Erlendur ferðamaður lést

Farþegaþota sem var að fljúga frá Amsterdam í Hollandi til New York í Bandaríkjunum varð að lenda á Keflavíkurflugvelli á fimmtudag vegna farþega sem hafði veikst um borð.

Lögreglumenn ásamt sjúkraflutningamönnum fóru um borð í vélina, en farþeginn var úrskurðaður látinn skömmu síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 

Þar segir enn fremur, að farþeginn hafi verið erlendur ferðamaður. Lögreglan á Suðurnesjum hafði samband við bandaríska sendiráðið vegna málsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert