Tilbúinn að vinna með öllum

Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands
Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands Ljósmynd/Valgarður Gíslason

Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, býst ekki við því að átökin sem settu svip sinn á kennaraþingið í síðustu viku muni halda áfram í störfum félagsins.

„Það eru auðvitað átök í verkalýðshreyfingu og kjör mitt kemur dálítið eins og skrattinn úr sauðarleggnum inn í félagið okkar og það er alveg eðlilegt að svoleiðis átök birtist á þingunum.

Svona virkar bara lýðræðið, það er tekist á og svo þegar búið er að takast á taka menn höndum saman og fást við þau verkefni sem bíða þeirra. Það mun ekki standa á mér að vinna með fólkinu sem við höfum verið kosin til að vinna með og ég reikna ekki með að það verði öðruvísi með aðra,“ segir Ragnar í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert