Hafa ítrekað óskað eftir úrbótum hjá Dalsmynni

Umhverfi hundanna á Dalsmynni er einsleitt að mati Matvælastofnunnar, en ...
Umhverfi hundanna á Dalsmynni er einsleitt að mati Matvælastofnunnar, en þeir dvelja í stíum inni og er hver stía með aðgang að útigerði. Mynd úr safni. AFP

Starfsemi Dalsmynnis er ekki stöðvuð vegna illrar meðferðar á dýrunum, í þeim skilningi að verið sé að leggja hendur á hundana eða vanfóðra, segir Konráð Konráðsson, héraðsdýralæknir Suðvesturumdæmis. Ítrekuðum kröfum um þjálf­un, umönn­un og um­hirðu hund­anna þ.m.t. hrein­læti og skrán­ingum hafi hins vegar ekki verið sinnt.

Matvælastofnun greindi í morgun frá því að tekin hefði verið ákvörðun um að stöðva starf­semi Hunda­rækt­ar­inn­ar í Dals­mynni á grund­velli laga um vel­ferð dýra. Ástæða stöðvun­ar er að kröf­ur stofn­un­ar­inn­ar um var­an­leg­ar úr­bæt­ur hafa ekki verið virt­ar, einkum varðandi þjálf­un, umönn­un og um­hirðu hund­anna þ.m.t. hrein­læti og skrán­ing­ar. Viðhaldi hús­næðis sé sömu­leiðis ábóta­vant. Aðgerðir og áætlan­ir vegna ormameðhöndl­un­ar hunda ásamt sýna­tök­um voru sömu­leiðis ekki full­nægj­andi.

Tæplega 20 hundar eru nú á Dalsmynni og hefur dregið verulega úr starfseminni frá 2013, er þeir voru um 120 talsins. Hefur Hunda­rækt­un­inni að Dalsmynni verið veitt­ur mánaðarfrest­ur til að ráðstafa hund­um og kom­ast þannig hjá vörslu­svipt­ingu hunda af hálfu Mat­væla­stofn­un­ar. 

Umhverfið einsleitt og stundum óhreint

Konráð segir að flokka megi frávikin sem stöðvun starfseminnar byggi á í þrennt. „Í fyrsta lagi  snúast þau um hundana sjálfa og velferð þeirra,“ segir hann og kveðst þar vísa til þjálfunar á borð við umhverfisþjálfunar þar sem hundar eru kynntir fyrir umhverfi sínu og samveru við fólk, umhirðu og umönnun. „Það er mikil vinna að sinna þessu og krefst mikils,“ bætir hann við.

Þegar hundarækt sé atvinnustarfsemi, líkt og í tilfelli Dalsmynni, verði að sýna fram á það með skráningum að slíkt sé gert og til þessa hafi þær skráningar hafa ekki verið trúverðugar.

„Í öðru lagi snúast frávikin um umhverfið sem hundarnir lifa í. Það er mjög einsleitt og getur verið óhreint, viðhaldi ábótavant og fleira í þeim dúr.“ Segir Konráð hundana á Dalsmynni dvelja í stíum inni og hver stía hafi síðan aðgang að útigerði.

Spurður hvort það þýði að hundarnir fá enga hreyfingu segir hann forsvarsmenn Dalsmynnis halda því fram að þeir fái að hlaupa um tún á svæðinu. „Það sem við sjáum hins vegar þegar  við komum í eftirlit er að hundarnir eru inni í stíu og svo hurð á útigerðinu sem er tengt við stíuna. Eftir því sem við sjáum, þá er þetta þeirra umhverfi.“ Matvælastofnun telji ekki hafa verið sýnt fram á að hundarnir fái viðeigandi þjálfun og hreyfingu.

Verulega dregið úr starfsemi frá 2013

Konráð segir verulega hafa dregið úr starfsemi Dalsmynni undanfarin ár. „Árið  2013 voru þetta að mig minnir um 120 hundar, en þeir eru núna komnir undir 20,“ segir hann og kveður um 18 hunda og hvolpa hafa verið á staðnum í síðustu eftirlitsferð MAST. Ekki hafi heldur komið aftur upp sama staða og 2014 þegar eftirlitsmönnum MAST var ekki hleypt inn. „Þeir hafa alltaf hleypt okkur inn,“ segir hann.

Í þriðja og síðasta lagi snúast frávikin sem stöðvunin snýst um um ófullnægjandi áætlanir og aðgerðir um lyfjameðhöndlun, sýnatöku, þrif og sótthreinsun, m.a. vegna þráðormsins Strongyloi­des stercoral­is. Spurður hvort hann viti til þess að ormurinn, sem greindist í hundum frá Dalsmynni 2012, hafi greinst þar aftur segir Konráð að ormurinn hafi ekki verið í þeim sýnum sem forsvarsmenn Dalsmynnis hafi sjálfir tekið.

„Við viljum sjá faglega nálgun á áætlun um sýnatökur og hvernig eigi að meðhöndla hundana, hvernig eigi að halda smitinu í lágmarki og helst útrýma því með þrifum og sótthreinsun. Það er þessi faglega nálgun sem við erum alltaf að biðja um - að það sé sýnt fram á trúverðuga eftirlitsáætlun með þessum ormi, hvernig eigi að taka á honum til þess að halda honum niðri.“

Slíkt hafi hins vegar ekki verið gert.

„Þetta er það sem við höfum verið að óska eftir úrbætum á í gegnum tíðina og samkvæmt lögunum, ef úrbætur eru ekki gerðar með varanlegum hætti þannig að um ítrekuð frávik er að ræða, þá heimila lögin þessar aðgerðir,“ segir Konráð.

mbl.is

Innlent »

Loka gömlu Hringbraut í sex ár

11:47 Á fundi stjórnar Strætó bs. 7. desember var samþykkt að breyta gjaldskrá Strætó í takt við almenna verðlagsþróun. Gjaldskrá Strætó verður hækkuð að meðaltali um 3,9%. Í janúar 2019 mun hluti gömlu Hringbrautar loka í sex ár vegna framkvæmda á nýjum Landspítala. Lokunin mun hafa nokkur áhrif á leiðakerfi Strætó. Meira »

Svefninn bíður fram að jólum

11:46 „Þetta hefur gengið frábærlega,“ segir Ágúst Guðmundsson, einn slökkviliðsmannanna sjö sem eru búnir að róa stanslaust frá því á föstudag fyrir Frú Ragnheiði. Róðrinum lýkur á föstudag svo það er nóg eftir. Meira »

Auglýst eftir ráðuneytisstjóra

11:42 Auglýst hefur verið laust til umsóknar embætti ráðuneytisstjóra í nýju heilbrigðisráðuneyti sem tekur til starfa 1. janúar 2019. Ráðuneytið verður til við skiptingu velferðarráðuneytisins í heilbrigðisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti. Meira »

Dæmdur til að greiða 238 milljónir

11:24 Ágúst Alfreð Snæbjörnsson hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi og til greiðslu tæplega 238 milljóna í sekt til ríkisins fyrir skattabrot á árunum 2012-13 í tengslum við rekstur tveggja félaga. Þá er hann dæmdur vegna skilasvika í tengslum við uppgjör vegna byggingar tveggja skóla í Reykjavík. Meira »

Bára ánægð með samhuginn

10:14 Mér finnst voðalega „næs“ að fólk skuli ætla að segja við mig að því finnist þetta jafn tilgangslaust og mér. Mér finnst voðalega góður þessi samhugur sem ég fæ frá öllum og það er eiginlega það magnaðasta í þessu öllu saman,“ segir Bára Halldórsdóttir um samstöðufundinn sem verður fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Meira »

Ákærðir fyrir 15 milljóna skattabrot

10:05 Embætti héraðssaksóknara hefur ákært tvo karlmenn fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum með því að hafa á árunum 2015 og 2016 ekki staðið skil á staðgreiðslu einkahlutafélags sem þeir stýrðu, en heildarupphæðin nemur um 15,5 milljónum króna. Meira »

Tvisvar ákært fyrir að hrækja á lögreglu

09:59 Í síðustu viku voru þrjú mál þingfest þar sem ákært er fyrir brot gegn valdstjórninni, það er fyrir brot gegn lögreglumönnum við störf sín. Í tveimur þessara mála er ákærði sakaður um að hafa hrækt að lögreglumönnum. Meira »

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku

09:48 Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann fyrir kynferðis- og barnaverndarlagabrot gagnvart stúlku sem nú er 17 ára, en meint brot áttu sér stað þegar stúlkan á aldrinum 13 til 15 ára gömul. Meira »

Eyða nær fimmfalt meira í Reykjavík en á Hvammstanga

08:18 Töluverður munur er á útgjöldum ferðamanna eftir því hvaða staði á landinu þeir heimsækja.  Meira »

Stór skjálfti í Bárðarbungu

08:00 Jarðskjálfti sem mældist 3,6 stig varð núna rétt fyrir klukkan sjö í morgun í Bárðarbunguöskjunni.  Meira »

Sala á gulum vestum hefur tekið kipp

07:37 Sala á gulum vestum í verslun Húsasmiðjunnar í Kjalarvogi hefur tekið kipp, segir Finnur Guðmundsson, framkvæmdastjóri fagsölusviðs Húsasmiðjunnar. Meira »

Fer langleiðina í 50 metra á sekúndu

06:56 Spáð er miklu hvassviðri í dag og undir kvöld verður kominn austanstormur eða -rok allra syðst á landinu og gætu hviður farið langleiðina upp undir 50 m/s á þeim slóðum. Annars staðar verður þetta meira 15-23 og hviður að 35-40 m/s samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

Nýtt netaverkstæði rís í Neskaupstað

06:00 Framkvæmdir standa yfir við nýtt netaverkstæði Fjarðanets í Neskaupstað. Er áætlað að það verði tilbúið í mars á næsta ári. Nýja verkstæðið verður mun stærra en það gamla og mun tilkoma þess leiða til algjörrar byltingar í starfsemi og þjónustumöguleikum Fjarðanets á Austurlandi. Þetta segir Jón Einar Marteinsson, framkvæmdastjóri Fjarðanets. Meira »

Vara við grunsamlegum mannaferðum

05:59 Lögreglan á Norðurlandi eystra varar fólk við grunsamlegum mannaferðum í þéttbýli sem dreifbýli en tilkynnt var um tvö innbrot á Akureyri um helgina og nokkuð um tilkynningar vegna grunsamlegra mannaferða við sveitarbæ í umdæminu. Meira »

Ferðaþjónusta í nýtt útboð

05:30 Á fundi bæjarráðs Kópavogs í síðustu viku var lagt fram erindi frá sviðsstjóra velferðarsviðs þar sem óskað var eftir heimild bæjarráðs til að mega leysa Efstahól ehf. undan samningi um ferðaþjónustu fatlaðra ásamt erindi Efstahóls vegna málsins. Meira »

Styðja við fjölmiðla

05:30 Samning frumvarps um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla er langt komin og er stefnt að því að kynna frumvarpsdrögin í Samráðsgáttinni í janúar, að sögn Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Meira »

Ríkið mun ekki bæta miklu við

05:30 „Á næstu árum mun fólki á eftirlaunum fjölga meira en fólki á vinnumarkaði. Kostnaður ríkissjóðs vegna aldurstengdra sjúkdóma og þjónustu við aldraða mun að öllum líkindum aukast. Þeir sem hætta að vinna geta því ekki búist við að hið opinbera bæti miklu við eftirlaunin.“ Meira »

Alþingi setur áfram lögin

05:30 „Af minni hálfu stendur ekki til að styðja mál sem felur í sér framsal, hvorki á auðlindum né á meiri háttar ákvarðanatöku um lagaumgjörð fyrir okkur. Hins vegar er því haldið fram að málið mögulega standist ekki stjórnarskrá. Þetta eru atriði sem við viljum fara vandlega yfir. Meira »

Bára í skýrslutöku í héraðsdómi

05:30 Bára Halldórsdóttir, sem sagst hefur standa á bak við upptöku af ósæmilegu framferði þingmanna á barnum Klaustri, hefur verið boðuð til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan korter yfir þrjú. Meira »
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...
Mitsubishi Pajero - Instyle - Árg. 2007 - ek. 172þ km - kr. 1.350.000,-
Bíllinn er með olíufíringu og led ljóskösturum. Sumar- og vetrardekk (nagladekk)...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...