Andlát: Guðrún Þ. Stephensen leikkona
Guðrún Þ. Stephensen leikkona lést í dag, 87 ára að aldri. Hún fæddist í Reykjavík 29. mars 1931 og var frumburður hjónanna Dórótheu Breiðfjörð og Þorsteins Ö. Stephensen.
Guðrún lauk prófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1954. Hún hóf strax að námi loknu að leika hjá Leikfélagi Reykjavíkur þar sem hún starfaði í tvo áratugi. Meðal minnisstæðra hlutverka hennar hjá LR má nefna Madge í Tíminn og við, Marinu í Vanja frænda, Magdalenu í Húsi Vernörðu Alba, Marisku í Það er kominn gestur, Bessí Burgess í Plógi og stjörnum og tvær kostulegar konur í leikritum Jökuls Jakobssonar, Dómínó og Kertalogi, og er þá aðeins fátt eitt nefnt.
Hún var síðan fastráðin við Þjóðleikhúsið um árabil og lék þar á fimmta tug hlutverka. Meðal eftirminnilegra persóna sem hún lék þar eru kerlingin í Gullna hliðinu, Soffía frænka í Kardemommubænum, Sólveig í Lúkasi, Stella í Sólarferð, móðirin í Þeir riðu til sjávar, Lóna Hessel í Máttarstólpum þjóðfélagsins, frú Arneus í Íslandsklukkunni og Valborg í Valborgu og bekknum. Á síðari árum lék Guðrún meðal annars fjalladrottningu í Búkollu, Idu í Himneskt er að lifa, Þrúði í Elínu, Helgu, Guðríði, bangsamömmu í Dýrunum í Hálsaskógi, tengdamóðurina í Blóðbrullaupi, Doris í Kirkjugarðsklúbbnum og Anfísu barnfóstru í Þremur systrum.
Síðasta hlutverk Guðrúnar við Þjóðleikhúsið var Fríða í hinni geysivinsælu sýningu Manni í mislitum sokkum, en þar lék hún meðal annars með öðrum þekktum leikurum af sinni kynslóð, Þóru Friðriksdóttur, Bessa Bjarnasyni, Gunnari Eyjólfssyni, Helgu Bachmann, Árna Tryggvasyni og Erlingi Gíslasyni.
Hún sat um árabil í þjóðleikhúsráði, starfaði við barnakennslu meðfram leiklistinni, lengst af í Kársnesskóla og lék fjöldann allan af hlutverkum í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum.
Eftirlifandi eiginmaður Guðrúnar er Hafsteinn Austmann myndlistarmaður. Dætur þeirra eru Dóra og Kristín Hafsteinsdætur.
Bloggað um fréttina
-
Ómar Ragnarsson: Einn af örlagavöldunum í lífi mínu.
Innlent »
- Sigurður í fjögurra vikna farbann
- Þyrlan flutti vélsleðamanninn á spítala
- Sverðaglamur á Kjalarnesi
- Utanríkisráðherra ræddi Brexit við Davis
- Sleppur við 18 milljóna króna sekt
- Opinberar gjá milli íbúa og stjórnsýslu
- Tómas leiðir Miðflokkinn í Árborg
- Vill fá svör um aðkomu Vesturverks
- Norræna húsið fær 10 milljóna kr. styrk í endurbætur
- Minna aðhald en engin vá fyrir dyrum
- Skapa þarf sátt um einföldun kerfisins
- Köttur olli rafmagnsleysi á Þorlákshöfn
- Útkall vegna vélsleðaslyss
- Framboðslisti VG og óháðra í Skagafirði
- Leigubílstjórinn gaf sig fram
- Yfirlýsing Sindra gerir honum ógagn
- Ríkisútvarpið fari af fjárlögum
- Pilturinn er kominn fram
- Ákærður fyrir stórfellda kannabisræktun
- Vill leggja niður bílanefnd ríksins
- Mæla með miðlægri skrá um sykursýki
- Allt að 9 mánaða bið eftir sálfræðingi
- Bíða gagna að utan vegna krufningar
- Samningaviðræður standa ekki til
- Milljarðaávinningur af starfsemi VIRK
- Enginn myndi keyra, bara hlaupa
- Fannst látinn í sjónum
- Frjáls með framsókn kynnir lista
- Helmingur kvenna með háskólapróf
- Gluggaviðgerðum lýkur í Skálholti
- Hraðleit eins árs í Keflavík
- Sá látni var ekki í bílbelti
- Akstursbann við Dettifoss
- Norðaustankaldi og súld
- Svaðilför Grímkels
- Óvelkominn en lét ekki segjast
- Segist koma heim fljótlega
- Bæta þarf mönnun
- Veiðin undir varúðarmörkum
- Ekki tekjutengt í Vestmannaeyjum
- Auglýst eftir prestum
- Fjögur gæðaverkefni hlutu styrk
- Svikinn um 1,4 milljónir á Tenerife
Fimmtudagur, 19.4.2018
- Björguðu ketti í Reykjavíkurtjörn
- Rafmagn komið á í Þorlákshöfn
- Rafmagnslaust í Þorlákshöfn
- Tæpar 15 milljónir í ferðakostnað
- Með þeim stærri í Evrópu
- Fimm sveitarfélög verða að fjórum
- Fær borgað fyrir að ferðast um heiminn
- Ashkenazy hlaut fálkaorðuna
- Vilja ekki borga skólagjöld karla
- Einlægur áhugi skiptir máli
- Grunur um að Sindri sé á Spáni
- Andrésar Andar-leikarnir í 43. sinn
- Hreyfillinn ekki notaður á Íslandi

- Fjölskyldufaðir á flótta
- Þakkar pípu og ákavíti langlífið
- Fannst látinn í sjónum
- Svikinn um 1,4 milljónir á Tenerife
- Yfirlýsing Sindra gerir honum ógagn
- Leigubílstjórinn gaf sig fram
- Sigurður í fjögurra vikna farbann
- Sá látni var ekki í bílbelti
- Eldsupptök í rafmagnstenglum
- Útbjó ólögleg eintök af Biggest Loser