Sendiráðið í Brussel verður styrkt

Evrópuþingið í Brussel.
Evrópuþingið í Brussel. mbl.is/Hjörtur J. Guðmundsson

Íslensk stjórnvöld áforma að styrkja starfsemi sendiráðs Íslands í Brussel. Segir í nýrri skýrslu utanríkisráðuneytisins um bætta framkvæmd EES-samningsins, að þörf sé á að fagráðuneytin eigi fulltrúa við sendiráðið á ný.

Í inngangi skýrslunnar segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, m.a. að margt hafi verið gert á undanförnum árum til að ráða bót á framkvæmd EES-samningsins hér á landi en gera megi betur. Því hafi hann látið taka saman frekari hugmyndir í því skyni að hægt verði að byggja á og liðka fyrir yfirstandandi starfi að umbótum á framkvæmd EES-samningsins. Þessar hugmyndir hafi þegar verið bornar upp til samþykktar í ríkisstjórn í samvinnu við forsætisráðuneytið.

Fram kemur í skýrslunni, að eftir að EES-samningurinn tók gildi á Íslandi 1. janúar 1994 höfðu flest ráðuneytin fulltrúa í sendiráðinu. Í sumum tilvikum starfaði einn fulltrúi á vegum tveggja ráðuneyta, en í öðrum tveir fulltrúar á vegum eins ráðuneytis. Haustið 2009, árið sem Ísland sótti um aðild að ESB, tók fulltrúum þessum að fækka og  nú séu einungis þrír fulltrúar fagráðuneyta við störf í sendiráðinu, frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og menntamálaráðuneyti. Þörf sé á að önnur ráðuneyti eigi fulltrúa við sendiráðið á ný. Einnig sé æskilegt að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti hafi tvo fulltrúa í sendiráðinu í stað eins, þar sem málefnasvið ráðuneytisins sé orðið umfangsmeira en svo að einn fulltrúi fái við það ráðið í Brussel. Loks væri vert að kanna hvort Alþingi gæti annast tengsl við Evrópuþingið og fylgst nánar með gerðum sem eru í mótun á vettvangi ESB, t.d. með því að hafa fulltrúa í sendiráðinu.

Segir í skýrslunni, að utanríkisráðuneytið, í samráði við forsætisráðuneytið, mun annast úthlutun fjár til að kosta stöður fagráðuneyta í Brussel. Ætlast sé til að mat verði lagt á störf fulltrúanna í Brussel ár hvert og komi það í hlut stýrihóps um framkvæmd EES-samningsins, undir forystu forsætisráðuneytisins, að hafa umsjón með því mati.

Ef reiknað sé með að fulltrúi dvelji í Brussel ásamt maka og tveimur börnum á skólaaldri, megi ætla að kostnaður við hvern og einn verði að óbreyttu um 27 milljónir króna á ári. Verði fulltrúum fjölgað um sex sé áætlaður heildarkostnaður um 162 milljónir  á ári. Þetta yrði hreinn viðbótarkostnaður ríkissjóðs, en við bætist síðan kostnaður, 81 milljón á ári, við stöður þeirra þriggja ráðuneyta sem fyrir eru og verði sá kostnaður fluttur af öðrum lið fjárlaga. 

Skýrsla utanríkisráðuneytisins um EES-samninginn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Þvílíkur formaður!“

15:55 „[H]ann í alvöru skáldar upp sakir á félagsmann og síðan fær hann rekinn úr félaginu. Þvílíkur leiðtogi !! Þvílíkur formaður !!“ Þetta skrifar Heiðveig María Einarsdóttir, frambjóðandi til formanns Sjómannafélagsins, á Facebook-síðu framboðslista síns, og vísar til gjörða núverandi formanns, Jónasar Garðarssonar. Meira »

Báðar uppsagnirnar réttmætar

15:13 Uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, í haust var réttmæt. Það á sömuleiðis við um uppsögn Bjarna Más Júlíussonar, framkvæmdastjóra Orku nátúrunnar. Í úttektinni er að finna ábendingar um framkvæmd uppsagnanna og hvatt er til að skerpt verði á verkferlum. Meira »

Upptaka frá blaðamannafundi OR

15:02 Blaðamannafundi Orkuveitu Reykjavíkur þar sem niðurstaða út­tekt­ar innri end­ur­skoðunar á vinnustaðar­menn­ingu og til­tekn­um starfs­manna­mál­um er nú lokið. Fundurinn var í beinni útsendingu en sjá má upptöku frá fundinum í þessari frétt. Meira »

Frétti af fundinum í fjölmiðlum

14:38 Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem var sagt upp störf­um sem for­stöðumanni ein­stak­lings­markaðar Orku nátt­úr­unn­ar í haust, frétti af blaðamannafundi Orkuveitu Reykjavíkur, sem hefst klukkan 15 í dag, í fjölmiðlum. Meira »

Þriggja bíla árekstur á Vesturlandsvegi

14:19 Þriggja bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi til móts við Grjótháls rétt fyrir klukkan tvö í dag. Nokkrar tafir hafa orðið á umferð vegna slyssins. Meira »

Fimm nýir leikskólar og 750 fleiri pláss

14:08 Stefnt er að því að fjölga leikskólarýmum í Reykjavík um 700-750 á næstu fjórum til fimm árum og tryggja þannig öllum börnum 12 mánaða og eldri leikskólavist í borginni fyrir lok árs 2023. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu stýrihóps um að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Meira »

Aftanákeyrsla á Akureyri

13:56 Ökumaður fólksbíls var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri eftir að hann ók aftan á bíl ferðaþjónustu fatlaðra á Hlíðarbraut á Akureyri á öðrum tímanum í dag. Meira »

Krefst þess að Stundin biðjist afsökunar

13:34 Sendiherra Póllands á Íslandi segir frétt Stundarinnar, um að leiðtogar Póllands hafi marsérað um götur Varsjár í fjölmenngri göngu ásamt nýfasistum, sé móðgandi fyrir pólsku þjóðina. Meira »

500 þúsund vörur á Já.is

13:15 Allt vöruúrval íslenskra vefverslana er nú orðið aðgengilegt á nýjum vef Já.is sem settur var í loftið í dag. Þar má skoða yfir 500 þúsund vörur frá yfir 300 íslenskum vefverslunum og er markmiðið að auðvelda Íslendingum að gera góð kaup á netinu hjá íslenskum kaupmönnum. Meira »

Róðurinn í innanlandsfluginu þungur

13:01 Ásókn millilandaflugfélaganna í starfsfólk, gengi krónunnar og hækkandi olíuverð hefur komið niður á rekstri Flugfélagsins Ernis. Frá þessu er greint á ferðavefnum Túrista, sem segir farþegum í innanlandsflugi hafa farið fækkandi í ár. Meira »

Eldur um borð í báti í Hafnarfirði

12:56 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út fyrir skömmu vegna elds um borð í báti í Hafnarfjarðarhöfn. Tveir menn voru um borð þegar eldurinn kom upp. Meira »

Sagafilm hlýtur Hvatningaverðlaun jafnréttismála 2018

12:25 Ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra veitti Sagafilm Hvatningarverðlaun jafnréttismála árið 2018 á fundi um Jafnréttismál sem haldinn var í Háskóla Íslands í morgun. Meira »

Liðkar fyrir flugi til Asíu

11:55 Ákvörðun rússneskra stjórnvalda um að gera ekki lengur kröfu um að íslenskir flugrekendur sem vilja nota Síberíuflug­leiðina haldi jafn­framt uppi beinu áætl­un­ar­flugi til áfangastaðar í Rússlandi breytir engum áætlunum hjá Icelandair. Þetta segir upplýsingafulltrúi Icelandair. Ákvörðunin liðkar hins vegar fyrir áætlunarflugi til Asíu í nánustu framtíð. Meira »

Blaðamannafundur vegna OR-málsins

11:54 Orkuveita Reykjavíkur hefur boðað til blaðamannafundar í dag kl. 15:00 þar sem niðurstaða úttektar innri endurskoðunar á vinnustaðarmenningu og tilteknum starfsmannamálum verður kynnt. Meira »

Mánudags-Margeir gagnrýnir samfélagið

11:41 „Nú fyrir helgi var gefin út viðvörun til íslenskra foreldra í jólabókaflóðinu að þar leyndist stórhættulegur áróðurspési. Hann er skrifaður af konu sem áður var sveitaballadrottning. Í bókinni „Lára fer til læknis” er reynt að telja börnum undir grunnskólaaldri trú um að karlar séu læknar og konur séu hjúkrunarfræðingar.“ Meira »

Andri settur ríkislögmaður í bótanefndinni

11:32 Andri Árnason lögmaður hefur verið skipaður settur ríkislögmaður í bótamálum þeirra sem sýknaðir voru nú haust um aðild að hvarfi Guðmundar og Geirfinns Einarssona. Frá þessi er greint í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Skjánotkun barna er að verða vandamál

11:26 Skjánotkun barna er vaxandi vandamál í hinum vestræna heimi. Við höfum tilhneigingu til að vera alltaf með síma eða tölvur við hendina. Fólk horfir frekar á heiminn í gegnum skjái heldur en að eiga bein samskipti þar sem það horfist í augu og nú er svo komið að mörg börn geta ekki sest að matarborðinu án þess að hafa síma eða tölvu við hendina. Meira »

„Mælirinn er fullur“

11:25 Heiðveig María Einarsdóttir laug blygðunarlaust upp á Sjómannafélag Íslands, veitti félaginu högg neðan beltis og vó að heiðri og sæmd sjómanna. Þetta segir Jón Hafsteinn Ragnarsson, félagsmaður í Sjómannafélaginu og einn þeirra sem skipa trúnaðarmannaráðið sem vék Heiðveigu úr félaginu. Meira »

Niðurstöðurnar kynntar í dag

10:23 Niðurstöður innri endurskoðunar vegna úttektar á vinnustaðamenningu og einstökum starfsmannamálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur verða kynntar stjórum OR og Orku náttúrunnar í dag. Þær verða síðan gerðar opinberar. Meira »
Til sölu Musso Sport pallbíll árg.2004
Tilboð óskast í bílinn - gangfær en óskoðaður. Upplýsingar: 5531049 Ólafur Heið...
RAFVIRKI
ALHLIÐA RAFLAGNIR EKKERT VERKEFNI ER OF SMÁTT Haukur Emilsson Simi 853 1199...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...