Öskrin reyndust tengjast fótbolta

Ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvaða leikur var í ...
Ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvaða leikur var í gangi en Manchester City mætti Tottenham Hotspur í gærkvöldi. AFP

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um mikil öskur og læti í húsi við Tjarnagötu á áttunda tímanum í gærkvöldi. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að fólkið var að horfa á fótboltaleik.

Töluvert var tilkynnt um hávaða í heimahúsum víða um borgina og einnig var mikið að gera í almennum ölvunarútköllum á vaktinni hjá lögreglunni í gærkvöldi og nótt.

Tilkynnt var til neyðarlínunnar um konu sem hafði dottið af hestbaki um kvöldmatarleytið og var hún flutt með sjúkrabifreið á bráðamóttöku. Lögreglan segist ekki vita hversu alvarleg meiðsl hennar eru. 

Einn er í haldi vegna líkamsárásar og ekki er vitað hversu alvarleg meiðsl fórnarlambsins eru, að því er segir í dagbók lögreglu. Þar kemur einnig fram að á fjórða tímanum hafi verið tilkynnt um rúðubrot á skemmtistað í miðborginni. Sá sem er grunaður um verknaðinn var handtekinn en látinn laus að lokinni upplýsingaöflun lögreglunnar. 

Um klukkan 22 tilkynnti leigubílstjóri um farþega sem hann var í vandræðum með vegna ölvunar og er farþeginn vistaður í fangageymslu þangað til af honum rennur.

Líkt og oft er um helgar voru þó nokkrir teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. 

Klukkan 19:55 var ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að lokinni sýnatöku.

Klukkan 21:53 var ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Á ökumanni og farþegar fundust ólögleg lyf og fíkniefni og gista þeir fangageymslu til morguns.

Klukkan 22:33 var ökumaður stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur og var hann látinn laus að lokinn sýnatöku.

Klukkan 22:46 var ökumaður stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur. Hann var látinn laus að lokinn sýnatöku.

Klukkan 02:50 var ökumaður stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur. Hann var látinn laus að lokinn sýnatöku.

Klukkan 03:05 var ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að lokinn sýnatöku.

Klukkan 03:32 var ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og einnig fundust fíkniefni á honum. Hann var látinn laus að lokinn sýnatöku. 

Klukkan 03:40 ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að lokinn sýnatöku.

Klukkan 05:20 var ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að lokinn sýnatöku.

mbl.is

Innlent »

Fjórtán verkefni tengd hjúkrunarrýmum

19:03 Alls eru fjórtán verkefni í farvatninu á vegum ríkisins tengd hjúkrunarrýmum og eru þau mislangt á veg komin. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 50 aldraðir liggja á bráðadeildum. Meira »

Báðir ökumenn fluttir á Landspítala

18:50 Ökumaður annars bílsins sem lenti í árekstri á Gaulverjabæjarvegi laust fyrir klukkan 17 í dag var fluttur á Landspítala með þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem lenti þar klukkan rúmlega 18 í kvöld. Meira »

50 hafi keypt vændi af fatlaðri konu

18:41 Grunsemdir eru uppi um að í kringum fimmtíu karlmenn hafi keypt vændi af fatlaðri konu á nokkurra mánaða tímabili. Konan hefur leitað til Bjarkarhlíðar, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Meira »

Sóttu svartfugl í jólamatinn

18:33 „Svartfuglinn er styggur og að skjóta hann er talsverð kúnst,“ segir Sævar Guðjónsson á Mjóeyri við Eskifjörð.   Meira »

Ómerktir ofnæmisvaldar í sósu

18:15 Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir eggjarauðum, sinnepi, hveiti og/eða selleríi við neyslu á „Ópal heitreyktum laxabita m/muldum pipar“ frá Ópal Sjávarfangi. Meira »

Nærri helmingur notar síma undir stýri

17:34 Hátt í helmingur landsmanna, 49%, segist hafa notað farsíma undir stýri fyrir símtöl með handfrjálsum búnaði á síðustu tólf mánuðum, en 34% segjast hafa talað í síma við akstur án handfrjáls búnaðar. Meira »

„Hafa enga skyldu til að mæta“

17:20 Miðflokkurinn segir að þeir þingmenn sem hafa verið boðaðir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi enga skyldu til að mæta. „Það er afar fátítt að þingnefndir séu notaðar í jafn augljósum pólitískum tilgangi og átti að gera. Slíkt á ekki að viðgangast.“ Meira »

Harður árekstur á Gaulverjabæjarvegi

17:03 Tveggja bíla árekstur varð á Gaulverjabæjarvegi skammt frá Hraunsá nú rétt fyrir kl 17. Slökkvilið, ásamt lögreglu og sjúkraflutningafólki, er á staðnum og unnið er að því að ná fólki út úr bílunum með klippum. Meira »

„Mig langar til að gera grín að þessu“

16:58 Kári Stefánsson lét ýmis stór orð falla á formlegri opnun jáeindaskanna á Landspítalanum í dag. Í viðtali við mbl.is ræddi hann svo meint afskiptaleysi „hrokafulls heilbrigðismálaráðherra.“ Meira »

Skorar á þingmenn að gefa jólabónusinn

16:22 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, skoraði á þingheim í dag að gefa jólabónus sinn til góðgerðamála og veifaði peningum í ræðustól Alþingis. Meira »

Dæmdir fyrir árás við Kiki

16:09 Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru í gær dæmdir í þriggja mánaða fangelsi hvor fyrir líkamsárásir á tvo dyraverði við skemmtistaðinn Kíkí í miðbæ Reykjavíkur. Eru þeir einnig fundnir sekir um að hafa ekki hlýtt fyrirmælum og að annar þeirra hafi bitið lögreglumann. Meira »

Jáeindaskanni loks formlega opnaður

15:55 Formleg opnun jáeindaskannans á Landspítalanum fór fram skömmu eftir hádegi í dag. Hann hefur verið í notkun síðan seint í sumar en er nú kominn á fullan skrið. Meira »

Dæmdur fyrir árás á barn

15:51 Karlmaður um þrítugt var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist gegn fimm ára barni í aftursæti bifreiðar við gatnamót Laugavegs og Snorrabrautar í nóvember í fyrra. Var maðurinn undir miklum áhrifum fíkniefna þegar brotið átti sér stað og sagðist ekkert muna eftir atvikinu. Meira »

„Þetta á ekki að vera svona“

15:38 „Hér er ég komin í dag til að vekja athygli á vandamáli sem hefur verið til staðar í mörg ár. Það er vandamál framhaldsskólanema af landsbyggðinni sem flytja á höfuðborgarsvæðið til að stunda nám,“ sagði Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir í jómfrúarræðu sinni á þingi. Meira »

„Mér blöskrar þetta framferði“

15:33 „Lesi maður blöðin eða veffjölmiðla í dag sér maður að fjórir þingmenn séu að stefna öryrkja,“ sagði Snæbjörn Brynjarsson undir liðnum störf þingsins á Alþingi. Ræddi hann þar um ákvörðun þingmanna Miðflokksins að senda Báru Halldórsdóttur bréf þar sem hún er boðuð til þinghalds í héraðsdómi. Meira »

Hjartað að hverfa vegna bráðnunar

14:47 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ávarpaði í dag loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fyrir Íslands hönd. Hann þakkaði IPCC fyrir skýrslu sína um loftslagsmál og lagði áherslu á að Ísland áliti hana mikilvægt leiðarljós í verkefninu sem fram undan væri. Meira »

„Hjákátlegt“ að vera boðuð til þinghalds

14:39 „Það var eiginlega bara svolítið hjákátlegt,“ segir Bára Halldórsdóttir um bréfið sem henni barst í gær þar sem hún er boðuð til þing­halds í Héraðsdómi Reykja­vík­ur vegna beiðni frá lög­manni fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna mögulegs einkamáls. Meira »

Björn Ingi nýr verkefnisstjóri almannavarna

14:01 Björn Ingi Jónsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri í almannavörnum hjá lögreglustjóranum á Suðurlandi og hefur störf um komandi áramót. Hann kemur í stað Víðis Reynissonar sem verið hefur í þessu starfi frá ársbyrjun 2016. Meira »

Fjórir mánuðir fyrir hótanir

13:54 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir hótanir og fíkniefnabrot. Þá voru gerð upptæk hjá honum tæplega 900 grömm af kannabisefnum og fjórar kannabisplöntur. Maðurinn játaði brot sín skýlaust, en hann hefur frá árinu 2013 fengið tvo dóma og verið sektaður sex sinnum fyrir fíkniefnatengd mál. Meira »