Engin niðurstaða á fundi ljósmæðra

Fundi ljósmæðra og samninganefndar ríkisins í dag lauk án niðurstöðu.
Fundi ljósmæðra og samninganefndar ríkisins í dag lauk án niðurstöðu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samningafundi Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins sem hófst klukkan eitt í dag lauk án niðurstöðu. Fundurinn var í styttra lagi. 

Staðan er því óbreytt að sögn Áslaugar Vals­dóttur, formanns Ljós­mæðrafé­lag Íslands. Í Morgunblaðinu í dag sagði Áslaug að hljóðið í ljósmæðrum sé orðið mjög þungt. 

„Þær eru orðnar þreytt­ar, bún­ar að missa þol­in­mæðina og vilja nátt­úr­lega fá úr­lausn mála. Þetta end­ar allt á end­an­um með samn­ingi og ég vona að það komi eitt­hvað sem við get­um unnið með,“ sagði Áslaug í samtali við Morgunblaðið. 

Boðað hefur verið til fundar að nýju eftir tíu daga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert