Á ekki heima í refsilöggjöfinni

Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það sína skoðun að bann ...
Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það sína skoðun að bann við umskurði eigi ekki heima í refsilöggjöfinni, heldur í almennri heilbrigðislöggjöf. mbl.is/Valli

Umboðsmenn barna á Norðurlöndunum telja umskurð brjóta gegn réttindum barna, þetta sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, á ráðstefnu um umskurð drengja í Norræna húsinu í dag. „Umskurður sem er framkvæmdur án læknisfræðilegrar nauðsynjar á einstaklingi sem ekki getur veitt samþykki sitt brýtur á rétti hans, ekki hvað síst vegna þess að aðgerðin er óafturkræf og sársaukafull,“ sagði Salvör og bætti við: „Það eru engar heilsufarsástæður fyrir umskurði barna á Norðurlöndunum.“

Viðhorf umboðsmanna barna sé að umskurður eigi að vera leyfilegur þegar viðkomandi einstaklingur getur veitt samþykki fyrir aðgerðinni. 

Samráðsvettvangur trúfélaga og lífsskoðunarfélaga hélt í dag ráðstefnu um um­deilt umsk­urðarfrum­varp Silju Dagg­ar Gunn­ars­dótt­ur, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Sagði Salvör umskurð drengja brjóta í bága við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, varðandi réttindi barna til að tjá skoðanir sínar. Þar sé kveðið á um að verja börn gegn menningarhefðum sem kunni að hafa neikvæð áhrif á heilsu þeirra.

„Árið 2013 hvöttu Sameinuðu þjóðirnar allar þjóðir til að láta af siðum sem væru hættulegir heilsu barna,“ sagði Salvör og kvað hagsmuni barnsins alltaf eiga að vera í forsæti.

Sín persónulega skoðun sé þó að bann við umskurði eigi ekki heima í refsilöggjöfinni, heldur í almennri heilbrigðislöggjöf og eigi þar með líka að ná til intersex-einstaklinga. „Þetta er flókið mál, við erum meðvituð um það, en við teljum frumvarpið veita tækifæri til að ræða málið.“

Hættulegra að fara með barnið í skíðafrí

Jonathan Arkush, forseti samtaka gyðinga í Bretlandi, sagði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna taka skýrt fram rétt barna til trúfrelsis og rétt þeirra til að vera alin upp í sínu eigin trúarsamfélagi.

„Þó að Barnasáttmálinn sé fínkembdur, þá er þar hvergi einu sinni gefið í skyn bann við umskurði,“ sagði Arkush og kvað slíkt væntanlega hafa verið gert ef umskurði fylgdi raunveruleg heilsufarshætta.

„Það truflar mig líka að gefið sé í skyn að umskurðir séu ekki framkvæmdir á spítala heldur af trúarleiðtogum og að þess vegna sé hætta á sýkingu,“ sagði hann og kvað um hreina fordóma að ræða. „Það er mikið eftirlit með umskurði og aðgerðin er ekki framkvæmd af trúarleiðtogum heldur faglærðum einstaklingum, þannig að í vestrænu umhverfi er hættan á vandkvæðum hverfandi lítil.“

Sagði Arkush umskurð drengja alltaf vera val foreldra barnsins, rétt eins og að leyfa barni að fá göt í eyrun. „Það er hættulegra að fara með barn í skíðafrí en að láta umskera það,“ bætti hann við.

Þá kvaðst hann gefa lítið fyrir rök þeirra sem vilja að drengir bíði fullorðinsáranna með að láta umskera sig. „Ef ég hefði verið alinn upp af frjálslyndum foreldrum sem vildu að ég tæki þessa ákvörðun 16 ára, þá hefði ég sagt þeim að ég væri þeim reiður fyrir að láta mig bíða. Ég hefði átt rétt á að alast upp í trúarsamfélagi minnar trúar, en þess í stað hefðu þau valið að láta mig vera öðruvísi en aðra í 16 ár. Þess utan fylgir aðgerðinni orðið aukin hætta á þeim aldri, þannig að þetta er ekki réttlátt val,“ sagði Arkush.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Rann 300 metra niður Hvannárgil

08:59 Það var göngumanninum, sem sat fastur á syllu í Hvannárgili fyrir neðan Goðahraun á Fimmvörðuhálsi, til happs að renna ofan í sprungu fulla af snjó. Það var til þess að hann staðnæmdist og ef ekki hefði verið fyrir snjóinn er ómögulegt að segja til um hversu langt hann hefði runnið niður gilið. Meira »

Hafa ásælst dýrmæta kirkjugripi

08:37 Fremur en að söfn ásælist kirkjugripi til að tryggja varðveislu þeirra ættu ráðamenn að beita sér fyrir því að kirkjan fái þá fjármuni sem henni ber. Þannig geti hún bætt eld- og þjófavarnir í kirkjum til að tryggja öryggi þeirra og dýrmætra kirkjugripa sem þar eiga heima. Meira »

Víða góð spretta en beðið eftir þurrki

07:57 „Háin sem er seinni vöxtur grassins sprettur vel en það var svolítill kyrkingur í grasinu í vor vegna þurrka. Það er heilmikil spretta á seinni slættinum og mér sýnist allt líta mjög vel út þar sem ég fer um,“ segir Jóna Þórunn Ragnarsdóttir, ráðunautur hjá Rannsóknarmiðstöð landbúnaðarins, og bóndi á Bitrustöðum á Skeiðum á Suðurlandi. Meira »

Hæg norðaustlæg átt og hlýjast á Suðurlandi

07:12 Hæg norðaustlæg eða breytileg átt verður á landinu í dag og víðast hvar skýjað, en léttskýjað norðvestan til og lítils háttar væta á landinu austanverðu. Það léttir heldur til sunnanlands er líður á daginn, en þó má búast við skúrum síðdegis þar. Meira »

Var að reykja fisk yfir opnum eldi

06:35 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt í gærkvöldi um erlendan karlmann sem var með eld í nágrenni vinnubúða í Mosfellsbæ. Eldinn var maðurinn að nota til að elda og reykja fisk og segir í dagbók lögreglu að maðurinn hafi verið búinn að koma sér upp hinni „fínustu aðstöðu utan við vinnubúðirnar“. Meira »

Ekki tilefni til atkvæðagreiðslu

05:30 Ekki er tilefni til að efna til atkvæðagreiðslu meðal flokksmanna Sjálfstæðisflokks vegna þriðja orkupakkans miðað við inntak málsins og eðli þess, að mati Birgis Ármannssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks. Meira »

Lokað vegna lagfæringa á Laugavegi

05:30 Sumarið er gjarnan tími framkvæmda utandyra í borgarlandinu og þá er góðviðri nýtt til þess að lagfæra ýmislegt og viðhalda öðru, til dæmis malbika götur og sinna gróðri. Meira »

Fjórfaldur íbúafjöldi heimsótti bæinn

05:30 Heldur fjölgaði í Grundarfirði í gær þegar þrjú skemmtiferðaskip heimsóttu bæinn. Aldrei áður hafa jafn mörg skemmtiferðaskip komið til Grundarfjarðar á einum og sama deginum. Meira »

Fer fækkandi í Reykjavík

05:30 Íslenskum ríkisborgurum sem búa í Reykjavíkurborg fækkaði um u.þ.b. þúsund á árunum 2016 til 2019, að því er fram kemur í tölum Hagstofu Íslands um mannfjölda á fyrsta ársfjórðungi þessara ára. Á sama tíma fjölgaði erlendum ríkisborgurum í borginni um u.þ.b. 7.600. Meira »

Landselir sóla sig á Löngufjörum

05:30 Fjöldi landsela lá á Löngufjörum á sunnanverðu Snæfellsnesi á laugardaginn var og sólaði sig í sumarblíðunni.   Meira »

Algengt að vottorð séu véfengd

05:30 Algengt er að lögreglustjórar véfengi starfshæfnivottorð starfsmanna sem snúa aftur vegna veikinda og fái trúnaðarlækna til að endurmeta starfshæfni þeirra. Meira »

Keyptu veiðijarðir við Búðardalsá

05:30 Svissneskir fjárfestar hafa á síðustu árum keypt þrjár jarðir við Búðardalsá á Skarðsströnd. Með kaupunum deila þeir jöfnum atkvæðisrétti í ánni með íslenskum landeigendum á svæðinu. Meira »

Manninum bjargað af syllunni

Í gær, 23:48 Göngumanninum, sem setið hafði fastur á syllu í Goðahrauni á Fimmvörðuhálsi frá klukkan 18 í dag, hefur verið bjargað úr sjálfheldunni. Meira »

Aðgerðir standa enn yfir á Fimmvörðuhálsi

Í gær, 23:05 Björgunaraðgerðir vegna manns sem situr fastur á syllu í Goðahrauni á Fimmvörðuhálsi standa enn yfir, en aðgerðirnar eru tæknilega erfiðar að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Meira »

„Þetta skal aldrei verða“

Í gær, 22:42 „Ég vil sem minnst gefa upp, en þetta skal aldrei verða,“ segir Hrafn Jökulsson umhverfissinni um fyrirhugaða Hvalárvirkjun. Framkvæmdir vegna virkjunarinnar hófust í dag á Ófeigsfjarðarvegi og segir Hrafn von á aðgerðum í vikunni. Meira »

Taka þurfti blóðsýni með valdi

Í gær, 22:30 Ökumaður var handtekinn í Kópavogi á fimmta tímanum í dag vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs. Hann var mjög ölvaður og reyndist einnig vera sviptur ökuréttindum ævilangt. Meira »

Þokuský eins og jökulbreiða

Í gær, 21:45 Berja mátti augum nokkuð sérkennilegt skýjafar yfir austanverðum Skaga við Skagafjörð í dag og tók Einar Gíslason á Sauðárkróki myndir af því þar sem hann var staddur á Höfðaströnd hinum megin við fjörðinn. Meira »

Togarinn „hættulegur staður“

Í gær, 20:55 „Ætli þeir hafi ekki bara verið að for­vitn­ast eins og krakka er oft siður. Ef þú ert á svæði sem er óstöðugt og get­ur valdið skaða þá ertu alltaf í hættu,“ segir hafnarstjóri í Reykjaneshöfn um fjóra táninga sem voru um borð þegar togarinn Orlik byrjaði að sökkva í Njarðvíkurhöfn í nótt. Meira »

Aðgerðinni ítrekað frestað

Í gær, 20:20 Reynir Guðmundsson, sem liggur á hjarta- og lungnadeild Landspítalans, hefur sent opið bréf til stjórnmálamanna, þar á meðal heilbrigðisráðherra. Þar óskar hann eftir því að farið verði yfir stöðuna sem er uppi á gjörgæsludeild. Meira »
Sultukrukkur, minibarflöskur...
Til sölu ..Ca 100 gler krukkur til sölu..Frekar litlar... Einnig ca 200 smáflös...
Husgögn
Til sölu gegn vægu gjaldi rafmags hjónarúm Uppl. í síma 892-1525...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN, DANISH & SWEDISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA, DANSKA, SÆNSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA, SÆNSKA I, II, III, IV, V, VI: Starting dates...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...