„Þessu helvíti verður að linna“

Krakkar í Daraa í Sýrlandi ganga framhjá rústum.
Krakkar í Daraa í Sýrlandi ganga framhjá rústum. AFP

„‪Undanfarna daga hafa hvítir karlar í jakkafötum keppst við að fordæma eða fagna árásum Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands á Sýrland. Allt þetta havarí kemur stríðshrjáðum Sýrlendingum harla lítið við, enda þeirra hagsmunir ekki forgangsmál frekar en síðustu sjö árin.“

Þannig hefst færsla Þórunnar Ólafsdóttur á Facebook en hún er formaður Akkeris, samtaka áhugafólks um starf í þágu flóttamanna. Hún segist sjaldan hafa séð jafn sterk viðbrögð utan Sýrlands við árás á Sýrland, jafnvel þó þær séu nánast daglegt brauð. Fólk ýmist fagnar eða fordæmir árásirnar.

„Sennilega þarf ég að byrja á því að taka það fram að ég er friðarsinni í hjarta mínu og fyrirlít stríð, árásir og hernaðarbrölt. Í krafti forréttinda minna get ég nefnilega leyft mér að sitja í sófanum heima í friðsæla heimalandinu mínu og dæma fólk úti í heimi fyrir að finnast eitthvað annað en ég um þau mál - fólk sem virkilega hefur fengið að kenna á stríðsástandi,“ skrifar Þórunn.

Sprengjur hafa hingað til ekki stöðvað stríðið

Hún segir innsýn sína í daglegan veruleika Sýrlendinga töluverðan en þó ekki meira en svo að stríðið er ekki hluti af veruleika hennar nema úr fjarlægð. Hún segir að kjarninn í viðbrögðum okkar eigi að vera stuðningur við fólkið sjálft, ekki einhverja ruglaða karla sem taki sér alræðisvald hvar sem þeir koma. „Þessu helvíti verður að linna. Fleiri sprengjur eru eflaust ekki svarið, en í guðs bænum látið mig vita ef þið liggið á friðsamlegri lausn þessa ástands.

Þórunn Ólafsdóttir.
Þórunn Ólafsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Maður Þórunnar er Sýrlendingur og hún segir að stríðið hafi sett líf hans, fjölskyldu og næstum allra sem hann þekki úr skorðum. Stríðið hafi rústað lífi fleiri þúsunda fjölskyldna. 

Ég þekki fjölmarga Sýrlendinga sem finnast þessar loftárásir löngu tímabærar. Ég þekki Sýrlendinga sem fordæma þær. Líka fólk sem óttast framhaldið, hingað til hafa sprengjur jú ekki stöðvað þetta ógeðslega stríð og munu að öllum líkindum ekki verða það sem bindur enda á ástandið. En hvað þarf til?“ spyr Þórunn.

Hún bendir á að þegar Sýrlandsher gerði efnavopnaárás á bæinn Khan  Sheiktoun fyrir ári síðan svöruðu Bandaríkin með loftárásum, eins og núna, og svo hélt stríðið áfram. Núna virðast áhyggjur Vesturlandabúa frekar snúa að því hvort ástandið muni leiða til aukinnar ólgu milli Vesturlanda og Rússlands.

Jakkafatakallarnir hafa áhyggjur af eigin rassi

Það er sennilega ástæða þess að fleiri en áður hafa sterkar skoðanir á því sem hefur átt sér stað í Sýrlandi. Allir þessir jakkafataklæddu, ábúðarfullu karlar sem hefur hingað til verið skítsama um Sýrlendinga og unnið hörðum höndum að því að skella landamærum sínum í lás fyrir þeim, hafa engar áhyggjur af örlögum þeirra núna. Þeir hafa áhyggjur af sínum eigin rassi,“ skrifar Þórunn og bætir við að Sýrland skipti ekki máli og hafi aldrei gert. 

Hún vitnar í Khattab al-Mohammed, sem var í viðtali á mbl.is fyrr í dag. Hann sagði að yfirleitt þegar glæpamaður væri handsamaður væri hann ákærður og færður fyrir dómara. Ekki vopnið sem hann beitti við að fremja glæpinn.

Skiptir máli hvernig fólk er drepið?

Vesturveldin hafi nú ákveðið að það skipti máli hvernig fólk er drepið, ekki að það sé drepið yfir höfuð. „En það er nú svo merkilegur andskoti að fólk er alveg jafn dautt hvort sem það er skotið með byssu, sprengt í oft upp eða kæft í eitri. Meira að segja fólkið sem sveltur eða frýs í hel í evrópskum flóttamannabúðum er jafn dautt og landar þess sem kafna í klórgasi,“ skrifar Þórunn.

Loftárásum Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands hefur víða verið mótmælt.
Loftárásum Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands hefur víða verið mótmælt. AFP

Hún segist sjálf ekki hafa nein svör við því hvernig best sé að leysa þetta hræðilega ástand sem hafi fengið að viðgangast lengi. Áhugi alþjóðsamfélagsins á málinu sé líklega tímabundinn eins og áður. 

Við skulum þó muna að þessi lönd sem nú skipta sér hvað mest af hafa aldrei nokkurn tíma haft áhuga á að hjálpa sýrlendingum. Ekkert þessara landa hefur lagt sig fram við að veita Sýrlendingum á flótta skjól. Fjöldi Sýrlendinga sem hefur fengið skjól á öllum Vesturlöndum eða í Rússlandi samanlagt telur nokkur hundruð þúsund. Ef ekki væri fyrir Svíþjóð og Þýskaland værum við sennilega að tala um nokkra tugi þúsunda.

„Sýrland öskrar á hjálp“

Þórunn segir að Ísland, sem hafi tekið á móti örfáum Sýrlendingum á flótta, hafi hvorki játað né neitað að hafa stutt árásirnar aðfaranótt laugardags. „Það er þó alveg augljóst á öllum málflutningi íslenskra yfirvalda að þau hafa varla nokkra hugmynd um hvað gengur á í Sýrlandi og enga skýra stefnu eða afstöðu í málefnum Sýrlands. Ég dauðskammast mín fyrir að fylgjast með þessum fálmkenndu, liðleskjulegu fréttaviðtölum sem eru jafn innihaldslaus og allt annað sem þessu stríði tengist.“

Að lokum spyr Þórunn hvernig í ósköpunum við getum ógnað eigin mannréttindum með því að standa vörð um mannréttindi annarra. „Allt sem ef hef lært í lífinu bendir til þess að því sé akkúrat öfugt farið. Ef við brjótum mannréttindi einnar manneskju brjótum við á mannkyninu öllu - því mannréttindi eru bara orð ef þau eru ekki virt. Brotin mannréttindi þýða að öryggi okkar allra er falskt og hverfult. Kannski að valdhafar ættu að hafa það ofar í huga þegar Sýrland öskrar á hjálp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Lítill lundi með stórt hjarta“

07:57 Hinn víðfrægi Tóti lundi hefur kvatt þennan heim fyrir fullt og allt. Tóti bjó á Sæheimum, fiska- og náttúrugripasafni Vestmannaeyja, frá því að hann var pysja, en hann var sjö ára þegar hann féll frá. Meira »

Laxnesssetur í farvatninu

07:37 Ríkisstjórnin samþykkti á ríkisstjórnarfundi á föstudag að hefja mætti viðræður við eigendur Jónstóttar, vestan Gljúfrasteins og Kaldárkvíslar, með það að markmiði að þar verði í framtíðinni byggt upp Laxnesssetur. Meira »

Rigning á landinu sunnanverðu

06:58 Austanátt, 5-10 m/s, verður víðast hvar á landinu í dag, en 10-15 m/s með suðurströndinni fram eftir morgni. Rigning verður á landinu sunnanverðu, en norðan heiða þykknar upp og fer að rigna síðdegis. Hiti verður á bilinu 9 til 16 stig. Meira »

Fundað með tannlæknum

05:30 Tannlæknafélag Íslands og Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) munu eiga sinn fyrsta samningafund kl. 17 í dag, en stefnt er að nýjum samningi um tannlækningar aldraðra og öryrkja sem á að taka gildi 1. september nk. Meira »

Metfjöldi á Fiskideginum í ár

05:30 Aldrei hafa fleiri verið á Fiskideginum mikla á Dalvík en um síðustu helgi sé tekið mið af talningu á ökutækjum, segir í frétt á vef Vegagerðarinnar. Meira »

Þrífa með sérstökum vélum

05:30 Að mörgu er að hyggja í höfuðborg. Ýmis tæki og tól létta starfsmönnum lífið þegar kemur að því að þrífa fjölmargar gangstéttir í henni Reykjavík. Meira »

Vilja koma í veg fyrir að sníkjudýr berist

05:30 „Við viljum vera á tánum til þess að koma í veg fyrir að sníkjudýr berist til landsins með innfluttum dýrum og geti haft áhrif á heilbrigði dýra á Íslandi.“ Meira »

Lækka um 88 milljarða á einu ári

05:30 Skuldir ríkissjóðs hafa lækkað um rúma 88 milljarða á síðustu 12 mánuðum. Skuldirnar hafa því lækkað um rúmar 240 milljónir á dag, eða um 10 milljónir á klukkustund. Meira »

Kæra borgina vegna samningagerðar

05:30 Ómar R. Valdimarsson, lögmaður AFA JCDecaux, segir upplýsingar um samning Reykjavíkurborgar við félagið Dengsa sýna fram á ágalla. Meira »

Reka hvalina lengra út á haf

Í gær, 22:29 25 manns vinna að því að reka grindhvalavöðuna, sem hefur haldið sig innan brúar í Kolgrafafirði, annan daginn í röð. „Þeir voru að fara út fyrir brúna og nú á að reyna að reka þá svolítið langt út,“ segir Ein­ar Strand, formaður svæðis­stjórn­ar Lands­bjarg­ar á Snæ­fellsnesi. Meira »

„Hættum í rauninni aldrei“

Í gær, 21:30 Íslenska rokkhljómsveitin Jeff Who? hefur ákveðið að halda tvenna endurkomutónleika í lok september.  Meira »

„Ég gerði mitt allra besta“

Í gær, 20:25 „Íslensku dæturnar eru mínar helstu fyrirmyndir,“ segir Birta Líf Þórarinsdóttir, fimmtán ára crossfit-kappi sem keppti nú í ágúst á heimsleikunum í crossfit í aldurshópnum 14-15 ára. Alls kepptu þrjú íslensk ungmenni á leikunum en Íslendingar hafa ekki áður komist á leikana í þessum aldursflokki. Meira »

Mesta púðrið fer í að leiðbeina fólki

Í gær, 20:06 „Þetta hefur gengið vel,“ segir Grétar Óskarsson, flokksstjóri hjá Vegagerðinni á Selfossi, við mbl.is. Ölfusárbrú var lokað klukkan fjögur síðdegis en reiknað er með að hún verði lokuð í viku. Hjáleið er um Þrengsli og Óseyrarbrú. Meira »

Fatahönnun framtíðar

Í gær, 19:25 „Mig langaði alltaf að prófa eitthvað nýtt og krefjandi. Ég hef lengi haft áhuga á fatahönnun og langaði að prófa að fara utan til þess að læra. Að mínu mati er London besti staðurinn fyrir slíkt,“ segir Guðbjörg Þóra Stefánsdóttir, 23ja ára gamall Akureyringur. Meira »

Stór sprunga í skriðusárinu

Í gær, 19:19 Stór sprunga hefur myndast innan við skriðusárið í Fagradalsfjalli í Hítardal. Efnið mun líklega falla ofan á framhlaupsurðina sem myndaðist þegar skriðan féll 7. júlí. Þetta kemur fram í frétt á vef Veðurstofunnar. Meira »

Umhverfis Langjökul hjólandi á 12 klst.

Í gær, 18:59 Um helgina fór fram fjallahjólakeppnin Glacier 360, en það er eina fjöldaga fjallahjólakeppnin sem haldin er hér á landi. Þetta er í fjórða skipti sem keppnin er haldin, en hjólað er hringinn í kringum Langjökul, samtals 290 kílómetra. Meira »

„Þeir eru bara hérna“

Í gær, 18:25 Grind­hvala­vaðan sem björg­un­ar­sveit­ar­menn ráku úr Kolgrafaf­irði í gær kom aftur inn fjörðinn í morgun og hefur haldið sig þar í dag. Ekki er búið að ákveða hvort þeir verði reknir úr firðinum í kvöld. Meira »

Forstjórinn segir völd sín ofmetin

Í gær, 18:00 Valdheimildir orkustofnunar Evrópu eru ofmetnar, segir Alberto Pototschnig, forstjóri ACER, í samtali við mbl.is. „Það er mikilvægt að taka umræðuna, það er auðvitað stórt skref að taka þátt í innri orkumarkaði Evrópu. Þessi umræða verður þó að byggja á réttum upplýsingum,“ segir hann. Meira »

Umferð handstýrt á Kjalarnesi

Í gær, 17:52 Í kvöld og á morgun er stefnt á að malbika eina akrein til norðurs á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, á um 3,5 kílómetra kafla á milli Leiðhamra og Sjávarhóla og verður umferð um svæðið handstýrt á meðan. Meira »
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
Ukulele
...