Leikfangslím innkallað vegna mögulegrar skaðsemi

Slímið er af gerðinni Goobands Googoo.
Slímið er af gerðinni Goobands Googoo. Ljósmynd/Aðsend

A4 hefur innkallað Goobands Googoo sem er neonlitað (gult, bleikt og grænt) leikfangaslím. Tilkynning barst í gegnum Rapexkerfið um að slímið stæðist ekki prófanir sem gilda um efnainnihald. Það inniheldur efnið boron sem er talið skaðlegt ef það er í of miklu magni.

Þetta kemur fram á vef Neytendastofu.

Þar segir, að slímið hafi verið í sölu í nokkra mánuði bæði í verslunum A4 og í heildsölu hjá öðrum söluaðilum.

Í tilkynningu frá A4 kemur fram að þeir viðskiptavinir sem hafi keypt Goobands Googoo með vörunúmeri GP074/3 geti skilað því í verslanir eða til söluaðila Goobands Googoo og fengið vöruna endurgreidda. A4 mun ennfremur setja upp auglýsingu í verslun sinni og hjá endursöluaðilum þar sem innköllunin er áréttuð. 

Neytendastofa beinir þeim tilmælum til neytenda að hætta strax notkun þessa slíms og skila því til söluaðila.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert