Brynjar og Titanic á CNN

Mbl.is fylgdist vel með smíði Titanic-líkansins og heyrði reglulega í …
Mbl.is fylgdist vel með smíði Titanic-líkansins og heyrði reglulega í Brynjari Karli á meðan verkinu stóð. mbl.is/Árni Sæberg

Smíði Titanic úr legókubbum tók 700 klukkustundir eða ellefu mánuði. Sá sem byggði það er ellefu ára gamall drengur frá Reykjavík. Á þessum orðum efst ítarleg grein CNN um Brynjar Karl Birgisson sem eins og allir Íslendingar vita smíðaði stærsta Titanic-líkan heims úr legókubbum.

Í frétt CNN segir að líkan Brynjars verði frumsýnt í Bandaríkjunum í dag í Titanic-safninu í Tennessee. Einnig kemur fram að Brynjar sé nú fimmtán ára og að hann hafi byggt líkanið úr 56 þúsund kubbum.

Í viðtali við CNN segir Brynjar að hann ungur hafi byrjað að kubba úr legói. „Stundum fór ég eftir leiðbeiningum en stundum byggði ég út frá mínu ímyndunarafli,“ segir Brynjar.

Áður segist Brynjar hafa verið mjög upptekinn af lestum. Það hafi breyst er afi hans fór með hann út á bát til veiða. Þegar hann var tíu ára vissi hann orðið allt sem hægt var að vita um Titanic.

Frétt CNN í heild.

Brynjar er virkur á Facebook og hér má sjá færslu hans frá 8. apríl:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert