„Hvað ertu að gera Andrea?“

„Hvað ertu að gera Andrea?“ spyrja vinir Andreu Óskar Sigurbjörnsdóttur ungan tómstundafræðinema sem býr á þjónustuheimili fyrir aldraða, skipuleggur viðburði og blandar geði við heimilisfólk. Andrea segir þó að þeir séu fljótir að sjá hversu sniðugt það sé. 

mbl.is kom við á Norðurbrún í vikunni og fékk innsýn í þetta nýja líf Andreu þar sem hún fór m.a. í flugtíma hjá flugmanni sem er sestur í helgan stein og lagði á ráðin um bjórsmökkun í næstu viku.

Fyrirkomulagið er tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg en Andrea fær laun og húsnæði fyrir starf sitt á heimilinu og það er ekki annað að sjá að hún hafi þegar unnið hug og hjörtu heimilisfólksins þó að hún hafi aðeins verið á staðnum í rúman mánuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert