Byggingarréttur fyrir 400 íbúðir í Úlfarsárdal

Alls eru rúmlega 400 íbúðir að fara í uppbyggingu í …
Alls eru rúmlega 400 íbúðir að fara í uppbyggingu í Úlfarsárdal sem verður 1.300 íbúða hverfi þegar allt er uppbyggt. Aðrar lóðir eru nú þegar seldar. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Byggðin í Úlfarsárdal stækkar og nú eru í boði íbúðir í hverfinu. Nýjar lóðir hafa verið skipulagðar við Leirtjörn og einnig eru lausar lóðir í grónari hluta hverfisins. Reykjavíkurborg hefur auglýst opið útboð á byggingarrétti fyrir 255 íbúðir og verður tekið við tilboðum til hádegis 4. maí.

Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar.

Þar segir ennfremur, að auk lóða í almennu útboði hafi byggingarrétti fyrir 148 íbúðir verið ráðstafað.

„Búseti og Bjarg íbúðafélag sem rekin eru án hagnaðarmarkmiða hafa fengið vilyrði fyrir lóðum við Leirtjörn og einnig hefur verið tekin frá lóð fyrir verkefni Reykjavíkurborgar um hagkvæmt húsnæði fyrir fyrstu kaupendur. Á þessum lóðum verða um 148 íbúðir.  Alls eru því rúmlega 400 íbúðir að fara í uppbyggingu í Úlfarsárdal sem verður 1.300 íbúða hverfi þegar allt er uppbyggt. Aðrar lóðir eru nú þegar seldar,“ segir á vef borgarinnar.

Íbúðirnar 255 sem boðnar eru í því opna útboði nú …
Íbúðirnar 255 sem boðnar eru í því opna útboði nú stendur yfir skiptast á nokkrar húsgerðir og er breytilegt eftir húsgerð hvort einstaklingar og/eða lögaðilar geta boðið í þær Kort/Reykjavíkurborg

Þá kemur fram að, íbúðirnar 255 sem boðnar séu í því opna útboði sem nú stendur yfir skiptist á nokkrar húsgerðir og sé breytilegt eftir húsgerð hvort einstaklingar og/eða lögaðilar geta boðið í þær. Skiptingin er eftirfarandi:

  • Fjölbýli, 151 íbúð - lögaðilar
  • Raðhús, 48 íbúðir – einstaklingar og lögaðilar á nokkrum lóðum
  • Parhús, 4 íbúðir - einstaklingar
  • Einbýlishús, 32 einbýli - einstaklingar
  • Tvíbýlishús/einbýlishús, 20 íbúðir - einstaklingar

Lokafrestur til að skila tilboðum rennur út á hádegi föstudaginn 4. maí. Á útboðssíðu á reykjavik.is/lodir eru tilboðsblöð og önnur útboðsgögn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert