Bið eftir viðtali hefur lengst

Fleiri sækja í aðgerðir erlendis.
Fleiri sækja í aðgerðir erlendis. mbl.is/Árni Sæberg

Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) hefur borist 31 umsókn á þessu ári frá sjúklingum sem velja að fara í liðskiptaaðgerðir erlendis vegna langs biðtíma eftir aðgerð á Íslandi. 24 þeirra hafa verið samþykktar en sjö bíða afgreiðslu. Allt árið í fyrra voru samþykktar umsóknir 48 talsins.

SÍ er heimilt að greiða fyrir læknismeðferð erlendis ef nauðsynleg meðferð er ekki í boði innan þriggja mánaða hér á landi. Á Klíníkinni hafa verið gerðar 95 liðskiptaaðgerðir á rúmu ári og vill Hjálmar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, meina að þær aðgerðir og aðgerðirnar erlendis eigi m.a. þátt í því að fækkað hafi á biðlistum í liðskiptaaðgerðir hjá Landspítalanum.

Þá bendir Hjálmar á í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag, að á sama tíma og að biðlistinn hafi styst eftir fyrrnefndum aðgerðum þá hafi bið eftir viðtali við bæklunarskurðlækna Landspítalans til ákvörðunar um aðgerð lengst síðastliðið ár og að nú sé hún um sex til átta mánuðir. Þann tíma telji stjórnvöld hins vegar ekki með til biðtímans þótt sjúklingurinn þjáist af augljósum ástæðum jafn mikið í bið sinni eftir viðtali við lækni og biðinni eftir aðgerð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert