Akureyri að stíga stórt skref

Á Akureyri er markvisst unnið að því að gera sveitarfélagið ...
Á Akureyri er markvisst unnið að því að gera sveitarfélagið barnvætt meðal annars með því að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, fyrst íslenskra sveitarfélaga. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Sveit­ar­fé­lög ann­ast stærst­an hluta þeirr­ar þjón­ustu sem hef­ur beina teng­ingu við dag­legt líf barna á Íslandi, leik- og grunn­skóla, fé­lagsþjón­ustu, barna­vernd­ar­mál, mál­efni ein­stak­linga með skerðingu o.s.frv. Ekkert þeirra hefur hingað til innleitt Barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna með markvissum hætti þrátt fyrir að hann hafi verið hafi verið lög­fest­ur hér á landi fyr­ir fimm árum. Nú stefnir í að Akureyrarbær verði fyrsta íslenska sveitarfélagið sem það gerir, segir Hjör­dís Eva Þórðardótt­ir, deildarstjóri innanlandsverkefna UNICEF á Íslandi.

Ef sveit­ar­fé­lög vinna ekki mark­visst með sátt­mál­ann og nota hann sem hag­nýtt verk­færi í þjón­ustu við börn og fjöl­skyld­ur verður seint hægt að segja að hann hafi raun­veru­legt gildi á Íslandi, seg­ir Hjör­dís en byrjað var að undirbúa íslenskt módel fyrir innleiðingu sáttmálans innan sveitarfélaga árið 2014.

Hjördís Eva Þórðardóttir, verkefnastýra innanlandsdeildar UNICEF á Íslandi.
Hjördís Eva Þórðardóttir, verkefnastýra innanlandsdeildar UNICEF á Íslandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Barna­rétt­ar­nefnd Sam­einuðu þjóðanna hef­ur eft­ir­lit með inn­leiðingu Barna­sátt­mál­ans og hafði gert ítrekaðar athugasemdir um að ekki væri verið að innleiða sáttmálann.

Á ekki bara að vera plagg upp á vegg

„Nefndin hefur ítrekað nefnt þetta við okkur og ekki síst bent á að sveitarfélögin eru lykilatriðið við innleiðingu sáttmálans. Ef það er ekki samband á milli stjórnvalda og sveitarfélaganna og þau eru ekki að vinna eftir honum þá verður sáttmálinn aldrei neitt annað en lagalegt plagg, skjal sem hangir upp á vegg.

Við hófumst því handa við að þróa aðferðarfræði og líkan sem í raun og veru myndi leiða sveitarfélög skref fyrir skref í gegnum þetta ferli. Settum upp vefinn Barnvæn sveitarfélög (barnvaensveitarfelog.is) þar sem sveitarfélög geta fundið sinn farveg og hvað þau þurfa að gera  til þess að uppfylla skilyrðin sem sett eru fyrir innleiðingunni,“ segir Hjördís.

Sáttmálinn er svo miklu meira en lögfesting

Hjördís segir að það gleymist oft og kannski sé ekki nægjanleg þekking á því en Barna­sátt­máli Sam­einuðu þjóðanna felur í sér miklu meira en lögfestingu.

„Hingað til hefur aðallega verið horft á lagalegu hliðina en sáttmálinn á sér fleiri hliðar. Til að mynda hver er pólitískur vilji á bak við það að uppfylla sáttmálann. Svo er það framkvæmdahliðin. Hvernig uppfyllum við sáttmálann og gerum hann að rauðum þræði í gegnum þætti stjórnsýslunnar sem koma að málefnum barna? Hvert er í raun viðhorf og sýn okkar á stöðu barna í samfélaginu?“ spyr Hjördís og segir að þetta endurspeglist meðal annars í því þegar við ræðum um kosningaaldur og fleiri mál tengd börnum.

„Hver er sýn okkar í raun og veru á að börn og ungmenni hafi raunverulega rödd í samfélaginu og stað til þess að tjá sig líkt og sáttmálinn kveður á um?“ segir hún.  

Vefurinn Barnvæn sveitarfélög er unninn í samstarfi við umboðsmann barna og þar er að finna allar upplýsingar um barnvæn sveitarfélög. Ef sveitarfélög hafa áhuga á að fara í formlegt ferli og fá viðurkenningu sem barnvænt samfélag geta þau fengið faglegan stuðning, úttekt hjá UNICEF á Íslandi.

Akureyri er fyrsta sveitarfélagið sem fer í þá vegferð með formlegum hætti og fékk UNICEF styrk frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga til þess að styðja Akureyri í þessari vegferð, segir Hjördís, en um tveggja til þriggja ára ferli að ræða.

Ferlið hefst á því að pólitísk ákvörðun um innleiðingu er tekin hjá sveitarstjórnum og er gerð krafa um að stuðningurinn sé þverpólitískur enda réttindi barna ekki eitthvað sem á að vera pólitískt bitbein. Hjördís segir að mikill pólitískur stuðningur sé á bak við verkefnið á Akureyri sem er galdurinn á bak við hversu vel gengur.

Unnið að því að brjóta veggi milli kerfa

Samfélagssvið Akureyrarbæjar hefur síðastliðin ár leitað leiða til þess að brjóta veggina á milli kerfanna sem koma að málefnum barna, þar var þegar kominn kjörinn farvegur fyrir verkefni eins og þetta, segir Hjördís.

„Vandamál sem við sjáum svo oft er hvað kerfin eru afmörkuð og vinna ekki alltaf nægjanlega saman. Á Akureyri er búið að finna leið til þess að láta kerfin mótast í kringum barnið sjálft og þarfir þess. Þetta er mjög áhugavert og vonandi taka fleiri sveitarfélög þetta verklag upp.

Við höfðum þennan grunn og þekkingu þegar við hófumst handa við verkefnið. En eitt af fyrstu verkefnunum tengdum innleiðingu sáttmálans á Akureyri var að kortleggja þarfir og réttindi barna með það að markmiði að búa til mælikvarða á velferð barna innan sveitarfélagsins. Sá mælikvarði byggir meðal annars á því að safna saman þeim tölfræðilegu gögnum sem voru til staðar um börn á Akureyri á einn stað. Við þetta var notuð vinna sem unnin var í tengslum við skýrslu UNICEF um stöðu barna á Íslandi á sínum tíma,“ segir Hjördís.

Meðal þess sem er gert er að leggja spurningalista fyrir ...
Meðal þess sem er gert er að leggja spurningalista fyrir alla nemendur í 4. til 10. bekk í grunnskólum sveitarfélagsins. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Annar þáttur í kortlagningunni hefur verið að halda stórþing fyrir börn í öllum skólum á Akureyri þarf sem börnin fengu tækifæri til að ræða um þau málefni er brenna á þeim. Út frá niðurstöðum þingsins voru búnir til rýnihópar þar sem kafað var dýpra ofan í skoðanir og upplifun barna sem tilheyra viðkvæmum hópum innan samfélagsins eða á málefni sem brunnu sérstaklega mikið á börnunum á ungmennaþinginu. Meðal annars hefur verið rætt við hóp barna sem er við það að falla út úr námi eða er fallinn út og börn af erlendum uppruna um það hvernig sé að búa á Akureyri. Einnig eru lagðir spurningalistar fyrir öll börn í 4.-10. bekk í sveitarfélaginu.

Nú er verið að vinna úr öllum þessum upplýsingum sem búið er að safna í kortlagningunni og munu niðurstöðurnar mynda grunninn að aðgerðaáætlun fyrir innleiðingu Barnasáttmálans innan sveitarfélagsins. 

Aðgerðaáætlunin á Akureyri er í vinnslu og því ekki komið á hreint hvernig hún mun líta út. En meðal þeirra atriða sem UNICEF gerir leggur mikið upp úr að séu í aðgerðaáætluninni er að skipaður sé sérstakur talsmaður fyrir réttindi barna í sveitarfélaginu, ekki ósvipað og umboðsmaður barna innan sveitarfélags. Jafnframt að til staðar séu skýrir verkferlar varðandi starfsemi ungmennaráðs og tengsl þess við stjórnsýslu sveitarfélagsins og að fjárhagsáætlun sé greind út frá barnvænum sjónarmiðum, segir Hjördís.

Hún segir jafnframt að UNICEF leggi áherslu á að sveitarfélagið tileinki sér ákveðið verklag þegar stærri ákvarðanir eru teknar sem hafa áhrif á börn innan sveitarfélagsins. Að farið sé í gegnum gæðamat sem tryggir það að þegar ákvörðun er tekin er verið að horfa til þeirra þátta sem Barnasáttmálinn kveði á um og að þetta vinnulag geri ráð fyrir í samráði við börn og ungmenni.

Þegar kemur að mannréttindum eiga börn sér engar skyldur.
Þegar kemur að mannréttindum eiga börn sér engar skyldur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þegar sveitarfélagið hefur gengið frá aðgerðaáætlun sinni og uppfyllt hana skilar það skýrslu til UNICEF á Íslandi. Ungmennaráðið skilar síðan sinni eigin skýrslu til þess að tryggja að þátt ungmenna í verkefninu. Enda ekki verið að innleiða sáttmálann ef börn og ungmenni eru ekki þátttakendur í því ferli. Þegar UNICEF hefur fengið skýrslurnar þá er komið að því að gera úttekt á öllu þessu starfi. Ef sveitarfélagið stenst þessa úttekt fær það viðurkenningu frá UNICEF á Íslandi til ákveðinna ára en síðan þarf að halda kortlagningu áfram því verkefni sem þetta á sér engan lokapunkt,“ segir Hjördís.

Hún vísar í orð Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttisráðherra, en líkt og hann hefur sagt skiptir hvert einasta barn miklu máli. „Með því að nota Barnasáttmálann erum við að gera stjórnsýsluna betri. Við erum að tryggja að það eru teknar betri ákvarðanir og erum að tryggja forgangsröðunina við viðkvæmustu hópana sem eiga sér ekki sterka málsvara í samfélaginu. Það sem gleymist oft er að ef börnin þekkja réttindi sín þá valdeflast þau og eru mun líklegri til að láta vita ef eitthvað er ekki eins og það á að vera.

Allt of algengt að talað sé um réttindi og skyldur en við megum aldrei gleyma því að þegar kemur að mannréttindum eiga börn sér engar skyldur. Þetta snýst um grundvallarmannréttindi og barn getur ekki gert neitt af sér til að missa réttindi sín til að búa við öryggi og vernd, lifa án ofbeldis eða ganga í skóla. Réttindin eru þeirra og það er aldrei hægt að taka af þau af þeim sama á hverju gengur,“ segir Hjördís Eva Þórðardótt­ir, verkefnastýra innanlandsdeildar UNICEF á Íslandi.

mbl.is

Innlent »

Flestir frá Filippseyjum

09:30 Útlendingum frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins sem hafa fengið útgefin atvinnuleyfi vegna sérfræðiþekkingar sinnar til starfa hér á landi, hefur fjölgað mikið á seinustu þremur til fjórum árum. Meira »

Árshátíð frestað vegna ráðherraafskipta

09:06 Árshátíð Stjórnarráðsins, sem fara átti fram 6. október, hefur verið frestað til vors eftir afskipti tveggja ráðherra. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag, sem segir nokkurrar óánægju gæta meðal starfsmanna vegna afskiptasemi ráðherranna. Meira »

Almenningur hvattur til að taka þátt

08:33 Vísinda- og tækniráð Íslands efnir til opins samráðs við almenning og hagsmunaaðila um skilgreiningu þeirra framtíðaráskorana sem vísindi og rannsóknir ættu markvisst að takast á við. Meira »

Hissa á sýndareftirliti bankanna

08:30 Reikningi í eigu Samtaka hernaðarandstæðinga var lokað hjá Arion banka vegna þess að afrit vantaði af persónuskilríkjum allra stjórnarmanna. Meira »

Rekstrarskilyrði í lyfjageira versnað

08:12 Íslensk þjónustufyrirtæki á heildsölumarkaði lyfja búa á margan hátt við erfið starfsskilyrði. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon vann að beiðni Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Meira »

Brýnt að ferðafólk kolefnisjafni

07:57 „Draumurinn er að koma þessu á markað erlendis og selja kolefnisjöfnunina bæði til einstaklinga og fyrirtækja,“ segir Arngrímur Viðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Landsskóga ehf. Meira »

Hætta á hvössum vindstrengjum við fjöll

07:41 Sunnan- og síðar suðvestanátt og rigning verður á landinu fyrri hluta dags í dag. Hvassast verður við ströndina. Búast má við hvössum vindstrengjum við fjöll. Gert er ráð fyrir mikilli rigningu á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið og er fólk hvatt til að hreinsa frá niðurföllum. Meira »

