Þungt hljóð er í ljósmæðrum

Frá samstöðufundi með ljósmæðrum.
Frá samstöðufundi með ljósmæðrum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélag Íslands, segir hljóðið í ljósmæðrum vera þungt en hún vonar jafnframt að fundur með samninganefnd ríkisins í dag skili einhverjum árangri.

„Vonandi kemur eitthvað fram sem við getum þá unnið með. Það er náttúrlega mjög þungt hljóð í ljósmæðrum í heildina, þær eru orðnar þreyttar, búnar að missa þolinmæðina og vilja náttúrlega fá úrlausn mála. Þetta endar allt á endanum með samningi og ég vona að það komi eitthvað sem við getum unnið með,“ segir Áslaug.

Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá embætti ríkissáttasemjara, segir að ekkert hafi breyst frá fyrri fundi. Nóg er um að vera hjá samninganefnd ríkisins um þessar mundir. Viðræður eru í gangi við ljósmæður, Starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitarinnar, flugvirkja, Landhelgisgæsluna og framhaldsskólakennara, svo dæmi séu tekin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert