Von á veganvörum frá MS

Mjólkursamsalan hefur þróun á veganvörum.
Mjólkursamsalan hefur þróun á veganvörum. mbl.is/Kristinn

Mjólkursamsalan hefur í samstarfi við ráðgjafa hafið skoðun og þróun á veganvörum fyrir íslenskan markað. Þetta kemur fram á vefsíðu MS. Flestir sem tjá sig um málið í Facebook-hópnum „Vegan Ísland“ virðast ánægðir með framtakið.

Markmiðið með þessum nýju veganvörum er að koma til móts við neytendur sem kjósa þessar vörur og eru meðvitaðir um kolefnisfótspor matvara. Vörurnar verða þróaðar með íslensku vatni og áhersla lögð á að önnur innihaldsefni hafi sem minnst kolefnisfótspor,“ er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu vegna málsins á vefsíðu Mjólkursamsölunnar.

Mjólkursamsalan vonast til þess að hægt verði að kynna fyrstu vörurnar í flokknum síðar á árinu.

Ég hef andúð á þessu apparati, en það gerir meira gagn fyrir málstaðinn að sýna að það sé eftirspurn frekar en að vera í fýlu. Ég myndi líka kaupa vegan borgara a McDonalds af sömu ástæðu,“ skrifar einn notandi á „Vegan Ísland“ þar sem málshefjandi spyr hvort fólk myndi kaupa vegan vörur frá MS.

Fleiri eru jákvæðir en einhverjir hafa þó efasemdir um ástæðu þess að MS ákveður að hefja þessa vöruþróun. „Fyrirtækið er ekki að þessu útaf einhverri hugsjón eða með velferð dýra að leiðarljósi heldur er fyrirtækið að reyna stækka markhóp sinn eða passa uppá að missa sem fæsta viðskiptavini. Þetta er svona svolítið svipað og að fara út að borða á steikhús og panta sér hnetusteik á meðan allir aðrir inná staðnum eru að borða kjöt,“ skrifar einn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert