endurkjörinn borgarstjóri, Dóra Björt Guðjónsdóttir forseti borgarstjórnar og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs í samræmi við meirihlutasáttmála Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna. Meira »

Páfagaukur eyðir nóttinni hjá lögreglu

Í gær, 21:33 Hópur erlendra ferðamanna sem voru staddir við höfnina á Húsavík í dag ráku upp stór augu þegar páfagaukur kom fljúgandi að þeim og tyllti sér á öxlina á einum ferðamanninum. Meira »

Tók HM-klippinguna alla leið

Í gær, 21:19 „Maður verður að taka þetta alla leið, það þýðir ekkert annað,“ segir Ýr Sigurðardóttir sem fór alla leið með HM-hárgreiðsluna í ár, en rakarinn hennar, Fabian á stofunni Jacas í Orlando í Bandaríkjunum, lét höfuð Ýrar líta út eins og fótbolta. Meira »

Draumurinn kviknaði við fermingu

Í gær, 20:49 Sesselja Borg, 19 ára gömul ballettdansmær, hlaut nýverið inngöngu á atvinnudansnámsbraut við hinn virta Joffrey ballettskóla í New York. Sesselja hefur dansað ballett frá þriggja ára aldri og hefur hún tvisvar sinnum verið valin til þess að keppa fyrir Íslands hönd í alþjóðlegri ballettkeppni. Meira »
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...