Með vaxtarverki á Flúðum

Sindri Daði Rafnsson og Íris Dröfn Kristjánsdóttir opnuðu bakarí á …
Sindri Daði Rafnsson og Íris Dröfn Kristjánsdóttir opnuðu bakarí á Flúðum fyrir rúmum tveimur árum. Bakaríið hefur slegið í gegn og þurfa þau að flytja í nýtt húsnæði til að anna eftirspurn. mbl.is/Haraldur Jónasson

„Það er svo rosalegur fjöldi fólks sem kemur hingað eftir að Secret Lagoon komst á kortið. Það er bilun að fara og horfa á bílastæðið þarna niður frá. Staðan er þannig að það er ekki verið að sinna þessum fjölda og þá þarf maður bara að bregðast við,“ segir Sindri Daði Rafnsson, bakari á Flúðum.

Sindri og eiginkona hans Íris Dröfn Kristjánsdóttir opnuðu bakarí í bílskúrnum hjá sér við Ljónastíg fyrir rétt rúmum tveimur árum. Óhætt er að segja að spurn hafi reynst eftir nýbökuðu brauði og bakkelsi á Flúðum og Sindri bakari sló í gegn. Brauðin og sætmetið er líka í hæsta gæðaflokki og hefur verið selt víða á Suðurlandi við góðar undirtektir. Nokkrum mánuðum síðar flutti bakaríið í lítinn skúr í iðnaðarhverfinu í bænum.

„Við byrjuðum uppi í bílskúr en fengum svo þennan skúr um verslunarmannahelgina 2016. Hann var nú ekki beint tilbúinn þegar við opnuðum en þetta var komið almennilega í gang í september,“ segir Íris Dröfn.

Sjá viðtal við Írisi Dröfn í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert