„Þessu helvíti verður að linna“

Krakkar í Daraa í Sýrlandi ganga framhjá rústum.
Krakkar í Daraa í Sýrlandi ganga framhjá rústum. AFP

„‪Undanfarna daga hafa hvítir karlar í jakkafötum keppst við að fordæma eða fagna árásum Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands á Sýrland. Allt þetta havarí kemur stríðshrjáðum Sýrlendingum harla lítið við, enda þeirra hagsmunir ekki forgangsmál frekar en síðustu sjö árin.“

Þannig hefst færsla Þórunnar Ólafsdóttur á Facebook en hún er formaður Akkeris, samtaka áhugafólks um starf í þágu flóttamanna. Hún segist sjaldan hafa séð jafn sterk viðbrögð utan Sýrlands við árás á Sýrland, jafnvel þó þær séu nánast daglegt brauð. Fólk ýmist fagnar eða fordæmir árásirnar.

„Sennilega þarf ég að byrja á því að taka það fram að ég er friðarsinni í hjarta mínu og fyrirlít stríð, árásir og hernaðarbrölt. Í krafti forréttinda minna get ég nefnilega leyft mér að sitja í sófanum heima í friðsæla heimalandinu mínu og dæma fólk úti í heimi fyrir að finnast eitthvað annað en ég um þau mál - fólk sem virkilega hefur fengið að kenna á stríðsástandi,“ skrifar Þórunn.

Sprengjur hafa hingað til ekki stöðvað stríðið

Hún segir innsýn sína í daglegan veruleika Sýrlendinga töluverðan en þó ekki meira en svo að stríðið er ekki hluti af veruleika hennar nema úr fjarlægð. Hún segir að kjarninn í viðbrögðum okkar eigi að vera stuðningur við fólkið sjálft, ekki einhverja ruglaða karla sem taki sér alræðisvald hvar sem þeir koma. „Þessu helvíti verður að linna. Fleiri sprengjur eru eflaust ekki svarið, en í guðs bænum látið mig vita ef þið liggið á friðsamlegri lausn þessa ástands.

Þórunn Ólafsdóttir.
Þórunn Ólafsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Maður Þórunnar er Sýrlendingur og hún segir að stríðið hafi sett líf hans, fjölskyldu og næstum allra sem hann þekki úr skorðum. Stríðið hafi rústað lífi fleiri þúsunda fjölskyldna. 

Ég þekki fjölmarga Sýrlendinga sem finnast þessar loftárásir löngu tímabærar. Ég þekki Sýrlendinga sem fordæma þær. Líka fólk sem óttast framhaldið, hingað til hafa sprengjur jú ekki stöðvað þetta ógeðslega stríð og munu að öllum líkindum ekki verða það sem bindur enda á ástandið. En hvað þarf til?“ spyr Þórunn.

Hún bendir á að þegar Sýrlandsher gerði efnavopnaárás á bæinn Khan  Sheiktoun fyrir ári síðan svöruðu Bandaríkin með loftárásum, eins og núna, og svo hélt stríðið áfram. Núna virðast áhyggjur Vesturlandabúa frekar snúa að því hvort ástandið muni leiða til aukinnar ólgu milli Vesturlanda og Rússlands.

Jakkafatakallarnir hafa áhyggjur af eigin rassi

Það er sennilega ástæða þess að fleiri en áður hafa sterkar skoðanir á því sem hefur átt sér stað í Sýrlandi. Allir þessir jakkafataklæddu, ábúðarfullu karlar sem hefur hingað til verið skítsama um Sýrlendinga og unnið hörðum höndum að því að skella landamærum sínum í lás fyrir þeim, hafa engar áhyggjur af örlögum þeirra núna. Þeir hafa áhyggjur af sínum eigin rassi,“ skrifar Þórunn og bætir við að Sýrland skipti ekki máli og hafi aldrei gert. 

Hún vitnar í Khattab al-Mohammed, sem var í viðtali á mbl.is fyrr í dag. Hann sagði að yfirleitt þegar glæpamaður væri handsamaður væri hann ákærður og færður fyrir dómara. Ekki vopnið sem hann beitti við að fremja glæpinn.

Skiptir máli hvernig fólk er drepið?

Vesturveldin hafi nú ákveðið að það skipti máli hvernig fólk er drepið, ekki að það sé drepið yfir höfuð. „En það er nú svo merkilegur andskoti að fólk er alveg jafn dautt hvort sem það er skotið með byssu, sprengt í oft upp eða kæft í eitri. Meira að segja fólkið sem sveltur eða frýs í hel í evrópskum flóttamannabúðum er jafn dautt og landar þess sem kafna í klórgasi,“ skrifar Þórunn.

Loftárásum Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands hefur víða verið mótmælt.
Loftárásum Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands hefur víða verið mótmælt. AFP

Hún segist sjálf ekki hafa nein svör við því hvernig best sé að leysa þetta hræðilega ástand sem hafi fengið að viðgangast lengi. Áhugi alþjóðsamfélagsins á málinu sé líklega tímabundinn eins og áður. 

Við skulum þó muna að þessi lönd sem nú skipta sér hvað mest af hafa aldrei nokkurn tíma haft áhuga á að hjálpa sýrlendingum. Ekkert þessara landa hefur lagt sig fram við að veita Sýrlendingum á flótta skjól. Fjöldi Sýrlendinga sem hefur fengið skjól á öllum Vesturlöndum eða í Rússlandi samanlagt telur nokkur hundruð þúsund. Ef ekki væri fyrir Svíþjóð og Þýskaland værum við sennilega að tala um nokkra tugi þúsunda.

„Sýrland öskrar á hjálp“

Þórunn segir að Ísland, sem hafi tekið á móti örfáum Sýrlendingum á flótta, hafi hvorki játað né neitað að hafa stutt árásirnar aðfaranótt laugardags. „Það er þó alveg augljóst á öllum málflutningi íslenskra yfirvalda að þau hafa varla nokkra hugmynd um hvað gengur á í Sýrlandi og enga skýra stefnu eða afstöðu í málefnum Sýrlands. Ég dauðskammast mín fyrir að fylgjast með þessum fálmkenndu, liðleskjulegu fréttaviðtölum sem eru jafn innihaldslaus og allt annað sem þessu stríði tengist.“

Að lokum spyr Þórunn hvernig í ósköpunum við getum ógnað eigin mannréttindum með því að standa vörð um mannréttindi annarra. „Allt sem ef hef lært í lífinu bendir til þess að því sé akkúrat öfugt farið. Ef við brjótum mannréttindi einnar manneskju brjótum við á mannkyninu öllu - því mannréttindi eru bara orð ef þau eru ekki virt. Brotin mannréttindi þýða að öryggi okkar allra er falskt og hverfult. Kannski að valdhafar ættu að hafa það ofar í huga þegar Sýrland öskrar á hjálp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kóprabjalla og lirfur finnast  í hundafóðri

15:58 Kóprabjalla og lirfur hafa fundist í innfluttu hundafóðri og vekur Matvælastofnun athygli á þessi á vef sínum. Um er að ræða kóprabjöllur (Necrobia rufibes) og lirfur þeirra, sem fundist hafa í tveimur lotum af Hill's gæludýrafóðrinu Prescription Diet, Canine Z/D. Meira »

Taki aðstöðu nemenda til endurskoðunar

15:57 Fræðsluráð Hafnafjarðar vill að stjórnendur Áslandsskóla taki til endurskoðunar aðstöðu nemenda í matarhléum. Þetta kemur fram í svari fræðslustjóra Hafnafjarðarbæjar, sem segir erindi umboðsmanns barna um mataraðstöðu barna í skólanum verða tekið fyrir á næsta fundi skólaráðs Áslandsskóla. Meira »

Minna álag með styttri vinnuviku

14:58 Stytting vinnuvikunnar hefur almennt haft jákvæð áhrif á starfsfólk Reykjavíkurborgar og ríkisins, en viðmælendur í skýrslu sem unnin var fyrir BSRB fundu almennt fyrir jákvæðum áhrifum á líkamlega og andlega líðan. Þá gerði stytting vinnuviku starf á vinnustöðum markvissara og dró úr veikindum. Meira »

Fái upplýsingar um lífshættulegt ástand

14:41 Ef nýtt frumvarp um breytingar á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, nær fram að ganga, verður hægt að nálgast einstaklinga að fyrra bragði og veita þeim upplýsingar um lífshættulegt ástand þeirra sem kemur í ljós við vísindarannsóknir eða við framkvæmd gagnarannsókna. Meira »

Dæmdur fyrir að hóta lögreglu ítrekað

14:13 Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hóta ítrekað lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra lífláti. Þá var hann einnig fundinn sekur um að hafa ekið bifreið undir áhrifum vímuefna, en hann mældist með amfetamín, MDMA og slævandi lyf í blóði sínu. Meira »

Harmar alvarlegar ásakanir

14:03 Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar alvarlegar ásakanir sem hún segir hafa komið í garð félagsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin hefur sent fjölmiðlum en þar segir hún Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, sem boðað hefur framboð í komandi formannskosningum félagsins, hafa farið fram með órökstuddum staðhæfingum um að félagið hafi brotið gegn félagsmönnum. Meira »

Ætla að bæta stöðu barna innflytjenda

13:58 Tillaga um að bæta stöðu barna með annað móðurmál en íslensku í skólakerfinu var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. Tvær keimlíkar tillögur um þetta efni voru á dagskrá borgarstjórnar í gær, ein frá Sjálfstæðisflokki og önnur frá meirihluta borgarstjórnar. Að lokum náðist sátt um eina. Meira »

Stöldrum við á hamstrahjólinu

12:30 Félagslegur stöðugleiki er gríðarlega mikilvægur og jafnmikilvægur og efnahagslegur stöðugleiki. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á 45. þingi BSRB á Hilton hótel Nordica í morgun. Meira »

„Eðalsíld sem er þarna á ferðinni“

12:11 „Við fengum aflann í fjórum holum á einum sólarhring. Tvo hol gáfu 450 tonn, eitt 350 og eitt um 250. Aflinn fékkst norðaustast í færeysku lögsögunni og það er eðalsíld sem er þarna á ferðinni,“ segir Óli Hans Gestsson, stýrimaður á Berki NK, en von er á skipinu til Neskaupstaðar með 1.500 tonn af síld núna í hádeginu, eftir að hafa lagt af stað af síldarmiðunum í gærmorgun. Meira »

„Svei þér Eyþór Arnalds“

11:51 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það geri hana hrygga og hissa, en líka alveg „ótrúlega brjálaða“ að hlusta á Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, „hamast“ á Degi B. Eggertssyni borgarstjóra vegna braggamálsins svokallaða á meðan hann er í veikindaleyfi. Meira »

Baldur: „Winter is coming“

11:50 „Winter is coming,“ eða vetur kemur, sagði Baldur Borgþórsson, borgarfulltrúi Miðflokksins, á borgarstjórnarfundi í gær, þegar hann lagði til óháða úttekt á framkvæmdum við Hlemm. Þar vísaði hann til þess að fara þyrfti yfir mörg mál þar sem framúrkeyrsla í framkvæmdum borgarinnar yrði skoðuð. Meira »

Aðeins tveir fengið skattskrána

11:45 Einungis tveir aðilar hafa fengið skattskrá allra Íslendinga yfir 18 ára afhenta frá ríkisskattstjóra og koma þannig til greina sem aðilar á bak við vefsíðuna tekjur.is „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef frá starfsmönnum ríkisskattstjóra þá hafa bara tveir aðilar fengið þetta á pappír.“ Meira »

Staða geðsjúkra fanga grafalvarleg

11:40 „Í fyrsta lagi held ég að þetta ástand sé grafalvarlegt og búið að vera mjög lengi,“ segir Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, um stöðu geðsjúkra fanga. Hann hefur gert forsætisráðherra viðvart vegna skorts á skýrum svörum frá dóms­mála- og heil­brigðisráðuneyt­i vegna málsins. Meira »

Fulltrúi ráðuneytis á fund vegna skýrslu

11:32 Starfshópur sem vann áfangaskýrslu um störf og starfshætti Samgöngustofu kom á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í gær til að fara yfir skýrsluna og þær athugasemdir sem settar eru fram í henni. Meira »

Eiga bætt kjör bara við suma?

11:19 „Yfirskrift þingsins er bætt kjör, betra samfélag,“ sagði Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, í opnunarávarpi sínu á 45. þingi BSRB á Hilton hótel Nordica í morgun. Hún sagði að BSRB vildi gera allt til að bæta lífskjör launafólks í landinu. Meira »

32 milljónir fyrir aðkeypta vinnu

11:00 Forsætisráðuneytið hefur gert verksamninga um aðkeypta ráðgjöf, sérverkefni og verkefnisstjórn við 23 aðila frá því að sitjandi ríkisstjórn tók við. 8. október síðastliðinn hafði ráðuneytið greitt 32.646.798 kr. vegna þessara verkefna. Meira »

Allt að 19 mánaða bið eftir svari

10:46 Lengsti tími sem embætti umboðsmanns Alþingis hefur þurft að bíða eftir svörum ráðuneytis við fyrirspurnum sínum við úrvinnslu kvartana frá almenningi er eitt ár og sjö mánuðir. Þetta er meðal þess sem kom fram á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með umboðsmanni Alþingis. Meira »

Varað við óviðeigandi mannaferðum

10:33 Á Facebook-síðu Seltjarnarnesbæjar er varað við óviðeigandi mannaferðum sem sést hefur til á undanförnum dögum í bænum. Segir að þar hafi menn skimað inn í garða, götur og innkeyrslur og tekið ljósmyndir, jafnvel í rökkri. Meira »

Kvörtunum fækkar milli ára

10:09 389 kvartanir og erindi bárust umboðsmanni Alþingis í fyrra og eru það 6,9% færri mál en árið á undan. Kvörtunum hefur fækkað síðustu ár en á árunum 2011 til 2014 voru kvartanir að jafnaði í kringum 500. Langalgengasta umkvörtunarefnið, líkt og fyrri ár, er tafir á afgreiðslu mála hjá hinu opinbera eða rúmur fimmtungur. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Stórkostlegt úrval af Nuddbekkjum frá 46.000 ....
Stórkostlegt úrval af Nuddbekkjum frá 46.000 .... www.egat.is sími 8626194...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. titaniumpör á fínu verði. Sérsmíði, framleiðsla og...
byggingu og endurnýjun verk
Ég mun gera allar minniháttar byggingar og endurbætur. Skrifaðu tölvupóstfang r....