Inga Sæland segir sjónlausri konu gert að yfirgefa heimili sitt

Nemendur á blómaskreytingabraut Garðyrkjuskólans og grunnskólanemendur í Kópavogi skreyta fyrir …
Nemendur á blómaskreytingabraut Garðyrkjuskólans og grunnskólanemendur í Kópavogi skreyta fyrir íbúa í Boðaþingi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Þessi framkoma er vægast sagt dapurleg. Eru Hrafnistumenn búnir að gleyma einkunnarorðum sínum, búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld?“

Þannig spyr Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, í pistli sínum í Morgunblaðinu í dag, þar sem hún rekur mál íbúa í þjónustuíbúðum aldraðra í Boðaþingi 22-24.

Íbúum sem ekki undirrituðu sérstakan viðauka við leigusamning var sagt upp leigunni og gert að yfirgefa heimili sín í haust, m.a. níræðri konu, sjónlausri, að því er fram kemur í greininni.

Hér að neðan má lesa grein Ingu í heild:

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.

Það á að reka þau burt af heimilum sínum nú í haust. Sú elsta í hópnum verður níræð í október og er búin að missa sjónina. Mig langar að segja ykkur stuttlega frá þeirri baráttu sem hún á nú við að etja. Ég hitti hana fyrir tveimur dögum. Ég fann hlýjuna og góðvildina streyma frá þessari smávöxnu og fíngerðu gömlu konu. Henni leið illa, var óörugg og hrædd og sagðist lítið geta sofið fyrir áhyggjum.

Málsókn gegn leigusalanum Naustavör

Þau voguðu sér að mótmæla óréttlætinu og sjálftökunni sem þau máttu þola af hendi leigusalans. Eftir langa baráttu sem engu skilaði sáu þau enga aðra leið en leita réttar síns fyrir óvilhöllum dómstóli. Þau höfðuðu mál gegn leigusalanum. Stefnendur í málinu voru þeir fimm íbúar Boðaþings 22-24 sem skipuðu stjórn íbúafélagsins. Þau höfðuðu mál hvert í sínu lagi. Þetta gerðu þau fyrir hönd allra annarra íbúa sem studdu þau með ráðum og dáð.

 Ágreiningur málsaðila sneri að því að stefnandi taldi sig ekki eiga að greiða ákveðna hluta hússjóðs sem hefði verið notaður til þess að standa undir ýmsum kostnaði stefnda, sem þau töldu að gæti ekki fallið undir rekstrarkostnað sameignar Boðaþings 22-24. Um var að ræða stjórnunarkostnað stefnda, kostnað vegna húsvörslu, kostnað vegna eftirlitskerfa í sameign og kostnað vegna reksturs púttvallar. Dómar í málunum féllu í Héraðsdómi Reykjavíkur hinn 10. febrúar 2017. Íbúar Boðaþings unnu málið. Þau höfðu s.s. verið látin greiða ólögmætar greiðslur í hússjóð svo árum skipti.

Viðbrögð Naustavarar við dómnum

Fljótlega eftir að dómur féll í málinu gengu framkvæmdastjóri Naustavarar og þjónustufulltrúi í allar íbúðir í Boðaþingi 22-24. Meðferðis höfðu þau viðauka við áðurgerðan leigusamning íbúanna. Þau bönkuðu upp á hjá hverjum og einum. Allir vissu að ef þeir skrifuðu ekki undir yrði þeim gert að fara. Þrátt fyrir að með því væri viðkomandi að afsala sér réttinum sem héraðsdómur dæmdi þeim. Flestir urðu skelfingu lostnir og þorðu ekki annað en skrifa undir. Hinum sem það ekki gerðu, var sagt upp leigunni og gert að yfirgefa heimili sitt eigi síðar en 1. okt. 2018

 Tilvitnun í viðauka leigusamningsins:

„Leigjandi lítur svo á að alltaf hafi verið samkomulag milli leigjanda og Naustavarar að leigjandi greiddi umræddan kostnað. Við undirritun þessa viðauka samþykkir leigjandi að engar kröfur séu milli aðila vegna leigusamnings þrátt fyrir niðurstöðu áðurgreinds dóms.“

Þessi framkoma er vægast sagt dapurleg. Eru Hrafnistumenn búnir að gleyma einkunnarorðum sínum?

Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert