Lítil breyting á hrefnukvótanum

Með hrefnu á síðunni.
Með hrefnu á síðunni. mbl.is/Árni Sæberg

Hafrannsóknastofnun ráðleggur að árlegar veiðar hrefnu árin 2018–2025 verði ekki meiri en 217 dýr á íslenska landgrunnssvæðinu.

Hrefnuveiðar hafa undanfarin ár verið langt undir ráðlögðum hámarksfjölda og flestar hrefnur verið veiddar í Faxaflóa. Árið 2017 veiddust einungis 17 hrefnur, þar af fjórar í utanverðum Skagafirði.

Síðasta ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar varðandi hrefnuveiðar var veitt vorið 2016 og tók hún til áranna 2016-2018. Þar var mælt með árlegum veiðum á allt að 224 hrefnum. Í skýrslu vísindanefndar NAMMCO frá haustinu 2017, sem byggist á úttekt alþjóða hvalveiðiráðsins, er lagt til að árlegar veiðar á hrefnu nemi að hámarki 217 dýrum á tímabilinu 2018-2025. Byggist ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar á þeirri vinnu, að því er fram kemur í Morgfunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert