Á ekki heima í refsilöggjöfinni

Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það sína skoðun að bann ...
Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það sína skoðun að bann við umskurði eigi ekki heima í refsilöggjöfinni, heldur í almennri heilbrigðislöggjöf. mbl.is/Valli

Umboðsmenn barna á Norðurlöndunum telja umskurð brjóta gegn réttindum barna, þetta sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, á ráðstefnu um umskurð drengja í Norræna húsinu í dag. „Umskurður sem er framkvæmdur án læknisfræðilegrar nauðsynjar á einstaklingi sem ekki getur veitt samþykki sitt brýtur á rétti hans, ekki hvað síst vegna þess að aðgerðin er óafturkræf og sársaukafull,“ sagði Salvör og bætti við: „Það eru engar heilsufarsástæður fyrir umskurði barna á Norðurlöndunum.“

Viðhorf umboðsmanna barna sé að umskurður eigi að vera leyfilegur þegar viðkomandi einstaklingur getur veitt samþykki fyrir aðgerðinni. 

Samráðsvettvangur trúfélaga og lífsskoðunarfélaga hélt í dag ráðstefnu um um­deilt umsk­urðarfrum­varp Silju Dagg­ar Gunn­ars­dótt­ur, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Sagði Salvör umskurð drengja brjóta í bága við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, varðandi réttindi barna til að tjá skoðanir sínar. Þar sé kveðið á um að verja börn gegn menningarhefðum sem kunni að hafa neikvæð áhrif á heilsu þeirra.

„Árið 2013 hvöttu Sameinuðu þjóðirnar allar þjóðir til að láta af siðum sem væru hættulegir heilsu barna,“ sagði Salvör og kvað hagsmuni barnsins alltaf eiga að vera í forsæti.

Sín persónulega skoðun sé þó að bann við umskurði eigi ekki heima í refsilöggjöfinni, heldur í almennri heilbrigðislöggjöf og eigi þar með líka að ná til intersex-einstaklinga. „Þetta er flókið mál, við erum meðvituð um það, en við teljum frumvarpið veita tækifæri til að ræða málið.“

Hættulegra að fara með barnið í skíðafrí

Jonathan Arkush, forseti samtaka gyðinga í Bretlandi, sagði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna taka skýrt fram rétt barna til trúfrelsis og rétt þeirra til að vera alin upp í sínu eigin trúarsamfélagi.

„Þó að Barnasáttmálinn sé fínkembdur, þá er þar hvergi einu sinni gefið í skyn bann við umskurði,“ sagði Arkush og kvað slíkt væntanlega hafa verið gert ef umskurði fylgdi raunveruleg heilsufarshætta.

„Það truflar mig líka að gefið sé í skyn að umskurðir séu ekki framkvæmdir á spítala heldur af trúarleiðtogum og að þess vegna sé hætta á sýkingu,“ sagði hann og kvað um hreina fordóma að ræða. „Það er mikið eftirlit með umskurði og aðgerðin er ekki framkvæmd af trúarleiðtogum heldur faglærðum einstaklingum, þannig að í vestrænu umhverfi er hættan á vandkvæðum hverfandi lítil.“

Sagði Arkush umskurð drengja alltaf vera val foreldra barnsins, rétt eins og að leyfa barni að fá göt í eyrun. „Það er hættulegra að fara með barn í skíðafrí en að láta umskera það,“ bætti hann við.

Þá kvaðst hann gefa lítið fyrir rök þeirra sem vilja að drengir bíði fullorðinsáranna með að láta umskera sig. „Ef ég hefði verið alinn upp af frjálslyndum foreldrum sem vildu að ég tæki þessa ákvörðun 16 ára, þá hefði ég sagt þeim að ég væri þeim reiður fyrir að láta mig bíða. Ég hefði átt rétt á að alast upp í trúarsamfélagi minnar trúar, en þess í stað hefðu þau valið að láta mig vera öðruvísi en aðra í 16 ár. Þess utan fylgir aðgerðinni orðið aukin hætta á þeim aldri, þannig að þetta er ekki réttlátt val,“ sagði Arkush.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Taumlaus gleði og hamingja

21:58 Hamingja á heimsvísu. Þó að úti hamist stríð um hagsmuni er mannsandinn samur við sig. Ástar er þörf!  Meira »

Staðbundnar fréttaveitur hlunnfarnar

20:45 Fjölda staðbundinna fjölmiðla íslenskra þykir sinn hlutur fyrir borð borinn í frumvarpi um breytingar á fjölmiðlalögum, ef marka má umsagnir þeirra flestra inni á samráðsgáttinni á vefsvæði stjórnvalda. Meira »

Stoltir af breyttri bjórmenningu hér

20:26 „Við erum að fá algjörlega mögnuð brugghús í heimsókn til okkar. Þetta verður mjög spennandi hátíð,“ segir Ólafur Ágústsson, einn skipuleggjenda The Annual Icelandic Beer Festival sem haldin verður í áttunda sinn í næstu viku. Hátíðin stendur frá fimmtudegi til laugardags og er að þessu sinni haldin í aðdraganda þess að þrjátíu ár eru liðin frá fyrsta Bjórdeginum. Meira »

Tveir með fyrsta vinning í Lottó

19:57 Tveir heppnir lottó­spil­arar voru með all­ar fimm töl­ur rétt­ar í lottóút­drætti kvölds­ins og hlýtur hvor þeirra 3,8 milljónir króna í sinn hlut. Annar vinningshafinn er í áskrift en hinn keypti miðann á lotto.is. Meira »

Úr tombólu í árlega bjórhátíð í þrjá áratugi

19:30 Fyrst var leyfilegt að selja bjór hérlendis 1. mars 1989 og allar götur síðan hefur Lionsklúbburinn Ásbjörn í Hafnarfirði minnst þessara tímamóta. Meira »

RÚV verði að gefa eftir

18:58 Ofarlega á baugi í umsögnum fjölmiðla við nýtt frumvarp um fjölmiðla er staða RÚV á auglýsingamarkaði, sem þeir segja margir að geri öðrum miðlum ómögulega erfitt fyrir. Meira »

Hvetja ráðherra til að ljúka friðlýsingu

18:42 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er hvött til að ljúka friðlýsingu Víkurkirkjugarðs, alveg að austustu mörkum hans, eins og þau voru árið 1838. Þetta kom fram í ályktun baráttufundar um verndun Víkurkirkjugarðs í Iðnó í dag. Meira »

Varað við ferðalögum í kvöld og nótt

18:13 Spár gera ráð fyrir norðaustanhríðarveðri víða á landinu í nótt og varað er við ferðalögum um landið seint í kvöld og nótt eftir að þjónustutíma lýkur. Meira »

Bátur á reki úti fyrir Austurlandi

16:55 Um klukkan eitt í dag var óskað eftir aðstoð björgunarskips á Austurlandi vegna báts sem var á reki níu sjómílum suður af Stokksnesi. Báturinn var við veiðar þegar hann misst samband við stýrið og rak því stjórnlaust frá landi. Meira »

Betri undirbúningur hefði sparað vinnu og fé

16:40 Alls nam kostnaður vegna flutnings Fiskistofu til Akureyrar árið 2016 tæplega 180 milljónum króna. Stærstu einstöku liðirnir eru vegna starfslokakostnaðar upp á 45 milljónir og flugkostnaður innanlands, dagpeningar og annar ferða- og dvalarkostnaður nam samtals um 42 milljónum. Meira »

Selmu Björns boðið að skemmta í Ísrael

16:22 Selmu Björnsdóttur söngkonu var boðið að koma og syngja á skemmtun í Ísrael í Eurovision-vikunni í maí. Skemmtunin fer ekki fram á vegum sjálfrar hátíðarinnar heldur einkaaðila. Meira »

Ekki fylgst með kílómetrafjöldanum

16:05 Engar sérstakar athugasemdir eru gerðar við það í skoðunarferli bíla hér á landi, þó að kílómetrastaða bílsins sé röng. Bíla, sem t.d. er búið að skipta um mælaborð í, er hægt að nota áfram sem bílaleigubíla, án þess að nokkrar athugasemdir séu við það gerðar af hálfu eftirlitsaðila. Meira »

Jóns leitað logandi ljósi í Dyflinni

15:10 Leit heldur áfram að Jóni Þresti Jónssyni, Íslendingi er hvarf í Dyflinnarborg fyrir viku. Fjölskylda hans er nú stödd þar eystra og leitar hans ásamt lögreglunni þar. Meira »

Höfðu beðið og leitað

13:49 Ævilangri leit Gunnars Smith að föður sínum lauk á síðasta ári en eftir að hafa reynt allt í leitinni kom sonur hans, Hlynur Smith, honum á sporið. Meira »

Lesendur „ekki bara einhverjir túristar“

13:10 The Reykjavík Grapevine og Iceland Review, íslenskir fjölmiðlar sem skrifa á ensku, gera alvarlegar athugasemdir við ákvæði í frumvarpi að lögum um styrki til fjölmiðla, um að efnið verði að vera á íslensku. Meira »

Stefán spyr um afdrif Hrekkjusvínanna

11:11 Stefán Andrésson, sonur Þorbjargar Pálsdóttur myndhöggvara, auglýsir nú eftir afdrifum eins verka móður sinnar. Verkið sem um ræðir er Hrekkjusvín og var á útilistasýningu á Skólavörðuholtinu 1972. Eftir það fór verkið til Neskaupstaðar og Vestmannaeyja, en síðan hefur ekkert til þess spurst. Meira »

Úlfur úlfur

10:24 Það kemur að því að þú áttar þig á því að fréttin: „Svona getur þú unnið milljónir í lottóinu“ mun líklega ekki skila neinum peningum. Og það eru takmörk fyrir því hvað er hægt að gera margar fréttir um fólk sem trúði ekki sínum eigin augum. Meira »

Höfðu afskipti af „virki“ í flugstöðinni

09:54 Flugvallarstarfsmenn á Keflavíkurflugvelli óskuðu nýverið eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum vegna flugfarþega sem höfðu hreiðrað um sig hjá söluskrifstofu Icelandair í flugstöðinni. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að öryggisgæslan á flugvellinum hafi reynt að koma þeim á æskilegri stað, en þau brugðist illa við þeim umleitunum. Meira »

Stefnir í góðan dag í brekkunum

09:54 Helstu skíðasvæði landsins opna núna klukkan tíu í dag og eru opin frameftir degi. Bláfjöll, Skálafell og Hlíðarfjall tala öll á vefsíðum sínum um smá frost en hér um bil logn víðast. Meira »
Óska eftir 3 herbergja íbúð í 109, Bakkahverfi
Erum þrír , faðir og tveir unglingar. í heimili og vantar íbúð í Bakkahverfinu á...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - - ENSKA f. fullorðna - DANSKA- NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: STARTING DATES 201: S...
Trampolin til sölu
Stoj tampolin til sölu fyrir kr. 15.000,-. Stærð: Þvermál:244 cm X 60 cm x 150 ...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...