Verk Tolla aftur komið á gjörgæslu

Eftirprentun af þessu glæsilega verki er komið aftur á sinn …
Eftirprentun af þessu glæsilega verki er komið aftur á sinn stað.

Eft­ir­prent­un af verki lista­manns­ins Tolla, Morg­un­stemn­ing á Mýr­un­um, er komið á sinn stað en því var stolið úr her­bergi sem ætlað er aðstand­end­um á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans í Foss­vogi í byrjun apríl.

„Myndin er komin á sinn stað,“ segir Anna S. Óskarsdóttir, formaður Vonar, í samtali við mbl.is. Hún segist ekki vita hver tók myndina eða hver skilaði henni og það skipti í raun ekki máli; eina sem skipti máli er að myndin sé komin aftur.

„Ég er búin að kíkja inn á aðstandendaherbergið síðan hún hvarf og hef vonast til þess að sjá hana aftur upp á vegg. Myndin var komin upp á vegg þegar ég mætti í vinnuna snemma í morgun, okkur öllum til mikillar gleði.

Verkið er ein 20 áritaðra eft­ir­prent­ana sem Tolli færði styrkt­ar­fé­lag­inu Von að gjöf árið 2013. Von var stofnað af starfs­mönn­um gjör­gæslu­deild­ar árið 2007 og hef­ur fé­lagið safnað fé til að styrkja sjúk­linga og bæta hús­næði deild­ar­inn­ar. 

Von kom til að mynda upp um­ræddu aðstand­enda­her­bergi þaðan sem mynd­inni var stolið. Eft­ir­prent­an­ir af Tolla-verk­inu voru seld­ar starfs­mönn­um deild­ar­inn­ar og ágóðinn rann til Von­ar.

„Það er svo mikill friður yfir myndinni,“ segir Anna en herbergi aðstandenda var útbúið fyrir fólk til að vera í notalegu umhverfi á erfiðustu stundum lífsins. Anna segir að málinu sé lokið af hennar hálfu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert