„Þessu helvíti verður að linna“

Krakkar í Daraa í Sýrlandi ganga framhjá rústum.
Krakkar í Daraa í Sýrlandi ganga framhjá rústum. AFP

„‪Undanfarna daga hafa hvítir karlar í jakkafötum keppst við að fordæma eða fagna árásum Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands á Sýrland. Allt þetta havarí kemur stríðshrjáðum Sýrlendingum harla lítið við, enda þeirra hagsmunir ekki forgangsmál frekar en síðustu sjö árin.“

Þannig hefst færsla Þórunnar Ólafsdóttur á Facebook en hún er formaður Akkeris, samtaka áhugafólks um starf í þágu flóttamanna. Hún segist sjaldan hafa séð jafn sterk viðbrögð utan Sýrlands við árás á Sýrland, jafnvel þó þær séu nánast daglegt brauð. Fólk ýmist fagnar eða fordæmir árásirnar.

„Sennilega þarf ég að byrja á því að taka það fram að ég er friðarsinni í hjarta mínu og fyrirlít stríð, árásir og hernaðarbrölt. Í krafti forréttinda minna get ég nefnilega leyft mér að sitja í sófanum heima í friðsæla heimalandinu mínu og dæma fólk úti í heimi fyrir að finnast eitthvað annað en ég um þau mál - fólk sem virkilega hefur fengið að kenna á stríðsástandi,“ skrifar Þórunn.

Sprengjur hafa hingað til ekki stöðvað stríðið

Hún segir innsýn sína í daglegan veruleika Sýrlendinga töluverðan en þó ekki meira en svo að stríðið er ekki hluti af veruleika hennar nema úr fjarlægð. Hún segir að kjarninn í viðbrögðum okkar eigi að vera stuðningur við fólkið sjálft, ekki einhverja ruglaða karla sem taki sér alræðisvald hvar sem þeir koma. „Þessu helvíti verður að linna. Fleiri sprengjur eru eflaust ekki svarið, en í guðs bænum látið mig vita ef þið liggið á friðsamlegri lausn þessa ástands.

Þórunn Ólafsdóttir.
Þórunn Ólafsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Maður Þórunnar er Sýrlendingur og hún segir að stríðið hafi sett líf hans, fjölskyldu og næstum allra sem hann þekki úr skorðum. Stríðið hafi rústað lífi fleiri þúsunda fjölskyldna. 

Ég þekki fjölmarga Sýrlendinga sem finnast þessar loftárásir löngu tímabærar. Ég þekki Sýrlendinga sem fordæma þær. Líka fólk sem óttast framhaldið, hingað til hafa sprengjur jú ekki stöðvað þetta ógeðslega stríð og munu að öllum líkindum ekki verða það sem bindur enda á ástandið. En hvað þarf til?“ spyr Þórunn.

Hún bendir á að þegar Sýrlandsher gerði efnavopnaárás á bæinn Khan  Sheiktoun fyrir ári síðan svöruðu Bandaríkin með loftárásum, eins og núna, og svo hélt stríðið áfram. Núna virðast áhyggjur Vesturlandabúa frekar snúa að því hvort ástandið muni leiða til aukinnar ólgu milli Vesturlanda og Rússlands.

Jakkafatakallarnir hafa áhyggjur af eigin rassi

Það er sennilega ástæða þess að fleiri en áður hafa sterkar skoðanir á því sem hefur átt sér stað í Sýrlandi. Allir þessir jakkafataklæddu, ábúðarfullu karlar sem hefur hingað til verið skítsama um Sýrlendinga og unnið hörðum höndum að því að skella landamærum sínum í lás fyrir þeim, hafa engar áhyggjur af örlögum þeirra núna. Þeir hafa áhyggjur af sínum eigin rassi,“ skrifar Þórunn og bætir við að Sýrland skipti ekki máli og hafi aldrei gert. 

Hún vitnar í Khattab al-Mohammed, sem var í viðtali á mbl.is fyrr í dag. Hann sagði að yfirleitt þegar glæpamaður væri handsamaður væri hann ákærður og færður fyrir dómara. Ekki vopnið sem hann beitti við að fremja glæpinn.

Skiptir máli hvernig fólk er drepið?

Vesturveldin hafi nú ákveðið að það skipti máli hvernig fólk er drepið, ekki að það sé drepið yfir höfuð. „En það er nú svo merkilegur andskoti að fólk er alveg jafn dautt hvort sem það er skotið með byssu, sprengt í oft upp eða kæft í eitri. Meira að segja fólkið sem sveltur eða frýs í hel í evrópskum flóttamannabúðum er jafn dautt og landar þess sem kafna í klórgasi,“ skrifar Þórunn.

Loftárásum Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands hefur víða verið mótmælt.
Loftárásum Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands hefur víða verið mótmælt. AFP

Hún segist sjálf ekki hafa nein svör við því hvernig best sé að leysa þetta hræðilega ástand sem hafi fengið að viðgangast lengi. Áhugi alþjóðsamfélagsins á málinu sé líklega tímabundinn eins og áður. 

Við skulum þó muna að þessi lönd sem nú skipta sér hvað mest af hafa aldrei nokkurn tíma haft áhuga á að hjálpa sýrlendingum. Ekkert þessara landa hefur lagt sig fram við að veita Sýrlendingum á flótta skjól. Fjöldi Sýrlendinga sem hefur fengið skjól á öllum Vesturlöndum eða í Rússlandi samanlagt telur nokkur hundruð þúsund. Ef ekki væri fyrir Svíþjóð og Þýskaland værum við sennilega að tala um nokkra tugi þúsunda.

„Sýrland öskrar á hjálp“

Þórunn segir að Ísland, sem hafi tekið á móti örfáum Sýrlendingum á flótta, hafi hvorki játað né neitað að hafa stutt árásirnar aðfaranótt laugardags. „Það er þó alveg augljóst á öllum málflutningi íslenskra yfirvalda að þau hafa varla nokkra hugmynd um hvað gengur á í Sýrlandi og enga skýra stefnu eða afstöðu í málefnum Sýrlands. Ég dauðskammast mín fyrir að fylgjast með þessum fálmkenndu, liðleskjulegu fréttaviðtölum sem eru jafn innihaldslaus og allt annað sem þessu stríði tengist.“

Að lokum spyr Þórunn hvernig í ósköpunum við getum ógnað eigin mannréttindum með því að standa vörð um mannréttindi annarra. „Allt sem ef hef lært í lífinu bendir til þess að því sé akkúrat öfugt farið. Ef við brjótum mannréttindi einnar manneskju brjótum við á mannkyninu öllu - því mannréttindi eru bara orð ef þau eru ekki virt. Brotin mannréttindi þýða að öryggi okkar allra er falskt og hverfult. Kannski að valdhafar ættu að hafa það ofar í huga þegar Sýrland öskrar á hjálp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Áfram vinda- og vætusamt veður

Í gær, 23:14 Engin veðurviðvörun er í gildi fyrir landið næsta sólarhringinn en það er samt sem áður vinda- og vætusamt veður í kortunum. Búast má við sunnanátt 10-20 metrum á sekúndu og rigning eða skúrum í kvöld og nótt, hvassast veðrur á Norður- og Austurlandi. Meira »

„Þetta er bara spennandi verkefni“

Í gær, 22:10 „Ég hef verið að ræða við þá undanfarnar vikur og mánuði og þeir ætla að koma hingað í kringum seinni tvo leiki Íslands á mótinu,“ segir Ingólfur Sigurðsson knattspyrnumaður í samtali við mbl.is en aðstandendur Netflix-þáttaraðarinnar Religion of Sports eru væntanlegir til Íslands í sumar til að taka upp þátt þar sem fjallað verður um Ingólf. Meira »

Dyraverðir kunni galdurinn

Í gær, 21:30 „Ég get staðið öruggari í dyrunum en áður eftir að hafa sótt þetta mikilvæga námskeið. Dyravörður á skemmtistöðum þarf að hafa góða nærveru og nálgast fólk af yfirvegun. Stundum kemur upp núningur meðal fólks en sjaldan eru mál svo alvarleg að þau megi ekki leysa með lempni. Þú átt aldrei að þurfa að fara með afli í gestina.“ Meira »

Tólf felldir út af kjörskránni

Í gær, 21:23 Hreppsnefnd Árneshrepps felldi á fundi sínum í kvöld tólf einstaklinga út af kjörskrá hreppsins vegna sveitarstjórnarkosninganna um næstu helgi. Áður hafði Þjóðskrá fellt úr gildi breytingar á lögheimilisskráningum fólksins sem hafði flutt lögheimili sín í hreppinn í vor. Meira »

Málið mjög umfangsmikið

Í gær, 20:33 Málið varðandi meint samkeppnislagabrot Eimskips og Samskipa er mjög umfangsmikið að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara. Fara hafi þurft í gegnum mikinn fjölda skjala sem skýri þann tíma sem rannsókn málsins hafi tekið. Meira »

Komu ekki landgangi að þotunni

Í gær, 20:03 Veðrið í dag setti nokkuð strik í reikninginn þegar kom að flugsamgöngum til og frá landinu.  Meira »

Telur tíðni banaslysa með því hæsta

Í gær, 19:59 11 manns, mögulega 12, hafa farist af slysförum í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi á fyrstu 5 mánuðum þessa árs. Tíðni banaslysa í umdæminu er með því hæsta sem gerist á landinu að mati Odds Árnasonar yfirlögregluþjóns. Fjöldinn jafngildi því að 120 létust af slysförum í höfuðborginni á ári. Meira »

Barnasáttmáli SÞ innleiddur í Kópavogi

Í gær, 19:58 Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í dag tillögu um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Kópavogi. Allir ellefu bæjarfulltrúar voru flutningsmenn tillögunnar sem samþykkt var einum rómi. Meira »

Prjónauppskrift er stærðfræðikúnst

Í gær, 19:35 Styrkleikar þeirra Sjafnar Kristjánsdóttur og Grétars Karls Arasonar eru sinn á hvoru sviðinu og því var augljóst hvernig verkaskiptingin yrði þegar þau stofnuðu netverslun með prjónauppskriftir fyrir rúmu ári. Meira »

Tæplega tíu þúsund hafa kosið

Í gær, 19:21 Tæplega tíu þúsund manns hafa kosið utan kjörfundar á landinu öllu samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, eða 9.873. Þá hafa 6.465 kosið hjá embættinu. Meira »

Húsbíll fauk út af veginum við Hafnarfjall

Í gær, 18:46 Fimm voru fluttir á slysadeild eftir að húsbíll fauk út af þjóðveginum undir Hafnarfjalli á sjötta tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi var bifreiðin á suðurleið en var kyrrstæð eða á mjög lítilli ferð þegar hún fauk út af veginum. Meira »

Vilja að vegurinn liggi um Teigsskóg

Í gær, 17:53 Mikill meirihluti íbúa Vestfjarða er hlynntur því að nýr vegur í Gufudalssveit verði lagður samkvæmt tillögu Vegagerðarinnar, en hún gerir ráð fyrir að vegurinn liggi að hluta til um Teigsskóg í Þorskafirði. Leiðin hefur verið kölluð Þ-H leið. Meira »

Brugðist við aukinni ásókn í þyrluna

Í gær, 17:13 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, segir ekki gott að sú staða geti komið upp að þyrla Landhelgisgæslunnar geti ekki sinnt útkalli vegna manneklu. Sú staða kom upp í sunnudag að vakt­haf­andi þyrlu­sveit gat því ekki komið til aðstoðar vegna tveggja ferðamanna sem höfðu lent í Þingvallavatni. Meira »

Vísaði kæru Pírata frá

Í gær, 17:10 Kæru Pírata í Reykjavík, vegna úthlutunar á listabókstafnum Þ til Frelsisflokksins, hefur verið vísað frá. Rökin eru þau að Píratar hafi áður notað listabókstafinn Þ og hann væri líkur listabókstafnum P sem þeir notuðu í dag. Þetta gæti því valdið ruglingi. Meira »

Vilja stytta bið eftir byggingarleyfum

Í gær, 16:19 Viðreisn ætlar að stytta biðtíma eftir byggingarleyfum í Reykjavík. Flokkurinn vill skipa starfshóp til að yfirfara ferli vegna veitingar byggingarleyfa sem mun hafa það markmið að fækka stjórnsýsluskrefum vegna veitingar byggingarleyfa og stytta afgreiðslutíma. Meira »

24 sóttu um embætti forstjóra

Í gær, 16:15 Alls sóttu 24 um embætti forstjóra Vegagerðarinnar. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipar í embættið til fimm ára og er miðað við að skipunin taki gildi 1. júlí. Meira »

Sömdu um stofnframlag vegna fjögurra íbúða

Í gær, 16:00 Undirritað var samkomulag um stofnframlag vegna kaupa á fjórum íbúðum í Kópavogi í dag. Kópavogsbær mun sjá um úthlutanir íbúðanna af biðlista eftir leiguíbúðir hjá Brynju – Hússjóð ÖBÍ og Kópavogsbæ. Meira »

Helmingurinn andvígur veggjöldum

Í gær, 15:00 Helmingur landsmanna er andvígur innheimtu veggjalda til þess að standa straum af rekstri þjóðvega á Íslandi samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem MMR gerði dagana 13.-19. apríl og birtar voru í dag. Meira »

„Ein stór svikamylla“

Í gær, 15:00 „Þetta er náttúrulega ein stór svikamylla,” sagði Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari í máli gegn fyrrverandi eiganda netverslanna buy.is og bestbuy.is í Landsrétti. Meira »
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Rafstöðvar Bændur-verktakar-ferðaþjónusta
Eigum á lager, Deutz vatnskældar 50 kw 1500 snún gæðastöðvar á grind m/olíutan...
Kínverskur antik skápur
Mjög glæsilegur kínverskur antik skápur til sölu. Hæð 2.20 Breidd 1.50 Þykkt ...
Toyota Corolla Wagon 1.6 SOL 2005 ek 92 þús
Ekinn 91 þús km Beinskiptur AC Digital miðstöð Aksturtölva 2 eigendur Sko...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. ...
Yfirlæknir á sviði eftirlits
Heilbrigðisþjónusta
Yfirlæknir á sviði e?irlits Embæ? lan...
Utankjörfundaratkvæðisgreiðsla
Tilkynningar
Auglýsing vegna utankjörfundaratkvæðagre...
Kennarar
Afgreiðsla/verslun
Okkur vantar kennara í Borgarhólsskó...