Með kaupum á Hótel Öldu eru Icelandair-hótelin orðin þrettán

Hótel Alda var opnað vorið 2014. Það var síðan stækkað.
Hótel Alda var opnað vorið 2014. Það var síðan stækkað. mbl.is/Kristinn Magnússon

Magnea Þ. Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair-hótela, segir kaup félagsins á Hótel Öldu við Laugaveg lið í þeirri stefnu að auka framboð gistirýmis í hærri gæðaflokki.

Hótelið sé „hentug stærðareining á frábærum stað í miðbænum“. Á Hótel Öldu eru 89 herbergi og mun það halda nafninu, að því er fram kemur í umfjöllun um kaup þessi í Morgunblaðinu í dag.

Eftir kaupin á Hótel Öldu munu alls 1.937 herbergi heyra undir Icelandair-hótelin. Alls 876 eru í Reykjavík, 450 á landsbyggðinni og 611 herbergi á Eddu-hótelunum eru í rekstri á sumrin. Skammt er síðan Icelandair-hótelin opnuðu 50 herbergja hótel í Hafnarstræti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert