Margt mælir með nýjum leikvangi

Fjölnota leikvangur fyrir um 20.000 áhorfendur með þaki sem hægt …
Fjölnota leikvangur fyrir um 20.000 áhorfendur með þaki sem hægt er að opna og loka. 

Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) segist vera sannfærður um að fjölnota leikvangur með opnanlegu þaki í Laugardal í Reykjavík myndi borga sig upp á nokkrum árum.

„Ég tel að fjölnota leikvangur sé æskilegasta niðurstaðan og KSÍ leggur mikla áherslu á það, vegna þess að slíkt gerði okkur kleift að leika mótsleiki í nóvember og mars, sem við annars getum ekki gert, þar sem við með okkar opna leikvang erum við skilgreind sem vetrarleikvangur og fáum ekki að spila heimaleiki á þeim tíma árs,“ sagði Guðni.

Ríkisstjórnin, borgarráð Reykjavíkur og stjórn KSÍ hafa nú samþykkt að stofna undirbúningsfélag um mögulega framkvæmd og á undirbúningi fyrir ákvörðun um uppbyggingu Laugardalsvallar skuli lokið fyrir lok ársins.

Í gær var birt skýrsla starfshóps sem ríkið og Reykjavíkurborg skipuðu í janúar til að fjalla um málið, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert