Akureyri að stíga stórt skref

Á Akureyri er markvisst unnið að því að gera sveitarfélagið ...
Á Akureyri er markvisst unnið að því að gera sveitarfélagið barnvætt meðal annars með því að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, fyrst íslenskra sveitarfélaga. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Sveit­ar­fé­lög ann­ast stærst­an hluta þeirr­ar þjón­ustu sem hef­ur beina teng­ingu við dag­legt líf barna á Íslandi, leik- og grunn­skóla, fé­lagsþjón­ustu, barna­vernd­ar­mál, mál­efni ein­stak­linga með skerðingu o.s.frv. Ekkert þeirra hefur hingað til innleitt Barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna með markvissum hætti þrátt fyrir að hann hafi verið hafi verið lög­fest­ur hér á landi fyr­ir fimm árum. Nú stefnir í að Akureyrarbær verði fyrsta íslenska sveitarfélagið sem það gerir, segir Hjör­dís Eva Þórðardótt­ir, deildarstjóri innanlandsverkefna UNICEF á Íslandi.

Ef sveit­ar­fé­lög vinna ekki mark­visst með sátt­mál­ann og nota hann sem hag­nýtt verk­færi í þjón­ustu við börn og fjöl­skyld­ur verður seint hægt að segja að hann hafi raun­veru­legt gildi á Íslandi, seg­ir Hjör­dís en byrjað var að undirbúa íslenskt módel fyrir innleiðingu sáttmálans innan sveitarfélaga árið 2014.

Hjördís Eva Þórðardóttir, verkefnastýra innanlandsdeildar UNICEF á Íslandi.
Hjördís Eva Þórðardóttir, verkefnastýra innanlandsdeildar UNICEF á Íslandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Barna­rétt­ar­nefnd Sam­einuðu þjóðanna hef­ur eft­ir­lit með inn­leiðingu Barna­sátt­mál­ans og hafði gert ítrekaðar athugasemdir um að ekki væri verið að innleiða sáttmálann.

Á ekki bara að vera plagg upp á vegg

„Nefndin hefur ítrekað nefnt þetta við okkur og ekki síst bent á að sveitarfélögin eru lykilatriðið við innleiðingu sáttmálans. Ef það er ekki samband á milli stjórnvalda og sveitarfélaganna og þau eru ekki að vinna eftir honum þá verður sáttmálinn aldrei neitt annað en lagalegt plagg, skjal sem hangir upp á vegg.

Við hófumst því handa við að þróa aðferðarfræði og líkan sem í raun og veru myndi leiða sveitarfélög skref fyrir skref í gegnum þetta ferli. Settum upp vefinn Barnvæn sveitarfélög (barnvaensveitarfelog.is) þar sem sveitarfélög geta fundið sinn farveg og hvað þau þurfa að gera  til þess að uppfylla skilyrðin sem sett eru fyrir innleiðingunni,“ segir Hjördís.

Sáttmálinn er svo miklu meira en lögfesting

Hjördís segir að það gleymist oft og kannski sé ekki nægjanleg þekking á því en Barna­sátt­máli Sam­einuðu þjóðanna felur í sér miklu meira en lögfestingu.

„Hingað til hefur aðallega verið horft á lagalegu hliðina en sáttmálinn á sér fleiri hliðar. Til að mynda hver er pólitískur vilji á bak við það að uppfylla sáttmálann. Svo er það framkvæmdahliðin. Hvernig uppfyllum við sáttmálann og gerum hann að rauðum þræði í gegnum þætti stjórnsýslunnar sem koma að málefnum barna? Hvert er í raun viðhorf og sýn okkar á stöðu barna í samfélaginu?“ spyr Hjördís og segir að þetta endurspeglist meðal annars í því þegar við ræðum um kosningaaldur og fleiri mál tengd börnum.

„Hver er sýn okkar í raun og veru á að börn og ungmenni hafi raunverulega rödd í samfélaginu og stað til þess að tjá sig líkt og sáttmálinn kveður á um?“ segir hún.  

Vefurinn Barnvæn sveitarfélög er unninn í samstarfi við umboðsmann barna og þar er að finna allar upplýsingar um barnvæn sveitarfélög. Ef sveitarfélög hafa áhuga á að fara í formlegt ferli og fá viðurkenningu sem barnvænt samfélag geta þau fengið faglegan stuðning, úttekt hjá UNICEF á Íslandi.

Akureyri er fyrsta sveitarfélagið sem fer í þá vegferð með formlegum hætti og fékk UNICEF styrk frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga til þess að styðja Akureyri í þessari vegferð, segir Hjördís, en um tveggja til þriggja ára ferli að ræða.

Ferlið hefst á því að pólitísk ákvörðun um innleiðingu er tekin hjá sveitarstjórnum og er gerð krafa um að stuðningurinn sé þverpólitískur enda réttindi barna ekki eitthvað sem á að vera pólitískt bitbein. Hjördís segir að mikill pólitískur stuðningur sé á bak við verkefnið á Akureyri sem er galdurinn á bak við hversu vel gengur.

Unnið að því að brjóta veggi milli kerfa

Samfélagssvið Akureyrarbæjar hefur síðastliðin ár leitað leiða til þess að brjóta veggina á milli kerfanna sem koma að málefnum barna, þar var þegar kominn kjörinn farvegur fyrir verkefni eins og þetta, segir Hjördís.

„Vandamál sem við sjáum svo oft er hvað kerfin eru afmörkuð og vinna ekki alltaf nægjanlega saman. Á Akureyri er búið að finna leið til þess að láta kerfin mótast í kringum barnið sjálft og þarfir þess. Þetta er mjög áhugavert og vonandi taka fleiri sveitarfélög þetta verklag upp.

Við höfðum þennan grunn og þekkingu þegar við hófumst handa við verkefnið. En eitt af fyrstu verkefnunum tengdum innleiðingu sáttmálans á Akureyri var að kortleggja þarfir og réttindi barna með það að markmiði að búa til mælikvarða á velferð barna innan sveitarfélagsins. Sá mælikvarði byggir meðal annars á því að safna saman þeim tölfræðilegu gögnum sem voru til staðar um börn á Akureyri á einn stað. Við þetta var notuð vinna sem unnin var í tengslum við skýrslu UNICEF um stöðu barna á Íslandi á sínum tíma,“ segir Hjördís.

Meðal þess sem er gert er að leggja spurningalista fyrir ...
Meðal þess sem er gert er að leggja spurningalista fyrir alla nemendur í 4. til 10. bekk í grunnskólum sveitarfélagsins. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Annar þáttur í kortlagningunni hefur verið að halda stórþing fyrir börn í öllum skólum á Akureyri þarf sem börnin fengu tækifæri til að ræða um þau málefni er brenna á þeim. Út frá niðurstöðum þingsins voru búnir til rýnihópar þar sem kafað var dýpra ofan í skoðanir og upplifun barna sem tilheyra viðkvæmum hópum innan samfélagsins eða á málefni sem brunnu sérstaklega mikið á börnunum á ungmennaþinginu. Meðal annars hefur verið rætt við hóp barna sem er við það að falla út úr námi eða er fallinn út og börn af erlendum uppruna um það hvernig sé að búa á Akureyri. Einnig eru lagðir spurningalistar fyrir öll börn í 4.-10. bekk í sveitarfélaginu.

Nú er verið að vinna úr öllum þessum upplýsingum sem búið er að safna í kortlagningunni og munu niðurstöðurnar mynda grunninn að aðgerðaáætlun fyrir innleiðingu Barnasáttmálans innan sveitarfélagsins. 

Aðgerðaáætlunin á Akureyri er í vinnslu og því ekki komið á hreint hvernig hún mun líta út. En meðal þeirra atriða sem UNICEF gerir leggur mikið upp úr að séu í aðgerðaáætluninni er að skipaður sé sérstakur talsmaður fyrir réttindi barna í sveitarfélaginu, ekki ósvipað og umboðsmaður barna innan sveitarfélags. Jafnframt að til staðar séu skýrir verkferlar varðandi starfsemi ungmennaráðs og tengsl þess við stjórnsýslu sveitarfélagsins og að fjárhagsáætlun sé greind út frá barnvænum sjónarmiðum, segir Hjördís.

Hún segir jafnframt að UNICEF leggi áherslu á að sveitarfélagið tileinki sér ákveðið verklag þegar stærri ákvarðanir eru teknar sem hafa áhrif á börn innan sveitarfélagsins. Að farið sé í gegnum gæðamat sem tryggir það að þegar ákvörðun er tekin er verið að horfa til þeirra þátta sem Barnasáttmálinn kveði á um og að þetta vinnulag geri ráð fyrir í samráði við börn og ungmenni.

Þegar kemur að mannréttindum eiga börn sér engar skyldur.
Þegar kemur að mannréttindum eiga börn sér engar skyldur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þegar sveitarfélagið hefur gengið frá aðgerðaáætlun sinni og uppfyllt hana skilar það skýrslu til UNICEF á Íslandi. Ungmennaráðið skilar síðan sinni eigin skýrslu til þess að tryggja að þátt ungmenna í verkefninu. Enda ekki verið að innleiða sáttmálann ef börn og ungmenni eru ekki þátttakendur í því ferli. Þegar UNICEF hefur fengið skýrslurnar þá er komið að því að gera úttekt á öllu þessu starfi. Ef sveitarfélagið stenst þessa úttekt fær það viðurkenningu frá UNICEF á Íslandi til ákveðinna ára en síðan þarf að halda kortlagningu áfram því verkefni sem þetta á sér engan lokapunkt,“ segir Hjördís.

Hún vísar í orð Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttisráðherra, en líkt og hann hefur sagt skiptir hvert einasta barn miklu máli. „Með því að nota Barnasáttmálann erum við að gera stjórnsýsluna betri. Við erum að tryggja að það eru teknar betri ákvarðanir og erum að tryggja forgangsröðunina við viðkvæmustu hópana sem eiga sér ekki sterka málsvara í samfélaginu. Það sem gleymist oft er að ef börnin þekkja réttindi sín þá valdeflast þau og eru mun líklegri til að láta vita ef eitthvað er ekki eins og það á að vera.

Allt of algengt að talað sé um réttindi og skyldur en við megum aldrei gleyma því að þegar kemur að mannréttindum eiga börn sér engar skyldur. Þetta snýst um grundvallarmannréttindi og barn getur ekki gert neitt af sér til að missa réttindi sín til að búa við öryggi og vernd, lifa án ofbeldis eða ganga í skóla. Réttindin eru þeirra og það er aldrei hægt að taka af þau af þeim sama á hverju gengur,“ segir Hjördís Eva Þórðardótt­ir, verkefnastýra innanlandsdeildar UNICEF á Íslandi.

mbl.is

Innlent »

Bilun í ljósleiðara við Laugarvatn

10:40 Bilun er komin upp á ljósleiðara Mílu milli Seyðishóla og Laugarvatns. Bilanagreining stendur yfir en líklegt er talið að um slit á streng sé að ræða. Sigurrós Jónsdóttir hjá Mílu segir í samtali við mbl.is að bilunin hafi helst áhrif fyrir austan Laugavatn, í Skálholti og Úthlíð. Meira »

10 milljarða ónýttur persónuafsláttur

10:21 Tæplega helmingur heildarupphæðar ónýtts persónuafsláttar árin 2016 og 2017 kom frá einstaklingum í aldurshópnum sextán til tuttugu ára. Alls voru rúmlega fjórir og hálfur milljarðar afgangs hvort árið frá þessum aldurshópi einum og sér. Meira »

Hátíðarfundur Alþingis í beinni útsendingu

09:21 Í dag klukkan 14 hefst hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum. Sýnt verður beint frá fundinum í Ríkissjónvarpinu og hefst útsending klukkan 12.45, einnig er hægt að fylgjast með fundinum á vef Alþingis og sjónvarpsrás Alþingis. Meira »

Umferðarstjórnun á Þingvöllum

09:19 Vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum í dag, 18. júlí, verður umferð stýrt í og við þjóðgarðinn. Mun það hafa áhrif á akandi jafnt sem gangandi vegfarendur. Meira »

Fengu undanþágu frá yfirvinnubanni

09:05 Ein undanþága var fengin frá yfirvinnubanni ljósmæðra strax í nótt, á fyrstu klukkustundum yfirvinnubannsins. Þetta segir Hildur Sólveig Ragnarsdóttir ljósmóðir en hún var vaktstjóri á næturvaktinni. Meira »

Nýr þjálfari fíkniefnahunda

08:00 Nýr yfirhundaþjálfari fíkniefnahunda hér á landi hefur verið ráðinn til starfa. Þetta staðfestir Sigríður Á. Anderssen, dómsmálaráðherra, í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Samfelld rigning

06:53 Í kvöld mun byrja að rigna nokkuð samfellt um sunnan- og vestanvert landið. Hann mun hanga þurr norðaustan til að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Ðí Kommitments saman á ný

06:00 „Ég man að það var röð af Gauknum og alveg yfir á Dubliners,“ segir Ragnar Þór, betur þekktur sem formaður VR en í hlutverki trommarans í Ðí Kommitments að þessu sinni. Tilefni endurkomunnar eru minningar- og söfnunartónleikar þar sem safnað verður fyrir Hammond í Hörpu. Meira »

#Takk Heimir

06:00 Heimir Hallgrimsson hefur sagt skilið við karlalandsliðið í knattspyrnu. Við á K100 þökkum Heimi fyrir allt og rifjum upp þegar Karlakórinn Esja kom honum á óvart í Magasíninu í fyrra stuttu eftir að Heimir varð fimmtugur og ítarlegt viðtal sem Páll Magnússon tók við hann í þættinum Sprengisandi. Meira »

Eftirför í Grafarvogi

05:44 Er lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu reyndu að stöðva bíl við Langarima í Grafarvogi síðdegis í gær jók ökumaðurinn hraðann og hófst eftirför. Meira »

Á 160 km/klst. við Smáralind

05:40 Lögreglan stöðvaði bíl á Reykjanesbraut til móts við Smáralind um klukkan 1 í nótt. Hafði bíllinn mælst á 160 kílómetra hraða á klukkustund á vegi þar sem hámarkshraðinn er 80 km/klst. Meira »

Blásið til hátíðarfundar á Þingvöllum

05:30 Þess verður minnst í dag að 100 ár eru liðin frá því að samninganefndir Íslands og Danmerkur undirrituðu samninginn um sambandslögin sem tóku gildi 1. Meira »

Núpur enn óseldur

05:30 Ríkiskaup auglýstu í júlí í fyrra til sölu þrjár húseignir á Núpi í Dýrafirði. Hollvinir Núps hafa áhuga á að kaupa Gamla skóla. Meira »

Hættuástand á Landspítalanum

05:30 „Það er hættuástand á Landspítalanum og enn sem komið er hafa hlutirnir gengið upp með guðs hjálp, góðra manna, tilfærslum og mikilli vinnu,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti. Mikið ber í milli. Næsti fundur er boðaður á mánudag. Meira »

Yfirvinnubann ljósmæðra hafið

00:08 Yfirvinnubann ljósmæðra tók gildi nú á miðnætti en Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að hættuástand væri að skapast á spítalanum. Meira »

„Talsverð rigning“ annað kvöld

Í gær, 23:16 Veðurblíðan sem ríkt hefur á höfuðborgarsvæðinu í gær og dag er á enda, í bili að minnsta kosti. Veðurspár gera ráð fyrir hellirigningu á suðvesturhluta landsins síðdegis á morgun og annað kvöld. Meira »

Bústaður og bíll brunnu til kaldra kola

Í gær, 22:37 Sumarbústaður og bifreið í Tungunum á Suðurlandi brunnu til kaldra kola síðdegis í dag. Viðbragðsaðilum barst tilkynning vegna eldsvoðans um klukkan hálffimm í dag. Meira »

Útkall vegna fólksbíls í Krossá

Í gær, 22:09 Útkall barst lögreglunni á Hvolsvelli og björgunarsveitum á Suðurlandi rétt eftir klukkan sex í kvöld um fólksbíl sem hefði farið ofan í Krossá. Bíllinn, sem var ekki útbúinn fyrir slíkar torfærur, komst ekki langt yfir ána áður en hann byrjaði að fljóta með straumnum. Tveir erlendir ferðamenn voru í bílnum og sluppu þeir við meiðsli, segir varðstjóri lögreglunnar á Hvolsvelli. Meira »

Svæðið ekki lokað á hálendiskorti

Í gær, 21:11 Leiðin á milli Kerlingarfjalla og Setursins undir Hofsjökli var ekki merkt lokuð á hálendiskorti Vegagerðarinnar þegar tveir ökumenn festu jeppa sína utan vegar á svæðinu á sunnudag. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Almenn lögmannsráðgjöf JH lögmannsstofa
Almenn lögmannsráðgjöf JH lögmannsstofa, sími 5195880. Tölvupóstfang: jhlogmanns...
Rafstöðvar-Varaafl
Útvegum allar stærðir af rafstöðvum, frá Deutz/stamford Cummins Volvo Yanmar...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 6...