Akureyri að stíga stórt skref

Á Akureyri er markvisst unnið að því að gera sveitarfélagið ...
Á Akureyri er markvisst unnið að því að gera sveitarfélagið barnvætt meðal annars með því að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, fyrst íslenskra sveitarfélaga. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Sveit­ar­fé­lög ann­ast stærst­an hluta þeirr­ar þjón­ustu sem hef­ur beina teng­ingu við dag­legt líf barna á Íslandi, leik- og grunn­skóla, fé­lagsþjón­ustu, barna­vernd­ar­mál, mál­efni ein­stak­linga með skerðingu o.s.frv. Ekkert þeirra hefur hingað til innleitt Barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna með markvissum hætti þrátt fyrir að hann hafi verið hafi verið lög­fest­ur hér á landi fyr­ir fimm árum. Nú stefnir í að Akureyrarbær verði fyrsta íslenska sveitarfélagið sem það gerir, segir Hjör­dís Eva Þórðardótt­ir, deildarstjóri innanlandsverkefna UNICEF á Íslandi.

Ef sveit­ar­fé­lög vinna ekki mark­visst með sátt­mál­ann og nota hann sem hag­nýtt verk­færi í þjón­ustu við börn og fjöl­skyld­ur verður seint hægt að segja að hann hafi raun­veru­legt gildi á Íslandi, seg­ir Hjör­dís en byrjað var að undirbúa íslenskt módel fyrir innleiðingu sáttmálans innan sveitarfélaga árið 2014.

Hjördís Eva Þórðardóttir, verkefnastýra innanlandsdeildar UNICEF á Íslandi.
Hjördís Eva Þórðardóttir, verkefnastýra innanlandsdeildar UNICEF á Íslandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Barna­rétt­ar­nefnd Sam­einuðu þjóðanna hef­ur eft­ir­lit með inn­leiðingu Barna­sátt­mál­ans og hafði gert ítrekaðar athugasemdir um að ekki væri verið að innleiða sáttmálann.

Á ekki bara að vera plagg upp á vegg

„Nefndin hefur ítrekað nefnt þetta við okkur og ekki síst bent á að sveitarfélögin eru lykilatriðið við innleiðingu sáttmálans. Ef það er ekki samband á milli stjórnvalda og sveitarfélaganna og þau eru ekki að vinna eftir honum þá verður sáttmálinn aldrei neitt annað en lagalegt plagg, skjal sem hangir upp á vegg.

Við hófumst því handa við að þróa aðferðarfræði og líkan sem í raun og veru myndi leiða sveitarfélög skref fyrir skref í gegnum þetta ferli. Settum upp vefinn Barnvæn sveitarfélög (barnvaensveitarfelog.is) þar sem sveitarfélög geta fundið sinn farveg og hvað þau þurfa að gera  til þess að uppfylla skilyrðin sem sett eru fyrir innleiðingunni,“ segir Hjördís.

Sáttmálinn er svo miklu meira en lögfesting

Hjördís segir að það gleymist oft og kannski sé ekki nægjanleg þekking á því en Barna­sátt­máli Sam­einuðu þjóðanna felur í sér miklu meira en lögfestingu.

„Hingað til hefur aðallega verið horft á lagalegu hliðina en sáttmálinn á sér fleiri hliðar. Til að mynda hver er pólitískur vilji á bak við það að uppfylla sáttmálann. Svo er það framkvæmdahliðin. Hvernig uppfyllum við sáttmálann og gerum hann að rauðum þræði í gegnum þætti stjórnsýslunnar sem koma að málefnum barna? Hvert er í raun viðhorf og sýn okkar á stöðu barna í samfélaginu?“ spyr Hjördís og segir að þetta endurspeglist meðal annars í því þegar við ræðum um kosningaaldur og fleiri mál tengd börnum.

„Hver er sýn okkar í raun og veru á að börn og ungmenni hafi raunverulega rödd í samfélaginu og stað til þess að tjá sig líkt og sáttmálinn kveður á um?“ segir hún.  

Vefurinn Barnvæn sveitarfélög er unninn í samstarfi við umboðsmann barna og þar er að finna allar upplýsingar um barnvæn sveitarfélög. Ef sveitarfélög hafa áhuga á að fara í formlegt ferli og fá viðurkenningu sem barnvænt samfélag geta þau fengið faglegan stuðning, úttekt hjá UNICEF á Íslandi.

Akureyri er fyrsta sveitarfélagið sem fer í þá vegferð með formlegum hætti og fékk UNICEF styrk frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga til þess að styðja Akureyri í þessari vegferð, segir Hjördís, en um tveggja til þriggja ára ferli að ræða.

Ferlið hefst á því að pólitísk ákvörðun um innleiðingu er tekin hjá sveitarstjórnum og er gerð krafa um að stuðningurinn sé þverpólitískur enda réttindi barna ekki eitthvað sem á að vera pólitískt bitbein. Hjördís segir að mikill pólitískur stuðningur sé á bak við verkefnið á Akureyri sem er galdurinn á bak við hversu vel gengur.

Unnið að því að brjóta veggi milli kerfa

Samfélagssvið Akureyrarbæjar hefur síðastliðin ár leitað leiða til þess að brjóta veggina á milli kerfanna sem koma að málefnum barna, þar var þegar kominn kjörinn farvegur fyrir verkefni eins og þetta, segir Hjördís.

„Vandamál sem við sjáum svo oft er hvað kerfin eru afmörkuð og vinna ekki alltaf nægjanlega saman. Á Akureyri er búið að finna leið til þess að láta kerfin mótast í kringum barnið sjálft og þarfir þess. Þetta er mjög áhugavert og vonandi taka fleiri sveitarfélög þetta verklag upp.

Við höfðum þennan grunn og þekkingu þegar við hófumst handa við verkefnið. En eitt af fyrstu verkefnunum tengdum innleiðingu sáttmálans á Akureyri var að kortleggja þarfir og réttindi barna með það að markmiði að búa til mælikvarða á velferð barna innan sveitarfélagsins. Sá mælikvarði byggir meðal annars á því að safna saman þeim tölfræðilegu gögnum sem voru til staðar um börn á Akureyri á einn stað. Við þetta var notuð vinna sem unnin var í tengslum við skýrslu UNICEF um stöðu barna á Íslandi á sínum tíma,“ segir Hjördís.

Meðal þess sem er gert er að leggja spurningalista fyrir ...
Meðal þess sem er gert er að leggja spurningalista fyrir alla nemendur í 4. til 10. bekk í grunnskólum sveitarfélagsins. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Annar þáttur í kortlagningunni hefur verið að halda stórþing fyrir börn í öllum skólum á Akureyri þarf sem börnin fengu tækifæri til að ræða um þau málefni er brenna á þeim. Út frá niðurstöðum þingsins voru búnir til rýnihópar þar sem kafað var dýpra ofan í skoðanir og upplifun barna sem tilheyra viðkvæmum hópum innan samfélagsins eða á málefni sem brunnu sérstaklega mikið á börnunum á ungmennaþinginu. Meðal annars hefur verið rætt við hóp barna sem er við það að falla út úr námi eða er fallinn út og börn af erlendum uppruna um það hvernig sé að búa á Akureyri. Einnig eru lagðir spurningalistar fyrir öll börn í 4.-10. bekk í sveitarfélaginu.

Nú er verið að vinna úr öllum þessum upplýsingum sem búið er að safna í kortlagningunni og munu niðurstöðurnar mynda grunninn að aðgerðaáætlun fyrir innleiðingu Barnasáttmálans innan sveitarfélagsins. 

Aðgerðaáætlunin á Akureyri er í vinnslu og því ekki komið á hreint hvernig hún mun líta út. En meðal þeirra atriða sem UNICEF gerir leggur mikið upp úr að séu í aðgerðaáætluninni er að skipaður sé sérstakur talsmaður fyrir réttindi barna í sveitarfélaginu, ekki ósvipað og umboðsmaður barna innan sveitarfélags. Jafnframt að til staðar séu skýrir verkferlar varðandi starfsemi ungmennaráðs og tengsl þess við stjórnsýslu sveitarfélagsins og að fjárhagsáætlun sé greind út frá barnvænum sjónarmiðum, segir Hjördís.

Hún segir jafnframt að UNICEF leggi áherslu á að sveitarfélagið tileinki sér ákveðið verklag þegar stærri ákvarðanir eru teknar sem hafa áhrif á börn innan sveitarfélagsins. Að farið sé í gegnum gæðamat sem tryggir það að þegar ákvörðun er tekin er verið að horfa til þeirra þátta sem Barnasáttmálinn kveði á um og að þetta vinnulag geri ráð fyrir í samráði við börn og ungmenni.

Þegar kemur að mannréttindum eiga börn sér engar skyldur.
Þegar kemur að mannréttindum eiga börn sér engar skyldur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þegar sveitarfélagið hefur gengið frá aðgerðaáætlun sinni og uppfyllt hana skilar það skýrslu til UNICEF á Íslandi. Ungmennaráðið skilar síðan sinni eigin skýrslu til þess að tryggja að þátt ungmenna í verkefninu. Enda ekki verið að innleiða sáttmálann ef börn og ungmenni eru ekki þátttakendur í því ferli. Þegar UNICEF hefur fengið skýrslurnar þá er komið að því að gera úttekt á öllu þessu starfi. Ef sveitarfélagið stenst þessa úttekt fær það viðurkenningu frá UNICEF á Íslandi til ákveðinna ára en síðan þarf að halda kortlagningu áfram því verkefni sem þetta á sér engan lokapunkt,“ segir Hjördís.

Hún vísar í orð Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttisráðherra, en líkt og hann hefur sagt skiptir hvert einasta barn miklu máli. „Með því að nota Barnasáttmálann erum við að gera stjórnsýsluna betri. Við erum að tryggja að það eru teknar betri ákvarðanir og erum að tryggja forgangsröðunina við viðkvæmustu hópana sem eiga sér ekki sterka málsvara í samfélaginu. Það sem gleymist oft er að ef börnin þekkja réttindi sín þá valdeflast þau og eru mun líklegri til að láta vita ef eitthvað er ekki eins og það á að vera.

Allt of algengt að talað sé um réttindi og skyldur en við megum aldrei gleyma því að þegar kemur að mannréttindum eiga börn sér engar skyldur. Þetta snýst um grundvallarmannréttindi og barn getur ekki gert neitt af sér til að missa réttindi sín til að búa við öryggi og vernd, lifa án ofbeldis eða ganga í skóla. Réttindin eru þeirra og það er aldrei hægt að taka af þau af þeim sama á hverju gengur,“ segir Hjördís Eva Þórðardótt­ir, verkefnastýra innanlandsdeildar UNICEF á Íslandi.

mbl.is

Innlent »

Ísafjarðarbær í undanúrslit

Í gær, 21:23 Ísafjarðarbær bar sigurorð af Grindavíkurbæ í spurningaþættinum Útsvari í Sjónvarpinu í kvöld með 50 stigum gegn 35. Þetta var síðasta viðureignin í átta liða úrslitum keppninnar. Meira »

Þrír unnu 65 milljónir í EuroJackpot

Í gær, 21:11 Fyrsti vinningur gekk ekki út þegar dregið var út í EuroJackpot í kvöld og flyst vinningsupphæðin, sem var rúmlega 4,1 milljarður, yfir á fyrsta vinning í næstu viku. Meira »

Framboðslisti Alþýðufylkingar kynntur

Í gær, 20:09 Framboðslisti Alþýðufylkingarinnar til borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík í vor var kynntur í Friðarhúsi við Njálsgötu í morgun. Meira »

Fjármálaráðherrar ræddu EES-samninginn

Í gær, 19:52 Fjármálaráðherra Noregs, Siv Jensen, segist sýna því fullan skilning að Ísland þurfi í sumum tilvikum að óska eftir aðlögun vegna regluverks Evrópusambandsins áður en það er tekið upp í EES-samninginn. Meira »

Þakkar pípu og ákavíti langlífið

Í gær, 19:45 „Hann er orðinn 103 ára en ern og á róli. Reykir pípu og fær sér viskí og ákavíti. Segir það halda sér heilbrigðum og harðneitar að taka öll lyf sem honum eru rétt.“ Meira »

Olla er hestaamman mín

Í gær, 19:35 „Ég vil leggja allt í að komast vel frá því sem ég geri. Ná því besta sem hægt er út úr hrossinu,“ segir Gunnhildur Birna Björnsdóttir, nemandi á Hvanneyri, sem vann Morgunblaðsskeifuna í ár. Verðlaunin eru veitt á skeifudegi Landbúnaðarháskóla Íslands og Hestamannafélagsins Grana á Hvanneyri en skeifudagurinn er ávallt sumardagurinn fyrsti. Meira »

Nýr íbúðakjarni afhentur velferðarsviði

Í gær, 18:32 Nýr íbúðakjarni í Kambavaði var formlega afhentur velferðarsviði Reykjavíkurborgar í dag en kjarninn er sérhannaður fyrir einstaklinga með þroskahömlun og skyldar raskanir. Meira »

Hefði átt að vera frjáls ferða sinna

Í gær, 19:30 Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni á þriðjudag, hefði átt að vera frjáls ferða sinn eftir að gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum rann út vegna þess að hann var ekki handtekinn að nýju. Meira »

Eldsupptök í rafmagnstenglum

Í gær, 18:20 Eldsupptök eldsvoðans í Miðhrauni í Garðabæ voru í rafmagnstenglum neðan við rafmagnstöflu á brunavegg í miðrými húsnæðis Icewear. Þetta kemur fram í bráðbirgðaniðurstöðu rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á eldsupptökum í iðnaðarhúsnæðinu. Meira »

Maður verður aldrei of gamall fyrir skotfimi

Í gær, 18:18 Skotfimiiðkendur í röðum Keflavíkur iða nú í skinninu yfir að komast á útisvæði félagsins í Reykjanesbæ. Þar eru notuð púðurskot úr haglabyssum, skammbyssum og rifflum. Margir Íslandsmeistarar í greininni eru úr Keflavík og boðið er upp á skotfimi sem val fyrir nemendur í 9. bekk í Holtaskóla. Meira »

Fjölskyldufaðir á flótta

Í gær, 17:50 „Hann verður að gefa sig fram. Annars stendur það sem hefur verið ákveðið nú þegar,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um strokufangann Sindra Þór Stefánsson sem strauk úr fangelsinu á Sogni aðfaranótt þriðjudags. Meira »

Villti á sér heimildir á vettvangi

Í gær, 17:40 Landsréttur hefur þyngt dóm Héraðsdóms Norðurlands vestra yfir konu sem var sakfelld fyrir rangar sakargiftir en sýknuð af ákæru um brot gegn umferðarlögum eftir umferðarslys sem varð skammt frá Laugarbakka í Miðfirði árið 2016. Meira »

Samskiptasáttmáli kynntur 16. maí

Í gær, 17:25 Samskiptasáttmáli Landspítala verður kynntur 16. maí á ársfundi spítalans. Innleiðing sáttmálans hefst í haust.  Meira »

Systir smyglara fær lægri bætur

Í gær, 16:26 Hæstiréttur Íslands hefur lækkað miskabætur til konu sem krafðist bóta vegna hlerunar sem hafði verið framkvæmd á heimili hennar í þágu rannsóknar sakamáls. Meira »

Lenti á bifreið úr gagnstæðri átt

Í gær, 15:45 Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands frá árinu 2016 um að kona skuli greiða 150 þúsund króna sekt fyrir að hafa ekið bifreið án aðgæslu og of hratt með þeim afleiðingum að hún missti stjórn á bifreiðinni og lenti á bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Meira »

Anna leiðir Sjálfstæðismenn á Fljótsdalshéraði

Í gær, 16:27 Anna Alexandersdóttir, forseti bæjarstjórnar, leiðir lista Sjálfstæðismanna og óháðra á Fljótsdalshéraði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Listinn hlaut samþykki fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Fljótsdalshéraði í gær, sumardaginnfyrsta. Meira »

Útbjó ólögleg eintök af Biggest Loser

Í gær, 16:20 Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness frá síðasta ári um að karlmaður sæti 30 daga skilorðsbundnu fangelsi fyrir að hafa árið 2014 gert ólögmæt eintök af höfundarréttarvörðu efni og birt hópi fólks á netinu án heimildar frá rétthöfum. Meira »

Hálendisgarður sterk skilaboð til heimsins

Í gær, 15:26 Umhverfisráðherra skipaði í dag þverpólítíska nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Nefndinni er m.a. ætlað að skilgreina mörk þjóðgarðsins og setja fram áherslur um skiptingu landssvæða innan hans í verndarflokka. Meira »
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...
Stórar kjarrivaxnar útsýnislóðir
í skjólgóðri hlíð mót suðri í Hvalfirði, 55 km frá Rvík. Frábært útsýni. Heitt v...
 
Aðalsafnaðarfundur aðalsafnaðarfundur g
Fundir - mannfagnaðir
Aðalsafnaðarfundur Aðalsafnaðarfundur...
Menning
Listir
Musicians The Akureyri Culture Society ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl. 9 og f...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...