Öskrin reyndust tengjast fótbolta

Ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvaða leikur var í …
Ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvaða leikur var í gangi en Manchester City mætti Tottenham Hotspur í gærkvöldi. AFP

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um mikil öskur og læti í húsi við Tjarnagötu á áttunda tímanum í gærkvöldi. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að fólkið var að horfa á fótboltaleik.

Töluvert var tilkynnt um hávaða í heimahúsum víða um borgina og einnig var mikið að gera í almennum ölvunarútköllum á vaktinni hjá lögreglunni í gærkvöldi og nótt.

Tilkynnt var til neyðarlínunnar um konu sem hafði dottið af hestbaki um kvöldmatarleytið og var hún flutt með sjúkrabifreið á bráðamóttöku. Lögreglan segist ekki vita hversu alvarleg meiðsl hennar eru. 

Einn er í haldi vegna líkamsárásar og ekki er vitað hversu alvarleg meiðsl fórnarlambsins eru, að því er segir í dagbók lögreglu. Þar kemur einnig fram að á fjórða tímanum hafi verið tilkynnt um rúðubrot á skemmtistað í miðborginni. Sá sem er grunaður um verknaðinn var handtekinn en látinn laus að lokinni upplýsingaöflun lögreglunnar. 

Um klukkan 22 tilkynnti leigubílstjóri um farþega sem hann var í vandræðum með vegna ölvunar og er farþeginn vistaður í fangageymslu þangað til af honum rennur.

Líkt og oft er um helgar voru þó nokkrir teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. 

Klukkan 19:55 var ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að lokinni sýnatöku.

Klukkan 21:53 var ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Á ökumanni og farþegar fundust ólögleg lyf og fíkniefni og gista þeir fangageymslu til morguns.

Klukkan 22:33 var ökumaður stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur og var hann látinn laus að lokinn sýnatöku.

Klukkan 22:46 var ökumaður stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur. Hann var látinn laus að lokinn sýnatöku.

Klukkan 02:50 var ökumaður stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur. Hann var látinn laus að lokinn sýnatöku.

Klukkan 03:05 var ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að lokinn sýnatöku.

Klukkan 03:32 var ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og einnig fundust fíkniefni á honum. Hann var látinn laus að lokinn sýnatöku. 

Klukkan 03:40 ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að lokinn sýnatöku.

Klukkan 05:20 var ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að lokinn sýnatöku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert