Heimabíó um allan heim

Íslensk fjölskylda horfir á Kanasjónvarpið í nóvember 1961. Áratugum saman …
Íslensk fjölskylda horfir á Kanasjónvarpið í nóvember 1961. Áratugum saman hafa fjölskyldur safnast saman fyrir framan sjónvarpið og horft á vinsælar sjónvarpsseríur á því sem nú er kallað „línuleg dagskrá“. mbl.is/Ólafur K. Magnússon

Streymisveitur eru ekki aðeins tæknibylting í sjónvarpsáhorfi. Þær hafa blásið nýju listrænu lífi í gerð leikins efnis um allan heim, kvikmyndagerðarfólki og áhorfendum til óblandinnar ánægju og skotið hefðbundinni bíómyndaframleiðslu ref fyrir rass.

Eitt kvöldið settist þessi áhorfandi niður við sjónvarpið og naut bresks sakamálaþáttar á norrænni sjónvarpsstöð. Hann var grípandi og vel gerður, persónusköpun og atburðarás listilega undirbyggð og þegar honum lauk var aðeins eitt að: Bíða þurfti í heila viku eftir framhaldinu.

Fyrir nokkrum árum þótti slíkt ekkert tiltökumál. Áratugum saman höfðu heilu fjölskyldurnar safnast saman fyrir framan viðtækin og horft á vinsælar sjónvarpsseríur á því sem nú er kallað „línuleg dagskrá“, þætti eins og Húsbændur og hjú, Matador, Dallas, Twin Peaks eða Bráðavaktina. Fólk skipulagði líf sitt, matartíma og vinnu, samkvæmi og símtöl, út frá sjónvarpsdagskránni til að missa ekki af því sem það vildi sjá. Því ef maður missti af þá missti maður af. Útsendingin var ekki afturkræf.

Allur þessi veruleiki er nú annar, eftir að tímaflakk og ekki síst streymisveitur á borð við Netflix, HBO, Hulu, Amazon og Viaplay fóru að dæla út til heimsbyggðarinnar nýrri þáttaframleiðslu sem fólk neytir í lotum og horfir kannski á 10-20 þætti í röð yfir helgi.

Sjá umfjöllun um mál þetta í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert