Þrír ungir höfundar verðlaunaðir

Verðlaunahafarnir í samkeppninni.
Verðlaunahafarnir í samkeppninni. Ljósmynd/Aðsend

Þrjár sögur voru verðlaunaðar í dag í samkeppni sem Forlagið efndi til um bókmenntatexta eftir óútgefna höfunda, undir yfirskriftinni Nýjar raddir.

Alls bárust 39 handrit til dómnefndar. Hana skipuðu Sigþrúður Gunnarsdóttir, ritstjóri hjá Forlaginu, og bókmenntafræðingarnir Silja Aðalsteinsdóttir og Ingi Björn Guðnason, að því er kemur fram í tilkynningu.

Niðurstaðan varð að verðlauna þrjár sögur sem allar þóttu áhugaverðar og grípandi.

Sögurnar heita Allavega eftir Ernu Agnesi Sigurgeirsdóttur, Tinder match eftir Hörð Andra Steingrímsson og Undir yfirborðinu eftir Tönju Rasmussen.

Allar bækurnar koma út sem rafbók sem fá má fyrir allar tegundir lesara, í vefverslun Forlagsins, Amazon og öðrum stöðum þar sem rafbækur eru seldar.

Stefnt er að því að endurtaka leikinn í haust og gefa út fleiri nýjar raddir á rafrænu formi að ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert