„Þessu helvíti verður að linna“

Krakkar í Daraa í Sýrlandi ganga framhjá rústum.
Krakkar í Daraa í Sýrlandi ganga framhjá rústum. AFP

„‪Undanfarna daga hafa hvítir karlar í jakkafötum keppst við að fordæma eða fagna árásum Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands á Sýrland. Allt þetta havarí kemur stríðshrjáðum Sýrlendingum harla lítið við, enda þeirra hagsmunir ekki forgangsmál frekar en síðustu sjö árin.“

Þannig hefst færsla Þórunnar Ólafsdóttur á Facebook en hún er formaður Akkeris, samtaka áhugafólks um starf í þágu flóttamanna. Hún segist sjaldan hafa séð jafn sterk viðbrögð utan Sýrlands við árás á Sýrland, jafnvel þó þær séu nánast daglegt brauð. Fólk ýmist fagnar eða fordæmir árásirnar.

„Sennilega þarf ég að byrja á því að taka það fram að ég er friðarsinni í hjarta mínu og fyrirlít stríð, árásir og hernaðarbrölt. Í krafti forréttinda minna get ég nefnilega leyft mér að sitja í sófanum heima í friðsæla heimalandinu mínu og dæma fólk úti í heimi fyrir að finnast eitthvað annað en ég um þau mál - fólk sem virkilega hefur fengið að kenna á stríðsástandi,“ skrifar Þórunn.

Sprengjur hafa hingað til ekki stöðvað stríðið

Hún segir innsýn sína í daglegan veruleika Sýrlendinga töluverðan en þó ekki meira en svo að stríðið er ekki hluti af veruleika hennar nema úr fjarlægð. Hún segir að kjarninn í viðbrögðum okkar eigi að vera stuðningur við fólkið sjálft, ekki einhverja ruglaða karla sem taki sér alræðisvald hvar sem þeir koma. „Þessu helvíti verður að linna. Fleiri sprengjur eru eflaust ekki svarið, en í guðs bænum látið mig vita ef þið liggið á friðsamlegri lausn þessa ástands.

Þórunn Ólafsdóttir.
Þórunn Ólafsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Maður Þórunnar er Sýrlendingur og hún segir að stríðið hafi sett líf hans, fjölskyldu og næstum allra sem hann þekki úr skorðum. Stríðið hafi rústað lífi fleiri þúsunda fjölskyldna. 

Ég þekki fjölmarga Sýrlendinga sem finnast þessar loftárásir löngu tímabærar. Ég þekki Sýrlendinga sem fordæma þær. Líka fólk sem óttast framhaldið, hingað til hafa sprengjur jú ekki stöðvað þetta ógeðslega stríð og munu að öllum líkindum ekki verða það sem bindur enda á ástandið. En hvað þarf til?“ spyr Þórunn.

Hún bendir á að þegar Sýrlandsher gerði efnavopnaárás á bæinn Khan  Sheiktoun fyrir ári síðan svöruðu Bandaríkin með loftárásum, eins og núna, og svo hélt stríðið áfram. Núna virðast áhyggjur Vesturlandabúa frekar snúa að því hvort ástandið muni leiða til aukinnar ólgu milli Vesturlanda og Rússlands.

Jakkafatakallarnir hafa áhyggjur af eigin rassi

Það er sennilega ástæða þess að fleiri en áður hafa sterkar skoðanir á því sem hefur átt sér stað í Sýrlandi. Allir þessir jakkafataklæddu, ábúðarfullu karlar sem hefur hingað til verið skítsama um Sýrlendinga og unnið hörðum höndum að því að skella landamærum sínum í lás fyrir þeim, hafa engar áhyggjur af örlögum þeirra núna. Þeir hafa áhyggjur af sínum eigin rassi,“ skrifar Þórunn og bætir við að Sýrland skipti ekki máli og hafi aldrei gert. 

Hún vitnar í Khattab al-Mohammed, sem var í viðtali á mbl.is fyrr í dag. Hann sagði að yfirleitt þegar glæpamaður væri handsamaður væri hann ákærður og færður fyrir dómara. Ekki vopnið sem hann beitti við að fremja glæpinn.

Skiptir máli hvernig fólk er drepið?

Vesturveldin hafi nú ákveðið að það skipti máli hvernig fólk er drepið, ekki að það sé drepið yfir höfuð. „En það er nú svo merkilegur andskoti að fólk er alveg jafn dautt hvort sem það er skotið með byssu, sprengt í oft upp eða kæft í eitri. Meira að segja fólkið sem sveltur eða frýs í hel í evrópskum flóttamannabúðum er jafn dautt og landar þess sem kafna í klórgasi,“ skrifar Þórunn.

Loftárásum Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands hefur víða verið mótmælt.
Loftárásum Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands hefur víða verið mótmælt. AFP

Hún segist sjálf ekki hafa nein svör við því hvernig best sé að leysa þetta hræðilega ástand sem hafi fengið að viðgangast lengi. Áhugi alþjóðsamfélagsins á málinu sé líklega tímabundinn eins og áður. 

Við skulum þó muna að þessi lönd sem nú skipta sér hvað mest af hafa aldrei nokkurn tíma haft áhuga á að hjálpa sýrlendingum. Ekkert þessara landa hefur lagt sig fram við að veita Sýrlendingum á flótta skjól. Fjöldi Sýrlendinga sem hefur fengið skjól á öllum Vesturlöndum eða í Rússlandi samanlagt telur nokkur hundruð þúsund. Ef ekki væri fyrir Svíþjóð og Þýskaland værum við sennilega að tala um nokkra tugi þúsunda.

„Sýrland öskrar á hjálp“

Þórunn segir að Ísland, sem hafi tekið á móti örfáum Sýrlendingum á flótta, hafi hvorki játað né neitað að hafa stutt árásirnar aðfaranótt laugardags. „Það er þó alveg augljóst á öllum málflutningi íslenskra yfirvalda að þau hafa varla nokkra hugmynd um hvað gengur á í Sýrlandi og enga skýra stefnu eða afstöðu í málefnum Sýrlands. Ég dauðskammast mín fyrir að fylgjast með þessum fálmkenndu, liðleskjulegu fréttaviðtölum sem eru jafn innihaldslaus og allt annað sem þessu stríði tengist.“

Að lokum spyr Þórunn hvernig í ósköpunum við getum ógnað eigin mannréttindum með því að standa vörð um mannréttindi annarra. „Allt sem ef hef lært í lífinu bendir til þess að því sé akkúrat öfugt farið. Ef við brjótum mannréttindi einnar manneskju brjótum við á mannkyninu öllu - því mannréttindi eru bara orð ef þau eru ekki virt. Brotin mannréttindi þýða að öryggi okkar allra er falskt og hverfult. Kannski að valdhafar ættu að hafa það ofar í huga þegar Sýrland öskrar á hjálp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Náðist eftir eftirför

07:21 Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerki lögreglu í hverfi 104 á fjórða tímanum í nótt en náðist eftir eftirför. Ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna ásamt því að vara sviptur ökuréttindum. Hann var einn fjölmargra sem var stöðvaður í gærkvöldi og nótt fyrir akstur undir áhrifum vímuefna. Meira »

Stormur og snjókoma í kvöld

07:07 Dagurinn byrjar á klassísku vetrarveðri, suðvestanátt og éljum um landið sunnan- og vestanvert, en víða léttskýjað fyrir austan og frost um allt land. Um kvöldmatarleytið koma skil upp að landinu suðvestanverðu með suðaustan hvassviðri eða stormi og snjókomu. Meira »

Tvö útköll á dælubíla

06:58 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti tveimur brunaútköllum í nótt en í báðum tilvikum tengt eldamennsku.   Meira »

Þrír haldi vegna líkamsárásar

06:51 Lögreglan handtók þrjá menn í Hafnarfirðinum á níunda tímanum í gærkvöldi vegna líkamsárásar, vopnaburðar og vörslu fíkniefna. Mikið álag var á lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt vegna ölvunar og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Meira »

Gul viðvörun á morgun

Í gær, 22:51 Gul viðvörun er í gildi vegna hríðarveðurs annað kvöld á Suðurlandi, Vesturlandi og Suðvesturlandi. Samkvæmt Veðurstofu Íslands mun á morgun ganga í suðaustan 15-23 m/s undir kvöldið með snjókomu eða slyddu og síðar rigningu á láglendi. Búast má við erfiðum akstursskilyrðum vegna takmarkaðs skyggnis og snjó- eða krapaþekju. Meira »

Sara keppir um sæti á heimsleikunum

Í gær, 22:20 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, afrekskona í crossfit, fór vel af stað á öðrum keppnisdegi af þremur á Wodapalooza-mótinu sem fram fer í Miami um helgina. Sigurvegari á mótinu öðlast þátttökurétt á heimsleikunum í crossfit í ágúst. Meira »

Ísland eins og Havaí árið 1960

Í gær, 21:35 Erlendur Þór Magnússon gekk á Öræfajökul þegar hann var tólf ára gamall og renndi sér niður á snjóbretti. Þetta var árið 1995. Núna er hann meira fyrir sjó en snjó og leitar uppi öldur í kringum landið auk þess að mynda brimbrettafólk við iðju sína. Meira »

Viðtalið ekki á fölskum forsendum

Í gær, 21:26 Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, segir að ljóst sé að viðtal sem tekið var við Elínu Björg Ragnarsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka fiskiframleiðenda og útflytjenda og birt í fréttaskýringarþættinum Kastljósi árið 2012 hafi ekki verið tekið á fölskum forsendum. Meira »

Línumaður Þjóðverja tók yfir Twitter

Í gær, 21:10 Ísland hóf leik í millriðli 1 á heims­meist­ara­móti karla í hand­bolta þegar þeir mættu heima­mönn­um í Þýskalandi í Lanx­ess Ar­ena í Köln í kvöld. Líkt og í fyrri leikjum liðsins á mótinu fóru íslenskir Twitter-notendur mikinn og hér má sjá brot af því besta sem gekk á á meðan leiknum stóð. Meira »

Tveir með annan vinning

Í gær, 19:51 Tveir lottóspilarar fengu annan vinning í útdrætti Lottó í kvöld og hlutu þeir 166 þúsund krónur hvor. Voru miðarnir seldir á N1 Stórahjalla og í áskrift. Meira »

Ætla í aðgerðir gegn ágengum plöntum

Í gær, 19:24 Á næstunni verða mótaðar tillögur að aðgerðum gegn ágengum plöntum hjá Akureyrarbæ, en ástæða þess er að bregðast við útbreiðslu lúpínu og kerfils í Krossanesborgum og Hrísey. Krossnesborgir er fólkvangur og útivistarsvæði rétt norðan við Akureyri. Meira »

Mynduðu hjarta og minntust Ada­mowicz

Í gær, 18:39 Tugir manna komu saman við Reykjavíkurtjörn í dag til að minnast Pawel Ada­mowicz, borgarstjóra Gdansk í Póllandi, sem lést á mánudag, eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu­árás á góðgerðarviðburði kvöldið áður en hann var stung­inn í viðurvist hundraða vitna er hann flutti ávarp á sam­kom­unni. Meira »

Himinlifandi skýjum ofar eftir árangurinn

Í gær, 18:25 Rögnvaldur Ólafsson glímukappi fór glaður frá München í Þýskalandi í gær eftir að hafa séð íslenska handboltalandsliðið tryggja sér sæti í 12 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Meira »

Munu baunir bjarga mannkyni?

Í gær, 18:15 Hafragrautur í morgunmat, hrísgrjón í hádeginu og baunir í kvöldmat. Kjöt á nokkurra vikna fresti til hátíðabrigða. Einhvern veginn svona gæti matseðill þorra mannkyns litið út árið 2050, gangi ráðleggingar 37 sérfræðinga frá 16 löndum á sviði heilsu- og umhverfisverndar eftir. Meira »

Lét greipar sópa í fríhöfninni

Í gær, 17:51 Erlendur karlmaður var stöðvaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðastliðinn sunnudag vegna gruns um að hann hefði látið greipar sópa í fríhöfninni. Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn, sem átti bókað flug til London, og flutti hann á lögreglustöð. Meira »

Grafalvarlegt mál ef um „fréttafölsun“ er að ræða

Í gær, 17:37 „Það er engin spurning að þetta er grafalvarlegt mál eins og Elín Björg lýsir málavöxtum,“ segir Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri. Meira »

Kröfugerð SGS nú hluti af stefnu flokksins

Í gær, 16:50 Í dag var samþykkt á félagsfundi Sósíalistaflokks Íslands að fella kröfugerð Starfsgreinasambandsins gagnvart stjórnvöldum inn í málefnastefnu flokksins. Vísað er til þess að kröfugerð SGS hafi verið samþykkt af félögum sem hafi tæplega 60 þúsund félagsmenn. Meira »

Jensína orðin elst allra

Í gær, 16:20 Jensína Andrésdóttir náði þeim áfanga í dag að verða elst allra Íslendinga sem hafa búið hér á landi. Jensína, sem býr á Hrafnistu í Reykjavík, er 109 ára og 70 daga í dag og er vakin athygli á þessum tímamótum á Facebook-síðunni Langlífi. Meira »

17 er fyrir ömmu og afa

Í gær, 14:59 Númerið sem bræðurnir Arnór Þór og Aron Einar Gunnarssynir bera á bakinu með landsliðum Íslands í handbolta og fótbolta, 17, vísar í heimili ömmu þeirra og afa heitinna á Ísafirði en þau bjuggu í Fjarðarstræti 17. Meira »
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...