Lægðirnar sitja fastar

Veðurstofa Íslands

Mjög hlýtt er í veðri miðað við árstíma en ástæðan er sú að hefðbundnar lægðir, sem myndast yfir norðvestanverðu Atlantshafi komast ekki leiðar sinnar vegna hæða sem gera sig gildandi á þeim slóðum. Lægðirnar sitja því hálf fastar á hafsvæðum langt suður af Íslandi og beina til okkar mildu og röku lofti af suðaustlægum uppruna. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

„Í dag er útlit fyrir meinlaust veður. Spáð er suðaustan og austan 5-13 m/s og dálítilli rigningu, en hægari vindur og bjartviðri norðanlands. Hiti 6 til 12 stig.
Á morgun bætir í vindinn, þá er gert ráð fyrir að gangi í austan 8-15, en 15-20 með suðurströndinni. Útlit er fyrir rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum, en þurrt um landið norðan- og vestanvert. Áfram hlýtt miðað við árstíma og gæti hiti náð í 13 stig suðvestan til á landinu. 

Hefðbundnar lægðir sem myndast yfir norðvestanverðu Atlantshafi komast ekki til Evrópu eða Skandinavíu, því þessa dagana eru fyrirstöðuhæðir að gera sig gildandi á þeim slóðum. Lægðirnar sitja því hálf fastar á hafsvæðum langt suður af Íslandi og beina til okkar mildu og röku lofti af suðaustlægum uppruna,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

Veðurspá fyrir næstu daga

Suðaustan og austan 5-13 m/s og dálítil rigning, en hægari vindur og bjartviðri norðanlands.
Gengur í austan 8-15 á morgun, en 15-20 með suðurströndinni. Rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum, en þurrt um landið norðan- og vestanvert. 
Hiti 6 til 13 stig, hlýjast á Vesturlandi.

Á mánudag:

Austanátt, víða 10-15 m/s, en 15-20 með suðurströndinni. Lengst af rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum, en þurrt að mestu í öðrum landshlutum. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast á Vesturlandi. 

Á þriðjudag:
Austan 13-20 m/s, en dregur heldur úr vindi þegar líður á daginn. Víða rigning með köflum, en talsverð rigning suðaustan- og austanlands. Hiti breytist lítið. 

Á miðvikudag:
Suðaustan og austan 8-15, en norðaustlægari á Vestfjörðum. Þurrt að kalla norðaustanlands, en víða skúrir eða rigning annars staðar. Hiti 4 til 10 stig. 

Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti):
Norðlæg átt 8-15 um landið norðvestanvert og rigning eða slydda. Hægari suðvestlæg eða breytileg átt annars staðar með skúrum suðvestan til, en bjart að mestu um landið austanvert. Hiti 2 til 10 stig, svalast á Vestfjörðum. 

Á föstudag:
Norðan 5-10 og lítilsháttar él um landið norðanvert, hiti um og yfir frostmarki. Vestlægari sunnantil með smáskúrum og hita 4 til 8 stig. 

Á laugardag:
Fremur hæg breytileg átt. Skýjað með köflum og þurrt að mestu á landinu. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast sunnanlands.

mbl.is

Innlent »

Bilun í ljósleiðara við Laugarvatn

10:40 Bilun er komin upp á ljósleiðara Mílu milli Seyðishóla og Laugarvatns. Bilanagreining stendur yfir en líklegt er talið að um slit á streng sé að ræða. Sigurrós Jónsdóttir hjá Mílu segir í samtali við mbl.is að bilunin hafi helst áhrif fyrir austan Laugavatn, í Skálholti og Úthlíð. Meira »

10 milljarða ónýttur persónuafsláttur

10:21 Tæplega helmingur heildarupphæðar ónýtts persónuafsláttar árin 2016 og 2017 kom frá einstaklingum í aldurshópnum sextán til tuttugu ára. Alls voru rúmlega fjórir og hálfur milljarðar afgangs hvort árið frá þessum aldurshópi einum og sér. Meira »

Hátíðarfundur Alþingis í beinni útsendingu

09:21 Í dag klukkan 14 hefst hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum. Sýnt verður beint frá fundinum í Ríkissjónvarpinu og hefst útsending klukkan 12.45, einnig er hægt að fylgjast með fundinum á vef Alþingis og sjónvarpsrás Alþingis. Meira »

Umferðarstjórnun á Þingvöllum

09:19 Vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum í dag, 18. júlí, verður umferð stýrt í og við þjóðgarðinn. Mun það hafa áhrif á akandi jafnt sem gangandi vegfarendur. Meira »

Fengu undanþágu frá yfirvinnubanni

09:05 Ein undanþága var fengin frá yfirvinnubanni ljósmæðra strax í nótt, á fyrstu klukkustundum yfirvinnubannsins. Þetta segir Hildur Sólveig Ragnarsdóttir ljósmóðir en hún var vaktstjóri á næturvaktinni. Meira »

Nýr þjálfari fíkniefnahunda

08:00 Nýr yfirhundaþjálfari fíkniefnahunda hér á landi hefur verið ráðinn til starfa. Þetta staðfestir Sigríður Á. Anderssen, dómsmálaráðherra, í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Samfelld rigning

06:53 Í kvöld mun byrja að rigna nokkuð samfellt um sunnan- og vestanvert landið. Hann mun hanga þurr norðaustan til að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Ðí Kommitments saman á ný

06:00 „Ég man að það var röð af Gauknum og alveg yfir á Dubliners,“ segir Ragnar Þór, betur þekktur sem formaður VR en í hlutverki trommarans í Ðí Kommitments að þessu sinni. Tilefni endurkomunnar eru minningar- og söfnunartónleikar þar sem safnað verður fyrir Hammond í Hörpu. Meira »

#Takk Heimir

06:00 Heimir Hallgrimsson hefur sagt skilið við karlalandsliðið í knattspyrnu. Við á K100 þökkum Heimi fyrir allt og rifjum upp þegar Karlakórinn Esja kom honum á óvart í Magasíninu í fyrra stuttu eftir að Heimir varð fimmtugur og ítarlegt viðtal sem Páll Magnússon tók við hann í þættinum Sprengisandi. Meira »

Eftirför í Grafarvogi

05:44 Er lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu reyndu að stöðva bíl við Langarima í Grafarvogi síðdegis í gær jók ökumaðurinn hraðann og hófst eftirför. Meira »

Á 160 km/klst. við Smáralind

05:40 Lögreglan stöðvaði bíl á Reykjanesbraut til móts við Smáralind um klukkan 1 í nótt. Hafði bíllinn mælst á 160 kílómetra hraða á klukkustund á vegi þar sem hámarkshraðinn er 80 km/klst. Meira »

Blásið til hátíðarfundar á Þingvöllum

05:30 Þess verður minnst í dag að 100 ár eru liðin frá því að samninganefndir Íslands og Danmerkur undirrituðu samninginn um sambandslögin sem tóku gildi 1. Meira »

Núpur enn óseldur

05:30 Ríkiskaup auglýstu í júlí í fyrra til sölu þrjár húseignir á Núpi í Dýrafirði. Hollvinir Núps hafa áhuga á að kaupa Gamla skóla. Meira »

Hættuástand á Landspítalanum

05:30 „Það er hættuástand á Landspítalanum og enn sem komið er hafa hlutirnir gengið upp með guðs hjálp, góðra manna, tilfærslum og mikilli vinnu,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti. Mikið ber í milli. Næsti fundur er boðaður á mánudag. Meira »

Yfirvinnubann ljósmæðra hafið

00:08 Yfirvinnubann ljósmæðra tók gildi nú á miðnætti en Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að hættuástand væri að skapast á spítalanum. Meira »

„Talsverð rigning“ annað kvöld

Í gær, 23:16 Veðurblíðan sem ríkt hefur á höfuðborgarsvæðinu í gær og dag er á enda, í bili að minnsta kosti. Veðurspár gera ráð fyrir hellirigningu á suðvesturhluta landsins síðdegis á morgun og annað kvöld. Meira »

Bústaður og bíll brunnu til kaldra kola

Í gær, 22:37 Sumarbústaður og bifreið í Tungunum á Suðurlandi brunnu til kaldra kola síðdegis í dag. Viðbragðsaðilum barst tilkynning vegna eldsvoðans um klukkan hálffimm í dag. Meira »

Útkall vegna fólksbíls í Krossá

Í gær, 22:09 Útkall barst lögreglunni á Hvolsvelli og björgunarsveitum á Suðurlandi rétt eftir klukkan sex í kvöld um fólksbíl sem hefði farið ofan í Krossá. Bíllinn, sem var ekki útbúinn fyrir slíkar torfærur, komst ekki langt yfir ána áður en hann byrjaði að fljóta með straumnum. Tveir erlendir ferðamenn voru í bílnum og sluppu þeir við meiðsli, segir varðstjóri lögreglunnar á Hvolsvelli. Meira »

Svæðið ekki lokað á hálendiskorti

Í gær, 21:11 Leiðin á milli Kerlingarfjalla og Setursins undir Hofsjökli var ekki merkt lokuð á hálendiskorti Vegagerðarinnar þegar tveir ökumenn festu jeppa sína utan vegar á svæðinu á sunnudag. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Almenn lögmannsráðgjöf JH lögmannsstofa
Almenn lögmannsráðgjöf JH lögmannsstofa, sími 5195880. Tölvupóstfang: jhlogmanns...
Rafstöðvar-Varaafl
Útvegum allar stærðir af rafstöðvum, frá Deutz/stamford Cummins Volvo Yanmar...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 6...