Mótorhjólakappar komu færandi hendi

Ferðalangarnir ásamt skólabörnunum. Efsta röð frá vinstri: Sigurjón Eiðsson, Tú ...
Ferðalangarnir ásamt skólabörnunum. Efsta röð frá vinstri: Sigurjón Eiðsson, Tú víetnamíski viðgerðarmaður hópsins, Halldór Björnsson, Gunnar Jóhansson, Einvarður Hallvarðsson, Halfdán Örnólfsson, Eiríkur Viljar sem heldur á víetnamskri stúlku, Þorvaldur Færseth og Jón Hauksson. Ljósmynd/Aðsend

Leiðsögumaðurinn og mótorhjólakappinn Eiríkur Viljar Hallgrímsson Kúld fór fyrir hópi íslenskra mótorhjólamanna sem færðu rúmlega 90 skólabörnum í fjallaþorpi í Víetnam hlýjar úlpur sem munu nýtast vel yfir vetrartímann.

Eiríkur er ásamt 10 manna hópi í mótorhjólaferð um Víetnam sem hann skipulagði í samstarfi við ferðaskrifstofuna Farvel. „Við fórum í sambærilega ferð í fyrra og vorum með leiðsögumann frá Víetnam. Það er mikil fátækt í fjöllunum í Norður-Víetnam, þangað sem við vorum að fara, og leiðsögumaðurinn stakk upp á því að myndum heimsækja skóla á svæðinu og leggja smávegis í púkk og kaupa eitthvað handa þeim,“ segir Eiríkur í samtali við mbl.is. 

Hópurinn tók að sjálfsögðu vel í það og færðu þau skólabörnum litlar gjafir, nammi, liti og stílabækur. Ári seinna er Eiríkur kominn á sömu slóðir og í þetta skiptið vildi hann bæta um betur. Sami leiðsögumaður var með í för í þetta skiptið og benti hann Eiríki á skólabörn í þorpi í fjöllunum rétt fyrir utan bæinn Sapa, sem þyrftu á hlýjum fatnaði að halda, en það getur orðið ansi kalt í fjöllunum í norðurhluta landsins.

Eiríkur segir að hlýjar úlpur séu kannski ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar hugsað er um Víetnam. „En þorpið er 1600 metrum yfir sjávarmáli og á veturna getur hitinn farið undir frostmark og það snjóar nokkrum sinnum á ári.

Halldór Björnsson, einn af mótorhjólaköppunum, færir nemanda við skóla í ...
Halldór Björnsson, einn af mótorhjólaköppunum, færir nemanda við skóla í fjallaþorpinu hlýja úlpu að gjöf. Ljósmynd/Aðsend

Heragi og fljúgandi nammibréf

Hópurinn keypti úlpur fyrir hvern einasta nemanda, 93 talsins, og lét senda frá höfuðborginni Hanoi. Þeir laumuðu svo nammi, snakki, stílabókum og ritföngum með í pakkann. Því næst héldu þeir á mótorhjólunum upp í fjöllin þar sem nemendurnir áttu von á þeim. „Það var alveg þvílík athöfn þegar við mættum. Við afhentum pakkann og þetta er klárlega það sem stendur upp úr í ferðinni. Þarna nær maður að gefa beint, það er enginn milliliður,“ segir Eiríkur.

Það sem vakti einna helst athygli mótorhjólakappanna var hversu mikill agi virðist vera í skólanum. „Þetta var alveg magnað, það er greinilega einn nemandi með það ábyrgðarhlutverk að láta alla fara í röð. Hann var með trommu og trommukjuða og þegar hann lamdi í trommuna sína hlupu allir út úr skólastofunum og mynduðu sex raðir og það heyrðist ekki múkk. Svo lamdi hann aftur í trommuna og þá sneru allir sér að okkur. Þetta minnti mann frekar á herdeild en lítinn barnaskóla,“ segir Eiríkur.

Hann segir að börnin hafi óneitanlega verið feimin, enda ekki á hverjum sem þau sjá stóra hvíta karmenn á mótorhjólum og hvað þá hlaðna gjöfum. En um leið og við vorum farnir af svæðinu heyrðum við mikinn hlátur og nammibréfin voru farin að fjúka,“ segir Eiríkur.

Mótorhjólakapparnir fóru í 10 daga ferðalag um Víetnam og eru ...
Mótorhjólakapparnir fóru í 10 daga ferðalag um Víetnam og eru þeir sammála um að heimsóknin í fjallaþorpið til skólabarnanna standi upp úr. Ljósmynd/Aðsend

Hér má sjá myndband af heimsókninni: 

 

Ferðinni er nú lokið og er förinni heitið til Íslands þar sem Eiríkur mun starfa sem leiðsögumaður í sumar. Ferðalög, saga og mótor­hjól eru hans þrjú helstu áhuga­mál og hann veit fátt skemmtilegra en að sameina þetta þrennt og nýta reynslu sína í að leiða ís­lenska ferðalanga um Víet­nam á mótor­hjóli. Í sumar mun hann hins vegar láta ferðalög innanlands nægja. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ísafjarðarbær í undanúrslit

Í gær, 21:23 Ísafjarðarbær bar sigurorð af Grindavíkurbæ í spurningaþættinum Útsvari í Sjónvarpinu í kvöld með 50 stigum gegn 35. Þetta var síðasta viðureignin í átta liða úrslitum keppninnar. Meira »

Þrír unnu 65 milljónir í EuroJackpot

Í gær, 21:11 Fyrsti vinningur gekk ekki út þegar dregið var út í EuroJackpot í kvöld og flyst vinningsupphæðin, sem var rúmlega 4,1 milljarður, yfir á fyrsta vinning í næstu viku. Meira »

Framboðslisti Alþýðufylkingar kynntur

Í gær, 20:09 Framboðslisti Alþýðufylkingarinnar til borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík í vor var kynntur í Friðarhúsi við Njálsgötu í morgun. Meira »

Fjármálaráðherrar ræddu EES-samninginn

Í gær, 19:52 Fjármálaráðherra Noregs, Siv Jensen, segist sýna því fullan skilning að Ísland þurfi í sumum tilvikum að óska eftir aðlögun vegna regluverks Evrópusambandsins áður en það er tekið upp í EES-samninginn. Meira »

Þakkar pípu og ákavíti langlífið

Í gær, 19:45 „Hann er orðinn 103 ára en ern og á róli. Reykir pípu og fær sér viskí og ákavíti. Segir það halda sér heilbrigðum og harðneitar að taka öll lyf sem honum eru rétt.“ Meira »

Olla er hestaamman mín

Í gær, 19:35 „Ég vil leggja allt í að komast vel frá því sem ég geri. Ná því besta sem hægt er út úr hrossinu,“ segir Gunnhildur Birna Björnsdóttir, nemandi á Hvanneyri, sem vann Morgunblaðsskeifuna í ár. Verðlaunin eru veitt á skeifudegi Landbúnaðarháskóla Íslands og Hestamannafélagsins Grana á Hvanneyri en skeifudagurinn er ávallt sumardagurinn fyrsti. Meira »

Nýr íbúðakjarni afhentur velferðarsviði

Í gær, 18:32 Nýr íbúðakjarni í Kambavaði var formlega afhentur velferðarsviði Reykjavíkurborgar í dag en kjarninn er sérhannaður fyrir einstaklinga með þroskahömlun og skyldar raskanir. Meira »

Hefði átt að vera frjáls ferða sinna

Í gær, 19:30 Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni á þriðjudag, hefði átt að vera frjáls ferða sinn eftir að gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum rann út vegna þess að hann var ekki handtekinn að nýju. Meira »

Eldsupptök í rafmagnstenglum

Í gær, 18:20 Eldsupptök eldsvoðans í Miðhrauni í Garðabæ voru í rafmagnstenglum neðan við rafmagnstöflu á brunavegg í miðrými húsnæðis Icewear. Þetta kemur fram í bráðbirgðaniðurstöðu rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á eldsupptökum í iðnaðarhúsnæðinu. Meira »

Maður verður aldrei of gamall fyrir skotfimi

Í gær, 18:18 Skotfimiiðkendur í röðum Keflavíkur iða nú í skinninu yfir að komast á útisvæði félagsins í Reykjanesbæ. Þar eru notuð púðurskot úr haglabyssum, skammbyssum og rifflum. Margir Íslandsmeistarar í greininni eru úr Keflavík og boðið er upp á skotfimi sem val fyrir nemendur í 9. bekk í Holtaskóla. Meira »

Fjölskyldufaðir á flótta

Í gær, 17:50 „Hann verður að gefa sig fram. Annars stendur það sem hefur verið ákveðið nú þegar,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um strokufangann Sindra Þór Stefánsson sem strauk úr fangelsinu á Sogni aðfaranótt þriðjudags. Meira »

Villti á sér heimildir á vettvangi

Í gær, 17:40 Landsréttur hefur þyngt dóm Héraðsdóms Norðurlands vestra yfir konu sem var sakfelld fyrir rangar sakargiftir en sýknuð af ákæru um brot gegn umferðarlögum eftir umferðarslys sem varð skammt frá Laugarbakka í Miðfirði árið 2016. Meira »

Samskiptasáttmáli kynntur 16. maí

Í gær, 17:25 Samskiptasáttmáli Landspítala verður kynntur 16. maí á ársfundi spítalans. Innleiðing sáttmálans hefst í haust.  Meira »

Systir smyglara fær lægri bætur

Í gær, 16:26 Hæstiréttur Íslands hefur lækkað miskabætur til konu sem krafðist bóta vegna hlerunar sem hafði verið framkvæmd á heimili hennar í þágu rannsóknar sakamáls. Meira »

Lenti á bifreið úr gagnstæðri átt

Í gær, 15:45 Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands frá árinu 2016 um að kona skuli greiða 150 þúsund króna sekt fyrir að hafa ekið bifreið án aðgæslu og of hratt með þeim afleiðingum að hún missti stjórn á bifreiðinni og lenti á bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Meira »

Anna leiðir Sjálfstæðismenn á Fljótsdalshéraði

Í gær, 16:27 Anna Alexandersdóttir, forseti bæjarstjórnar, leiðir lista Sjálfstæðismanna og óháðra á Fljótsdalshéraði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Listinn hlaut samþykki fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Fljótsdalshéraði í gær, sumardaginnfyrsta. Meira »

Útbjó ólögleg eintök af Biggest Loser

Í gær, 16:20 Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness frá síðasta ári um að karlmaður sæti 30 daga skilorðsbundnu fangelsi fyrir að hafa árið 2014 gert ólögmæt eintök af höfundarréttarvörðu efni og birt hópi fólks á netinu án heimildar frá rétthöfum. Meira »

Hálendisgarður sterk skilaboð til heimsins

Í gær, 15:26 Umhverfisráðherra skipaði í dag þverpólítíska nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Nefndinni er m.a. ætlað að skilgreina mörk þjóðgarðsins og setja fram áherslur um skiptingu landssvæða innan hans í verndarflokka. Meira »
Vel með farinn Golfbíll til sölu á kr. 580.000
Bíllinn er með nýjum rafgeimum og mjög vel með farinn að öllu leiti. upplýsing...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Bílaleiga til sölu
Fyrirtæki
Til sölu bílaleiga Sem sérhæfir sig í...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Landssambands sumarhúsa...