Hafa ítrekað óskað eftir úrbótum hjá Dalsmynni

Umhverfi hundanna á Dalsmynni er einsleitt að mati Matvælastofnunnar, en ...
Umhverfi hundanna á Dalsmynni er einsleitt að mati Matvælastofnunnar, en þeir dvelja í stíum inni og er hver stía með aðgang að útigerði. Mynd úr safni. AFP

Starfsemi Dalsmynnis er ekki stöðvuð vegna illrar meðferðar á dýrunum, í þeim skilningi að verið sé að leggja hendur á hundana eða vanfóðra, segir Konráð Konráðsson, héraðsdýralæknir Suðvesturumdæmis. Ítrekuðum kröfum um þjálf­un, umönn­un og um­hirðu hund­anna þ.m.t. hrein­læti og skrán­ingum hafi hins vegar ekki verið sinnt.

Matvælastofnun greindi í morgun frá því að tekin hefði verið ákvörðun um að stöðva starf­semi Hunda­rækt­ar­inn­ar í Dals­mynni á grund­velli laga um vel­ferð dýra. Ástæða stöðvun­ar er að kröf­ur stofn­un­ar­inn­ar um var­an­leg­ar úr­bæt­ur hafa ekki verið virt­ar, einkum varðandi þjálf­un, umönn­un og um­hirðu hund­anna þ.m.t. hrein­læti og skrán­ing­ar. Viðhaldi hús­næðis sé sömu­leiðis ábóta­vant. Aðgerðir og áætlan­ir vegna ormameðhöndl­un­ar hunda ásamt sýna­tök­um voru sömu­leiðis ekki full­nægj­andi.

Tæplega 20 hundar eru nú á Dalsmynni og hefur dregið verulega úr starfseminni frá 2013, er þeir voru um 120 talsins. Hefur Hunda­rækt­un­inni að Dalsmynni verið veitt­ur mánaðarfrest­ur til að ráðstafa hund­um og kom­ast þannig hjá vörslu­svipt­ingu hunda af hálfu Mat­væla­stofn­un­ar. 

Umhverfið einsleitt og stundum óhreint

Konráð segir að flokka megi frávikin sem stöðvun starfseminnar byggi á í þrennt. „Í fyrsta lagi  snúast þau um hundana sjálfa og velferð þeirra,“ segir hann og kveðst þar vísa til þjálfunar á borð við umhverfisþjálfunar þar sem hundar eru kynntir fyrir umhverfi sínu og samveru við fólk, umhirðu og umönnun. „Það er mikil vinna að sinna þessu og krefst mikils,“ bætir hann við.

Þegar hundarækt sé atvinnustarfsemi, líkt og í tilfelli Dalsmynni, verði að sýna fram á það með skráningum að slíkt sé gert og til þessa hafi þær skráningar hafa ekki verið trúverðugar.

„Í öðru lagi snúast frávikin um umhverfið sem hundarnir lifa í. Það er mjög einsleitt og getur verið óhreint, viðhaldi ábótavant og fleira í þeim dúr.“ Segir Konráð hundana á Dalsmynni dvelja í stíum inni og hver stía hafi síðan aðgang að útigerði.

Spurður hvort það þýði að hundarnir fá enga hreyfingu segir hann forsvarsmenn Dalsmynnis halda því fram að þeir fái að hlaupa um tún á svæðinu. „Það sem við sjáum hins vegar þegar  við komum í eftirlit er að hundarnir eru inni í stíu og svo hurð á útigerðinu sem er tengt við stíuna. Eftir því sem við sjáum, þá er þetta þeirra umhverfi.“ Matvælastofnun telji ekki hafa verið sýnt fram á að hundarnir fái viðeigandi þjálfun og hreyfingu.

Verulega dregið úr starfsemi frá 2013

Konráð segir verulega hafa dregið úr starfsemi Dalsmynni undanfarin ár. „Árið  2013 voru þetta að mig minnir um 120 hundar, en þeir eru núna komnir undir 20,“ segir hann og kveður um 18 hunda og hvolpa hafa verið á staðnum í síðustu eftirlitsferð MAST. Ekki hafi heldur komið aftur upp sama staða og 2014 þegar eftirlitsmönnum MAST var ekki hleypt inn. „Þeir hafa alltaf hleypt okkur inn,“ segir hann.

Í þriðja og síðasta lagi snúast frávikin sem stöðvunin snýst um um ófullnægjandi áætlanir og aðgerðir um lyfjameðhöndlun, sýnatöku, þrif og sótthreinsun, m.a. vegna þráðormsins Strongyloi­des stercoral­is. Spurður hvort hann viti til þess að ormurinn, sem greindist í hundum frá Dalsmynni 2012, hafi greinst þar aftur segir Konráð að ormurinn hafi ekki verið í þeim sýnum sem forsvarsmenn Dalsmynnis hafi sjálfir tekið.

„Við viljum sjá faglega nálgun á áætlun um sýnatökur og hvernig eigi að meðhöndla hundana, hvernig eigi að halda smitinu í lágmarki og helst útrýma því með þrifum og sótthreinsun. Það er þessi faglega nálgun sem við erum alltaf að biðja um - að það sé sýnt fram á trúverðuga eftirlitsáætlun með þessum ormi, hvernig eigi að taka á honum til þess að halda honum niðri.“

Slíkt hafi hins vegar ekki verið gert.

„Þetta er það sem við höfum verið að óska eftir úrbætum á í gegnum tíðina og samkvæmt lögunum, ef úrbætur eru ekki gerðar með varanlegum hætti þannig að um ítrekuð frávik er að ræða, þá heimila lögin þessar aðgerðir,“ segir Konráð.

mbl.is

Innlent »

Verkfalli afstýrt

07:09 Skrifað var undir kjarasamning flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni um klukkan 6:30 í morgun og því verður ekkert af boðuðu verkfalli sem hefjast átti klukkan 7:30 ef ekki næðust samningar. Meira »

Rigning sunnan- og vestanlands

07:02 Spáð er norðaustlægri átt í dag, 5-13 m/s en hægari á Austurlandi. Dálítil úrkoma í flestum landshlutum, rigning með köflum sunnan- og vestanlands en dálítil él norðan til. Meira »

Ólafur missti 50 kíló á 11 mánuðum

07:00 „Já, ég er búinn að losa mig við 50 kíló og það er eitthvað vel yfir einn þriðji af því sem ég var,“ segir Ólafur Arnarson hagfræðingur varðandi þyngartap sitt í kjölfar magaermaraðgerðar. Í aðgerðinni voru um 80% af maganum fjarlægð og í kjölfarið getur viðkomandi borðað miklu minna en áður. Meira »

Hálkublettir á Holtavörðuheiði

06:59 Vegir eru víðast hvar greiðfærir en á Vestfjörðum eru hálkublettir á Steingrímsfjarðarheiði, hálkublettir eru á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði. Meira »

Ísland niður um 3 sæti

06:56 Ísland fellur um þrjú sæti á lista yfir þau ríki þar sem fjölmiðlar búa við mest frelsi. Ísland er í 13. sæti listans. Noregur er í efsta sæti og Svíþjóð í öðru en Danmörk fellur niður um 5 sæti og er í því níunda í ár. Meira »

Tjónið töluvert

06:37 Brunaeftirliti slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins við Perluna lauk um tvö í nótt en slökkvistarfi var lokið um klukkan 23. Ljóst er að tjónið er töluvert en fulltrúar tryggingafélaganna hófu að meta tjónið um miðnætti. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

05:49 Sjálfstæðisflokkurinn mælist með ríflega 30 prósent fylgi í nýrri könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert á meðal kjósenda í Reykjavík. Hann yrði stærsti flokkurinn í Reykjavík ef þetta yrðu niðurstöðurnar. Meira »

Múrað um miðja nótt

06:14 Það er langt frá að vera hvunndagsviðburður að sjá múrara að störfum í Hvalfjarðargöngum og það um miðja nótt.  Meira »

Hækkun sekta ýtir á ökumenn

05:30 Mikið annríki hefur verið á dekkjaverkstæðum síðustu daga enda er orðið tímabært fyrir bílstjóra að láta skipta yfir á sumardekkin. Meira »

Íbúar steyptu laup af húsi

05:30 Hrafnar voru farnir að tína sprek og glys í laup ofan á stalli á þríbýlishúsi í Vogahverfinu í Reykjavík, beint fyrir ofan svalir einnar íbúðarinnar, en Morgunblaðinu barst ábending þess efnis með mynd. Meira »

Fundað stíft í deilu flugvirkja

05:30 Fundað var í gærkvöldi í kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni og samninganefndar ríkisins, hjá ríkissáttasemjara. Ef ekki semst átti vinnustöðvun flugvirkjanna að hefjst kl. 7:30 nú í morgun. Meira »

Samkomulag um lífeyrismál

05:30 Gengið var frá samkomulagi í gær um breytingar á kjarasamningi Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um lífeyrismál frá 12. desember 1995. Samningurinn á uppruna sinn í samkomulagi frá árinu 1969. Meira »

Leik- og grunnskóli saman

05:30 Kópavogsbær ætlar að reisa samrekinn leik- og grunnskóla upp í 4. bekk við Skólagerði í Kópavogi í staðinn fyrir skólabyggingu Kársnesskóla sem þar hefur staðið allt frá árinu 1957. Meira »

Yfirvöld firra sig ábyrgð

05:30 Þekkingu hefur verið ýtt til hliðar í bæði menntastefnu Reykjavíkurborgar og aðalnámsskrá grunnskólanna að mati Jóns Péturs Zimsen, skólastjóra Réttarholtsskóla í Reykjavík. Jón Pétur hættir sem skólastjóri í vor eftir tuttugu ára starf í Réttarholtsskóla. Meira »

Perlan verður vöktuð í nótt

00:09 Slökkvistarfi er lokið við Perluna í Reykjavík en við tekur eftirlit í nótt til þess að tryggja að eldur kvikni ekki á nýjan leik samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Þjóðkjörnir leiða launahækkanir

05:30 Meðallaun þjóðkjörinna fulltrúa hækkuðu um tæp 27% milli ára 2016 og 2017. Þá hækkuðu laun presta um tæpt 21%.  Meira »

Enginn greinarmunur gerður á farþegum

05:30 „Starfsmaðurinn vann sína vinnu í samræmi við reglur og gerði engan greinarmun á því hvort viðkomandi væri þingmaður eða ekki. Öryggisleit gengur best þegar góð samvinna er á milli flugöryggisvarða og farþega.“ Meira »

Samið við Sinfóníuhljómsveitina

Í gær, 23:58 Saminganefndir Starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands og fjármála- og efnahagráðherra fyrir hönd ríkissjóðs undirrituðu kjarasamning á fimmta tímanum í gær samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. Meira »
Bílastæðamálun - heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
Flottir bolir og tunikur
Nýju sumarvörurnar streyma inn, vorum að fá flotta sendingu af sumarvörum, frá Þ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa klþ 9 og j...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvina í kvöld 25. apríl...