Mótorhjólakappar komu færandi hendi

Ferðalangarnir ásamt skólabörnunum. Efsta röð frá vinstri: Sigurjón Eiðsson, Tú ...
Ferðalangarnir ásamt skólabörnunum. Efsta röð frá vinstri: Sigurjón Eiðsson, Tú víetnamíski viðgerðarmaður hópsins, Halldór Björnsson, Gunnar Jóhansson, Einvarður Hallvarðsson, Halfdán Örnólfsson, Eiríkur Viljar sem heldur á víetnamskri stúlku, Þorvaldur Færseth og Jón Hauksson. Ljósmynd/Aðsend

Leiðsögumaðurinn og mótorhjólakappinn Eiríkur Viljar Hallgrímsson Kúld fór fyrir hópi íslenskra mótorhjólamanna sem færðu rúmlega 90 skólabörnum í fjallaþorpi í Víetnam hlýjar úlpur sem munu nýtast vel yfir vetrartímann.

Eiríkur er ásamt 10 manna hópi í mótorhjólaferð um Víetnam sem hann skipulagði í samstarfi við ferðaskrifstofuna Farvel. „Við fórum í sambærilega ferð í fyrra og vorum með leiðsögumann frá Víetnam. Það er mikil fátækt í fjöllunum í Norður-Víetnam, þangað sem við vorum að fara, og leiðsögumaðurinn stakk upp á því að myndum heimsækja skóla á svæðinu og leggja smávegis í púkk og kaupa eitthvað handa þeim,“ segir Eiríkur í samtali við mbl.is. 

Hópurinn tók að sjálfsögðu vel í það og færðu þau skólabörnum litlar gjafir, nammi, liti og stílabækur. Ári seinna er Eiríkur kominn á sömu slóðir og í þetta skiptið vildi hann bæta um betur. Sami leiðsögumaður var með í för í þetta skiptið og benti hann Eiríki á skólabörn í þorpi í fjöllunum rétt fyrir utan bæinn Sapa, sem þyrftu á hlýjum fatnaði að halda, en það getur orðið ansi kalt í fjöllunum í norðurhluta landsins.

Eiríkur segir að hlýjar úlpur séu kannski ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar hugsað er um Víetnam. „En þorpið er 1600 metrum yfir sjávarmáli og á veturna getur hitinn farið undir frostmark og það snjóar nokkrum sinnum á ári.

Halldór Björnsson, einn af mótorhjólaköppunum, færir nemanda við skóla í ...
Halldór Björnsson, einn af mótorhjólaköppunum, færir nemanda við skóla í fjallaþorpinu hlýja úlpu að gjöf. Ljósmynd/Aðsend

Heragi og fljúgandi nammibréf

Hópurinn keypti úlpur fyrir hvern einasta nemanda, 93 talsins, og lét senda frá höfuðborginni Hanoi. Þeir laumuðu svo nammi, snakki, stílabókum og ritföngum með í pakkann. Því næst héldu þeir á mótorhjólunum upp í fjöllin þar sem nemendurnir áttu von á þeim. „Það var alveg þvílík athöfn þegar við mættum. Við afhentum pakkann og þetta er klárlega það sem stendur upp úr í ferðinni. Þarna nær maður að gefa beint, það er enginn milliliður,“ segir Eiríkur.

Það sem vakti einna helst athygli mótorhjólakappanna var hversu mikill agi virðist vera í skólanum. „Þetta var alveg magnað, það er greinilega einn nemandi með það ábyrgðarhlutverk að láta alla fara í röð. Hann var með trommu og trommukjuða og þegar hann lamdi í trommuna sína hlupu allir út úr skólastofunum og mynduðu sex raðir og það heyrðist ekki múkk. Svo lamdi hann aftur í trommuna og þá sneru allir sér að okkur. Þetta minnti mann frekar á herdeild en lítinn barnaskóla,“ segir Eiríkur.

Hann segir að börnin hafi óneitanlega verið feimin, enda ekki á hverjum sem þau sjá stóra hvíta karmenn á mótorhjólum og hvað þá hlaðna gjöfum. En um leið og við vorum farnir af svæðinu heyrðum við mikinn hlátur og nammibréfin voru farin að fjúka,“ segir Eiríkur.

Mótorhjólakapparnir fóru í 10 daga ferðalag um Víetnam og eru ...
Mótorhjólakapparnir fóru í 10 daga ferðalag um Víetnam og eru þeir sammála um að heimsóknin í fjallaþorpið til skólabarnanna standi upp úr. Ljósmynd/Aðsend

Hér má sjá myndband af heimsókninni: 

 

Ferðinni er nú lokið og er förinni heitið til Íslands þar sem Eiríkur mun starfa sem leiðsögumaður í sumar. Ferðalög, saga og mótor­hjól eru hans þrjú helstu áhuga­mál og hann veit fátt skemmtilegra en að sameina þetta þrennt og nýta reynslu sína í að leiða ís­lenska ferðalanga um Víet­nam á mótor­hjóli. Í sumar mun hann hins vegar láta ferðalög innanlands nægja. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Verkfalli afstýrt

07:09 Skrifað var undir kjarasamning flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni um klukkan 6:30 í morgun og því verður ekkert af boðuðu verkfalli sem hefjast átti klukkan 7:30 ef ekki næðust samningar. Meira »

Rigning sunnan- og vestanlands

07:02 Spáð er norðaustlægri átt í dag, 5-13 m/s en hægari á Austurlandi. Dálítil úrkoma í flestum landshlutum, rigning með köflum sunnan- og vestanlands en dálítil él norðan til. Meira »

Ólafur missti 50 kíló á 11 mánuðum

07:00 „Já, ég er búinn að losa mig við 50 kíló og það er eitthvað vel yfir einn þriðji af því sem ég var,“ segir Ólafur Arnarson hagfræðingur varðandi þyngartap sitt í kjölfar magaermaraðgerðar. Í aðgerðinni voru um 80% af maganum fjarlægð og í kjölfarið getur viðkomandi borðað miklu minna en áður. Meira »

Hálkublettir á Holtavörðuheiði

06:59 Vegir eru víðast hvar greiðfærir en á Vestfjörðum eru hálkublettir á Steingrímsfjarðarheiði, hálkublettir eru á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði. Meira »

Ísland niður um 3 sæti

06:56 Ísland fellur um þrjú sæti á lista yfir þau ríki þar sem fjölmiðlar búa við mest frelsi. Ísland er í 13. sæti listans. Noregur er í efsta sæti og Svíþjóð í öðru en Danmörk fellur niður um 5 sæti og er í því níunda í ár. Meira »

Tjónið töluvert

06:37 Brunaeftirliti slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins við Perluna lauk um tvö í nótt en slökkvistarfi var lokið um klukkan 23. Ljóst er að tjónið er töluvert en fulltrúar tryggingafélaganna hófu að meta tjónið um miðnætti. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

05:49 Sjálfstæðisflokkurinn mælist með ríflega 30 prósent fylgi í nýrri könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert á meðal kjósenda í Reykjavík. Hann yrði stærsti flokkurinn í Reykjavík ef þetta yrðu niðurstöðurnar. Meira »

Múrað um miðja nótt

06:14 Það er langt frá að vera hvunndagsviðburður að sjá múrara að störfum í Hvalfjarðargöngum og það um miðja nótt.  Meira »

Hækkun sekta ýtir á ökumenn

05:30 Mikið annríki hefur verið á dekkjaverkstæðum síðustu daga enda er orðið tímabært fyrir bílstjóra að láta skipta yfir á sumardekkin. Meira »

Íbúar steyptu laup af húsi

05:30 Hrafnar voru farnir að tína sprek og glys í laup ofan á stalli á þríbýlishúsi í Vogahverfinu í Reykjavík, beint fyrir ofan svalir einnar íbúðarinnar, en Morgunblaðinu barst ábending þess efnis með mynd. Meira »

Fundað stíft í deilu flugvirkja

05:30 Fundað var í gærkvöldi í kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni og samninganefndar ríkisins, hjá ríkissáttasemjara. Ef ekki semst átti vinnustöðvun flugvirkjanna að hefjst kl. 7:30 nú í morgun. Meira »

Samkomulag um lífeyrismál

05:30 Gengið var frá samkomulagi í gær um breytingar á kjarasamningi Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um lífeyrismál frá 12. desember 1995. Samningurinn á uppruna sinn í samkomulagi frá árinu 1969. Meira »

Leik- og grunnskóli saman

05:30 Kópavogsbær ætlar að reisa samrekinn leik- og grunnskóla upp í 4. bekk við Skólagerði í Kópavogi í staðinn fyrir skólabyggingu Kársnesskóla sem þar hefur staðið allt frá árinu 1957. Meira »

Yfirvöld firra sig ábyrgð

05:30 Þekkingu hefur verið ýtt til hliðar í bæði menntastefnu Reykjavíkurborgar og aðalnámsskrá grunnskólanna að mati Jóns Péturs Zimsen, skólastjóra Réttarholtsskóla í Reykjavík. Jón Pétur hættir sem skólastjóri í vor eftir tuttugu ára starf í Réttarholtsskóla. Meira »

Perlan verður vöktuð í nótt

00:09 Slökkvistarfi er lokið við Perluna í Reykjavík en við tekur eftirlit í nótt til þess að tryggja að eldur kvikni ekki á nýjan leik samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Þjóðkjörnir leiða launahækkanir

05:30 Meðallaun þjóðkjörinna fulltrúa hækkuðu um tæp 27% milli ára 2016 og 2017. Þá hækkuðu laun presta um tæpt 21%.  Meira »

Enginn greinarmunur gerður á farþegum

05:30 „Starfsmaðurinn vann sína vinnu í samræmi við reglur og gerði engan greinarmun á því hvort viðkomandi væri þingmaður eða ekki. Öryggisleit gengur best þegar góð samvinna er á milli flugöryggisvarða og farþega.“ Meira »

Samið við Sinfóníuhljómsveitina

Í gær, 23:58 Saminganefndir Starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands og fjármála- og efnahagráðherra fyrir hönd ríkissjóðs undirrituðu kjarasamning á fimmta tímanum í gær samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. Meira »
Til sölu Mitsubishi ASX árgerð 2011
Brúnn, ekinn aðeins 89.000 km. Diesel, 5 gíra beinskiptur, eyðsla aðeins 5 - 7 L...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
 
Tillaga að deiliskipulagi
Tilboð - útboð
Tillaga að nýju deiliskipulagi í...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Rafvirki óskast
Önnur störf
Rafvirki óskast Óskum eftir rafvirkja ...