Mótorhjólakappar komu færandi hendi

Ferðalangarnir ásamt skólabörnunum. Efsta röð frá vinstri: Sigurjón Eiðsson, Tú ...
Ferðalangarnir ásamt skólabörnunum. Efsta röð frá vinstri: Sigurjón Eiðsson, Tú víetnamíski viðgerðarmaður hópsins, Halldór Björnsson, Gunnar Jóhansson, Einvarður Hallvarðsson, Halfdán Örnólfsson, Eiríkur Viljar sem heldur á víetnamskri stúlku, Þorvaldur Færseth og Jón Hauksson. Ljósmynd/Aðsend

Leiðsögumaðurinn og mótorhjólakappinn Eiríkur Viljar Hallgrímsson Kúld fór fyrir hópi íslenskra mótorhjólamanna sem færðu rúmlega 90 skólabörnum í fjallaþorpi í Víetnam hlýjar úlpur sem munu nýtast vel yfir vetrartímann.

Eiríkur er ásamt 10 manna hópi í mótorhjólaferð um Víetnam sem hann skipulagði í samstarfi við ferðaskrifstofuna Farvel. „Við fórum í sambærilega ferð í fyrra og vorum með leiðsögumann frá Víetnam. Það er mikil fátækt í fjöllunum í Norður-Víetnam, þangað sem við vorum að fara, og leiðsögumaðurinn stakk upp á því að myndum heimsækja skóla á svæðinu og leggja smávegis í púkk og kaupa eitthvað handa þeim,“ segir Eiríkur í samtali við mbl.is. 

Hópurinn tók að sjálfsögðu vel í það og færðu þau skólabörnum litlar gjafir, nammi, liti og stílabækur. Ári seinna er Eiríkur kominn á sömu slóðir og í þetta skiptið vildi hann bæta um betur. Sami leiðsögumaður var með í för í þetta skiptið og benti hann Eiríki á skólabörn í þorpi í fjöllunum rétt fyrir utan bæinn Sapa, sem þyrftu á hlýjum fatnaði að halda, en það getur orðið ansi kalt í fjöllunum í norðurhluta landsins.

Eiríkur segir að hlýjar úlpur séu kannski ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar hugsað er um Víetnam. „En þorpið er 1600 metrum yfir sjávarmáli og á veturna getur hitinn farið undir frostmark og það snjóar nokkrum sinnum á ári.

Halldór Björnsson, einn af mótorhjólaköppunum, færir nemanda við skóla í ...
Halldór Björnsson, einn af mótorhjólaköppunum, færir nemanda við skóla í fjallaþorpinu hlýja úlpu að gjöf. Ljósmynd/Aðsend

Heragi og fljúgandi nammibréf

Hópurinn keypti úlpur fyrir hvern einasta nemanda, 93 talsins, og lét senda frá höfuðborginni Hanoi. Þeir laumuðu svo nammi, snakki, stílabókum og ritföngum með í pakkann. Því næst héldu þeir á mótorhjólunum upp í fjöllin þar sem nemendurnir áttu von á þeim. „Það var alveg þvílík athöfn þegar við mættum. Við afhentum pakkann og þetta er klárlega það sem stendur upp úr í ferðinni. Þarna nær maður að gefa beint, það er enginn milliliður,“ segir Eiríkur.

Það sem vakti einna helst athygli mótorhjólakappanna var hversu mikill agi virðist vera í skólanum. „Þetta var alveg magnað, það er greinilega einn nemandi með það ábyrgðarhlutverk að láta alla fara í röð. Hann var með trommu og trommukjuða og þegar hann lamdi í trommuna sína hlupu allir út úr skólastofunum og mynduðu sex raðir og það heyrðist ekki múkk. Svo lamdi hann aftur í trommuna og þá sneru allir sér að okkur. Þetta minnti mann frekar á herdeild en lítinn barnaskóla,“ segir Eiríkur.

Hann segir að börnin hafi óneitanlega verið feimin, enda ekki á hverjum sem þau sjá stóra hvíta karmenn á mótorhjólum og hvað þá hlaðna gjöfum. En um leið og við vorum farnir af svæðinu heyrðum við mikinn hlátur og nammibréfin voru farin að fjúka,“ segir Eiríkur.

Mótorhjólakapparnir fóru í 10 daga ferðalag um Víetnam og eru ...
Mótorhjólakapparnir fóru í 10 daga ferðalag um Víetnam og eru þeir sammála um að heimsóknin í fjallaþorpið til skólabarnanna standi upp úr. Ljósmynd/Aðsend

Hér má sjá myndband af heimsókninni: 

 

Ferðinni er nú lokið og er förinni heitið til Íslands þar sem Eiríkur mun starfa sem leiðsögumaður í sumar. Ferðalög, saga og mótor­hjól eru hans þrjú helstu áhuga­mál og hann veit fátt skemmtilegra en að sameina þetta þrennt og nýta reynslu sína í að leiða ís­lenska ferðalanga um Víet­nam á mótor­hjóli. Í sumar mun hann hins vegar láta ferðalög innanlands nægja. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Loka gömlu Hringbraut í sex ár

11:47 Á fundi stjórnar Strætó bs. 7. desember var samþykkt að breyta gjaldskrá Strætó í takt við almenna verðlagsþróun. Gjaldskrá Strætó verður hækkuð að meðaltali um 3,9%. Í janúar 2019 mun hluti gömlu Hringbrautar loka í sex ár vegna framkvæmda á nýjum Landspítala. Lokunin mun hafa nokkur áhrif á leiðakerfi Strætó. Meira »

Svefninn bíður fram að jólum

11:46 „Þetta hefur gengið frábærlega,“ segir Ágúst Guðmundsson, einn slökkviliðsmannanna sjö sem eru búnir að róa stanslaust frá því á föstudag fyrir Frú Ragnheiði. Róðrinum lýkur á föstudag svo það er nóg eftir. Meira »

Auglýst eftir ráðuneytisstjóra

11:42 Auglýst hefur verið laust til umsóknar embætti ráðuneytisstjóra í nýju heilbrigðisráðuneyti sem tekur til starfa 1. janúar 2019. Ráðuneytið verður til við skiptingu velferðarráðuneytisins í heilbrigðisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti. Meira »

Dæmdur til að greiða 238 milljónir

11:24 Ágúst Alfreð Snæbjörnsson hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi og til greiðslu tæplega 238 milljóna í sekt til ríkisins fyrir skattabrot á árunum 2012-13 í tengslum við rekstur tveggja félaga. Þá er hann dæmdur vegna skilasvika í tengslum við uppgjör vegna byggingar tveggja skóla í Reykjavík. Meira »

Bára ánægð með samhuginn

10:14 Mér finnst voðalega „næs“ að fólk skuli ætla að segja við mig að því finnist þetta jafn tilgangslaust og mér. Mér finnst voðalega góður þessi samhugur sem ég fæ frá öllum og það er eiginlega það magnaðasta í þessu öllu saman,“ segir Bára Halldórsdóttir um samstöðufundinn sem verður fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Meira »

Ákærðir fyrir 15 milljóna skattabrot

10:05 Embætti héraðssaksóknara hefur ákært tvo karlmenn fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum með því að hafa á árunum 2015 og 2016 ekki staðið skil á staðgreiðslu einkahlutafélags sem þeir stýrðu, en heildarupphæðin nemur um 15,5 milljónum króna. Meira »

Tvisvar ákært fyrir að hrækja á lögreglu

09:59 Í síðustu viku voru þrjú mál þingfest þar sem ákært er fyrir brot gegn valdstjórninni, það er fyrir brot gegn lögreglumönnum við störf sín. Í tveimur þessara mála er ákærði sakaður um að hafa hrækt að lögreglumönnum. Meira »

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku

09:48 Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann fyrir kynferðis- og barnaverndarlagabrot gagnvart stúlku sem nú er 17 ára, en meint brot áttu sér stað þegar stúlkan á aldrinum 13 til 15 ára gömul. Meira »

Eyða nær fimmfalt meira í Reykjavík en á Hvammstanga

08:18 Töluverður munur er á útgjöldum ferðamanna eftir því hvaða staði á landinu þeir heimsækja.  Meira »

Stór skjálfti í Bárðarbungu

08:00 Jarðskjálfti sem mældist 3,6 stig varð núna rétt fyrir klukkan sjö í morgun í Bárðarbunguöskjunni.  Meira »

Sala á gulum vestum hefur tekið kipp

07:37 Sala á gulum vestum í verslun Húsasmiðjunnar í Kjalarvogi hefur tekið kipp, segir Finnur Guðmundsson, framkvæmdastjóri fagsölusviðs Húsasmiðjunnar. Meira »

Fer langleiðina í 50 metra á sekúndu

06:56 Spáð er miklu hvassviðri í dag og undir kvöld verður kominn austanstormur eða -rok allra syðst á landinu og gætu hviður farið langleiðina upp undir 50 m/s á þeim slóðum. Annars staðar verður þetta meira 15-23 og hviður að 35-40 m/s samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

Nýtt netaverkstæði rís í Neskaupstað

06:00 Framkvæmdir standa yfir við nýtt netaverkstæði Fjarðanets í Neskaupstað. Er áætlað að það verði tilbúið í mars á næsta ári. Nýja verkstæðið verður mun stærra en það gamla og mun tilkoma þess leiða til algjörrar byltingar í starfsemi og þjónustumöguleikum Fjarðanets á Austurlandi. Þetta segir Jón Einar Marteinsson, framkvæmdastjóri Fjarðanets. Meira »

Vara við grunsamlegum mannaferðum

05:59 Lögreglan á Norðurlandi eystra varar fólk við grunsamlegum mannaferðum í þéttbýli sem dreifbýli en tilkynnt var um tvö innbrot á Akureyri um helgina og nokkuð um tilkynningar vegna grunsamlegra mannaferða við sveitarbæ í umdæminu. Meira »

Ferðaþjónusta í nýtt útboð

05:30 Á fundi bæjarráðs Kópavogs í síðustu viku var lagt fram erindi frá sviðsstjóra velferðarsviðs þar sem óskað var eftir heimild bæjarráðs til að mega leysa Efstahól ehf. undan samningi um ferðaþjónustu fatlaðra ásamt erindi Efstahóls vegna málsins. Meira »

Styðja við fjölmiðla

05:30 Samning frumvarps um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla er langt komin og er stefnt að því að kynna frumvarpsdrögin í Samráðsgáttinni í janúar, að sögn Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Meira »

Ríkið mun ekki bæta miklu við

05:30 „Á næstu árum mun fólki á eftirlaunum fjölga meira en fólki á vinnumarkaði. Kostnaður ríkissjóðs vegna aldurstengdra sjúkdóma og þjónustu við aldraða mun að öllum líkindum aukast. Þeir sem hætta að vinna geta því ekki búist við að hið opinbera bæti miklu við eftirlaunin.“ Meira »

Alþingi setur áfram lögin

05:30 „Af minni hálfu stendur ekki til að styðja mál sem felur í sér framsal, hvorki á auðlindum né á meiri háttar ákvarðanatöku um lagaumgjörð fyrir okkur. Hins vegar er því haldið fram að málið mögulega standist ekki stjórnarskrá. Þetta eru atriði sem við viljum fara vandlega yfir. Meira »

Bára í skýrslutöku í héraðsdómi

05:30 Bára Halldórsdóttir, sem sagst hefur standa á bak við upptöku af ósæmilegu framferði þingmanna á barnum Klaustri, hefur verið boðuð til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan korter yfir þrjú. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Vatnsafls túrbínur alla gerðir í boði
Getum útvegað allar gerðir af túrbínusettum, fáðu tilboð Er ekki kominn tími t...
Flísar og Fúga Flísalagnir
Vandaðar flísalagnir. Föst verðtilboð eða tímavinna þér að kostnaðarlausu. Vöndu...