Dæmir í máli Arnfríðar

mbl.is/Ófeigur

Hæstiréttur hefur samþykkt að veita leyfi til áfrýjunar í máli sem Arnfríður Einarsdóttir dæmdi í Landsrétti. Rétturinn mun því skera úr um hvort Arnfríður hafi verið með réttu handhafi dómsvalds þegar hún dæmdi í málinu.

Þetta kemur fram á vef RÚV. Þar segir ennfremur að stefnt sé að því að dæma í málinu fyrir réttarhlé í júní og fari það því fram fyrir einhver ódæmd mál hjá réttinum.

Fram hefur komið, að ríkissaksóknari hafi mælt með því að fá úr­lausn Hæsta­rétt­ar um það hvort skip­an Arn­fríðar hafi verið sam­kvæmt lög­um, en í máli sem nú sé rekið fyr­ir dóm­stól­um hafi lögmaður kraf­ist þess að Arn­fríður víki sæti vegna van­hæf­is.

Lands­rétt­ur hef­ur áður úr­sk­urðað að Arn­fríði beri ekki að víkja í mál­inu.

Í mál­inu er tek­ist á um brot karls­manns sem var dæmd­ur í sautján mánaða fang­elsi fyr­ir marg­vís­leg um­ferðarlaga­brot og brot á reynslu­lausn. Rík­is­sak­sókn­ari seg­ir í um­sögn um hvort veita eigi áfrýj­un­ar­leyfi til Hæsta­rétt­ar að það sé eng­in ástæða til að mæla með áfrýj­un vegna niður­stöðu Lands­rétt­ar um refs­ingu. Aft­ur á móti fall­ist rík­is­sak­sókn­ari á að mjög mik­il­vægt sé að fá úr­lausn Hæsta­rétt­ar um álita­efnið sem teng­ist meintu van­hæfi Arn­fríðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert