Mótorhjólakappar komu færandi hendi

Ferðalangarnir ásamt skólabörnunum. Efsta röð frá vinstri: Sigurjón Eiðsson, Tú ...
Ferðalangarnir ásamt skólabörnunum. Efsta röð frá vinstri: Sigurjón Eiðsson, Tú víetnamíski viðgerðarmaður hópsins, Halldór Björnsson, Gunnar Jóhansson, Einvarður Hallvarðsson, Halfdán Örnólfsson, Eiríkur Viljar sem heldur á víetnamskri stúlku, Þorvaldur Færseth og Jón Hauksson. Ljósmynd/Aðsend

Leiðsögumaðurinn og mótorhjólakappinn Eiríkur Viljar Hallgrímsson Kúld fór fyrir hópi íslenskra mótorhjólamanna sem færðu rúmlega 90 skólabörnum í fjallaþorpi í Víetnam hlýjar úlpur sem munu nýtast vel yfir vetrartímann.

Eiríkur er ásamt 10 manna hópi í mótorhjólaferð um Víetnam sem hann skipulagði í samstarfi við ferðaskrifstofuna Farvel. „Við fórum í sambærilega ferð í fyrra og vorum með leiðsögumann frá Víetnam. Það er mikil fátækt í fjöllunum í Norður-Víetnam, þangað sem við vorum að fara, og leiðsögumaðurinn stakk upp á því að myndum heimsækja skóla á svæðinu og leggja smávegis í púkk og kaupa eitthvað handa þeim,“ segir Eiríkur í samtali við mbl.is. 

Hópurinn tók að sjálfsögðu vel í það og færðu þau skólabörnum litlar gjafir, nammi, liti og stílabækur. Ári seinna er Eiríkur kominn á sömu slóðir og í þetta skiptið vildi hann bæta um betur. Sami leiðsögumaður var með í för í þetta skiptið og benti hann Eiríki á skólabörn í þorpi í fjöllunum rétt fyrir utan bæinn Sapa, sem þyrftu á hlýjum fatnaði að halda, en það getur orðið ansi kalt í fjöllunum í norðurhluta landsins.

Eiríkur segir að hlýjar úlpur séu kannski ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar hugsað er um Víetnam. „En þorpið er 1600 metrum yfir sjávarmáli og á veturna getur hitinn farið undir frostmark og það snjóar nokkrum sinnum á ári.

Halldór Björnsson, einn af mótorhjólaköppunum, færir nemanda við skóla í ...
Halldór Björnsson, einn af mótorhjólaköppunum, færir nemanda við skóla í fjallaþorpinu hlýja úlpu að gjöf. Ljósmynd/Aðsend

Heragi og fljúgandi nammibréf

Hópurinn keypti úlpur fyrir hvern einasta nemanda, 93 talsins, og lét senda frá höfuðborginni Hanoi. Þeir laumuðu svo nammi, snakki, stílabókum og ritföngum með í pakkann. Því næst héldu þeir á mótorhjólunum upp í fjöllin þar sem nemendurnir áttu von á þeim. „Það var alveg þvílík athöfn þegar við mættum. Við afhentum pakkann og þetta er klárlega það sem stendur upp úr í ferðinni. Þarna nær maður að gefa beint, það er enginn milliliður,“ segir Eiríkur.

Það sem vakti einna helst athygli mótorhjólakappanna var hversu mikill agi virðist vera í skólanum. „Þetta var alveg magnað, það er greinilega einn nemandi með það ábyrgðarhlutverk að láta alla fara í röð. Hann var með trommu og trommukjuða og þegar hann lamdi í trommuna sína hlupu allir út úr skólastofunum og mynduðu sex raðir og það heyrðist ekki múkk. Svo lamdi hann aftur í trommuna og þá sneru allir sér að okkur. Þetta minnti mann frekar á herdeild en lítinn barnaskóla,“ segir Eiríkur.

Hann segir að börnin hafi óneitanlega verið feimin, enda ekki á hverjum sem þau sjá stóra hvíta karmenn á mótorhjólum og hvað þá hlaðna gjöfum. En um leið og við vorum farnir af svæðinu heyrðum við mikinn hlátur og nammibréfin voru farin að fjúka,“ segir Eiríkur.

Mótorhjólakapparnir fóru í 10 daga ferðalag um Víetnam og eru ...
Mótorhjólakapparnir fóru í 10 daga ferðalag um Víetnam og eru þeir sammála um að heimsóknin í fjallaþorpið til skólabarnanna standi upp úr. Ljósmynd/Aðsend

Hér má sjá myndband af heimsókninni: 

 

Ferðinni er nú lokið og er förinni heitið til Íslands þar sem Eiríkur mun starfa sem leiðsögumaður í sumar. Ferðalög, saga og mótor­hjól eru hans þrjú helstu áhuga­mál og hann veit fátt skemmtilegra en að sameina þetta þrennt og nýta reynslu sína í að leiða ís­lenska ferðalanga um Víet­nam á mótor­hjóli. Í sumar mun hann hins vegar láta ferðalög innanlands nægja. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku

15:38 Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir kynferðisbrot gegn dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar með því að hafa á árunum 2013 til 2015 ítrekað áreitt stúlkuna á heimili þeirra og í sumarbústað fjölskyldunnar. Meira »

Gagnrýndu ráðherra harðlega

15:35 Þingmenn stjórnarandstöðuflokka gagnrýndu Sigurð Inga Jóhannssonar samgönguráðherra harðlega á Alþingi í dag. Þeir sögðu það fráleit vinnubrögð að kynna ekki drög að samgönguáætlun á þingi áður en boðað var til blaðamannafundar síðasta föstudag. Meira »

Suðurnesjabúar snúi viðskiptum annað

15:00 „Ég er búinn að skrifa undir uppsögnina,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hefur ákveðið að beina tryggingaviðskiptum sínum annað eftir að VÍS hóf að loka útibúum sínum á landsbyggðinni. Vilhjálmur hafði verið í viðskiptum við félagið frá upphafi. Meira »

„Viðvarandi vandamál“ á Vesturlandi

14:45 Alls hafa 107 verið teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna í umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi það sem af er ári. Yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða viðvarandi vandamál en allt árið í fyrra voru 112 teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Meira »

Valur dæmdur í 7 ára fangelsi

14:13 Valur Lýðsson hefur verið dæmdur til sjö ára fangelsisvistar fyrir að verða bróður sínum Ragnari að bana á heimili Vals að Gýgjarhóli II í Bláskógabyggð, en dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi rétt í þessu. Meira »

„Ísland á að geta gert betur“

13:46 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, er nú staddur í Finnlandi þar sem hann ræðir meðal annars við þarlend stjórnvöld um aukið samstarf í húsnæðismálum. Ásmundur átti í dag fund með Kimmo Tiilikainen, ráðherra húsnæðismála í Finnlandi. Ásmundur segir Ísland eiga að geta gert betur. Meira »

Leiðarkerfi Strætó í Google Maps

12:35 Leiðakerfi Strætó er nú aðgengilegt á almenningssamgangna hluta Google Maps. Al­menn­ings­sam­gangna­kerfi Google inni­held­ur gögn frá um 18.000 borg­um um all­an heim, þar á meðal flest­um stærri borg­um Evr­ópu. Meira »

Dýralæknar fái tækifæri til íslenskunáms

12:30 „Þetta leysir ekki þann vanda sem Matvælastofnun stendur frammi fyrir,“ segir Charlotta Oddsdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, um frumvarp sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti fyrir ríkisstjórninni fyrir helgi. Verði frumvarpið að lögum verður ekki lengur gerð krafa um að dýralæknar sem starfa á Íslandi tali íslensku. Meira »

Vísar fullyrðingu lækna á bug

11:32 Fullyrðing þriggja lækna um að heilbrigðisráðherra ætli að færa þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna „að miklu leyti eða alfarið inn á göngudeildar sjúkrahúsanna“, er alröng að sögn ráðherra. Meira »

Íbúar hreinsi frá niðurföllum

10:50 Gert er ráð fyrir hvössum vindi og talsverðri rigningu í fyrramálið en lægð kemur upp að Reykjanesi snemma í fyrramálið. Nýjustu spár gera þó ráð fyrir því að mesta rigningin verði um 20 til 30 kílómetra vestan við Reykjavík. Meira »

VÍS endurskoði lokanir útibúa

10:39 Landssamband íslenskra verzlunarmanna (LÍV) harmar þá ákvörðun VÍS að loka átta þjónustuskrifstofum sínum á landsbyggðinni og gerir kröfu um að hún verði endurskoðuð. Meira »

Flestir frá Filippseyjum

09:30 Útlendingum frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins sem hafa fengið útgefin atvinnuleyfi vegna sérfræðiþekkingar sinnar til starfa hér á landi, hefur fjölgað mikið á seinustu þremur til fjórum árum. Meira »

Árshátíð frestað vegna ráðherraafskipta

09:06 Árshátíð Stjórnarráðsins, sem fara átti fram 6. október, hefur verið frestað til vors eftir afskipti tveggja ráðherra. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag, sem segir nokkurrar óánægju gæta meðal starfsmanna vegna afskiptasemi ráðherranna. Meira »

Almenningur hvattur til að taka þátt

08:33 Vísinda- og tækniráð Íslands efnir til opins samráðs við almenning og hagsmunaaðila um skilgreiningu þeirra framtíðaráskorana sem vísindi og rannsóknir ættu markvisst að takast á við. Meira »

Hissa á sýndareftirliti bankanna

08:30 Reikningi í eigu Samtaka hernaðarandstæðinga var lokað hjá Arion banka vegna þess að afrit vantaði af persónuskilríkjum allra stjórnarmanna. Meira »

Rekstrarskilyrði í lyfjageira versnað

08:12 Íslensk þjónustufyrirtæki á heildsölumarkaði lyfja búa á margan hátt við erfið starfsskilyrði. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon vann að beiðni Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Meira »

Brýnt að ferðafólk kolefnisjafni

07:57 „Draumurinn er að koma þessu á markað erlendis og selja kolefnisjöfnunina bæði til einstaklinga og fyrirtækja,“ segir Arngrímur Viðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Landsskóga ehf. Meira »

Hætta á hvössum vindstrengjum við fjöll

07:41 Sunnan- og síðar suðvestanátt og rigning verður á landinu fyrri hluta dags í dag. Hvassast verður við ströndina. Búast má við hvössum vindstrengjum við fjöll. Gert er ráð fyrir mikilli rigningu á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið og er fólk hvatt til að hreinsa frá niðurföllum. Meira »

Ólíklegt að farið verði á túnfisk

07:37 Ólíklegt er að Vísir hf. í Grindavík geri út á túnfiskveiðar í haust, en skipið fékk leyfi til veiðanna frá sjávarútvegsráðuneytinu í sumar. Meira »
3ja daga CANON EOS námskeið 1.- 4. okt.
3ja DAGA NÁMSKEIÐ FYRIR CANON EOS 1. - 4. OKT. ÍTARLEGT NÁMSKEIÐ FYRIR EIGE...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...