Landsnet fylgi leikreglum

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. mbl.is/Eggert

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, og Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurðu Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, á Alþingi út í Lyklafells- og Hamraneslínur í ljósi þess að framkvæmdaleyfi vegna lagningar Lyklafellslínunnar var fellt úr gildi.

Gunnar Bragi nefndi að ákvörðunin um niðurfellingu framkvæmdaleyfisins hafi haft töluverð áhrif á Hafnarfjarðarbæ vegna Skarðshlíðarhverfis og uppbyggingar þar.

Gunnar Bragi spurði hvort ráðherra sé hlynntur því að breyta skuli lögum þannig að ekki sé hægt að kæra þegar framkvæmdaferlið sé við það að hefjast.

Einnig spurði hann hvort Hafnarfjarðarbær hefði átt að fara varlega í sínar framkvæmdaáætlanir í ljósi þess að enn var hægt að kæra ferlið.

Einnig spurði hann hvort ráðherra hafi fundað með Landsneti og viðkomandi bæjarstjórnum vegna verkefnisins.

Gunnar Bragi Sveinsson.
Gunnar Bragi Sveinsson. mbl.is/Hari

Þórdís Kolbrún sagðist hvorki hafa fundað með Landsneti né sveitarfélögum eftir að niðurstaða úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál var ljós.

Hún sagði mál sem þessi bæði flókin og viðkvæm. Erfitt geti verið að finna jafnvægi varðandi framkvæmdir annars vegar um umhverfisvernd hins vegar.

Hún sagði vænlegast ef hægt væri að fá fleiri að borðinu fyrr í ferlinu, þannig að óánægja eða kærur komi ekki svona seint fram. Bætti hún því við að málið hefði tekið „ótrúlega langan tíma“.

Gunnar Bragi steig aftur í pontu og spurði hvort til greina komi að lög verði sett sem heimili línuna.

Þórdís Kolbrún sagði almennt séð sé ekki heppilegt að gera slíkt. Það séu ekki góð vinnubrögð og vinna þurfi betur að verkefninu í heild sinni.

Guðmundur Andri Thorsson.
Guðmundur Andri Thorsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Andri Thorsson spurði ráðherra út í málefni Landsnets og Hamraneslínu. Nefndi hann að háspennulínur liggi í gegnum Skarðshlíðarhverfið þar sem lóðum hafi verið úthlutað í trausti þess að Landsnet standi við síendurtekin loforð og samninga um að línurnar verði færðar. 

Guðmundur Andri spurði hvort ráðherra hygðist beita sér fyrir því að háspennulínan verði lögð í jörð.

Þórdís Kolbrún sagði að þingsályktunartillaga hafi verið lögð fram þar sem því er gert hátt undir höfði að rannsaka eigi kosti hvað varðar jarðstrengi.

Hún sagði mikilvægt að huga að því hvað sé tæknilega raunhæft og hvað sé raunhæft út frá kostnaði.

Þórdís Kolbrún sagði að Landsnet þurfi að fylgja leikreglum. „Hvort ég muni beita mér sérstaklega í einstaka framkvæmd eða einstaka máli, þá er því til að svara að ég geri þá kröfu til annarra að þeir fylgi leikreglum og ég geri það þá sömuleiðis sjálf gagnvart mér og ráðuneytinu.“

Hún bætti því við að hún hefði ekki fengið það á borð til sín að beita sér sérstaklega í málinu sem Guðmundur Andri nefndi.  

mbl.is

Innlent »

Arkitekt að eigin lífi

Í gær, 23:00 „Gríman er fallin“, sagði Svava Björk Hjaltalín arkitekt í Magasíninu þegar hún lýsti árangrinum af þeirri sjálfsvinnu sem hún hefur verið í undanfarin ár. Á dögunum birti hún stöðuuppfærslu þar sem hún lýsti því hvernig hvernig einu takmarki af nokkrum hefði náðst og nú væru sex mánuðir eftir. Meira »

Krefst svara frá forsætisnefnd

Í gær, 22:48 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar þess efnis að bjóða Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, til hátíðarfundar á Þingvöllum. Þá gagnrýnir hann einnig að ekki hafi verið upplýst um aðkomu Kjærsgaard fyrr en í gær þrátt fyrir að henni hafi verið boðið til landsins í apríl. Hann mun kalla eftir skýrum svörum frá forsætisnefnd vegna málsins. Meira »

Píratar gerðu engar athugasemdir

Í gær, 22:07 „Eins og ég hef reynt að margsegja í dag þá er Pia Kjærsgaard er ekki boðin hingað sem Pia Kjærsgaard eða vegna skoðana sinna. Hún er forseti danska þingsins,“ segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis, í samtali við mbl.is. Meira »

Fólk hrætt um að eldurinn nálgist bæina

Í gær, 21:41 „Þetta er hérna allt í kringum okkur. Þetta voru fimm eldar síðast þegar ég vissi,“ segir Björn Fannar Björnsson, nemi í málmiðnum, er búsettur með fjölskyldu sína í Ljusdal í Gävleborg í Svíþjóð. Meira »

Segja lífeyrissjóði raska lánamarkaði

Í gær, 21:29 Matsfyrirtækið Standard & Poor´s segir lífeyrissjóðina skapa skekkju á íslenskum lánamarkaði þar sem sjóðunum er ekki gert að uppfylla sömu kröfur og gerðar eru til fjármálafyrirtækja. Útlánastarfsemi lífeyrissjóðanna er sögð hafa áhrif á verðlagningu bankana og stöðu útlánatryggingu þeirra. Meira »

Hvergi betra að vera kona en á Íslandi

Í gær, 20:42 Ástralski sjónvarpsþátturinn Dateline gerði Ísland að viðfangsefni sínu á dögunum þar sem fjallað var ítarlega um jafnrétti kynjanna. Þáttastjórnandinn, Janice Petersen, fer í þættinum um Ísland, kynnir sér stefnur og strauma í jafnréttismálum og mærir landið í hástert fyrir öfluga jafnréttisstefnu. Hún segir Ísland vera femíníska útópíu og hvergi sé betra í heiminum að vera kona en á Íslandi. Meira »

Gjaldtakan var forsenda útboðsins

Í gær, 19:58 „Þegar við tókum þátt í útboðinu fyrir ári síðan þá var ein forsenda útboðsins sú að hafin yrði gjaldtaka á þessu ytra stæði og við buðum náttúrulega í þetta miðað við þær forsendur,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdarstjóri Kynnisferða. Meira »

Magnús Stefánsson ráðinn bæjarstjóri

Í gær, 19:19 Á fundi bæjarstjórnar Sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Garðs í dag var samþykkt tillaga um að Magnús Stefánsson verði ráðinn bæjarstjóri í Sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs kjörtímabilið 2018-2022. Meira »

Leggja ekki fram nýjar tillögur

Í gær, 19:02 Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra í fyrramálið. Til stóð að halda næsta samningafund á mánudaginn en ríkissáttasemjari ákvað að flýta fundinum í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem upp er komin. Formenn samninganefndanna hafa ekki lagt fram nýjar tillögur til að leysa deiluna. Meira »

Mótmæli lituðu hátíðarfundinn

Í gær, 18:42 Mótmæli bæði áhorfenda og þingmanna settu svip sinn á hátíðarfund Alþingis, sem fram fór undir Lögbergi á Þingvöllum í dag. Mæting almennings á fundinn var mun dræmari en búist hafði verið við. Meira »

Norðmaður vann tæpar 29 milljónir

Í gær, 18:28 Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út í Vík­ingalottóút­drætti kvölds­ins en einn heppinn Norðmaður vann annan vinning og hlýtur 28,7 milljónir króna í vinning. Meira »

Leituðu til sendiráðsins vegna áreitis

Í gær, 18:06 „Þau eru búin að vera að lenda í allskonar skítkasti á víð og dreif um landið. Fólk að segja þeim að koma sér heim og að þau séu búin að eyðileggja náttúruna og að gefa þeim, „fokk“-merki,“ segir Magnús Ásgeirsson um frönsku ferðamennina tvo sem gerðust sekir um utanvegaakstur við Kerlingafjöll. Meira »

Flutt frá Þingvöllum í lögreglufylgd

Í gær, 18:02 Lokað var fyrir almenna umferð á meðan nokkrar rútur, í lögreglufylgd, fluttu fyrirmenni frá Þingvöllum. Þau höfðu verið viðstödd hátíðarfund Alþingis þar í tengslum við aldarafmæli fullveldis á Íslandi. Meira »

Gagnrýnir Helgu Völu harðlega

Í gær, 17:07 Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, gagnrýnir þá ákvörðun Helgu Völu Helgadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, að ganga burt af þingpöllum þegar Pia Kjærsgaard hóf ræðu sína, harðlega. Meira »

Vélmenni Gæslunnar í svaðilför

Í gær, 16:46 Sprengjuleitarvélmenni Landhelgisgæslunnar lék lykilhlutverk í aðgerðum lögreglunnar og sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar í Mosfellsbæ þegar sprengja var aftengd. Vélmennið var óhrætt við að handleika sprengjuna og koma henni fyrir í holunni, þar sem hún var sprengd. Meira »

Fundur á morgun í kjaradeilu ljósmæðra

Í gær, 16:17 Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu ljósmæðra klukkan 10.30 í fyrramálið. Til stóð að fundur yrði næsta mánudag, en nú hefur verið boðað til fundar á morgun líkt og áður segir. Meira »

Gekk burt þegar Kjærsgaard hóf ræðu sína

Í gær, 16:15 Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, gekk af þingpöllum þegar Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, hóf ræðu á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í dag. Meira »

Rörbúturinn reyndist sprengja

Í gær, 16:08 „Það var lán í óláni að hún hafi ekki sprungið á neinn,“ segir Leifur Guðjónsson gröfumaður í samtali við mbl.is. Leifur var að moka úr malarhrúgu þegar hann kom auga á sprengjuna á Blikastaðanesi og varð eðlilega smeykur þegar hann áttaði sig á að hann væri með virka sprengju í höndunum. Meira »

Sprengjan var virk - Búið að sprengja

Í gær, 14:53 Sprengjan sem fannst í Mosfellsbæ um hádegisbil var virk. Þetta segir Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »