Akureyri að stíga stórt skref

Á Akureyri er markvisst unnið að því að gera sveitarfélagið ...
Á Akureyri er markvisst unnið að því að gera sveitarfélagið barnvætt meðal annars með því að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, fyrst íslenskra sveitarfélaga. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Sveit­ar­fé­lög ann­ast stærst­an hluta þeirr­ar þjón­ustu sem hef­ur beina teng­ingu við dag­legt líf barna á Íslandi, leik- og grunn­skóla, fé­lagsþjón­ustu, barna­vernd­ar­mál, mál­efni ein­stak­linga með skerðingu o.s.frv. Ekkert þeirra hefur hingað til innleitt Barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna með markvissum hætti þrátt fyrir að hann hafi verið hafi verið lög­fest­ur hér á landi fyr­ir fimm árum. Nú stefnir í að Akureyrarbær verði fyrsta íslenska sveitarfélagið sem það gerir, segir Hjör­dís Eva Þórðardótt­ir, deildarstjóri innanlandsverkefna UNICEF á Íslandi.

Ef sveit­ar­fé­lög vinna ekki mark­visst með sátt­mál­ann og nota hann sem hag­nýtt verk­færi í þjón­ustu við börn og fjöl­skyld­ur verður seint hægt að segja að hann hafi raun­veru­legt gildi á Íslandi, seg­ir Hjör­dís en byrjað var að undirbúa íslenskt módel fyrir innleiðingu sáttmálans innan sveitarfélaga árið 2014.

Hjördís Eva Þórðardóttir, verkefnastýra innanlandsdeildar UNICEF á Íslandi.
Hjördís Eva Þórðardóttir, verkefnastýra innanlandsdeildar UNICEF á Íslandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Barna­rétt­ar­nefnd Sam­einuðu þjóðanna hef­ur eft­ir­lit með inn­leiðingu Barna­sátt­mál­ans og hafði gert ítrekaðar athugasemdir um að ekki væri verið að innleiða sáttmálann.

Á ekki bara að vera plagg upp á vegg

„Nefndin hefur ítrekað nefnt þetta við okkur og ekki síst bent á að sveitarfélögin eru lykilatriðið við innleiðingu sáttmálans. Ef það er ekki samband á milli stjórnvalda og sveitarfélaganna og þau eru ekki að vinna eftir honum þá verður sáttmálinn aldrei neitt annað en lagalegt plagg, skjal sem hangir upp á vegg.

Við hófumst því handa við að þróa aðferðarfræði og líkan sem í raun og veru myndi leiða sveitarfélög skref fyrir skref í gegnum þetta ferli. Settum upp vefinn Barnvæn sveitarfélög (barnvaensveitarfelog.is) þar sem sveitarfélög geta fundið sinn farveg og hvað þau þurfa að gera  til þess að uppfylla skilyrðin sem sett eru fyrir innleiðingunni,“ segir Hjördís.

Sáttmálinn er svo miklu meira en lögfesting

Hjördís segir að það gleymist oft og kannski sé ekki nægjanleg þekking á því en Barna­sátt­máli Sam­einuðu þjóðanna felur í sér miklu meira en lögfestingu.

„Hingað til hefur aðallega verið horft á lagalegu hliðina en sáttmálinn á sér fleiri hliðar. Til að mynda hver er pólitískur vilji á bak við það að uppfylla sáttmálann. Svo er það framkvæmdahliðin. Hvernig uppfyllum við sáttmálann og gerum hann að rauðum þræði í gegnum þætti stjórnsýslunnar sem koma að málefnum barna? Hvert er í raun viðhorf og sýn okkar á stöðu barna í samfélaginu?“ spyr Hjördís og segir að þetta endurspeglist meðal annars í því þegar við ræðum um kosningaaldur og fleiri mál tengd börnum.

„Hver er sýn okkar í raun og veru á að börn og ungmenni hafi raunverulega rödd í samfélaginu og stað til þess að tjá sig líkt og sáttmálinn kveður á um?“ segir hún.  

Vefurinn Barnvæn sveitarfélög er unninn í samstarfi við umboðsmann barna og þar er að finna allar upplýsingar um barnvæn sveitarfélög. Ef sveitarfélög hafa áhuga á að fara í formlegt ferli og fá viðurkenningu sem barnvænt samfélag geta þau fengið faglegan stuðning, úttekt hjá UNICEF á Íslandi.

Akureyri er fyrsta sveitarfélagið sem fer í þá vegferð með formlegum hætti og fékk UNICEF styrk frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga til þess að styðja Akureyri í þessari vegferð, segir Hjördís, en um tveggja til þriggja ára ferli að ræða.

Ferlið hefst á því að pólitísk ákvörðun um innleiðingu er tekin hjá sveitarstjórnum og er gerð krafa um að stuðningurinn sé þverpólitískur enda réttindi barna ekki eitthvað sem á að vera pólitískt bitbein. Hjördís segir að mikill pólitískur stuðningur sé á bak við verkefnið á Akureyri sem er galdurinn á bak við hversu vel gengur.

Unnið að því að brjóta veggi milli kerfa

Samfélagssvið Akureyrarbæjar hefur síðastliðin ár leitað leiða til þess að brjóta veggina á milli kerfanna sem koma að málefnum barna, þar var þegar kominn kjörinn farvegur fyrir verkefni eins og þetta, segir Hjördís.

„Vandamál sem við sjáum svo oft er hvað kerfin eru afmörkuð og vinna ekki alltaf nægjanlega saman. Á Akureyri er búið að finna leið til þess að láta kerfin mótast í kringum barnið sjálft og þarfir þess. Þetta er mjög áhugavert og vonandi taka fleiri sveitarfélög þetta verklag upp.

Við höfðum þennan grunn og þekkingu þegar við hófumst handa við verkefnið. En eitt af fyrstu verkefnunum tengdum innleiðingu sáttmálans á Akureyri var að kortleggja þarfir og réttindi barna með það að markmiði að búa til mælikvarða á velferð barna innan sveitarfélagsins. Sá mælikvarði byggir meðal annars á því að safna saman þeim tölfræðilegu gögnum sem voru til staðar um börn á Akureyri á einn stað. Við þetta var notuð vinna sem unnin var í tengslum við skýrslu UNICEF um stöðu barna á Íslandi á sínum tíma,“ segir Hjördís.

Meðal þess sem er gert er að leggja spurningalista fyrir ...
Meðal þess sem er gert er að leggja spurningalista fyrir alla nemendur í 4. til 10. bekk í grunnskólum sveitarfélagsins. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Annar þáttur í kortlagningunni hefur verið að halda stórþing fyrir börn í öllum skólum á Akureyri þarf sem börnin fengu tækifæri til að ræða um þau málefni er brenna á þeim. Út frá niðurstöðum þingsins voru búnir til rýnihópar þar sem kafað var dýpra ofan í skoðanir og upplifun barna sem tilheyra viðkvæmum hópum innan samfélagsins eða á málefni sem brunnu sérstaklega mikið á börnunum á ungmennaþinginu. Meðal annars hefur verið rætt við hóp barna sem er við það að falla út úr námi eða er fallinn út og börn af erlendum uppruna um það hvernig sé að búa á Akureyri. Einnig eru lagðir spurningalistar fyrir öll börn í 4.-10. bekk í sveitarfélaginu.

Nú er verið að vinna úr öllum þessum upplýsingum sem búið er að safna í kortlagningunni og munu niðurstöðurnar mynda grunninn að aðgerðaáætlun fyrir innleiðingu Barnasáttmálans innan sveitarfélagsins. 

Aðgerðaáætlunin á Akureyri er í vinnslu og því ekki komið á hreint hvernig hún mun líta út. En meðal þeirra atriða sem UNICEF gerir leggur mikið upp úr að séu í aðgerðaáætluninni er að skipaður sé sérstakur talsmaður fyrir réttindi barna í sveitarfélaginu, ekki ósvipað og umboðsmaður barna innan sveitarfélags. Jafnframt að til staðar séu skýrir verkferlar varðandi starfsemi ungmennaráðs og tengsl þess við stjórnsýslu sveitarfélagsins og að fjárhagsáætlun sé greind út frá barnvænum sjónarmiðum, segir Hjördís.

Hún segir jafnframt að UNICEF leggi áherslu á að sveitarfélagið tileinki sér ákveðið verklag þegar stærri ákvarðanir eru teknar sem hafa áhrif á börn innan sveitarfélagsins. Að farið sé í gegnum gæðamat sem tryggir það að þegar ákvörðun er tekin er verið að horfa til þeirra þátta sem Barnasáttmálinn kveði á um og að þetta vinnulag geri ráð fyrir í samráði við börn og ungmenni.

Þegar kemur að mannréttindum eiga börn sér engar skyldur.
Þegar kemur að mannréttindum eiga börn sér engar skyldur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þegar sveitarfélagið hefur gengið frá aðgerðaáætlun sinni og uppfyllt hana skilar það skýrslu til UNICEF á Íslandi. Ungmennaráðið skilar síðan sinni eigin skýrslu til þess að tryggja að þátt ungmenna í verkefninu. Enda ekki verið að innleiða sáttmálann ef börn og ungmenni eru ekki þátttakendur í því ferli. Þegar UNICEF hefur fengið skýrslurnar þá er komið að því að gera úttekt á öllu þessu starfi. Ef sveitarfélagið stenst þessa úttekt fær það viðurkenningu frá UNICEF á Íslandi til ákveðinna ára en síðan þarf að halda kortlagningu áfram því verkefni sem þetta á sér engan lokapunkt,“ segir Hjördís.

Hún vísar í orð Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttisráðherra, en líkt og hann hefur sagt skiptir hvert einasta barn miklu máli. „Með því að nota Barnasáttmálann erum við að gera stjórnsýsluna betri. Við erum að tryggja að það eru teknar betri ákvarðanir og erum að tryggja forgangsröðunina við viðkvæmustu hópana sem eiga sér ekki sterka málsvara í samfélaginu. Það sem gleymist oft er að ef börnin þekkja réttindi sín þá valdeflast þau og eru mun líklegri til að láta vita ef eitthvað er ekki eins og það á að vera.

Allt of algengt að talað sé um réttindi og skyldur en við megum aldrei gleyma því að þegar kemur að mannréttindum eiga börn sér engar skyldur. Þetta snýst um grundvallarmannréttindi og barn getur ekki gert neitt af sér til að missa réttindi sín til að búa við öryggi og vernd, lifa án ofbeldis eða ganga í skóla. Réttindin eru þeirra og það er aldrei hægt að taka af þau af þeim sama á hverju gengur,“ segir Hjördís Eva Þórðardótt­ir, verkefnastýra innanlandsdeildar UNICEF á Íslandi.

mbl.is

Innlent »

Fjórtán verkefni tengd hjúkrunarrýmum

19:03 Alls eru fjórtán verkefni í farvatninu á vegum ríkisins tengd hjúkrunarrýmum og eru þau mislangt á veg komin. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 50 aldraðir liggja á bráðadeildum. Meira »

Báðir ökumenn fluttir á Landspítala

18:50 Ökumaður annars bílsins sem lenti í árekstri á Gaulverjabæjarvegi laust fyrir klukkan 17 í dag var fluttur á Landspítala með þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem lenti þar klukkan rúmlega 18 í kvöld. Meira »

50 hafi keypt vændi af fatlaðri konu

18:41 Grunsemdir eru uppi um að í kringum fimmtíu karlmenn hafi keypt vændi af fatlaðri konu á nokkurra mánaða tímabili. Konan hefur leitað til Bjarkarhlíðar, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Meira »

Sóttu svartfugl í jólamatinn

18:33 „Svartfuglinn er styggur og að skjóta hann er talsverð kúnst,“ segir Sævar Guðjónsson á Mjóeyri við Eskifjörð.   Meira »

Ómerktir ofnæmisvaldar í sósu

18:15 Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir eggjarauðum, sinnepi, hveiti og/eða selleríi við neyslu á „Ópal heitreyktum laxabita m/muldum pipar“ frá Ópal Sjávarfangi. Meira »

Nærri helmingur notar síma undir stýri

17:34 Hátt í helmingur landsmanna, 49%, segist hafa notað farsíma undir stýri fyrir símtöl með handfrjálsum búnaði á síðustu tólf mánuðum, en 34% segjast hafa talað í síma við akstur án handfrjáls búnaðar. Meira »

„Hafa enga skyldu til að mæta“

17:20 Miðflokkurinn segir að þeir þingmenn sem hafa verið boðaðir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi enga skyldu til að mæta. „Það er afar fátítt að þingnefndir séu notaðar í jafn augljósum pólitískum tilgangi og átti að gera. Slíkt á ekki að viðgangast.“ Meira »

Harður árekstur á Gaulverjabæjarvegi

17:03 Tveggja bíla árekstur varð á Gaulverjabæjarvegi skammt frá Hraunsá nú rétt fyrir kl 17. Slökkvilið, ásamt lögreglu og sjúkraflutningafólki, er á staðnum og unnið er að því að ná fólki út úr bílunum með klippum. Meira »

„Mig langar til að gera grín að þessu“

16:58 Kári Stefánsson lét ýmis stór orð falla á formlegri opnun jáeindaskanna á Landspítalanum í dag. Í viðtali við mbl.is ræddi hann svo meint afskiptaleysi „hrokafulls heilbrigðismálaráðherra.“ Meira »

Skorar á þingmenn að gefa jólabónusinn

16:22 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, skoraði á þingheim í dag að gefa jólabónus sinn til góðgerðamála og veifaði peningum í ræðustól Alþingis. Meira »

Dæmdir fyrir árás við Kiki

16:09 Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru í gær dæmdir í þriggja mánaða fangelsi hvor fyrir líkamsárásir á tvo dyraverði við skemmtistaðinn Kíkí í miðbæ Reykjavíkur. Eru þeir einnig fundnir sekir um að hafa ekki hlýtt fyrirmælum og að annar þeirra hafi bitið lögreglumann. Meira »

Jáeindaskanni loks formlega opnaður

15:55 Formleg opnun jáeindaskannans á Landspítalanum fór fram skömmu eftir hádegi í dag. Hann hefur verið í notkun síðan seint í sumar en er nú kominn á fullan skrið. Meira »

Dæmdur fyrir árás á barn

15:51 Karlmaður um þrítugt var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist gegn fimm ára barni í aftursæti bifreiðar við gatnamót Laugavegs og Snorrabrautar í nóvember í fyrra. Var maðurinn undir miklum áhrifum fíkniefna þegar brotið átti sér stað og sagðist ekkert muna eftir atvikinu. Meira »

„Þetta á ekki að vera svona“

15:38 „Hér er ég komin í dag til að vekja athygli á vandamáli sem hefur verið til staðar í mörg ár. Það er vandamál framhaldsskólanema af landsbyggðinni sem flytja á höfuðborgarsvæðið til að stunda nám,“ sagði Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir í jómfrúarræðu sinni á þingi. Meira »

„Mér blöskrar þetta framferði“

15:33 „Lesi maður blöðin eða veffjölmiðla í dag sér maður að fjórir þingmenn séu að stefna öryrkja,“ sagði Snæbjörn Brynjarsson undir liðnum störf þingsins á Alþingi. Ræddi hann þar um ákvörðun þingmanna Miðflokksins að senda Báru Halldórsdóttur bréf þar sem hún er boðuð til þinghalds í héraðsdómi. Meira »

Hjartað að hverfa vegna bráðnunar

14:47 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ávarpaði í dag loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fyrir Íslands hönd. Hann þakkaði IPCC fyrir skýrslu sína um loftslagsmál og lagði áherslu á að Ísland áliti hana mikilvægt leiðarljós í verkefninu sem fram undan væri. Meira »

„Hjákátlegt“ að vera boðuð til þinghalds

14:39 „Það var eiginlega bara svolítið hjákátlegt,“ segir Bára Halldórsdóttir um bréfið sem henni barst í gær þar sem hún er boðuð til þing­halds í Héraðsdómi Reykja­vík­ur vegna beiðni frá lög­manni fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna mögulegs einkamáls. Meira »

Björn Ingi nýr verkefnisstjóri almannavarna

14:01 Björn Ingi Jónsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri í almannavörnum hjá lögreglustjóranum á Suðurlandi og hefur störf um komandi áramót. Hann kemur í stað Víðis Reynissonar sem verið hefur í þessu starfi frá ársbyrjun 2016. Meira »

Fjórir mánuðir fyrir hótanir

13:54 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir hótanir og fíkniefnabrot. Þá voru gerð upptæk hjá honum tæplega 900 grömm af kannabisefnum og fjórar kannabisplöntur. Maðurinn játaði brot sín skýlaust, en hann hefur frá árinu 2013 fengið tvo dóma og verið sektaður sex sinnum fyrir fíkniefnatengd mál. Meira »
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Skápur til sölu.
Furuskápur hæð,2.m breidd 0,71meter. 6000.kr. uppl.8691204....
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...
Bækurnar að vestan slá í gegn!
Hvaða nýju bækur skyldu þetta nú vera? Brautryðjendur fyrir vestan, Að fortíð s...