Ólíklegt að farið verði á túnfisk

07:37 Ólíklegt er að Vísir hf. í Grindavík geri út á túnfiskveiðar í haust, en skipið fékk leyfi til veiðanna frá sjávarútvegsráðuneytinu í sumar. Meira »

Ungt fólk undir of miklu álagi

07:12 Skólasálfræðingur MH segist vonast til þess að ekki verði hætt að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum en í vor lýkur tilraunaverkefni um þjónustuna. Alls leituðu 152 nem­end­ur til Bóas­ar síðasta vet­ur og ástæðurn­ar ýms­ar, svo sem kvíði og vanlíðan. Meira »

Stjórnarskrárvinnan gengur vel

05:30 Formenn stjórnmálaflokkanna með fulltrúa á Alþingi funduðu á föstudag vegna endurskoðunar á stjórnarskrá.  Meira »

Mikil aukning reiðufjár

05:30 Reiðufé í umferð utan Seðlabanka Íslands og innlánsstofnana jókst um 5,2 milljarða króna árið 2017 og nam alls um 60,3 milljörðum króna um síðustu áramót. Meira »

Hleypur á hundruðum milljóna

05:30 Rekja má stóran hluta af tapi Íslandspósts til niðurgreiðslna fyrirtækisins á erlendum póstsendingum en kostnaðurinn hleypur á hundruðum milljóna. Meira »

Vill „ofurbandalag“

05:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill láta á það reyna hvort ekki sé hægt að stofna til samstarfs á milli Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna fyrir komandi kjaraviðræður sem hefjast í vetur. Meira »

Rukkaðir um tæp tvö og sex þúsund

05:30 „Það má gera ráð fyrir því að bílar sem vega yfir þrjú og hálft tonn verði rukkaðir um allt að sex þúsund krónur en bílar sem vega minna verði rukkaðir um tæplega tvö þúsund krónur,“ segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. Meira »

Segir einkabílinn ekki menga mikið

05:30 Útblástur frá einkabílum er aðeins 3-5% af þeirri mengun á Íslandi sem sporna verður gegn vegna loftslagsvanda. Mun meiri mengun stafar frá öðrum samgöngukostum. Meira »

WOW nýtir eldsneyti betur en Icelandair

Í gær, 22:59 Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar á vegum samtakanna ICCT þar sem lagt var mat á hvaða flugfélög nýta þotueldsneytið best miðað við fjölda farþega og fluglengd, í flugi á milli Evrópu og Norður-Ameríku, er flugfélagið WOW air öðru sæti á eftir Norwegian. En WOW er með þrettán prósent lakari nýtingu en norska flugfélagið. Meira »

Fór hringinn um Ísland á rafhjóli

Í gær, 22:46 „Ferðin og upplifunin var gríðarlega áhugaverð og einstök fyrir mig enda kem ég frá Indlandi þar sem aðstæður og veðrið er gjörólíkt. Veðrið á Íslandi er óútreiknanlegt og olli mér áhyggjum, sérstaklega vindurinn,“ segir Sushil Reddy, stofnandi Sun Pedal Ride, í samtali við mbl.is. Meira »

Ósátt við rangar fréttir af Kötlugosi

Í gær, 22:36 Eldfjallafræðingur sem gerði rannsóknir á útstreymi koltvísýring frá Kötlu, ásamt fleiri vísindamönnum, og ritaði grein um niðurstöðurnar í tímaritinu Geophysical Research Letters, er mjög ósáttur við grein um eldfjallið sem birtist í Sunday Times. Fyrirsögn greinarinnar er „Íslenskur risi að því kominn að gjósa“. Meira »

Drógu vélarvana skemmtibát í land

Í gær, 21:58 Í kvöld barst neyðarkall frá vélavana skemmtibáti í Eyjafirði og fór hópur frá björgunarsveitinni Ægi í Grenivík á staðinn. Tóku þeir bátinn í tog og drógu hann til hafnar á Svalbarðseyri þar sem honum var komið upp á land. Meira »
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
3 manna Infrarauður Saunaklefi www.egat.is/infraredsauna.html
Verð: 289.000 Tilboð 259.000 ef greitt er inn á 30.000 í sept ( kemur eftir cirk...
Hjálp við að hætta að reykja
Hjálp óskast við að hætta að reykja....