Braust inn á skemmtistað eftir lokun

mbl.is/Hjörtur

Ölvaður ferðamaður ferðamaður braust inn á skemmtistað eftir lokun í nótt en hann taldi sig hafa skilið einhverja muni eftir þar inni. Var hann handtekinn í kringum sex í morgun og færður í fangageymslur þar sem hann svaf úr sér. Þegar víman var runnin af manninum fékk hann tækifæri til þess að borga tjónið.  Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu.

Þá var tilkynnt um tvo skuggalega menn í Vesturbæ Reykjavíkur á sjötta tímanum. Voru þeir að laumast um og kíkja á glugga og leita að einhverju fémætu. Lögreglumenn fundu þá og handtóku. Annar þeirra var með fíkniefni á sér og var þeim sleppt eftir skýrslutöku.

Á sjötta tímanum var einnig tilkynnt um tvo menn að brjótast inn í tölvuverslun. Voru þeir handteknir með þýfi og verkfæri. Eru þeir enn í vörslu lögreglu, en verið er að fara yfir fyrri mál þeim tengdum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert