Hafa ítrekað óskað eftir úrbótum hjá Dalsmynni

Umhverfi hundanna á Dalsmynni er einsleitt að mati Matvælastofnunnar, en ...
Umhverfi hundanna á Dalsmynni er einsleitt að mati Matvælastofnunnar, en þeir dvelja í stíum inni og er hver stía með aðgang að útigerði. Mynd úr safni. AFP

Starfsemi Dalsmynnis er ekki stöðvuð vegna illrar meðferðar á dýrunum, í þeim skilningi að verið sé að leggja hendur á hundana eða vanfóðra, segir Konráð Konráðsson, héraðsdýralæknir Suðvesturumdæmis. Ítrekuðum kröfum um þjálf­un, umönn­un og um­hirðu hund­anna þ.m.t. hrein­læti og skrán­ingum hafi hins vegar ekki verið sinnt.

Matvælastofnun greindi í morgun frá því að tekin hefði verið ákvörðun um að stöðva starf­semi Hunda­rækt­ar­inn­ar í Dals­mynni á grund­velli laga um vel­ferð dýra. Ástæða stöðvun­ar er að kröf­ur stofn­un­ar­inn­ar um var­an­leg­ar úr­bæt­ur hafa ekki verið virt­ar, einkum varðandi þjálf­un, umönn­un og um­hirðu hund­anna þ.m.t. hrein­læti og skrán­ing­ar. Viðhaldi hús­næðis sé sömu­leiðis ábóta­vant. Aðgerðir og áætlan­ir vegna ormameðhöndl­un­ar hunda ásamt sýna­tök­um voru sömu­leiðis ekki full­nægj­andi.

Tæplega 20 hundar eru nú á Dalsmynni og hefur dregið verulega úr starfseminni frá 2013, er þeir voru um 120 talsins. Hefur Hunda­rækt­un­inni að Dalsmynni verið veitt­ur mánaðarfrest­ur til að ráðstafa hund­um og kom­ast þannig hjá vörslu­svipt­ingu hunda af hálfu Mat­væla­stofn­un­ar. 

Umhverfið einsleitt og stundum óhreint

Konráð segir að flokka megi frávikin sem stöðvun starfseminnar byggi á í þrennt. „Í fyrsta lagi  snúast þau um hundana sjálfa og velferð þeirra,“ segir hann og kveðst þar vísa til þjálfunar á borð við umhverfisþjálfunar þar sem hundar eru kynntir fyrir umhverfi sínu og samveru við fólk, umhirðu og umönnun. „Það er mikil vinna að sinna þessu og krefst mikils,“ bætir hann við.

Þegar hundarækt sé atvinnustarfsemi, líkt og í tilfelli Dalsmynni, verði að sýna fram á það með skráningum að slíkt sé gert og til þessa hafi þær skráningar hafa ekki verið trúverðugar.

„Í öðru lagi snúast frávikin um umhverfið sem hundarnir lifa í. Það er mjög einsleitt og getur verið óhreint, viðhaldi ábótavant og fleira í þeim dúr.“ Segir Konráð hundana á Dalsmynni dvelja í stíum inni og hver stía hafi síðan aðgang að útigerði.

Spurður hvort það þýði að hundarnir fá enga hreyfingu segir hann forsvarsmenn Dalsmynnis halda því fram að þeir fái að hlaupa um tún á svæðinu. „Það sem við sjáum hins vegar þegar  við komum í eftirlit er að hundarnir eru inni í stíu og svo hurð á útigerðinu sem er tengt við stíuna. Eftir því sem við sjáum, þá er þetta þeirra umhverfi.“ Matvælastofnun telji ekki hafa verið sýnt fram á að hundarnir fái viðeigandi þjálfun og hreyfingu.

Verulega dregið úr starfsemi frá 2013

Konráð segir verulega hafa dregið úr starfsemi Dalsmynni undanfarin ár. „Árið  2013 voru þetta að mig minnir um 120 hundar, en þeir eru núna komnir undir 20,“ segir hann og kveður um 18 hunda og hvolpa hafa verið á staðnum í síðustu eftirlitsferð MAST. Ekki hafi heldur komið aftur upp sama staða og 2014 þegar eftirlitsmönnum MAST var ekki hleypt inn. „Þeir hafa alltaf hleypt okkur inn,“ segir hann.

Í þriðja og síðasta lagi snúast frávikin sem stöðvunin snýst um um ófullnægjandi áætlanir og aðgerðir um lyfjameðhöndlun, sýnatöku, þrif og sótthreinsun, m.a. vegna þráðormsins Strongyloi­des stercoral­is. Spurður hvort hann viti til þess að ormurinn, sem greindist í hundum frá Dalsmynni 2012, hafi greinst þar aftur segir Konráð að ormurinn hafi ekki verið í þeim sýnum sem forsvarsmenn Dalsmynnis hafi sjálfir tekið.

„Við viljum sjá faglega nálgun á áætlun um sýnatökur og hvernig eigi að meðhöndla hundana, hvernig eigi að halda smitinu í lágmarki og helst útrýma því með þrifum og sótthreinsun. Það er þessi faglega nálgun sem við erum alltaf að biðja um - að það sé sýnt fram á trúverðuga eftirlitsáætlun með þessum ormi, hvernig eigi að taka á honum til þess að halda honum niðri.“

Slíkt hafi hins vegar ekki verið gert.

„Þetta er það sem við höfum verið að óska eftir úrbætum á í gegnum tíðina og samkvæmt lögunum, ef úrbætur eru ekki gerðar með varanlegum hætti þannig að um ítrekuð frávik er að ræða, þá heimila lögin þessar aðgerðir,“ segir Konráð.

mbl.is

Innlent »

Ásetningur ekki sannaður

15:49 Dómari í Héraðsdómi Suðurlands telur yfir skynsamlegan vafa hafið að Valur Lýðsson hafi veitt Ragnari bróður sínum þá áverka sem leiddu hann til dauða, en ákæruvaldinu tókst að mati dómarans ekki að sanna að „fyrir ákærða hafi vakað að ráða bróður sínum bana“. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsi. Meira »

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku

15:38 Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir kynferðisbrot gegn dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar með því að hafa á árunum 2013 til 2015 ítrekað áreitt stúlkuna á heimili þeirra og í sumarbústað fjölskyldunnar. Meira »

Gagnrýndu ráðherra harðlega

15:35 Þingmenn stjórnarandstöðuflokka gagnrýndu Sigurð Inga Jóhannssonar samgönguráðherra harðlega á Alþingi í dag. Þeir sögðu það fráleit vinnubrögð að kynna ekki drög að samgönguáætlun á þingi áður en boðað var til blaðamannafundar síðasta föstudag. Meira »

Suðurnesjabúar snúi viðskiptum annað

15:00 „Ég er búinn að skrifa undir uppsögnina,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hefur ákveðið að beina tryggingaviðskiptum sínum annað eftir að VÍS hóf að loka útibúum sínum á landsbyggðinni. Vilhjálmur hafði verið í viðskiptum við félagið frá upphafi. Meira »

„Viðvarandi vandamál“ á Vesturlandi

14:45 Alls hafa 107 verið teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna í umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi það sem af er ári. Yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða viðvarandi vandamál en allt árið í fyrra voru 112 teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Meira »

Valur dæmdur í 7 ára fangelsi

14:13 Valur Lýðsson hefur verið dæmdur til sjö ára fangelsisvistar fyrir að verða bróður sínum Ragnari að bana á heimili Vals að Gýgjarhóli II í Bláskógabyggð, en dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi rétt í þessu. Meira »

„Ísland á að geta gert betur“

13:46 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, er nú staddur í Finnlandi þar sem hann ræðir meðal annars við þarlend stjórnvöld um aukið samstarf í húsnæðismálum. Ásmundur átti í dag fund með Kimmo Tiilikainen, ráðherra húsnæðismála í Finnlandi. Ásmundur segir Ísland eiga að geta gert betur. Meira »

Leiðarkerfi Strætó í Google Maps

12:35 Leiðakerfi Strætó er nú aðgengilegt á almenningssamgangna hluta Google Maps. Al­menn­ings­sam­gangna­kerfi Google inni­held­ur gögn frá um 18.000 borg­um um all­an heim, þar á meðal flest­um stærri borg­um Evr­ópu. Meira »

Dýralæknar fái tækifæri til íslenskunáms

12:30 „Þetta leysir ekki þann vanda sem Matvælastofnun stendur frammi fyrir,“ segir Charlotta Oddsdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, um frumvarp sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti fyrir ríkisstjórninni fyrir helgi. Verði frumvarpið að lögum verður ekki lengur gerð krafa um að dýralæknar sem starfa á Íslandi tali íslensku. Meira »

Vísar fullyrðingu lækna á bug

11:32 Fullyrðing þriggja lækna um að heilbrigðisráðherra ætli að færa þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna „að miklu leyti eða alfarið inn á göngudeildar sjúkrahúsanna“, er alröng að sögn ráðherra. Meira »

Íbúar hreinsi frá niðurföllum

10:50 Gert er ráð fyrir hvössum vindi og talsverðri rigningu í fyrramálið en lægð kemur upp að Reykjanesi snemma í fyrramálið. Nýjustu spár gera þó ráð fyrir því að mesta rigningin verði um 20 til 30 kílómetra vestan við Reykjavík. Meira »

VÍS endurskoði lokanir útibúa

10:39 Landssamband íslenskra verzlunarmanna (LÍV) harmar þá ákvörðun VÍS að loka átta þjónustuskrifstofum sínum á landsbyggðinni og gerir kröfu um að hún verði endurskoðuð. Meira »

Flestir frá Filippseyjum

09:30 Útlendingum frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins sem hafa fengið útgefin atvinnuleyfi vegna sérfræðiþekkingar sinnar til starfa hér á landi, hefur fjölgað mikið á seinustu þremur til fjórum árum. Meira »

Árshátíð frestað vegna ráðherraafskipta

09:06 Árshátíð Stjórnarráðsins, sem fara átti fram 6. október, hefur verið frestað til vors eftir afskipti tveggja ráðherra. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag, sem segir nokkurrar óánægju gæta meðal starfsmanna vegna afskiptasemi ráðherranna. Meira »

Almenningur hvattur til að taka þátt

08:33 Vísinda- og tækniráð Íslands efnir til opins samráðs við almenning og hagsmunaaðila um skilgreiningu þeirra framtíðaráskorana sem vísindi og rannsóknir ættu markvisst að takast á við. Meira »

Hissa á sýndareftirliti bankanna

08:30 Reikningi í eigu Samtaka hernaðarandstæðinga var lokað hjá Arion banka vegna þess að afrit vantaði af persónuskilríkjum allra stjórnarmanna. Meira »

Rekstrarskilyrði í lyfjageira versnað

08:12 Íslensk þjónustufyrirtæki á heildsölumarkaði lyfja búa á margan hátt við erfið starfsskilyrði. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon vann að beiðni Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Meira »

Brýnt að ferðafólk kolefnisjafni

07:57 „Draumurinn er að koma þessu á markað erlendis og selja kolefnisjöfnunina bæði til einstaklinga og fyrirtækja,“ segir Arngrímur Viðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Landsskóga ehf. Meira »

Hætta á hvössum vindstrengjum við fjöll

07:41 Sunnan- og síðar suðvestanátt og rigning verður á landinu fyrri hluta dags í dag. Hvassast verður við ströndina. Búast má við hvössum vindstrengjum við fjöll. Gert er ráð fyrir mikilli rigningu á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið og er fólk hvatt til að hreinsa frá niðurföllum. Meira »
Svarthvít axlabönd
Til sölu fyrsta ljóðabók Gyrðis Elíassonar, Svarthvít axlabönd. Árituð og ástand...
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 348.500,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...