Ekkert sem benti til strokhættu

Páll Winkel fangelsismálastjóri vonar að flótti fanga úr fangelsinu Sogni ...
Páll Winkel fangelsismálastjóri vonar að flótti fanga úr fangelsinu Sogni í nótt hafi ekki þær afleiðingar að föngum fækki í opnum fangelsum því það telur hann vera skref aftur á bak. mbl.is/Hari

Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að ekkert hafi bent til þess að Sindri Þór Stef­áns­son væri líklegur til að strjúka úr fangelsinu að Sogni.

„Í opnum fangelsum vistum við einstaklinga sem við treystum til þess að afplána við slíkar aðstæður, það er einstaklinga sem við teljum ekki hættulega umhverfinu í kringum sig,“ sagði Páll í viðtali í Kastljósi í kvöld.

Sindri Þór, sem hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 2. fe­brú­ar vegna gruns um aðild að stórfelldum þjófnaði úr gagna­veri, strauk frá fang­els­inu að Sogni í nótt. Hann fór úr landi klukk­an 07:34 í morg­un með vél Icelandair til Svíþjóðar.

„Það var ekkert sem benti til þess að það væri strokhætta af þessum manni,“ sagði Páll. Hann benti jafnframt á að samsetning fangahópsins á Íslandi geri það að verkum að fangelsismálayfirvöld þurfi að forgangsraða inn í fangelsið. „Það er harðasti kjarni manna sem afplánar fangelsisrefsingar í fangelsum.“ Þá sagði hann það vera 100% frelsisskerðingu að vera vistaður í opnu fangelsi.

Gat átt í samskiptum við hvern sem er

Sindri Þór strauk úr fang­els­inu að Sogni klukk­an eitt í nótt, en lög­reglu var ekki til­kynnt um það fyrr en klukk­an átta í morg­un.

Páll sagði að fyrirkomulagið í opnum fangelsum sé þannig að þar sé borið meira traust til manna. Spurður hvort Sindri Þór hafi getað haft samband við hvern sem er sagði Páll að hann hafi, eins og allir aðrir fangar sem ekki sæta einangrun vegna rannsóknarhagsmuna, getað hringt í þann sem hann sýnist. „Svoleiðis er það og það á að vera svoleiðis.“

Á eftirlitsmyndavélum að Sogni má sjá Sindra Þór fara út um glugga á herbergi sínu, en Páll segir að hægt sé að greina það með góðum vilja. Hann fullyrðir að fangaverðirnir hafi sinnt störfum sínum síðustu nótt. „Þeir voru að gera það sem þeir gera venjulega, að fylgjast með húsinu.“

Páll viðurkennir að mistök hafi mögulega átt sér stað. „Maður getur ekki 100% lesið huga allra sem eru í fangelsum ríkisins. Við getum vissulega metið ýmislegt en það er ekki alltaf hægt að reikna út gjörðir manna,“ sagði Páll.

Þá segir hann málið afar slæmt og vonar hann að það hafi ekki þær afleiðingar að föngum fækki í opnum fangelsum því það telur hann vera skref aftur á bak.

„Það kann að vera að við þurfum að bæta við gæsluna, þá þurfum við að fjölga mönnum, kannski gerum við það. Við erum að vinna þetta eins vel og getum. Þetta mál er vont, ég er ekki ánægður með það,“ sagði Páll.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Segir stefna í hörðustu átök í áratugi

12:48 „Mikil er ábyrgð þeirra sem hafa leyft misréttinu að aukast síðustu ár og áratugi þannig að hagsældin í okkar ríka landi hefur ekki skilað sér til allra. Þeirra er ábyrgðin á því að nú stefnir í hörðustu átök á vinnumarkaði í áratugi,“ skrifar Drífa Snædal forseti ASÍ í forsetapistli sínum, Meira »

Miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri

12:12 Þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis verður opnuð á Akureyri 1. mars. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Sigríður Andersen dómsmálaráðherra undirrituðu í dag samstarfsyfirlýsingu um fjármögnun þjónustumiðstöðvarinnar. Meira »

Ákærður fyrir að sigla undir áhrifum fíkniefna

11:49 Skipstjóri hefur verið ákærður fyrir að hafa siglt undir áhrifum fíkniefna frá Flateyri til Suðureyrar um miðjan desember. Auk þess er maðurinn ákærður fyrir að slökkva á staðsetningartæki skipsins og fyrir að hafa ekki skráð skipverja um borð með réttum hætti. Meira »

Sigurður fékk fjögurra og hálfs árs dóm

11:19 Sigurður Kristinsson var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild að Skáksambandsmálinu svokallaða. Auk hans voru tveir til viðbótar dæmdir til fangelsisvistar. Meira »

VR á fund Almenna leigufélagsins

11:12 Fulltrúar VR munu funda með Almenna leigufélaginu í húsakynnum þess klukkan þrjú í dag, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá leigufélaginu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, óskaði eftir fundinum vegna hækkunar leiguverðs. Meira »

Guðrún Nordal áfram hjá Árnastofnun

11:02 Guðrún Nordal mun veita Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum forstöðu næstu fimm árin og tók við skipunarbréfi þess efnis í gær úr hendi Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Guðrún hefur verið forstöðumaður stofnunarinnar frá 2009 og mun því gegna embættinu áfram. Meira »

Fundahöld óháð verkfalli

11:01 „Verkfallsboðun breytir engu um það að verkefnið er áfram hjá okkur. Við höfum þá lagaskyldu að boða fund innan fjórtán sólarhringa,“ segir Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá embætti ríkissáttasemjara, í samtali við mbl.is, spurð um framhald viðræðna sem formlega slitið var í gær. Meira »

Iceland Seafood sameinar dótturfélög

10:57 Stjórn Iceland Seafood International hefur ákveðið að hefja sameiningu á tveimur dótturfélögum sínum á Spáni, Iceland Seafood Spain og Icelandic Ibérica. Félagið Icelandic Ibérica varð hluti af ISI-samsteypunni í september á síðasta ári, í kjölfar kaupa ISI á Solo Seafood sem þá var aðaleigandi Icelandic Ibérica. Meira »

Hyggst kæra ákvörðun sýslumanns

10:26 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að taka ekki kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, vegna borgarstjórnarkosninga 2018 til efnislegrar meðferðar. Er málinu því vísað frá, en Vigdís hyggst halda áfram með málið. Meira »

Seldu starfsmanni fimm bíla

10:26 Félagsbústaðir seldu starfsmanni fimm notaða bíla síðastliðið haust fyrir samtals 600 þúsund krónur. Auk þess var dóttur annars starfsmanns seldur bíll fyrir 180 þúsund krónur. Var þetta gert eftir að almennar bílaauglýsingar báru ekki árangur. Meira »

LÍV vísar deilunni til sáttasemjara

10:24 Landssamband íslenskra verslunarmanna hefur í samráði við þau aðildarfélög sín sem sambandið hefur samningsumboð fyrir, tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Meira »

Loka svæði á Skógaheiði

10:15 Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að loka svæði á Skógaheiði frá og með morgundeginum. Lokunin nær upp frá Fosstorfufossi, sem er um 650 metrum ofan við útsýnispall við Skógafoss. Ráðist er í lokunina af öryggisástæðum og til þess að vernda gróður. Meira »

Munu bíta fast þar sem þarf að bíta

09:16 Fundað verður í höfuðstöðvum VR í hádeginu þar sem samninganefnd félagsins mun fara yfir aðgerðaáætlun þess í kjölfar þess að kjaraviðræðum félagsins ásamt Eflingu, Verkalýðsfélagi Akraness og Verkalýðsfélagi Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins var slitið í gær. Meira »

Hagstofan spáir 1,7% hagvexti í ár

09:12 Hagstofa Íslands reiknar með því að hagvöxtur í ár verði 1,7% í endurskoðaðri þjóðhagsspá að vetri, sem birtist í Hagtíðindum í dag. Spáin tekur til áranna 2018-2024 og er gert ráð fyrir því að hagvöxtur næstu ára verði á bilinu 2,5-2,8%. Meira »

Hafa vart séð áður svo mikla sjávarhæð

08:18 Víða um land flæddi sjór upp á hafnarbakka á stórstraumsflóði í gærmorgun. Einna mest urðu áhrifin á Flateyri þegar rafmagn sló út í bænum eftir að sjór flæddi inn í masturshús á bryggjunni en þar eru rafmagnstöflur fyrir hafnarsvæðið. Meira »

Hætta af óþoli gegn sýklalyfjum

07:57 Hreinleiki íslenskrar kjötframleiðslu skapar tækifæri fyrir landbúnað á Íslandi. Heimurinn stendur enda frammi fyrir vaxandi vandamáli vegna ofnotkunar sýklalyfja í landbúnaði. Sú ofnotkun getur jafnvel leitt til dauðsfalla hjá mönnum vegna baktería sem hafa orðið ónæmar fyrir sýklalyfjum. Meira »

Holutímabilið er hafið

07:45 Tíðarfarið að undanförnu er farið að setja mark sitt á vegi landsins. Víða eru teknar að myndast djúpar holur og það getur gerst á skömmum tíma. Þegar er byrjað að fylla upp í hættulegar holur en djúp hjólför sem víða má sjá eru einnig varasöm. Áframhaldandi leysingar bæta ástandið ekki. Meira »

Hækkanir hefðu mátt vera tíðari

07:37 Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka, segir að við hækkanir á grunnlaunum Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, hafi m.a. verið horft til þess að kaupaukar hafi verið aflagðir frá 1. janúar 2017. Meira »

Nóg að gera hjá lögreglu

06:41 Þjófur sem stal söfnunarbauk Rauða krossins úr verslunarmiðstöð í austurborginni um miðnætti komst undan á svörtu reiðhjóli. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en lögregla sinnti ýmsum verkum í gærkvöldi og í nótt. Meira »