Hafa ítrekað óskað eftir úrbótum hjá Dalsmynni

Umhverfi hundanna á Dalsmynni er einsleitt að mati Matvælastofnunnar, en ...
Umhverfi hundanna á Dalsmynni er einsleitt að mati Matvælastofnunnar, en þeir dvelja í stíum inni og er hver stía með aðgang að útigerði. Mynd úr safni. AFP

Starfsemi Dalsmynnis er ekki stöðvuð vegna illrar meðferðar á dýrunum, í þeim skilningi að verið sé að leggja hendur á hundana eða vanfóðra, segir Konráð Konráðsson, héraðsdýralæknir Suðvesturumdæmis. Ítrekuðum kröfum um þjálf­un, umönn­un og um­hirðu hund­anna þ.m.t. hrein­læti og skrán­ingum hafi hins vegar ekki verið sinnt.

Matvælastofnun greindi í morgun frá því að tekin hefði verið ákvörðun um að stöðva starf­semi Hunda­rækt­ar­inn­ar í Dals­mynni á grund­velli laga um vel­ferð dýra. Ástæða stöðvun­ar er að kröf­ur stofn­un­ar­inn­ar um var­an­leg­ar úr­bæt­ur hafa ekki verið virt­ar, einkum varðandi þjálf­un, umönn­un og um­hirðu hund­anna þ.m.t. hrein­læti og skrán­ing­ar. Viðhaldi hús­næðis sé sömu­leiðis ábóta­vant. Aðgerðir og áætlan­ir vegna ormameðhöndl­un­ar hunda ásamt sýna­tök­um voru sömu­leiðis ekki full­nægj­andi.

Tæplega 20 hundar eru nú á Dalsmynni og hefur dregið verulega úr starfseminni frá 2013, er þeir voru um 120 talsins. Hefur Hunda­rækt­un­inni að Dalsmynni verið veitt­ur mánaðarfrest­ur til að ráðstafa hund­um og kom­ast þannig hjá vörslu­svipt­ingu hunda af hálfu Mat­væla­stofn­un­ar. 

Umhverfið einsleitt og stundum óhreint

Konráð segir að flokka megi frávikin sem stöðvun starfseminnar byggi á í þrennt. „Í fyrsta lagi  snúast þau um hundana sjálfa og velferð þeirra,“ segir hann og kveðst þar vísa til þjálfunar á borð við umhverfisþjálfunar þar sem hundar eru kynntir fyrir umhverfi sínu og samveru við fólk, umhirðu og umönnun. „Það er mikil vinna að sinna þessu og krefst mikils,“ bætir hann við.

Þegar hundarækt sé atvinnustarfsemi, líkt og í tilfelli Dalsmynni, verði að sýna fram á það með skráningum að slíkt sé gert og til þessa hafi þær skráningar hafa ekki verið trúverðugar.

„Í öðru lagi snúast frávikin um umhverfið sem hundarnir lifa í. Það er mjög einsleitt og getur verið óhreint, viðhaldi ábótavant og fleira í þeim dúr.“ Segir Konráð hundana á Dalsmynni dvelja í stíum inni og hver stía hafi síðan aðgang að útigerði.

Spurður hvort það þýði að hundarnir fá enga hreyfingu segir hann forsvarsmenn Dalsmynnis halda því fram að þeir fái að hlaupa um tún á svæðinu. „Það sem við sjáum hins vegar þegar  við komum í eftirlit er að hundarnir eru inni í stíu og svo hurð á útigerðinu sem er tengt við stíuna. Eftir því sem við sjáum, þá er þetta þeirra umhverfi.“ Matvælastofnun telji ekki hafa verið sýnt fram á að hundarnir fái viðeigandi þjálfun og hreyfingu.

Verulega dregið úr starfsemi frá 2013

Konráð segir verulega hafa dregið úr starfsemi Dalsmynni undanfarin ár. „Árið  2013 voru þetta að mig minnir um 120 hundar, en þeir eru núna komnir undir 20,“ segir hann og kveður um 18 hunda og hvolpa hafa verið á staðnum í síðustu eftirlitsferð MAST. Ekki hafi heldur komið aftur upp sama staða og 2014 þegar eftirlitsmönnum MAST var ekki hleypt inn. „Þeir hafa alltaf hleypt okkur inn,“ segir hann.

Í þriðja og síðasta lagi snúast frávikin sem stöðvunin snýst um um ófullnægjandi áætlanir og aðgerðir um lyfjameðhöndlun, sýnatöku, þrif og sótthreinsun, m.a. vegna þráðormsins Strongyloi­des stercoral­is. Spurður hvort hann viti til þess að ormurinn, sem greindist í hundum frá Dalsmynni 2012, hafi greinst þar aftur segir Konráð að ormurinn hafi ekki verið í þeim sýnum sem forsvarsmenn Dalsmynnis hafi sjálfir tekið.

„Við viljum sjá faglega nálgun á áætlun um sýnatökur og hvernig eigi að meðhöndla hundana, hvernig eigi að halda smitinu í lágmarki og helst útrýma því með þrifum og sótthreinsun. Það er þessi faglega nálgun sem við erum alltaf að biðja um - að það sé sýnt fram á trúverðuga eftirlitsáætlun með þessum ormi, hvernig eigi að taka á honum til þess að halda honum niðri.“

Slíkt hafi hins vegar ekki verið gert.

„Þetta er það sem við höfum verið að óska eftir úrbætum á í gegnum tíðina og samkvæmt lögunum, ef úrbætur eru ekki gerðar með varanlegum hætti þannig að um ítrekuð frávik er að ræða, þá heimila lögin þessar aðgerðir,“ segir Konráð.

mbl.is

Innlent »

Kjaradeila ljósmæðra „mikið áhyggjuefni“

16:03 Landlæknir, Alma D. Möller, lýsir alvarlegum áhyggjum vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í tilkynningu til fjölmiðla. Embættið segir stjórnendur Landspítala telja sig geta tryggt öryggi sjúklinga með erfiðum þar sem óljóst hvenær næsta álagstímabil starfsfólks verði. Meira »

Verið á óvissustigi frá því í haust

15:21 Rýmingaráætlun fyrir sveitirnar í nágrenni Öræfajökuls er tiltölulega ný af nálinni og á að ná vel til bæði heimamanna og ferðamanna á svæðinu. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Meira »

Forsetinn mætti í afmæli Karólínu

14:55 Karólína Björk Steinþórsdóttir varð sjö ára gömul á laugardaginn og var haldin afmælisveisla af því tilefni. Karólína útbjó myndarlegan gestalista og ákvað að bjóða forseta Íslands í afmælisveisluna. Henni til mikillar undrunar mætti forsetinn með fjölskyldu sína í veisluna. Meira »

Greiddu sektina og báðust afsökunar

13:53 Er­lendu ferðamennirnir sem gerðust sekir um ólöglegan utanvegaakstur í gærkvöldi mættu á lögreglustöðina á Selfossi nú fyrir stuttu og greiddu sekt sem þeim var gerð vegna þeirra náttúruspjalla sem aksturinn olli. Hvor ökumaður þurfti að greiða 200 þúsund krónur. Meira »

Samfylkingin leitar að framkvæmdastjóra

13:07 Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands, hefur auglýst eftir umsækjendum um starf framkvæmdastjóra flokksins. Í auglýsingunni kemur fram að framkvæmdastjórinn beri ábyrgð á daglegum rekstri flokksins og fjárreiðum auk þess að efla aðildarfélög og grasrót félagsins. Meira »

Leyfilegt magn áfengis í blóði lækkað

12:40 Leyfilegt hámarksmagn vínanda í blóði ökumanns verður lækkað úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill samkvæmt nýju frumvarpi til umferðarlaga og er kveðið á um bann við að afhenda eða selja ökumanni eldsneyti sé hann undir áhrifum áfengis eða ávana- eða fíkniefna. Meira »

Lög á yfirvinnubann kæmu ekki á óvart

11:42 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segist ekki hafa áhyggjur af því að lög verði sett á yfirvinnubann ljósmæðra, sem taka á gildi aðfaranótt miðvikudags. Slíkt kæmi þó ekki á óvart með hliðsjón af sögunni. Meira »

Býðst að ljúka málinu með sektargreiðslu

11:15 Erlendu ferðalöngunum sem festu bíla sína í drullu eftir utanvegaakstur í gær býðst nú að ljúka málinu með greiðslu sektar, segir Elís Kjartansson lögreglufulltrúi í samtali við mbl.is. Meira »

Kópavogur með kynningu í New York

10:10 „Það er ný nálgun hjá okkur að mæla árangur þar sem ekki er unnið út frá efnahagslegum forsendum heldur félagslegum þáttum. Teknir eru út þættir sem við viljum mæla og varða líðan íbúa,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, sem kynnti notkun á vísitölu félagslegra framfara í New York. Meira »

Drápu tugi dýra með sveðjum og kylfum

09:51 Æstur múgur í Indónesíu vopnaður kylfum og sveðjum slátraði tæplega 300 krókódílum í hefndaraðgerð eftir að maður hafði verið drepinn af krókódíl. Þetta staðfesta yfirvöld á staðnum. Meira »

Óskuðu eftir duglegri og hressri stúlku

09:45 „Það má í raun segja að þetta hafi verið algjört hugsunarleysi hjá okkur,“ segir Einar Sigfússon, eigandi veiðihússins við Haffjarðará, um atvinnuauglýsingu sem fyrirtækið birti fyrir helgi. Meira »

Búist er við allt að 5.000 gestum

09:30 „Viðmið okkar um væntanlegan fjölda gesta eru hófleg,“ segir Einar Á. E. Sæmundssen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Alþingismenn koma saman til fundar á Lögbergi nú á miðvikudaginn og er það í tilefni af fullveldisafmælinu. Meira »

Skilorðsbundinn dómur vegna tafa

09:05 Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir kannabisræktun í Hafnarfirði. Rannsókn málsins hófst vorið 2014 og voru tveir grunaðir um aðild að málinu, Jan Andrzej Morsztyn og Kristján Haukur Einarsson. Þeir sögðust báðir hafa staðið einir að ræktuninni og hinn hefði ekki vitað af henni. Meira »

Lýstu eftir bæjarfulltrúa

08:10 Lýst var eftir Karen Elísabetu Halldórsdóttur, bæjarfulltrúa í Kópavogi, í Vídeó-markaðnum í Kópavogi fyrir helgi.  Meira »

Ríkisstjórnin fundar í Snæfellsbæ

07:28 Ríkisstjórnarfundur verður haldinn að Langaholti í Snæfellsbæ í dag, mánudaginn 16. júlí. Að loknum ríkisstjórnarfundi mun ríkisstjórnin funda með fulltrúum sveitarstjórna á Vesturlandi. Meira »

„Blessuð sólin tekur að skína“

06:55 Á morgun er spáð ágætisveðri með talsverðu sólskini á landi víðast hvar. Hiti verður með ágætum, segir veðurfræðingur. Ólíklegt er að þessi blíða standi lengi yfir. Meira »

Fleiri karlar vilja verða bæjarstjórar

05:46 Karlar eru tveir af hverjum þremur umsækjendum um þær bæjar- og sveitarstjórnarstöður sem auglýstar hafa verið vítt og breitt um landið frá sveitarstjórnarkosningunum 26. maí síðastliðinn. Meira »

Göngufólk varð strand á Ströndum

05:39 Neyðarkall barst frá átján manna gönguhópi í gærkvöldi eftir að hann hafði lent í hrakningum á leið í Meyjardal á Ströndum. Mjög hafði vaxið í Meyjará sem fólkið hugðist fara yfir og komst það ekki leiðar sinnar. Meira »

Matvælaframleiðsla verði áfram tryggð

05:30 Ríkið þarf að móta stefnu varðandi eignarhald á jörðum og til greina kemur að sveitarfélög ákvarði með aðal- og deiliskipulagi að taka frá svæði til matvælaframleiðslu. Þetta segir Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Meira »
Max
...
Ford F350 Platinium
Til sölu nánast nýr Ford 350 Platinium, skráður í lok árs 2017. Ekin 5000 km. Bí...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...