Landsnet fylgi leikreglum

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. mbl.is/Eggert

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, og Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurðu Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, á Alþingi út í Lyklafells- og Hamraneslínur í ljósi þess að framkvæmdaleyfi vegna lagningar Lyklafellslínunnar var fellt úr gildi.

Gunnar Bragi nefndi að ákvörðunin um niðurfellingu framkvæmdaleyfisins hafi haft töluverð áhrif á Hafnarfjarðarbæ vegna Skarðshlíðarhverfis og uppbyggingar þar.

Gunnar Bragi spurði hvort ráðherra sé hlynntur því að breyta skuli lögum þannig að ekki sé hægt að kæra þegar framkvæmdaferlið sé við það að hefjast.

Einnig spurði hann hvort Hafnarfjarðarbær hefði átt að fara varlega í sínar framkvæmdaáætlanir í ljósi þess að enn var hægt að kæra ferlið.

Einnig spurði hann hvort ráðherra hafi fundað með Landsneti og viðkomandi bæjarstjórnum vegna verkefnisins.

Gunnar Bragi Sveinsson.
Gunnar Bragi Sveinsson. mbl.is/Hari

Þórdís Kolbrún sagðist hvorki hafa fundað með Landsneti né sveitarfélögum eftir að niðurstaða úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál var ljós.

Hún sagði mál sem þessi bæði flókin og viðkvæm. Erfitt geti verið að finna jafnvægi varðandi framkvæmdir annars vegar um umhverfisvernd hins vegar.

Hún sagði vænlegast ef hægt væri að fá fleiri að borðinu fyrr í ferlinu, þannig að óánægja eða kærur komi ekki svona seint fram. Bætti hún því við að málið hefði tekið „ótrúlega langan tíma“.

Gunnar Bragi steig aftur í pontu og spurði hvort til greina komi að lög verði sett sem heimili línuna.

Þórdís Kolbrún sagði almennt séð sé ekki heppilegt að gera slíkt. Það séu ekki góð vinnubrögð og vinna þurfi betur að verkefninu í heild sinni.

Guðmundur Andri Thorsson.
Guðmundur Andri Thorsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Andri Thorsson spurði ráðherra út í málefni Landsnets og Hamraneslínu. Nefndi hann að háspennulínur liggi í gegnum Skarðshlíðarhverfið þar sem lóðum hafi verið úthlutað í trausti þess að Landsnet standi við síendurtekin loforð og samninga um að línurnar verði færðar. 

Guðmundur Andri spurði hvort ráðherra hygðist beita sér fyrir því að háspennulínan verði lögð í jörð.

Þórdís Kolbrún sagði að þingsályktunartillaga hafi verið lögð fram þar sem því er gert hátt undir höfði að rannsaka eigi kosti hvað varðar jarðstrengi.

Hún sagði mikilvægt að huga að því hvað sé tæknilega raunhæft og hvað sé raunhæft út frá kostnaði.

Þórdís Kolbrún sagði að Landsnet þurfi að fylgja leikreglum. „Hvort ég muni beita mér sérstaklega í einstaka framkvæmd eða einstaka máli, þá er því til að svara að ég geri þá kröfu til annarra að þeir fylgi leikreglum og ég geri það þá sömuleiðis sjálf gagnvart mér og ráðuneytinu.“

Hún bætti því við að hún hefði ekki fengið það á borð til sín að beita sér sérstaklega í málinu sem Guðmundur Andri nefndi.  

mbl.is

Innlent »

Ísafjarðarbær í undanúrslit

Í gær, 21:23 Ísafjarðarbær bar sigurorð af Grindavíkurbæ í spurningaþættinum Útsvari í Sjónvarpinu í kvöld með 50 stigum gegn 35. Þetta var síðasta viðureignin í átta liða úrslitum keppninnar. Meira »

Þrír unnu 65 milljónir í EuroJackpot

Í gær, 21:11 Fyrsti vinningur gekk ekki út þegar dregið var út í EuroJackpot í kvöld og flyst vinningsupphæðin, sem var rúmlega 4,1 milljarður, yfir á fyrsta vinning í næstu viku. Meira »

Framboðslisti Alþýðufylkingar kynntur

Í gær, 20:09 Framboðslisti Alþýðufylkingarinnar til borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík í vor var kynntur í Friðarhúsi við Njálsgötu í morgun. Meira »

Fjármálaráðherrar ræddu EES-samninginn

Í gær, 19:52 Fjármálaráðherra Noregs, Siv Jensen, segist sýna því fullan skilning að Ísland þurfi í sumum tilvikum að óska eftir aðlögun vegna regluverks Evrópusambandsins áður en það er tekið upp í EES-samninginn. Meira »

Þakkar pípu og ákavíti langlífið

Í gær, 19:45 „Hann er orðinn 103 ára en ern og á róli. Reykir pípu og fær sér viskí og ákavíti. Segir það halda sér heilbrigðum og harðneitar að taka öll lyf sem honum eru rétt.“ Meira »

Olla er hestaamman mín

Í gær, 19:35 „Ég vil leggja allt í að komast vel frá því sem ég geri. Ná því besta sem hægt er út úr hrossinu,“ segir Gunnhildur Birna Björnsdóttir, nemandi á Hvanneyri, sem vann Morgunblaðsskeifuna í ár. Verðlaunin eru veitt á skeifudegi Landbúnaðarháskóla Íslands og Hestamannafélagsins Grana á Hvanneyri en skeifudagurinn er ávallt sumardagurinn fyrsti. Meira »

Nýr íbúðakjarni afhentur velferðarsviði

Í gær, 18:32 Nýr íbúðakjarni í Kambavaði var formlega afhentur velferðarsviði Reykjavíkurborgar í dag en kjarninn er sérhannaður fyrir einstaklinga með þroskahömlun og skyldar raskanir. Meira »

Hefði átt að vera frjáls ferða sinna

Í gær, 19:30 Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni á þriðjudag, hefði átt að vera frjáls ferða sinn eftir að gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum rann út vegna þess að hann var ekki handtekinn að nýju. Meira »

Eldsupptök í rafmagnstenglum

Í gær, 18:20 Eldsupptök eldsvoðans í Miðhrauni í Garðabæ voru í rafmagnstenglum neðan við rafmagnstöflu á brunavegg í miðrými húsnæðis Icewear. Þetta kemur fram í bráðbirgðaniðurstöðu rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á eldsupptökum í iðnaðarhúsnæðinu. Meira »

Maður verður aldrei of gamall fyrir skotfimi

Í gær, 18:18 Skotfimiiðkendur í röðum Keflavíkur iða nú í skinninu yfir að komast á útisvæði félagsins í Reykjanesbæ. Þar eru notuð púðurskot úr haglabyssum, skammbyssum og rifflum. Margir Íslandsmeistarar í greininni eru úr Keflavík og boðið er upp á skotfimi sem val fyrir nemendur í 9. bekk í Holtaskóla. Meira »

Fjölskyldufaðir á flótta

Í gær, 17:50 „Hann verður að gefa sig fram. Annars stendur það sem hefur verið ákveðið nú þegar,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um strokufangann Sindra Þór Stefánsson sem strauk úr fangelsinu á Sogni aðfaranótt þriðjudags. Meira »

Villti á sér heimildir á vettvangi

Í gær, 17:40 Landsréttur hefur þyngt dóm Héraðsdóms Norðurlands vestra yfir konu sem var sakfelld fyrir rangar sakargiftir en sýknuð af ákæru um brot gegn umferðarlögum eftir umferðarslys sem varð skammt frá Laugarbakka í Miðfirði árið 2016. Meira »

Samskiptasáttmáli kynntur 16. maí

Í gær, 17:25 Samskiptasáttmáli Landspítala verður kynntur 16. maí á ársfundi spítalans. Innleiðing sáttmálans hefst í haust.  Meira »

Systir smyglara fær lægri bætur

Í gær, 16:26 Hæstiréttur Íslands hefur lækkað miskabætur til konu sem krafðist bóta vegna hlerunar sem hafði verið framkvæmd á heimili hennar í þágu rannsóknar sakamáls. Meira »

Lenti á bifreið úr gagnstæðri átt

Í gær, 15:45 Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands frá árinu 2016 um að kona skuli greiða 150 þúsund króna sekt fyrir að hafa ekið bifreið án aðgæslu og of hratt með þeim afleiðingum að hún missti stjórn á bifreiðinni og lenti á bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Meira »

Anna leiðir Sjálfstæðismenn á Fljótsdalshéraði

Í gær, 16:27 Anna Alexandersdóttir, forseti bæjarstjórnar, leiðir lista Sjálfstæðismanna og óháðra á Fljótsdalshéraði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Listinn hlaut samþykki fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Fljótsdalshéraði í gær, sumardaginnfyrsta. Meira »

Útbjó ólögleg eintök af Biggest Loser

Í gær, 16:20 Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness frá síðasta ári um að karlmaður sæti 30 daga skilorðsbundnu fangelsi fyrir að hafa árið 2014 gert ólögmæt eintök af höfundarréttarvörðu efni og birt hópi fólks á netinu án heimildar frá rétthöfum. Meira »

Hálendisgarður sterk skilaboð til heimsins

Í gær, 15:26 Umhverfisráðherra skipaði í dag þverpólítíska nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Nefndinni er m.a. ætlað að skilgreina mörk þjóðgarðsins og setja fram áherslur um skiptingu landssvæða innan hans í verndarflokka. Meira »
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...
Hobby 560UL hjólhýsi til sölu
2 rúm, sólarsella, makrísa og loftnet aukalega. 2012 vel með farið. innigeymsla ...
Stórar kjarrivaxnar útsýnislóðir
í skjólgóðri hlíð mót suðri í Hvalfirði, 55 km frá Rvík. Frábært útsýni. Heitt v...
straumbreytir
vantar straumbreyti 750 wött simi 8685829...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Landssambands sumarhúsa...
Aðalsafnaðarfundur aðalsafnaðarfundur g
Fundir - mannfagnaðir
Aðalsafnaðarfundur Aðalsafnaðarfundur...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...