„Þessu helvíti verður að linna“

Krakkar í Daraa í Sýrlandi ganga framhjá rústum.
Krakkar í Daraa í Sýrlandi ganga framhjá rústum. AFP

„‪Undanfarna daga hafa hvítir karlar í jakkafötum keppst við að fordæma eða fagna árásum Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands á Sýrland. Allt þetta havarí kemur stríðshrjáðum Sýrlendingum harla lítið við, enda þeirra hagsmunir ekki forgangsmál frekar en síðustu sjö árin.“

Þannig hefst færsla Þórunnar Ólafsdóttur á Facebook en hún er formaður Akkeris, samtaka áhugafólks um starf í þágu flóttamanna. Hún segist sjaldan hafa séð jafn sterk viðbrögð utan Sýrlands við árás á Sýrland, jafnvel þó þær séu nánast daglegt brauð. Fólk ýmist fagnar eða fordæmir árásirnar.

„Sennilega þarf ég að byrja á því að taka það fram að ég er friðarsinni í hjarta mínu og fyrirlít stríð, árásir og hernaðarbrölt. Í krafti forréttinda minna get ég nefnilega leyft mér að sitja í sófanum heima í friðsæla heimalandinu mínu og dæma fólk úti í heimi fyrir að finnast eitthvað annað en ég um þau mál - fólk sem virkilega hefur fengið að kenna á stríðsástandi,“ skrifar Þórunn.

Sprengjur hafa hingað til ekki stöðvað stríðið

Hún segir innsýn sína í daglegan veruleika Sýrlendinga töluverðan en þó ekki meira en svo að stríðið er ekki hluti af veruleika hennar nema úr fjarlægð. Hún segir að kjarninn í viðbrögðum okkar eigi að vera stuðningur við fólkið sjálft, ekki einhverja ruglaða karla sem taki sér alræðisvald hvar sem þeir koma. „Þessu helvíti verður að linna. Fleiri sprengjur eru eflaust ekki svarið, en í guðs bænum látið mig vita ef þið liggið á friðsamlegri lausn þessa ástands.

Þórunn Ólafsdóttir.
Þórunn Ólafsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Maður Þórunnar er Sýrlendingur og hún segir að stríðið hafi sett líf hans, fjölskyldu og næstum allra sem hann þekki úr skorðum. Stríðið hafi rústað lífi fleiri þúsunda fjölskyldna. 

Ég þekki fjölmarga Sýrlendinga sem finnast þessar loftárásir löngu tímabærar. Ég þekki Sýrlendinga sem fordæma þær. Líka fólk sem óttast framhaldið, hingað til hafa sprengjur jú ekki stöðvað þetta ógeðslega stríð og munu að öllum líkindum ekki verða það sem bindur enda á ástandið. En hvað þarf til?“ spyr Þórunn.

Hún bendir á að þegar Sýrlandsher gerði efnavopnaárás á bæinn Khan  Sheiktoun fyrir ári síðan svöruðu Bandaríkin með loftárásum, eins og núna, og svo hélt stríðið áfram. Núna virðast áhyggjur Vesturlandabúa frekar snúa að því hvort ástandið muni leiða til aukinnar ólgu milli Vesturlanda og Rússlands.

Jakkafatakallarnir hafa áhyggjur af eigin rassi

Það er sennilega ástæða þess að fleiri en áður hafa sterkar skoðanir á því sem hefur átt sér stað í Sýrlandi. Allir þessir jakkafataklæddu, ábúðarfullu karlar sem hefur hingað til verið skítsama um Sýrlendinga og unnið hörðum höndum að því að skella landamærum sínum í lás fyrir þeim, hafa engar áhyggjur af örlögum þeirra núna. Þeir hafa áhyggjur af sínum eigin rassi,“ skrifar Þórunn og bætir við að Sýrland skipti ekki máli og hafi aldrei gert. 

Hún vitnar í Khattab al-Mohammed, sem var í viðtali á mbl.is fyrr í dag. Hann sagði að yfirleitt þegar glæpamaður væri handsamaður væri hann ákærður og færður fyrir dómara. Ekki vopnið sem hann beitti við að fremja glæpinn.

Skiptir máli hvernig fólk er drepið?

Vesturveldin hafi nú ákveðið að það skipti máli hvernig fólk er drepið, ekki að það sé drepið yfir höfuð. „En það er nú svo merkilegur andskoti að fólk er alveg jafn dautt hvort sem það er skotið með byssu, sprengt í oft upp eða kæft í eitri. Meira að segja fólkið sem sveltur eða frýs í hel í evrópskum flóttamannabúðum er jafn dautt og landar þess sem kafna í klórgasi,“ skrifar Þórunn.

Loftárásum Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands hefur víða verið mótmælt.
Loftárásum Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands hefur víða verið mótmælt. AFP

Hún segist sjálf ekki hafa nein svör við því hvernig best sé að leysa þetta hræðilega ástand sem hafi fengið að viðgangast lengi. Áhugi alþjóðsamfélagsins á málinu sé líklega tímabundinn eins og áður. 

Við skulum þó muna að þessi lönd sem nú skipta sér hvað mest af hafa aldrei nokkurn tíma haft áhuga á að hjálpa sýrlendingum. Ekkert þessara landa hefur lagt sig fram við að veita Sýrlendingum á flótta skjól. Fjöldi Sýrlendinga sem hefur fengið skjól á öllum Vesturlöndum eða í Rússlandi samanlagt telur nokkur hundruð þúsund. Ef ekki væri fyrir Svíþjóð og Þýskaland værum við sennilega að tala um nokkra tugi þúsunda.

„Sýrland öskrar á hjálp“

Þórunn segir að Ísland, sem hafi tekið á móti örfáum Sýrlendingum á flótta, hafi hvorki játað né neitað að hafa stutt árásirnar aðfaranótt laugardags. „Það er þó alveg augljóst á öllum málflutningi íslenskra yfirvalda að þau hafa varla nokkra hugmynd um hvað gengur á í Sýrlandi og enga skýra stefnu eða afstöðu í málefnum Sýrlands. Ég dauðskammast mín fyrir að fylgjast með þessum fálmkenndu, liðleskjulegu fréttaviðtölum sem eru jafn innihaldslaus og allt annað sem þessu stríði tengist.“

Að lokum spyr Þórunn hvernig í ósköpunum við getum ógnað eigin mannréttindum með því að standa vörð um mannréttindi annarra. „Allt sem ef hef lært í lífinu bendir til þess að því sé akkúrat öfugt farið. Ef við brjótum mannréttindi einnar manneskju brjótum við á mannkyninu öllu - því mannréttindi eru bara orð ef þau eru ekki virt. Brotin mannréttindi þýða að öryggi okkar allra er falskt og hverfult. Kannski að valdhafar ættu að hafa það ofar í huga þegar Sýrland öskrar á hjálp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Euro Market-rannsóknin á lokametrunum

11:50 Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á svo nefndu Euro Market-máli er nú á lokametrunum að sögn Margeirs Sveinssonar yfirlögregluþjóns. „Það er verið að klára það,“ segir Margeir. „Það fer til héraðssaksóknara á næstunni.“ Meira »

Styrkja útgáfu 55 verka

11:38 Miðstöð íslenskra bókmennta hefur nú úthlutað 30 milljónum króna í útgáfustyrki til 55 verka og það er hækkun um 6,5 milljónir króna milli ára. Alls bárust 93 umsóknir og sótt var um ríflega 90 milljónir króna. Meira »

Guðmundur Helgi nýr formaður VM

11:26 Guðmundur Helgi Þórarinsson var í gær kjörinn formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM) með 51,50% atkvæða.  Meira »

Mynduðu kross á Heimakletti

11:18 Um fjörutíu núverandi og fyrrverandi nemendur Grunnskólans í Vestmannaeyjum gengu upp á Heimaklett í gærkvöldi og tendruðu ljós til minningar um Sigurlás Þorleifsson, skólastjóra skólans, sem varð bráðkvaddur í göngu á Heimakletti síðastliðið þriðjudagskvöld. Meira »

Laxeldið mikilvægasta málið

11:15 Fiskeldi við Ísafjarðardjúp, sálfræðiþjónusta, samgöngur og íþrótta- og tómstundamál eru ofarlega í huga menntaskólanemanna Hákons Ernis Hrafnssonar og Kristínar Helgu Hagbarðsdóttur fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Meira »

Hvað langar mig að læra?

11:10 „Það er mjög mikið af köttum í Reykjavík, ég hef tekið eftir því,“ segir bandaríski spennusagnahöfundurinn Dan Brown brosandi þegar hann snýr til baka úr gönguferð um miðborgina. Og hann bætir við að kettirnir séu vinalegir. Meira »

Rannsókn Skáksambandsmálsins enn í gangi

10:40 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur enn að því að afla gagna í Skáksambandsmálinu svo kallaða. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Meira »

Fékk aðsvif í miðri sýningu

10:56 Leiksýningin Fólk, staðir og hlutir var stöðvuð eftir um hálftíma í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi eftir að einn af leikurunum, Björn Thors, fékk skyndilegt aðsvif uppi á sviði. Að sögn Kristínar Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra var Björn fluttur á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir rannsóknir. Meira »

Stór dagur fyrir Landspítalann

10:32 Í morgun birtist auglýsing um útboð á framkvæmdum við nýja Landspítalann við Hringbraut. Þar eru boðaðar miklar framkvæmdir, m.a. uprif gatna, göng undir Snorrabraut og fleira. Meira »

Ákærður fyrir að slá mann með kaffibolla

10:17 Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa í sumarbústað í ágúst árið 2015 slegið annan mann með kaffibolla og veitt honum högg í andlitið. Meira »

Ákærð fyrir fljótandi kókaín

10:06 Portúgölsk kona hefur verið ákærð af embætti héraðssaksóknara fyrir að hafa flutt 2.100 ml af vökva sem innihélt kókaín til landsins í lok síðasta árs. Var styrkleiki blöndunnar 51% og var kókaínið ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni að því er fram kemur í ákæru málsins. Meira »

Má ekki svara Heimi Hallgríms

09:40 Um mánaðamótin hækka sektir verulega og þeir sem nota síma, án handfrjáls búnaðar, gætu þurft að borga 40 þúsund krónur í sekt. Meira »

Bergur Ebbi og Ólafur Stefánsson í stjórn UN Women

09:36 Bergur Ebbi Benediktsson, rithöfundur, ljóðskáld og ritgerðasmiður, og Ólafur Stefánsson, „hjartisti“ og frumkvöðull, voru kjörnir nýir inn í stjórn UN Women á Íslandi í gær. Meira »

Fyrsta konan sem verður alþjóðaforseti Lions

08:18 Íslenskir Lionsmenn heiðruðu Guðrúnu Björtu Yngvadóttur í Hörpunni í gær í tilefni af því að hún verður kjörin alþjóðaforseti Lionshreyfingarinnar. Meira »

Útboð á framkvæmdum við nýjan spítala

08:07 Nýr Landspítali ohf. hefur auglýst útboð, í samstarfi við Ríkiskaup og Framkvæmdasýslu ríkisins, vegna framkvæmda við Hringbrautarverkefnið. Um er að ræða framkvæmdir vegna jarðvinnu fyrir meðferðarkjarnann, götur, göngustíga, bílastæði og annan lóðafrágang, ásamt fyrirhuguðum bílakjallara. Meira »

Allir geta grætt á náttúruvernd

08:45 „Við Íslendingar erum enn fastir í þeim hugmyndum að ekki sé hægt að vernda svæði öðruvísi en að þar megi þá ekkert gera nema að anda,“ segir Sigurður Gísli Pálmason, stofnandi samtakanna Hrífandi sem standa fyrir ráðstefnu um verndarsvæði og þróun byggðar á morgun. Meira »

Verða að vinna stóru málin

08:11 Það kom Sigríði Ó. Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, alls ekki á óvart að heyra að í samtölum blaðamanns við Vestfirðinga um stærstu málin fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hefðu mál sem fremur heyra undir ríkisvaldið en sveitarfélögin ítrekað verið nefnd. Meira »

Nýr fjölskylduvefur á mbl.is

07:57 Í dag verður hleypt af stokkunum nýjum undirvef mbl.is, með nafnið Fjölskyldan. Vefurinn verður í umsjá Dóru Magnúsdóttur fjölmiðlafræðings, en hún starfaði á árum áður á fréttadeild Morgunblaðsins. Meira »
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa klþ 9 og j...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Samkoma
Félagsstarf
Bænasamkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...