Lýst eftir strokufanga

Sindri Þór Stefánsson.
Sindri Þór Stefánsson.

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Sindra Þór Stefánssyni en hann strauk frá fangelsinu að Sogni nú í nótt. Sindri hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglunnar á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. 

Í fréttatilkynningu frá lögreglunni segir: Sindri er íþróttamannslega vaxinn með skolleitt hár, skegghýung og 192 cm á hæð. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum strauk Sindri frá Sogni klukkan 1 í nótt.

Allir þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Sindra frá því kl. 01:00 í nótt er beðnir um að koma þeim upplýsingum á framfæri við lögregluna.

mbl.is